Morgunblaðið - 06.12.1970, Blaðsíða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 6. DESEMBER I8T0
ökutækja. Aksturssambandií
milli Lækjargötu og Austur
strætis á að rjúfa I framtið
innL
Eitt þeirra vandamála, sem
mjög hefur þurft að taka til-
lit til við skipúlag gömlu borg
arhverfanna er bílastæða-
vandamálið.
I áætlun aðalskipulagsins um
enduruppbyggingu, er gert ráð
fyrir, að í mesta lagi verði
urínt að láta í té um 1200 bif-
réiðastæði í Miðbænum og um
2200 stæði í Austurbænum, en
það fullnægir alls ekki áætl-
aðri þörf. Óráðlegt er talið að
útvega rými með þvi að rjúfa
skörð í samfelldar húsaraðir,
heldur ætti að rífa skúra og
bakhús svo og gera stór bif-
reiðastæði og byggja bifreíða-
geymsluhús í útjaðri hvers
borgarhluta. í kjöllurum ný-
bygginga og á annan hátt í
tengslum við nýbyggingar ætti
að vera unnt að koma fyrir all
miklum fjölda bifreiðastæða.
Samþykkt hefur verið sú
regla, að því er Miðbæinn og
Austurbæinn varðar, að krefj-
ast eins bifreiðarstæðis fyrir
hverja 50 gólfí'latarmetra at-
vinnuhúsnæðis og eins bifreiða
stæðis fyrir hverja ibúð.
Það er ljóst að æskilegasta
fjölda bifreiðastæða verður erf
itt að uppfylla í gömlu borgar
hverfunum í framtíðinni.
mannastígur verði varðveittur í þeirri mynd, sem hann er nú.
ÞÉTTLEIKI BYGGÐAR,
HÆÐ IIÚSA OG
YFIRBRAGÐ BORGAR
Aðalskipulagið gerir ráð fyr
ir talsvert strangari stefnu, en
áður ríkti, um nýtingu lóða,
þ.e. þéttleika byggðarinnar og
hæð húsa.
Nýtingarhlutfall nefnist hlut
fallið milli samanlagðs gólfflat
armáls á tilteknu landssvæði
og flatarmáls landsvæðisins.
Nýtingarhlutfallið í Miðbæn-
um og Austurbænum i heild
verður töluvert hærra skv. að
alskipulaginu en í hverfunum í
kring og talsvert miklu má
bæta við núverandi húsrými.
Þótt nýtingarhlutfall hafi
þannig verið ákveðið, hefur
það verið talið óhjákvæmilegt
að ákveða hámarkshæð húsa á
tilteknum svæðum í gömlu
borgarhverfunum. Æskilegt
þykir að borgin hafi skipulegt
yfirbragð, að byggt sé upp í
skörð í húsaröðum og að hin
mörgu biíreiðastæði, sem gera
þarf, skapi ekki ljótar eyður,
þar sem byggð er annars sam-
felld. Ennfremur er litið svo á,
að ekki megi staðsetja áber-
andi háhýsi, hvar sem verkast
vill, heldur i samræmi við vel
mótaðar skipulagshugmyndir.
Samþykkt hefur verið að
gera ráð fyrir byggingu
þriggja nýrra háhýsa, 7 hæða,
í verzlunarhverfinu við Aðal-
stræti en Morgunblaðshúsið
gnæfir þar nú eitt sér. Að
öðru leyti er gert ráð fyrir,
að umhverfis torgið, sem
þarna myndast, verði einnar
eða tveggja hæða hús með
verzlunum. Torgið á að taka
yfir það svæði, sem nú er Hót
el íslands lóðin og Steindórs
lóðin.
Fjögurra hæða hús eru nú
einkum í Miðbænum við Aust-
urvöll, Hafnarstræti og
Tryggvagötu og í Austurbæn-
um við Bankastræti og Lauga-
veg. Talið er æskilegast að
húsaröðin á þessum slóðum
verði heilsteypt, með þvi, að
í stað lágra, gamalla húsa, sem
nú eru inn á milli, komi fjög-
urra hæða hús i réttum götu-
línum, viðast með verzlanir á
götuhæð og skrifstofur á efri
hæðunum eða aðra starfsemi,
sem hentar í miðbæjarbyggð.
Ég hef hér að framan í stór-
um dráttum gert grein fyrir
hugmyndum aðalskipulags
Revkjavíkur um uppbyggingu
gömlu borgarhverfanna. Eins
og ég sagði í upphafi, er aðal-
skipulagið fyrst og fremst áætl
un, sem byggir á ákveðnum
forsendum og forspám. Þvi er
nauðsynlegt að taka það
til endurskoðunar á vissu ára
bili, kanna hvort forsendur
þær, sem byggt var á, hafi
raskazt og breyta forspám í
samræmi við það. Þegar hafa
fartð fram ýmsar athugandr á
þáttum, sem aðalskipulagið var
byggt á. Nefna má sem dæmi
mannfjölgunarspá. Mannfjölg-
un hefur orðið hægari en gert
var ráð fyrir. Nýjar upplýs-
ingar hafa birzt með fasteigna-
matinu nýja um ástand og notk
un fasteigna í borginni. Ýms-
ar athuganir hafa verið gerð-
ar í verzlunarmálum. Umferðar
kannanir hafa átt sér stað og
þá einkum i sambandi við
leiðakerfi S.V.R. Ýmsar fleiri at
huganir þarf þó að gera og
falla þær inn í form aðals'kipu
lagsáætlunarinnar. Það er nú í
meðferð hjá borgaryfirvöldum,
hvernig bezt verður að því
verki staðið og í því efni þarf
FABLON klaðningin er sjálflímandi
Sparið peninga og tíma og skreytið
sjálf heimili yðar með FABLON
Þér þurfið FABLON og skœri annað ekki
FABLON - FABLON
Heildsölubirgðir:
Duvíð S. Jónsson og Co. hf.
Sími 24-333.
FABLON - FABLON
Ný munstur tilvalin til skreytinga t.d.
í eldhús, böð, forsfofur og skápa.
Ennfremur viðarlíkingar í úrvali
Útsölustaðir:
Brynja, verzlun Laugavegi 29
Klæðning h.fLaugavegi 164.
Málarabúðin, Vesturgötu 21.
Málningarverzl. Péturs Hjaltested, Suðurlandsbr. 12.
Skiltagerðin, Skólavörðustíg.
J. Þorláksson & Norðmann.
K. R.O.N. byggingavöruverzlun, Hverfisgötu,
K.E.A, byggingavöruverzlun, Akureyri.
Haraldur Böðvarsson & Co. h.f., Akranesi.
Kf. Hafnfirðinga, Hafnarfirði.
Kf. Suðurnesja, Keflavík.
Stapafell, verzlun Keflavík.
Kf. Árnesinga, Selfossi
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Kf. ísfirðinga, Isafirði.
Byggingavöruverzlun Ársæls Sveinssonar.