Morgunblaðið - 12.01.1971, Page 11

Morgunblaðið - 12.01.1971, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971 11 / Nýir straumar í tón- listarlífi t>ingeyinga Frá upphafi íslandsbyggðar hefur tónlistarlíf í Þingeyjar- þingi trúlega verði svipað og það gerðist með öðrum lands- mönnum. Söngur hefur verið talsvert iðkaður og um síðustu aldamót var nokkuð af þjóðlög- um sungið meðal Þingeyinga, sem ekki þekktust þá annars staðar. Eftir að hljóðfæri fóru að flytjast til landsins í einhverj um mæli tók hljómlistaríífið í héraðinu miklum stakkaskiptum og var orgel og fiðluleikur mik- ið iðkaður framan af þessari öld og margir kórar hafa starfað um lengri eða skemmri tíma. Af helztu frumkvöðlum tón- listarlífsins um miðhluta héraðs- ins á þessari öld má nefna Sig- trygg Helgason á Hallbjarnar- stöðum i Reykjadal, feðgana Jón Sigfússon og Friðrik Jóns- son á Halldórsstöðum í Reykja- dai, Jónas Helgason að Græna- vatni í Mývatnssveit og son hans Þórodd lækni að Breiðu- mýri, Stefán og Einar Guðjohn- sen á Húsavík, Sigurjón Péturs- son fyrrum bónda að Heiðarbót í Reykjahverfi og son hans Sig- urð, Pál H. Jónsson að Laugum, Magnús Þórarinsson að Hall- dórsstöðum í Laxárdal, Hjálmar Stefánsson siðar bónda að Vagn- brékku í Mývatnssveit, Magnús Einarsson síðar söngstjóra söng- félagsins Heklu á Akureyri, Kristján Sigtryggsson á Hóli i Húsavlk, Sr. Friðrik A. Friðriks- son og son hans sr. öm. Er þetta engin tæmandi talning á þeim mönnum, sem haft hafa á hendi frumkvæði og leiðsögu að kórsöng og annarri tónlistariðk un í héraðinu til ánægju fyrir iðkendur og njótendur. Til marks um það, hvað tónlistar- iðkun hefur orðið almenn með köflum í héraðinu má nefna það að um skeið lögðu milli 10 og 20 manns stund á fiðluleik í Reykjadal einum og starfaði þá fiðluhljómsveit þar í dalnum. Árð 1905 fór söngfélagið Hekla á Akureyri í fræga söng- ferð til Noregs. Var söngstjóri Magnús Einarsson, sem var Þingeyingur og hafði áður veitt tilsögn í orgelleik á Húsavík. Fyrsti viðkomustaður skipsins, sem flutti þá söngfélaga frá Akureyri til Noregs var á Húsa- vík og var þar haldinn konsert í nýbyggðu húsi „Hliðskjálf", sem enn stendur. Söng- skemmtun þessi vakti fádæma hrifningu áheyrenda og varð hún kveikjan að þvi, að skömmu séinna var stofnaður karlakór í Húsavík, Karlakórinn Þrymur. Fyrsti stjórnandi kórsins var Stefán Guðjohnsen, faktor hjá verzlun Örum og Wulf, sonur Þórðar faktors og sonarson- ur Péturs Guðjohnsen organista við dómkirkjuna í Reykjavik. Kórinn starfaði síðan af krafti frá 1905 fram á ár fyrri heims- styrjaldarinnar, en los mun hafa komizt á starfsemi hans 1915— 1916 og hann hafa lognazt út af um 1918. Nokkrir kórfélaganna munu þá hafa stofnað tvöfald- an kvartett, sem sðng talsvert um stutt árabil. Árið 1923 er svo stofnaður nýr karlakór, Karla- kórinn Skjálfandi, en söngstjóri hans var Einar Guðjohnsen verzlunarmaður. Starfaði sá kór til ársins 1927. Næstu árin var talsvert sönglíf í Húsavik m.a. stofnuðu bílstjórar kór sem söng undir stjórn Kristjáns Sigtryggs sonar og Verkamannafélag- ið kom á fót kór, sem söng undir stjórn Jóns Sigurjónssonar. Árið 1933 kom sr. Friðrik A. Friðriksson sém sóknarprest- ur til Húsavikur og var hann þá fenginn til að taka að sér söngstjóm í nýjum karlakór, sem hlaut nafnið Þrymur eins og fyrsti karíakórinn. Kórinn náði brátt miklum vinsældum undir stjóm sr. Friðriks og vakti hann hvarvetna athygli fyrir skemmtilegt. lagaval og lagameðferð. Hefur kórinn starfað óslitið siðan, lengst af undir stjóm sr. Friðriks, en síð- an tók Sigurður Sigurjónsson frá Heiðarbót við og stjómaði kómum í 16 ár. Aðrir hafa stjórnað kómum skamman tíma. Árið 1958 var stofnuð lúðra- sveit í Húsavík og hefur hún starfað óslitið siðan. Fyrsti stjómandi lúðrasveitarinnar var Friðgeir Axfjörð, en síðan tóku við af honum þeir Steingrímur Birgisson, Sigurður Hallmars- son, Helgi Vigfússon og Reynir Jónasson. Árið 1961 tók tónlistarskóli til starfa í Húsavík. Var fyrsti kennari skólans Ingibjörg Stein grímsdóttir, en árið 1963 var Reynir Jónasson hljómlistarmað- ur frá Helgastöðum i Reykjadal ráðinn sem aðalkennari skólans, en hann hefur jafnframt þvi starfi verið kirkjuorganleikari og söngstjóri i Húsavíkur- kirkju. Árangur af starfi Reynis kom fljótt í ljós. Þeim sem lagt hafa stund á hljóðfæraleik fjölg aði, leikur lúðrasveitarinnar tók framfömm og kirkjukórinn tók fyrir vandasamari verkefni. Haustið 1969 réðust til tónlist arskólans í Húsavik tékknesk hjón, Jaroslav og Vera Lauda frá Prag. Eru þau bæði há- menntaðir tónlistarmenn og hafa þau kennt tónlistarfræði og hljóðfæraleik við tónlistarskól- ann og aðra skóla Húsavíkur Jaroslav Lauda. ásamt Reyni. Jaroslav tók enn- fremur að sér stjórn Karlakórs- ins Þryms og Karlakórs Reyk- dæla og við stjóm Lúðrasveitar Húsavíkur. Með komu þeirra hjónanna barst nýr og ferskur andblær inn i tónlistarlífið og straumar tékkneskrar og annarrar miðevr- ópskrar tónlistarhefðar hafa þegar sett mark sitt á þjálfun og verkefnaval karlakóranna og lúðrasveitarinnar. Jaroslav er sjálfur tónskáld og hefur dvöl hans hér orðið hon um hvatning til tónsmíða. Hafa karlakórarnir flutt nokkur söng lög eftir hann þ.á.m. afar til- komumikið tónverk, sem hann hefur gert um bænina „Faðir vor“. Á Húsavíkurhátiðinni s.l. sumar flutti lúðrasveitin eftir hann „Húsavíkurmarz", létt og fjörugt lag. Hinn 26. desember s.L héldu Lúðrasveit Húsavíkur og Karla- kórinn Þrymur jólatónleika í Húsavíkurkirkju. Voru tónleik- arnir mjög fjölsóttir. Á efn- isskrá voru 15 tónverk og stjórnandi Jaroslav Lauda. Undirleikari á orgel var Reynir Jónasson. í lúðrasveitinni léku nú 19 hljóðfæraleikarar að stjórnanda meðtöldum, sem lék á klarinett. Hefur lúðrasveitin að undan- fömu tekið ótrúlegum framför- Framhald á blaðsiðu 24. Góð og falleg bifreið þarf góðar og hagkvæmar TRYGGINGAR. Tryggið bifreið yðar hjá stóru og traustu ^TRV^ fyrirtæki - i Tryggið hjá okkur. J SAMYIININUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 S. V.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.