Morgunblaðið - 12.01.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971 13 Stjórn BSRB svarar gagnrýni vegna kjarasamninga Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frétt frá Bandalagi starfs- manna rikis og bæja. Stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja hefur rætt um þau mótmæli, sem borizt hafa frá fé- lögum eða starfsihópum vegna nýgerðra kjarasamninga rik- isstarfsmanna. Þar sem þessi mótmæli hafa verið birt i blöðum, vill stjóm B.S.R.B. gefa eftirfarandi upp- lýsingar: Félagsfundur Póstmannafé- lags Islands telur röðun póst- manna í launaflokka algerlega óviðunandi og mótmælir leng- ingu vinnutima úr 37 stundum í 40 stundir. Endanlegri röðun póstmanna er ekki iokið og því er ekki unnt á þessu stigi að gefa upp- lýsingar um, hver raunveruleg launahækkun þeirra verður. Lenging vinnutima hjá póst- mönnum mun í reynd ekki verða meiri en almennt hjá skrifstoíu mönnum eða um 45 mínútur á viku. Vinnutími allmargra póst- manna styttist hins vegar mun meira. Fundur Starfsmannafélags Sjónvarpsins mótmælir skipan starfsmanna í tæknideildum og að vaktavinnumenn skuli svipt ir árlegu vaktafríi. Fulltrúar B.S.R.B. mættu á fé- lagsfundi í starfsmannafélaginu nokkrum dögum siðar og veittu upplýsingar um þessi atriði, svo og samningana í heild. Vegna breytinga á starfsheit- um er ekki unnt að segja til um endanlega röðun allra starfs- manna, og eru þau mál í athug- un. í sambandi við afnám frídaga vaktavinnumanna vegna há- tiða skai það upplýst, að sam- kvæmt fyrri samningi áttu þeir að fá 12 daga frí og 6 daga greidda á dagvinnukaupi. Fjölmennir starfshópar fengu aldrei greitt eftir þessari reglu, heldur helgidagakaup fyrir staðnar vaktir á þessum dögum. Þar sem reglan var notuð kom hún misjafnlega réttlátt út, því að sumir þurftu að standa vakt- ir alla hátíðisdaga, meðan aðrir stóðu ekki nema hluta þeirra. Núverandi samningur gerir ráð fyrir yfirvinnukaupi fyrir staðnar vaktir á þessum dögum og jafnframt tekin upp sú nýj- ung að greiða tvöfalt yfirvinnu- álag, ef unnið er á nýársdag, páskadag, hvítasunnudag, jóla- dag og eftir kl. 13 á aðfanga- dag jóla og gamlársdag. FuIItrúar starfsmannahóps símamanna í Gufunesi, Rjúpna- hæð og Vatnsenda telja að öðru starfsfólki en vaktavinnufölki hafi verið keyptar kjarabætur á kostnað hinna síðarnefndu með lengingu vinnutáma og niðurfell ingu nætur- og helgidagakaups í aukavinnu. Einnig telja þeir flokkun starfsmanna þessara fjarstæðu miðað við aðra. Vinnutími þessara vakta- vinnumanna samkvæmt eldri samningi var 36 stundir án kaffi tima. Raunverulegur vinnutími verð ur nú, að frátöldum kaffitímum Skv. samningi, um 37 stundir, sem þó styttist enn meira þar sem skylduvinna, sem unnin er ■W. 24—8 að nóttu á sunnudög- um eða eftir hádegi á laugardög um reiknast þannig, að hverjar unnar 50 minútur reik/iast ein klst. Er því ólíklegt að vinnu- timi þessara starfsmanna leng- ist nokkuð. Rétt er að taka fram, að all- fjölmennir starfshópar vakta- vinnumanna höfðu samkvæmt eldri samningi 42 og 44 klst. vinnuviku og fá nú vinnutima- styttingu. í samningunum var tekið upp eitt yfirvinnukaup i stað skipt- ingar í eftirvinnukaup annars vegar og nætur- og helgidaga- kaup hins vegar og er þar tek- ið upp 60% yfirvinnuáiag í stað 40% í eftirvinnu og 80% í næt- ur- og helgidagavinnu, og gildir það sama fyrir vaktavinnumenn og aðra starfsmenn. Varðandi röðun starfsheita hjá þessum starfs'hópum sem öðr um varð stuðzt við starfslýs- ar þær, sem fyrir lágu, og reynt að meta þær samkvæmt starfs- matskerfi því, sem ails staðar var lagt til grundvallar. Sem dæmi um launahækk- un þessara starfsmanna við end anlega framkvæmd samningsins má nefna, að símritarar, sem hækka úr 12. í 14. launaflokk fá um 37% launahækkun og yf- irsimritarar, sem hækka úr 14. í 15. launaflokk fá um 36% launahækkun. Fundur í Hjúkrunarfélagi Is- lands telur að hjúkrunarstéttin sé ekki rétt metin til launa og að samningár þessir verðfi frekar til að stórauka hjúkrunarkvenna- skortinn. 1 þessu sambandi er rétt að upplýsa um launahækkanir hj úkrunarstéttarinnar. Byrjunarkaup aimennrar hjúkrunarkonu hækkar úr kr. 18.394,- á mánuði í 23.843,- mið- að við 1.7. 1972 eða um 30%. Kaup eftir 12 ára starf hækk- ar úr 21.460,- kr. í 29.679,- eða um 38%. Hámarkskaup eftirgreindra hjúkrunarkvenna hækkar sem hér segir: Sérlærðar hjúkrunarkonur um 41%. Deildarhjúkrunarkon- ur um 49%. Hjúkrunarkennarar um 55%. Forstöðukonur stærstu sjúkrahúsa um 46%. Vaktaálag hjúkrunarkvenna var 39 kr. á klst., verður kr. 57,32, hækkun 47%. Þvi má bæta við, að hjúkr- unarkonur fá vinnutímastytt- ingu, höfðu áður 42ja stunda vinnuviku, en fá nú styttingu, og auk þess fullan rétt til kaffi- tíma. Félag háskólamenntaðra kenn ara telur, að B.S.R.B. og ríkis- valdið hafi fórnað hagsmunum þeirra, sem ekki hafa samnings- rétt. 1 þessu sambándi er rétt að taka fram, að samkvæmt lands- lögum er B.S.R.B. skylt að gera samning fyrir alla ríkisstarfs- menn. Það er ekki á valdi B.S.R.B. að breyta þessum lög- um. Hins vegar eiga allir rikis- starfsmenn rétt á að vera í bandalaginu. Rétt er að leggja áherzlu á að B.S.R.B. hefur leit- azt við að gæta hagsmuna há- skólamanna á sama hátt og ann- arra ríkisstarfsmanna. I mótmælum Félags háskóla- menntaðra kennara eru annars fram komnar margendurteknar kröfur þess félags um sérstðk launakjör til háskólamenntaðra kennara við gagnfræðaökóla um fram aðra kennara við sömu skóla. Það er grundvallaratriði starfsmats, að starfið skuli met- ið til launa, ekki maðurinn sem gegnir þvi. Þannig er kerí- isbundið starfsmat framkvæmt alls staðar í heiminum. 1 mati á gagnfræðaskólakenn urum er gert ráð fyrir, að til þess að gegna starfinu þurfi BA próf að viðbættu prófi í uppeld isfræði, hvort tveggja frá Há- skóla íslands. Samkvæmt viðteknum venjum um starfsmat ættu allir gagn- fræðaskólakennarar að fá iaun Framhald á blaðsíðu 19. UAPPDRÆTTI D.A.S. Vinningar í 9. flokki 1970—1971 Ibúð efftir vali kr. 500 þús. 47547 Bifreið effir vali kr. Bifreið eftir vali kr. Bifreið eftir vali kr. Bifreið eftir vali kr. Bifreið eftir vali kr. Bifreið eftir vali kr. Bifreið eftir vali kr. Bifrcið eftir vali kr. (Jlanferð cða húsb. kr. 50 þús. 40639 Utanferð eða húsb. kr. 35 |iús. 37561 Vtanferð eða húsb. kr. 25 þús. 54210 200 þús. 62003 200 þús. 63166 180 þús. 49233 180 þús. 30171 160 þús. 20236 160 þús. 33047 160 þús. 471)3 160 þús. 53787 Húsbúnaður eftir vali kr. 20 þús. 6317 55428 Húsbúnaður eftir vali kr. 15 þús. 20390 22151 22980 25569 47713 Húsbúnaður eftir vali kr. 10 þús. 4294 11078 5195 14236 5708 14703 6035 21450 25642 38278 28989 38559 30788 39558 31435 41219 42051 53051 45246 55240 46775 57389 51518 58535 60078 64742 62118 64769 63449 63656 Husbunaður eftir eiyin vali kr. 5 þús. 214 10390 17569 25156 724 10412 17992 25192 922 10814 18332 26450 950 10891 18354 27169 1101 10970 18989 27179 1228 11257 19437 27349 1800 11359 19459 28140 1864 11719 19709 28165 2153 11949 19881 28647 2510 11976 20044 29072 2901 12127 20127 29818 8118 12178 20238 29948 3214 12275 20920 30587 3442 12416 21226 30757 3548 13019 21334 30761 4960 13172 21447 30782 5137 14315 21449 31063 5371 14507 21474 31621 6487 14523 22014 31840 6774 15809 22230 31935 7046 15880 22514 32791 7111 16048 22537 32932 7132 16153 22706 33313 7169 16181 22958 33436 7316 16480 22968 33614 7362 16774 22999 34057 7633 16862 23898 34397 8125 16867 24074 35097 8832 16971 24145 35118 9195 17089 24344 35264 9803 17118 24576 35695 9945 17371 24674 35937 35938 42627 50383 56938 36280 42740 51039 57038 36749 42793 51806 57481 36825 42888 51827 50000 36875 42909 51843 59124 37063 43074 51846 59343 37139 43639 51913 59464 37218 43719 52138 60145 37278 44083 52389 60373 37429 44166 52577 60888 37503 44342 52596 61216 37570 46197 52666 61256 37809 46610 52788 61525 38258 46671 52964 61741 38463 46842 53043 62154 38711 46818 53175 62458 39083 46920 53671 62659 39526 47083 53720 62914 39692 47178 53774 62931 39836 47353 53911 63112 40130 48418 53915 63297 40256 48544 53965 63331 40542 48624 54277 63461 40583 49153 54626 64227 40623 49159 54666 64560 40908 49179 55323 64723 41509 49187 55332 64967 41533 49254 55796 41987 49383 5G057 42021 49399 56253 42025 50146 56406 42114 50158 56523 // -Alííjor nýjuno- Sjúkra- I I ALMENNAR TRYGGINGARf Látið okkurbera áhyggjurnar framtíð þeirra er fyrir öllu if 111 i ” TRYGGIÐ ÖRYGGI YÐAR OG FJÖLSKYLDU YÐAR NÝ SJÚKRA- OG SLYSATRYGGING greiðir veikinda- daga í allt að þrjú ár og bætur vegna meiri eða minni örorku, jafnt af völdum slysa og sjúkdóma. Hlutverk hennar er að bæta tekjumissi hins tryggða. Framtíðaröryggi fjölskyldunnar er ekki fullkomlega tryggt, nema þér hafið einnig líftryggingu. Áhættulíftrygging er óháð verðbólgu og iðgjöldin hafa nú verið Iækkuð verulega. Varpið áhyggjum yðar á breiðu bökin. Leitið nánari upplýsinga hjá okkur. ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700 I I I I I I I I II I I II I I II I I I I II I I II J)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.