Morgunblaðið - 12.01.1971, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971
illMgMltWfritffr
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kiistinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 12,00 kr. eintakið.
JÁ-JÁ OG NEI-NEI
í LANDHELGISMÁLINU
ERLEND
TSÐSNDll
Án þess nokltuð
hafi gerzt
HÆGT og rólega og án þess að uim-
hei'miurinin haufi tehið eítir þvi
sérstaklega, hefur Grilkkiland smám
saman og nánast fyrir opnurn tjöldum
verið gert að því, sem kafflia má „kyrr-
stætt einræði", og stjómarfar um margt
hl'iðstætt því, sem er á Spáni. Til marks
um það, hversu stjórniin er orðin traust
í sessi og hve unidra lítil anidistaða er
gegn henni ininan Grilkkilands má nefna
„litlLu þingkosninigarnar", seim Papado-
pouilos lét efna tiil ekiki aWs fyrir löngu
og stýrði af mlikiiM röggsemi og full-
komniu einræði. Auikin heilidur gerist
forsætiisráðherrann æ. djarfmætlitari í
tal'i, þegar hann kemur fram fyrir al-
þjóð, og segja má, að það sé liðin tið,
að herforinigjastjórniin hafi í fraimmí
neina tilburði í þá átt að telja þjóðinni
trú urn, að almennar þinigikosningar séu
í nánd. í nýársboðskap siruum tók Papa-
dopouilos það einmitt fram, að siliks væri
ekki að vænta á árinu 1971, og raunar
ekki víst að um það yrði huigisað af al-
vöru næstiu árin.
Áhu'gi erlemdiis á Griikkliandi hefur og
dvínað stórlega. Ands'töðuihópar herfor-
inigjaistjóimarinnar, bæði á Norðurlönd-
uim og víðar, svo og úitl'aga-Grilkkir láta
liltt á sér kræla, að miinmsta kosti miðað
Viö þau ærsl, sem höfð voru uppi fyrstiu
tvö árin, eft'ir að Papadopouilios og lið
hans tók vöildin í Griklklandi. Ymisaæ
skýringar má vitaniega finna á því,
hvers vegn,a þessir hugsjómamienn berj-
ast ekki ©ins á'kaft. Uví er ekki að
neito, að stjórnimni hefur tekizt að
'Leysa ýmis vandamál, sem stungu í aug-
um, þegar hún settist að völdum.
Efnahagur landisints. er að vísu ekki
kominn á traiuiston grundvölil, en hann
virðisit ekki eiins örveifcur og fyrir
tæpum fjóruim árum, þegar „lýðræðið“
var sagt blómstra í landinu. Herforimgj-
amir hafa uipprætt margs konar spilil-
imgu, sem landilæg var meðal þeiirra,
sem með völdiin fóru og embættismanna
hópa ýmis konar. Og þó að stjórn
þeirra og tai hafi jaðrað við að vera
dáilítið klau falegt í fyrstu, haifa þeir
sýmit atlhygOliisverða hætöileika till að gera
þjóðina ánægða með siiltt Mutskipti. >eir
hafa smám saman sleppt úr haldi póll-
tiskum fönigum og þó svo, að nokikur
hiundruð sitji enrn inini, er það að lffik-
induim fámiennari hópur fanga en sá
sem sat í griskum faingelsum, þegar
lýðræðið þreifst, þar fyrir nokkrum ár-
um.
Margir hafa og orðið — eftir fyrstu
geðshræringar — t'iil þess að gera sér
ljóst, að það lýðræði, sem var i Grikik-
landi fyrir daga her-fori.mg.jast:jórn arinn-
ar var ekiki byggt á slíkum grunni að
Georges Papadopoulos.
þjóðin gengi tiil góðs götur.a fram efitir
veg. Þó svo að margar merkar félagsleg
ar umbætur haifi tiil dæmis veri'ð gerðar í
Grikklandi á vaildadögum Georges
Papandreu urðu þær ýmisar á kostnað
anmarra brýnna rnála, sem kröfðust úr-
laiusnar, en voru ekki leyst vegna þess
að me'ira þötti við liggja að bera verk-
in á borð með pompi, heílidur en að
vinna að lau.sn þeirra í kyrrþey. og af
mokkurri hófsemi.
LítiM vafi er og á því, að vesiturveld-
unuim hefur Skilizt eftir þá atburði, sem
urðu í Evrópuráðin.u i desemiber 1969,
að hyggilegra væri að beita sér eklki
gegn herforinigjaisitjórinmni. Vísast var
þá að hún kippti sér ekki upp við smá
huiganíarsbreytingu og sneri sér í átt tí'l
komimiúnii'staríkja. Þær radd'ir hljóðmuðu
því fljótíega, siem eftir desember 1969,
töl'du að næsta verkeíni væri að koma
Grilkklandi úr NATO. Þar voru sum
Norðurtlandamna fremist í fLokki og
setjfcu fraim ýmisar staðhæfingar, sem
vægast saigt voru fráLei'tar. Sé hernað-
arlegt giild'i NATO metið Miuitllægt og
sé NATO ves'turvelidunum á anmað borð
eim'hvers virði var auiðVitoö fárám'Legt að
láta sér detta sllíkit í huig. Ern á meðan
ekki haifði veriö tekið a;f Skariö varð-
andi þetta atriði lét PapadopouiLos for-
sætisráðherra hafa það eftór sér, að
Grikkir væru hreint ekki írábittmir því
að auka viðsikipti og samisikipti við ýmis
Auistur-Evrópurí'ki. Og hamn lét heldur
ekki allveg sitja við orðin tóm. Hanm
gaf í Skyn, að færl svo, að Bandaríkin
þversköilliu'ðust við að hefja að nýju
vopnasöLur t'iil Grikkl'anid's væri hreint
ekki fyrir það brennit, að stjórmin mymdi
smúa sér til SovétnLkjanma.
Þefcfca og fjöLmarigt fleira heíiur haift
sín áhrif. Þaö sem þyrngst hefur þó orð-
ið á metumum, að mínum dómd, er
einfaldlLega það, að hinn alimenni gríski
borgari virðist una bærilega sfinuim hag
undir eiinræðisistjðm.
h. k.
£
T nóvembermánuði árið 1960,
-*• flutti Ólafur Jóhannesson
ræðu á Alþingi um landhelg-
ismálið. I ræðu þessari sagði
hann m.a.: „Og ég verð að
segja og vil láta það koma
fram í sambandi við þetta,
að ég tel raunar eina veik-
leikamerkið í okkar málstað
hér vera það, ef rétt er
hermt, að við höfum neitað
að leggja þetta mál til úr-
lausnar hjá alþjóðadórnstól-
um. Ef það er rétt, þá hefur
verið haldið á annan veg á
þessu máli, heldur en gert
var 1952, því að ef ég man
rétt, og það leiðréttist hér á
eftir, ef ég fer með rangt mál,
þá var það boð Íslendinga þá
að leggja það mál og þá deilu
undir úrlausn alþjóðadóm-
stólsinis, þegar fjögurra sjó-
mílna fiskveiðilandhelgin var
ákveðin. Og vissulega er það
svo, að smáþjóð verður að
varast það að ganga svo
langt, að hún geti ekki alltaf
verið við því búin að leggja
mál sín undir úrlausn al-
þjóðadómstóls, því að sann-
leikurinn er sá, að smáþjóð
á ekki annars staðar frekar
skjóls að vsénta heldur en hjá
alþjóðasamtökum og alþjóða-
stofnunum, af því að hún hef-
ur ekki valdið til að fylgja
eftir sínum ákvörðunum eins
og stórveldin. Og þess vegna
hefði að mínu viti, hvert eitt
spor í þessu máli átt að vera
þannig undirbúið, að við
hefðum verið við því búnir
að leggja það undir úrlausn
alþj óðadómstóls.“
Þessi orð lét Ólafur Jó-
hannesson falla í þingræðu,
sem hann flutti, áður en land-
helgisdeilan hafði verið til
lykta leidd. Það fer ekki á
milli mála, að í þessari ræðu
lýsti Ólafur Jóhannesson yfir
því í fyrsta lagi sem grund-
vallarskoðun sinni, að smá-
þjóð ætti jafnan að vera
reiðubúin til þess að leggja
mál sín undir úrskurð al-
þjóðadómstóls, í öðru lagi má
skilja ummæli hans sem
beina hvatningu til ríkis-
stjórnarinnar um að leggja
deiluna við Breta um land-
helgisútfærsluna 1958 fyrir
Alþjóðadómstólinn og í þriðja
lagi verða orð hans ekki skil-
in á annan veg en þann, að
hann leggi áherzlu á að fram-
tíðaraðgerðir í landhelgismál-
inu verið undirbúnar á þann
veg, að jafnan sé hægt að
leggja þær fyrir alþjóðadóm-
stól.
Þannig talaði Ólafur Jó-
hannesison á árinu 1960. Þá
var hann ekki orðinn formað-
ur Framsóknarflokksins,
heldur óbreyttur þingmaður,
en jafnframt prófessor í
stjórnlagafræðum við Há-
skóla íslands. Nokkrum mán-
uðum eftir að Ólafur Jóhann-
esson flutti hvatningarorð
sín á Alþingi tókust samning-
ar við Breta um lausn land-
helgisdeilunnar. Þeir samn-
ingar fólu í sér fulla viður-
kenningu Breta á 12 mílna
mörkunum, verulega stækk-
un fiskveiðilögsögunnar, tak-
mörkuð veiðiréttindi Breta,
sem fyrir löngu eru úr gildi
fallin, og jafnframt lýsti rík-
isstjóm íslands yfir því, að
hún myndi halda áfram að
vinna að útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar, en að hún
mundi tilkynna ríkisistjórn
Bretlands slíka útfærslu með
6 mánaða fyrirvara og ef
ágreiningur risi um hana
skyldi vísa honum til Al-
þ jóðadómstólsins, ef annar
hvor aðili óskaði eftir. Síðast-
nefnda ákvæðið var í fullu
samræmi við þá stefnu, sem
Ólafur Jóhannes'son lýsti sem
sinni í ræðu rúmlega þremur
mánuðum áður.
Einum áratug síðar var
þessi sami maður orðinn for-
maður Framsóknarflokksins
og ritaði áramótagrein í blað
sitt um síðustu áramót. í
grein þessari fjallaði Ólafur
Jóhannesson um landhelgis-
málið en nú kvað við annan
tón en 1960. í áramótagrein-
inmi sagði Ólafur Jóhannes-
son m.a.: „Nauðungarsamn-
ingurinn við Breta frá 1961
er fjötur um fót . . . Rétt er
þegar að fara að leita leiða
til lausnar frá brezka samn-
ingnum . . .“ Ástæðan fyrir
því, að Ólafur Jóhannesson
kallar samninginn við Breta
„nauðungarsamning" er sú,
að nú líkar honum ekki
ákvæðið um Alþjóðadómstól-
inn og það er einnig orsökin
fyrir því, að hann vill nú leita
„leiða til lausmar“ frá honum.
Ólafur Jóhannesson hefur
orðið landsfrægur fyrir það
að segja bæði já já og nei nei
um flest mál, sem hann þarf
að taka afstöðu til Landhelg-
ismálið virðist því miður ekki
vera undantekning frá því.
Árið 1960, skömmu fyrir
lausn landhelgisdeilunnar við
Breta, sagði Ólafur Jóhannes-
son já-já við ákvæði um al-
þjóðadómstól. Á árinu 1970
segir Ólafur Jóhannesson
nei-nei við ákvæði um al-
þjóðadómstól. Hvemig er
hægt að taka mark á slíkum
manni?
Landhelgismálið er á ný að
komast á oddinn. í mörg ár
hefur verið unnið að því að
kynna málstað íslands með-
al annarra þjóða með það í
huga að afla viðurkenningar
á rétti okkar. Samningurinn
við Breta heftir á engan hátt
aðgerðir af okkar hálfu við
frekari útfærslu. Þegar það
er talið tímabært verður það
gert. Jóhann Hafstein, for-
sætisráðherra, lagði áherzlu
á þetta mikilvæga atriði í
áramótagrein sinni hér í
Morgunblaðinu. Hann sagði:
„Það er fullkominn misskiln-
ingur, sem stundum heyrist,
að við íslendingar þurfum
að sækja undir samþykki
Breta eða nokkuirs annars um
útfærslu landhelgi okkar.
Hitt er rétt, að við höfum í
samningi við Breta sagt, að
við séum ætíð reiðubúnir að
leggja undir allþjóðadómstól
hugsanlega deilu um réttindi
okkar.“
í landhelgismálinu ríður á
miklu, að þjóðin standi sam-
an. Já-já og nei-nei stefna
ólafs Jóharnnessonar getur
skaðað málstað okkar. Þess
vegna er þess að vænta, að
hann og blað hans hætti að
efna til óvinafagnaðar, en
taki þátt í því með öðrum að
vinna að frekari útfærslu.
Það er áreiðanlega happasæl-
ast fyrir þjóðina, að Ólafur
Jóhannesson vinni frekar á
grundvelli þeirrar stefnu,
sem hann sjálfur markaði
1960, er hann sagði já-já,
heldur en í anda þeirra fjar-
stæðukenndu fullyrðinga, er
hann viðhafði í áramótagrein
sinini 1970, þegar hann sagði
nei-nei.