Morgunblaðið - 12.01.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971 Ásgeir Þorsteinsson, verk fræðingur - Minning LJÚFUR öðlingur er genginn; við kveðjum Ásgeir Þorsteins- son. Slíkum fylgja eigi aðeins hugur og minming, heldur og mikil þakkargjörð. Fáir eru þeir, sem við, er nutum, minn- umst með meiri þökk og djúp- Stæðri virðingu. Ásgeir Þorsteinsson var vinur sinna vina og gleðihvati til dáða. Til slíks átti hann kyn og festu, en umfram allt persónu- leika og gáfur. Fáa veit ég, sem í raun og sannleika hafa litið af meiri vongleði til komandi kyn slóða. Hann horfði til framtíðar, en angraðist ekki við smærri við fangsefni. Eigi var að undra, þótt stjórnvöld landsins kölluðu slíkan mann til ráðuneytis, en hanm var brautryðjandi á erfið ustu slóðum lítillar þjóðar í rannsóknum á ónumdum vegum. Utan margvíslegra umsvifa, sem aðrir kunna frá að greina voru Ásgeiri Þorsteinssyni falin forráð ranmsóknarstarfsemi rík- isins. Að auki byggði hann sína eigi rannsóknarstofu og vann hljóðlátur að því, sem verða mætti öðrum til góðs. Nú hlaupa margir upp til handa og fóta við minnsta tilefni og kalla jafnvel flesta þróun meng un eða öðrum viðlíka nöfnum. Menn gleyma því stundum, að mengun hugans er allra hluta verst. Það eitt er víst, að vís- indamaðurinn Ásgeir Þorsteins son hræddist ekki mengun fram þróunar í fátæku þjóðfélagi. Honum var ljóst, að sá andi, sem gat auðgað okkar litlu þjóð, gat einnig glætt hana nýju lífi og von. Fyrir ágæti slíkra manna er margur lágvaxinn kvistur í þjóðfélagi okkar bet ur á veg kominn en ella væri. Ásgeir Þorsteinsson hugsaði minna um sjálfan sig en aðra. En hann gat þó engan veginn hjá því komizt, að aðrir litu til hans í virðingu og þökk. Slíkir hafa borið og bera höfð- ingsmafn. Vel mætti minning góðra drengja lifa öðrum til eftirbreytni. Jóhann Hafstein. Af eilliifðar ljósi bjarma ber, sem brauitina þungu greiðir, vont llíf sem svo stiutlt og stopulit er, það stefnir á æðri ieiðir, og upphimimn fegri en auga sér, mót öl'luim oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Ária nýársimorguins, fösitudag- inm 1. jamúar, leysti varðenigill alimæt/tisiinis bróður og vin oklkar, Ásigeir Þorsteimsson, venkfræð- ing, frá sjúkíleilka sínum og veitti honiuim viðtökiu, til að búa hon- um stað í eillífðinmi. Ásgeir var fæddur 7. oiktóber 1898 og var því rúmllega 72 ára er hann lézt. Ásgeir var miki'Il hæf ileilkamað ur að eðlisfari, en prúðmenni og Médrægur og sóttist ekiki eftir vegtylllium, en vaxð þó formaður Rannisóknaráðs ríkiisims um eitt Skeið vegna beiðni áhrifamanna, en eingöingu fyrir eigin hæfi- lefka og sérþekkingar, sem óx með hverju ári er hann fflfði. Ás- geir var þjóðkiunmur öðlingsmað ur, og má tetlja hamn brautryðj- anda lýsisvinnsillu hér á landi, sem forstjóra Lýsissamllagis ís- ienzkra botnvörpunga um Ilamigt skeið, og gerði hann marg- ar tillraunir þar, er lélddu tii ýmsra nýrra aðferða vdð vinnsilu þessa verðmæta út'flutminigsvarn imigs t.d. með srnjíði ýmsra nýrra tækja siem Ásgeír ýmiist farnn upp sjálfiur eða endurbættí, og byggði svo kaildhreimsunarstöð og herzlu srtðð, og hóf vitamiínvinnsilu í þarfir útvegsims, sem jók stór- iega verðmiæti varanna á útlend- um markaði. Ásgeir haifði ágæt- ar námsgáftur og réðst því til þess vandasaima náms, sem efna- firæðin er talim, og var með þeim fyrri sem liuiku góðu prófi er- lendis i þeirri námsigrein, og var tailinn mjög vel lærður sem efna verkfræðingur, emda naiut hann alimenns trausts vegma þekkinig- ar sinmar. Munu ýrnsir hafa leit- að tlá Ásgeirs um ráðleggmgar við Stofmum nýrra iðnifyrirtækja á meðam hans naut við, því það má segja að him mýja öld iðnað- ar hæfiist fyrir alvöru hér á iandi um það bil sem Ásgeir filuttiist á ný hingað heim till dvalar og hann tók að starfa að áhuigamál um síniurn, Það duildist enigum, sem las greinar, er Ásgeir Skrif aði, að þær voru þrauthugsaðar og byggðar á hefflbrigðu viti og reynisJu, sem óhætt var að treysta. Ásgeir varð stúdent í Reykja- vik 1917, tók próf í forspjaffls- vísindum, camd. phl., frá háskól anum i Kaupmanmahöfn 1918, lauik prófi í efmiavenkfræði frá DTH, Polyteiknisk Læreamstalit, í Kaupmammahöfn 1924. Forstjóri var hann Samitrygginigar ís- lenzkra botnvörpunga aíllla tið til 1970, einmiig var hann í stjóm íslenzkrar emduirtryggingar og mörg flieiri trúnaðarstörf voru honum fallin. Hann kvæntist árið 1925 ágætis kionu, Efflnu Jóhönnu Guðrúnu, f. 25. des. 1900 á Isa- firði, Hamnesdóttur Hafstein ráð herra og þjóðskáldis. Börm þeirra eru þesisi: Sigriður gifit Haifisteini Baldviinssyni hrl., Ragnheiður Guðrún gift Guðmumdi H. Garð- arssyni, cand. oecon., Þorsteinm Ásgeir, iðniaðarvedkstj., kvæntur Villlhelmlínu Sveinsdótitur. Einm p'illt, Þorstieim, misstu þaiu hjónin 2ja ára gamiam. Foreldrar Ásgeins voru hin vel virtiu og mikilhæfu hjón Guðrún Bjarnadóttir og Þorsteinn Jóns- son, jármsmiður, er lemgst ttí bjuiggu á Vesturgötu 33. Við fráfaffl ÁsgeÍTS Þorsteins- sonar hefur Reykjaviik miisst e'inn af sínum ágætustu og mest virtiu sonum, en minningin um starf hams miun lifa. Blessuð veri minm-inig Ásgeirs Þorsteins'sonar. Friðrik K. Magmússon. ÁSGEIR Þorsteinsson — vinur minm og samstarfsmaður — er látinn. Ásgeir hóf störf hjá Samtrygg ingu íslenzkra botnvörpunga ár ið 1924, og gerðiist forstjóri fyrir tækisins ári síðar. Fyrir atbeina Ásgeirs var Lýsissamlag ís- lenzkra botnvörpunga stofnað árið 1929, og var hann einnig ráðinn forstjóri þess. Þar sem ég átti sæti í stjórnum beggja fyrirtækjanna tókst brátt góð vinátta með okkur, sem fór sí- vaxandi með auknum kynnum. Ég held mér sé óhætt að full- yrða að allan þann tíma, sem samvinna okkar hélzt, hafi aldrei borið skugga á þá vin- áttu, enda Ásgeir eitt mesta ljúf menni, sem ég hefi kynnzt á lífsleiðimni. Þess utan var hann starfsmaður með afbrigðum, vak inn og sofinn í starfimu, og lagði oft nótt við dag í leit að lausn ríkjandi vandamála. Sérstaklega naut hugmynda- auðgi hans og rannsóknargleði sín er hann fékkst við tilraunir til að bæta gæði — og þar með verðmæti — íslenzka lýsins, og þori ég að staðhæfa að árangur þess brautryðjandastarfs hafi aflað þjóðarbúinu ótaldra millj óna króna vegna bættra vinnslu aðferða og aukinna verðmæta afurðanna. Það verða margir, sem sakna Ásgeirs þótt vandalausir séu, því sivo einstaklega elskulegur var hann í allri umgengni og svo viljugur að leysa anmarra vanda að með eindæmum var, og voru þau hjónin mjög sam- hent í því. Var þá ekki ætíð hugsað um þann kostnað, sem hjálparstarfið hafði í för með sér. Fyrir okkur vini Ásgeirs er það huggun í harmi að við er um þess fullvissir að betra vega nestis er vart unnt að óska sér við bústaðaskiptin en lífsferill hans allur hlýtur að veita hon- um. Ég kveð nú Ásgeiir Þorsteins son og sendi vinkonu minini, E1 ínu Hafstein — konunmi sem hann unni alla tíð — börnum þeirra, tengdabörnum og öðrum aðstandendum innilegar samúð arkveðjur. Kjartan Thors. í DAG fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Ásgeirs Þorsteinssonar, verkfræðings, sem lézt á nýársdagsmorgun eft- ir langvarandi veikindi, 72ja ára að aldri. Með honum er horfinn eimn fárra íslendinga, sem helg- aði líf sitt rannsókna- og vís- indastörfum, samhliða umfangs- miklum atvinnurekstri meðan heilsa og kraftar entust. Þegar kvaddir eru forustu- menn þeirrar kynslóðar, sem fædd er um og eftir síðustu aldamót, er efst í huga, hve heimsmyndin hefur tekið gífur- legum breytingum það sem af er öldimni. Æskufólki nútímans, hraða, tækni og háþróaðrar memntunar og vísinda þykir sjálfsagt, að tölva leysi flókn- ustu gátur á örfáum mínútum, sem fyrir nokkrum áratugum hefði tekið mestu reiknings- meistara mánuði ef ekki ár að leysa. Það þykir ekki lengur viðburður að unnt er að fylgj- ast með í máli og mynd, þegar jarðarbúar senda geimfara til tunglsins, svo ekki sé talað um að kleift skuli vera að senda menn í slíka för. Oft reynist erfiðara að skilja hvemig unnt var að búa í torf- bæjum eða draga fram lífið í þessu harðbýla landi öldum sam an án þess að gefizt væri upp. Ungt fólk hugar ekki nægi- lega að því, hversu gæfa þess er mikil, að kynslóðinni, sem er að hverfa, skuli hafa tekizt jafn giftusamlega, sem raun ber vitni, að lyfta íslenzku þjóðinni úr umkomuleysi fyrstu áratuga aldarinnar í velsæld nútímans. Til þess að það mætti takast þurfti styrka forustu, valinn mann í hvert rúm, og ekki hvað sízt menntaða og víðsýna menn í atvinnulífkiu. Fyrir eldra fólk, sem hefur upplifað tæknibyltingu 20. ald- arinnar er engu líkara, en að töfrasproti ævintýranna hafi snert allt umhverfi þess. Fæstir skilja til hlítar sam- hengi stórbrotinnar þróunar, sem hugvit, þekking og vísindi mynda grundvölli'nn að. Auðug- ar stórþjóðir eiga auðveldara með að tryggja þegnum sínum hlutdeild í afrakstri tæknibylt- ingar og stórstígra framfara en smáþjóð norður á hjara verald- ar, sem skortir flest. En gæfa íslendinga á þessari öld var sú, að í byrjun aldar- innar var stefnan mörkuð rétt, og þjóðin eignaðist jafnframt framsýna og djarfa menn, sem menntuðu sig til þátttöku í at- vinnulífi þjóðarinnar; fylgdust vel með nýjungum, tækni og þróuninni úti í hinum stóra heimi. Þeir mótuðu sínar eigin hugmyndir og innleiddu jafn- framt erlendis frá það, sem gott gat talizt til heilla og framfara við íslenzkar aðstæður. í stað þess að fara troðnar slóðir latínuskólanáms í embætti eða stjórnmál, eins og margir hugsuðir og andans menn í upp hafi aldarinnar gerðu, stefndu nokkrir ungir íslendingar inn á óþekkt, ný og fjariæg svið, fóru utan og öfluðu sér æðri mennt- unar í verkfræði og vísindum. Einn hinna ungu manna var Ásgeir Þorsteinsson, Jónssonar járnsmiðs í Reykjavík og konu hans Guðrúnar Bjarnadóttur. Þorsteinn og Guðrún voru þekkt sæmdarhjón og heimili þeirra, að Vesturgötu 33, ann- álað fyrir gestrisni. Var þar oft glatt á hjalla, fjölskyldan söngv in, létt í lund og húsbændur hvers manns hugljúfi. Ásgeir var fæddur í Reykja- vík hinn 7. október 1898. Hann lauk stúdentsprófi 1917, prófi í forspjallsvísindum við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1917 og útskrifaðist sem efnaverk- f.ræðingur frá sama skóla árið 1924. Við heimkomuna var fátt verkefna fyrir nýútskrifaðan efnaverkfræðing. Fjárhagur þjóðarinnar var þröngur og tækni og þróun atvinnuveganna á lágu stigi. Skilningur á þýð- ingu og gildi æðri menntunar fyrir uppbyggingu og framfarir í íslenzku þjóðfélagi var tak- markaður. Ásgeir fékk því ekki í fyrstu störf í samræmi við þá menntun, sem þjóðin hafði á þeim tíma raunverulega mikla þörf fyrir. Hann réðst til Samtryggingar ísl. botnvörpuskipaeigenda og varð forstjóri fyrirtækisinis árið 1925 og síðar. Tryggingarmálin voru mjög fjarskyld menntun- inni í efnaverkfræði og enn fjarri ríkri tilhneigingu hins unga manns til tilrauna- og vís- indastarfa í efnaiðnaði. En þrátt fyrir erilsamt starf í tryggingar- málum, sem Ásgeir náði fljótt sterkum tökum á, fylgdist hann vel með því helzta, sem gerðist erlendis í nýjungum og tækni- þróun efnaiðnaðar, og vanm sam hliða að því að innleiða þetta þekkingarsvið í atvinnuvegi landsmanna. Árið 1929 stofnaði Ásgeir Lýsissamlag ísl. botn- vörpuskipaeigenda og var fram- kvæmdastjóri þess frá upphafi. Fann hann upp nýja aðferð, sem olli byltingu í vinnslu og nýt- ingu lýsi-s úr fisklifur. Ásgeir fékk einkaleyfi á aðferðinni og var hún víða tekin í notkun. Ásamt bróður sínum, Bjama heitnum Þorsteinissyni, for- stjóra Vélsmiðjunnar Héðins h.f., í Reykjavík, setti hann síð- an upp lýsistöðvar víða um land og bræðsluker í togara- flota landsmanna. Gjörbylting varð í nýtingu fisklifrar og fram leiðslu og neyzlu lýsis við þess- ar aðgerðir. Á kreppuárunum, þegar millj- ónir manna bjuggu við skort, hafði það ómetanlega þýðingu að finna upp árangursríka að- ferð við að bræða lifur og kald hreinsa lýsi og koma þessari næringarríku, en ódýru fæðu, á heimsmarkaðina. Þessari upp- finningu má án efa þakka, að með lýsisgjöfum hefur mörgu barninu verið bjargað frá bein- kröm og öðrum sjúkdómum á þessum erfiðu tímum. Þá er ómældur sá arður, sem íslenzk- ur sjávarútvegur fékk í sinn hlut. Stofnun og bygging lýsis- herzlustöðvar var næsti stór- áfanginn. Fyrir þrautseigju og einbeitni tókst Ásgeiri, með Lýsissamlag- ið að bakhjalli, að hefja rekstur fyrstu lýsisherzlustöðvarinnar á íslandi árið 1949. Miðað við mikla möguleika á þessu sviði var lýsisherzlustöðin ekki stór, en hún hefur sannað, að Islend ingar eru þess vel umkomnir að vera þátttakendur í hinni arð- bæru feitmetisframleiðslu. Kæmi ekki á óvart, þótt á næstunni yrði byggð hérlendis lýsis- herzla með 15-20.000 smálesta afkastagetu á ári. Hugðarefni Ásgeirs Þorsteins- sonar voru mörg, og kom hann víða við. Hann átti sæti í Rann- sóknaráði ríkisins frá 1939- 1965 og var formaður síðustu árin. Var fulltrúi vinnuveit- enda í Slysatryggitngum ríkis- ins frá 1927, í stjórn Stríðstrygg inga íslenzkra skipshafna síðan Islenzkra endurtrygginga frá 1939 og ræðitsmaður Tékkóslóv akíu 1929—1945. Hann var einn af stofnendum Stálumbúða h.f. árið 1948 og í stjóm fyrirtækia- ins. Ásgeir ritaði mikið um verk- fræðileg og tæknileg málefni og einnig um landsmál almennt. Hafði hann mjög einarðar og sjálfstæðar skoðanir. Mætti nefna mörg dæmi um framfara- hug og rétt mat hans á mikil- vægum málum, t.d. um þýðingu köfnunarefnisáburðar fyrir ís- lenzkan landbúnað, heyköggla- framleiðslu og vinnslu votheys. í tæplega hálfa öld átti Sam- úyggiugin og Ásgeir viðskipti um endurtryggingar við þekkl brezkt umboðsfyrirtæki á Lloyd’s-tryggingamarkaðinum 1 London. Munu fáir, ef nokkut íslendingur hafa notið jafn mik ils trausts hjá þessum aðilum sem Ásgeir. í áratugi annaðist Samtryggingin tryggingar meg- inin hluta íslenzka togaraflotans. Ásgeiri tókst jafnan að tryggja hin hagstæðustu kjör. Þekktur tryggingarforstjóri hjá Lloyd‘3 og mikill vinur Ásgeirs, sagði einu siimi við þann, sem ritar þessa grein, að Ásgeir Þorsteins- son væri einhver óviðjafnan- legasti og hæfasti maður, sem hann hefði kynnzt. Hjá stórþjóð hefðu hæfileikar hans og mennt un fengið notið sín vel. Góðvinur Ásgeirs, Valtýr Stefánsson, ritstjóri, sagði i grein um Ásgeir sextugan; ,,Meðan ég átti annrífct, og var jafnaðarlega í tímahraki með nauðsynleg skyldustörf og hafði mig allan við, þá eyddi ég oft eftirlætisstundum mínum með Ásgeiri, sem margar urðu mér ógleymanlegar. Einkum þegar frá leið, og betra næði var ti'l grundaðra hugleiðinga. Ásgeir Þorstein3son er óvenju legur maður. Þetta vita þeir Framhald á blaðsiðu 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.