Morgunblaðið - 06.12.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1970 55 — Endur- minningar Krúsjeffs Framhald af bls. 39 lega reiðir og hryggir," segir Krúsjeff. Leningrad var i sorg, þegar hópurinn kom þangað. Krús- jeff tók sér stöðu í heiðurs- verðinum og hann kveðst hafa veitt því athygli að Kaganov- itsj virtist ákaflega skelkaður. „Ég fylgdist gaumgæfilega með Stalín, hvar hann stóð. Hann sýndi óhemju sjálfsstjórn og ógerlegt var með öllu að vita KIROV var dyggur Stal- ínisti og stjórnaði flokks- deildinni í Leningrad. Hann hafði aðstoðað Stalín mjög rösklega í því að berja á ölitum þar í borg, sem tortryggilegir voru og j afnan voru kall- aðir fjandmenn fólksins. Hann var eini samstarfs- maður Stalíns, sem var í það sterkri aðstöðu að geta sagt herranum hug sinn al'lan og enginn maður var jafn valda- mikill og harnn, að Stalín einum undanteknum. Hann var myrtur á skrif- stofu sinni í Leningrad þann 1. desember 1934. Morðinginn var fyrrver- andi Bolsévikki, L. Nikol- ayev, sem hafði verið hlynntur Trotsky. Margir eru þó þeirrar skoðunar, að Stailín hafi sjálfur staðið að baki morðinu, en það hefur aldrei verið sannað. geðbrigði hans. Það hvarflaði ekki einu sinni að mér, að hann kynni að vera að hugsa um eitthvað annað," segir Krús jeff. Krúsjeff segir síðan frá því, hve starfssemi rússnesku ör- yggislögreglunnar, sem þá hét NKVD var þrautendurskipu- lögð, eftir morðið á Kirov. Yfir maður NKVD var þá Redens, bróðir Stalíns. Einræðisherr- ann lét síðar skjóta hann. Red ens sagði Krúsjeff að hann hefði fyrirmæli frá Stalín um ,,hreinsanir“ í Moskvu og virð- ist sem Krúsjeff hafi ekki ver- ið mótfallinn því, þar sem hann ■ taldi að ýmis óæskileg öfl væru að verki á ýmsum stöðum og væri því full þörf á að hreinsa til víða. „Listi var saminn yfir fólk, sem skyldi rekið úr borginni. Ég veit ekki hvert þetta fólk var sent,“ seg ir Krúsjeff og bætir samvizku samlega við „Ég spurði aldrei neins.“ Hann heldur áfram: „Við fylgdum ætið þeirri reglu að væri okkur ekki sagt ein- hver ákveðinn hlutur var það vegna þess að hann kom okk- ur ekki við; það var ríkisins mál og því minna, sem maður vissi um það, því betra. Hvernig sem á máJin er litið er Ijóst að brottflutningur fólks frá Moskvu varð upphafið að hreinsunum þeim, sem fylgdu i kjölfar morðsins á Kirov.“ Hreinsanirnar komust brátt í algleymi. Krúsjeff kveðst hafa fylgzt með sumu úr fjarlægð og getur þess að meðan réttar höld stóðu yfir í Leningrad yf ir andstöðumönnum ríkisins héldu þeir Kaganovitsj og Sergo Ordzhonikidze um stjórn völinn, þegar Stalin og Molo- tov voru ekki í Moskvu. „Mín afstaða var sú að fylgja Kag- anovitsj að málum — það er að segja Stalín," segir Krúsjeff. Hann rekur síðan hve hreinsanirnar voru víðtækar og rifjar upp, að langflestir þeirra, sem áttu sæti í stjórn- málaráðinu við dauða Lenins voru hreinsaðir. „Tökum til dæmis þá Zinoviev og Kamen ov,“ segir hann „þeir voru handteknir og bornir þeim sök- um að hafa staðið að samsæri gegn ríkinu og fyrir að hafa gert skyssur í byltingunni. All ir vita það. En allir vita, að það er ekki allt málið. Eftir þessar skyssur skipaði Lenin þá til að vinna í æðsta hringn um og við hlið hans unnu þeir mikið og verðugt starf I þágu flokksins. En engu að síður voru þessir menn nú stimplað- ir sem ótíndir glæponar og líf látnir sem fjandmenn fólks- ins.“ En Stalín lét ekki sitja við það eitt að hreinsa gamla Len inista. Hann leitaði víðar fanga, til dæmis þegar hann lét handtaka þá Rykov, Bukh- arin og fleiri leiðtoga þjóðar- innar og flokksins, og leiða þá fyrir dóm. „Rykov naut mikils álits og trausts innan flokks- ins,“ segir Krúsjeff. „En hann var skotinn og þá leið fóru fleiri og fleiri á þessum ár- um.“ Krúsjeff talar einnig um dvínandi völd flokksins á þess um árum. Öll áhrif sem flokk- urinn hafði haft færðust nú á hendur NKVD. Á flokksfund- inum í Moskvu árið 1937 þurftu allir fulltrúar á honum að fá blessun NKVD til að geta setið hann. Á þessum fundi var meðal annars stung- ið upp á ónefndum fulltrúa í deild Krúsjeffs. Ljóst var að tillagan vakti fögnuð fundar- manna. Skömmu siðar fékk Krúsjeff skilaboð frá NKVD: „Gerið állt sem þér getið til að halda þessum manni niðri, Honum er ekki treystandi. Hann er i sambandi við óvini þjóðarinnar og verður hand- tekinn.“ Krúsjeff hlýðnaðist fyrirskipunum og varð úr að maðurinn náði ekki kosningu og var reyndar handtekinn sam dægurs. „Ég þekkti persónulega fjöl- marga sem urðu fórnardýr hreinsananna. Meira að segja fjöldi manna, sem voru hvað nánastir samstarfsmenn Stal- íns urðu hreinsunaræðinu að bráð. Sergo Ordzhonikidze er gott dæmi. Hann var maður vinsæll. Hann naut talsverðar virðingar. Hann var skapbráð- ur maður, en um margt dreng lundaður og hafði ríka réttlæt iskennd. Hann gat engan veg- inn sætt sig við þá slátrun, sem nú fór fram. Einu sinni bað hann mig að grípa í taumana. Ég sagði honum að ég gæti ekki mikið gert, en. hann bað mig þess lengstra orða að reyna. Að lokum gat hann ekki meira. I ársbyrjun 1937 skaut hann sig. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að ég komst að sögunni, sem lá að baki dauða hans. Stalín hafði falið sporin mjög slóttuglega. Eftir að heimsstyrjöldinni síð- ari var lokið var ég einhverju sinni í matarboði hjá Stalín og fyrir tilviljun færði ég hann i tal og sagði: „Sergo! Það var sannur maður! Hvílikur skaði, að hann skyldi deyja langt fyr ir aldur fram. Hvilíkur missir! Ég skildi nær samstundis að ég hafði sagt eitthvað, sem ekki féll í kramið. Á eftir spurði ég Malenkov: „Sagði ég eitthvað sem ég átti ekki að gera?“ „Áttu við að þú hafir haldið að Sergo hafi dáið eðli- legum dauðdaga? Vissirðu ekki að hann skaut sig? Stalln fyr- irgefur honum það aldrei. Þetta var mjög ógætilegt af þér.“ Skömmu eftir fráfall Sergos Ordzhonikidzes færðust svo hreinsanirnar innan Rauða hersins mjög í aukana. Kveðst Krúsjeff ekki geta talið upp alla þá hershöfðingja, sem hurfu þegjandi og hljóðalaust, né heldur þá flokksfélaga og óbreytta borgara sem annað- hvort voru teknir af lífi eða sendir í útlegð á þessum ógn- arárum í Sovétríkjunum. Hann segir að Stalín hafi hjálpað Hitler verulega með því að f jarlægja úr röðum hers ins fjöldann allan af mjög hæf um forystumönnum og afburða skipuleggjendum. „Blóðbaðið náði hámarki árið 1937. Þá kom í ljós að Fimm ára iðnað- aráætlunin hafði ekki staðizt og þurfti þá nauðsynlega að sýna fram á, að allir aðrir en Stalín bæru sökina á þeim mis tökum. Flestir þeirra herfor- ingja sem Stalín lét drepa á þessum árum fengu uppreisn æru á 20. flokksþinginu árið 1956. En upp á síðkastið hefur verið hljóðara um þá.“ í næstu grein fjallar Krús jeff um hörmungarnar i Okr aíu á fyrstu árunum eftir styrjöldina; skrifar um Svet- lönu, dóttur Stalins, og vax- andi brjálsemi einræðisherr- ans. íslenzk-spónska félngið (Oiircuto Hispamio-lsla'ndés) beldur skemmtiifund að Hótel Loft- leiðum (Leifsbúð) sun'niU’dagimn 6. desembe’r kl. 20,30. SKEMMTIATRIÐI: 1. LitS’kuggamynid’iir (Sevil'lia-hátíðin). 2. Mexiikansika söngtríóið Los Aztecas. — Dansað á aftiir. Félags'menin 'komið og takið með yklkur gest’i. STJÓRIMIN. EGGERT KRISTJANSSON & CO HF HAFNARSTRÆTI 5 - SiMI 11400 Hér seg.ja sögu sína, 6 aldnir Hrafn- istumenn. Allir eiga þeir sögu, sem hver með sínum hætti opnar hinum yngri sýn í fortíðina og rifiar upp minningar eldra fólksins. K.iörin iólabók, ungum og öldnum í sveit og við sió. Marteinn frá Vogatungu. Skáldsaga sem fjallar um utangarðsfólk, fólk sem alltaf er lineykslunarhella og óhyggjuefni heiðar- legra - guðeLskandi borgara. Maríeinn dreg- ur skörpum nrátfum, mynd af samkkiptum þessara andstæðna, og hætt er við að elcki verði allir ánægðir með sinn Hut. Unglingabók í sérflokki. Sagan af hon- um Blesa. Samskipti hans við mann- eskiuna eru ekki alltaf að hans skapi og bó ... lesið siálf. Þetta er bráð- skemmtileg bók, sem allir krakkar hafa gaman af. Þættir um aflasæla skipst.ióra. — Bók sem er ósvikinn skemmtilestur og flyt- ur margvíslegan fróðleik. — Hver vill ekki vita eitthvað um „kallinn“? — Þessa hók vilja allir sjómenn eignast. Gimnar M. Magnúss. Safn fróðleiks og skemmtisagna xun landskunna menn. Einar Benediktsson, Jón Pálmason, Bjarna Ásgeirsson, Karl Kristjánsson, Guðmund G. Hagalín og Harald Á. Sig- urðsson. frásagnir af slysförum og het.iudáðnm á hafinu. •—• Jónas St, Lúðvíkspon býddi og endursagði. — 6 bók Jónasar um betta efni. — Þær f.yrri allar upp- seldar. Þessi fer vafalaust sömu leið og hvi ráðlegt að ná í eintak strax. Æsispennandi bpk, er segir frá mjög frumlegu flugvélarráni, og hvernig fólki er innanbrjósts, sem flækist um háloftin undir stjórn flugvélarræningja, sem gæti verið geðbilaður. Bók sem eng- inn lokar f.yrr en sezt er á flugvöllinn. undar hjá útgáfunni. Denise er tvímæla- laus mést lesin ástarsagna höfunda á Englandi, hefir skrifað yfir 150 bækur og alltaf metsala. Farðu ekki ástin min, óskabók allra rómantiskra kvenna. eftir Umberío Nobile, flugforingja. Miðaldra fólki er minnisstætt, hve stórfengleg loft- skipin Voru. Þessi bók segir frá ferð loft- skipanna, Norge og Italíu y.fir Norðurpót- inn, sem endaði með því að Italía fórst. At- burðir þessir vöktu heimsathygli. Nú er þetta liðin tíð en nútímafólki forvitnileg. eftir Sven Hazel. — 2. útgáfa af þess- ari 1. hók Hazels, sem er eiginlega lyk- ilverk að öllum hans bókum. Hér k.ynn- ist lesandinn öllum hans ógleymanlegu persónum. Ein bezta stríðshók, sem skrifuð hefur verið. LEIÐIN TIL BAKA MENNIRNIR I BRÚNNI Þœttiraf starfandi skipstjórum Prentpún Farðu ekki ástin mín... FARÐU EKKI, ASTIN i eftir Denise Robins. 5. bók bessa höf- MÍN....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.