Morgunblaðið - 12.01.1971, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971
19
Miiming Ásgeirs
Framhald af blaðsíðu 14.
bezt, sem hafa af honum náin
kynni, hugmyndaríkuir, gætinn
en fáskiptinn í dagfari sínu og
unir þá jafnan í kyrrþey við
bollaleggingar um hagnýti fram
faramála þjóðar sinnar.
Þá voru samverustundir mín-
ar með þessum einkavini mér
hvíld frá daglegu annríki, endur
næring, hressing, sem ég bjó
lengi að. Alltaf fór ég frá þess-
um viðræðum okkar fróðari en
áður. Munnlegar tillögur hans
opnuðu mér nýja útsýn um
landsmálin, er ég hafði ekki
haft tækifæri til að hugleiða áð-
ur, eða mér brást þekking til
að mynda mér skoðun á þeim.“
Ásgeir var einstaklega við-
mótsgóður og ráðhollur, en
margir leituðu á hans fund með
vandamál sín. Yanda hvers
manns vildi hann leysa.
Ásgeir Þorsteinsson kvæntist
Elínu dóttur Hannesar Hafstein,
ráðherra, hinn 15. desember
1925. Lifir hún mann sinn ásamt
þrem bömum. Mikið ástráki var
með þeim hjónum, eins og jafn-
an er hjá góðu og göfugu fólki.
Einstök hugarró og staðföst
trú mun gefa minni góðu tengda
móður styrk til að mæta sárum
viðskilnaði við ljúfan og traust-
an lífsförunaut. Þökkuð er sam-
fylgd, sem lýkur um stund.
Guð blessi minningu góðs
manns, sem skapaði lífsham-
ingju og frið hvar sem hann
fór.
Guðm. H. Garðarsson.
Enn einu sinni hefur verið
hoggið skarð í stúdentahópinn
frá 1917. Ásgeir Þorsteinsson,
verkfræðingur hefur nú kvatt
þessa jarðnesku tilveru og lagt
út á þær brautir, sem okkur
öllum er ætlað að fara þegar ör-
lög hafa svo ákveðið.
Ásgeir var fæddur þ. 7. októ-
ber 1898 í Reykjavik, sonur
Þorsteins Jónssonar, járn-
smiðs og Guðrúnar Bjamadótt-
ur, mikilla sæmdarhjóna. Árið
1917 lauk Ásgeir stúdentsprófi
frá Menntaskóla Reykjavíkur
og urðum við þá samskipa út til
Kaupmannahafnar, ásamt fleiri
stúdentum, sem fóru þangað til
náms. Nam Ásgeir síðan efna-
verkfræði i verkfræðiháskóla
Kaupmannahafnar og lauk þar
fullnaðarprófi árið 1924. Áður
hafði hann lokið heimspekinám-
skeiði, eins og venja var hjá
stúdentum.
Áttum við þar margar ánægju
stundir á þessum stúdentsárum,
en ekki vorum við þó alveg
ósnortnir af erfiðum tíma, því
„römm er sú taug, er rekka
dregur föðurtúna til,“ og við
notuðum hvert tækifæri, sem
gafst á þessum námsárum, til
þess að fara til íslands, en þær'
ferðir voru okkur ekki auð-
veldar, því við vorum ekki fædd-
ir sjóhetjur.
Starfssvið verkfræðinga var
mjög takmarkað þegar Ásgeir
kom heim frá námi, svo hann
tók þann kost að verða forstjóri
Samtrygginga islenzkra botn-
vörpunga árið 1925 og starfaði
síðan í þágu þeirra samtaka allt
sitt æviskeið.
En Ásgeir var mjög fær mað-
ur í sinni námsgrein frá háskói-
arA'm og starfaði ötullega á því
sviði, jafnframt starfi sínu hjá
tryggingafélaginu. Hann vann
fljótlega að stofnun „Lýsissam-
lags islenzkra botnvörpunga,"
sem í hans höndum óx og dafn-
aði og varð að umfangsmiklu
fyrirtæki, sem byggði mikla lýs-
isbræðslustöð á Kletti við Ell-
iðavog og síðan kaldhreinsun-
arstöð fyrir lýsi í Haukshúsum,
þar sem nú er skrifstofa Stál-
smiðjunnar h.f..
Ásgeir var hugmyndaríkur
maður og vann að ýmsum verk-
fræðilegum nýjungum og hafði
mikinn áhuga á ðllu þvi er
varðaði hag okkar, sem þetta
land byggjum, tók einkaleyfi á
ýmsum uppfundningum í sam-
bandi við lýsisvinnslu og skrif-
aði margar greinar um ýmis
verkfræðileg efni og var starf-
andi í Rannsóknanefnd ríkisins
frá 1939 til 1965. Ásgeir var
drengur góður, glaðlyndur
söngvinn og svo alúðlegur og
háttprúður í dagfari, að hann
varð hvers manns hugljúfi er
honum kynntist.
Hann var kvæntur Elínu
Hafstein, dóttur Hannesar
Hafstéin ráðherra og vottum við
henni og börnum þeirra hjóna
innilega samúð.
Blessuð sé minning hans.
Benedikt Gröndal.
ÁRIÐ 1924 stofwUðu niokkrir ís-
lenzkir botnvörpiuiskipaeiigendur
með isér gaignlkvæmit vátrygging-
arfélag, Samtryggiinigu ísilenzikra
botnvörpuiniga. Um sama leyti
kom Ásgeir Þorsteinsson heim
frá niámi í Kaupmaninahöfn og
réðst fuilltrúi þessa mýjia félags,
og ári síðar gerðist hanin for-
stjóri þess. íslenzk vátryggimga-
starfsemi vair þá í bermiskiu, og
aðeins ei'tt ísilenzkt félag fyrir,
er anmaðist vátryggingar togara,
Sjóvátryggingarfélag ísHands hf.,
sem stoímað var 1918.
Ásgeiiri Þonsteimisisymi nægði þó
ekki að stjónna vátryggingarfé-
lagi, og hafði enda búið sig umd-
ir arnmað lífsstairf, er hanin kaus
sér efnaverkfræði að háskólla-
grein, Beitti hann sér þesis vegna
fyrir stofnun Lýsissamliags íis-
lenzkra botmvörpumiga árið 1929
og stjórnaði því jiafnframt Sam-
tryggimigunmi. Lífsstarf Ásgeirs
Þorsiteimissomiar var mú mótað,
anmars vegar í vátryggingar-
starfsemi em himis vegar í lýsiis-
vininssilu hvort tveggjia í þágu
íslenzkra botnvörpugkipaei gernd a.
Sífellt vann Ásgeir að emdiur-
bótiuim á sviði lýsiisvinimsllu, bæð’i
til sjós og lands, og .í Lýsisisatn-
lagimiu setti bainn upp kaldhreims-
unaristöð strax 1933, herzlustöð
1948 og vítamínisiviminisílu 1954.
En Lýsiasamiagið blaiuit að gj alda
harðnamdi samikeppni og mimnk-
andi fraimboðs á hráefmi, er tog-
urumium fæbkaði, og þar kom, að
ákveðið var að hætta starfsemi
þesis í ársilok 1959. Siamtrygging-
im starfar hima vegar enin, þó að
daglegur rekstur h-afi nú verið
faliinin öðru félagi, og völdur þar
eininig fæk'kun togaramma.
En starfskrafta Ásgeirs Þor-
steiinssonar var þörf víðar en við
þessi tvö féiög, sem miú var lýst,
og því var hanm valimm í stjórn
Stríðstryggimga íslemzkra skips-
hafma við stQfmum þeirra 1939 og
staríaði þar tiíl dauðadags, em fé-
lagið heitir nú íslemzk emdur-
tryggimg. Þá var hanrn og kjör-
inm í Raninisóknaráð rí'kisins og
starfaði þar uim árabill, lengi
fonmaður. Öðrum trúnaðarstöirf-
uim gegmdi hann, sem hér verða
ekki raikin.
Ásgeir Þorsteimssoin lét af
störfium fyrir Samtryggitnigiu ís-
lenzkr-a botnvörpumiga í ársllok
1969. Ár.i síðar lézt hanin. Hanm
var mikið lj úfmenmii, úrræða-
góður, fastur fyrir og fylginin
sér, en um leið hol'lur í alflri
samviininu. Að leiðarlokum vifl.1
Stjórm Samtryggimgariminiar færa
haniuim þakkir f yr'i r líifsstarf
harns í þágu félagsins og votta
um leið ekkju hans, frú Elíinu
Hafsteim, og fjöflskyldu þeirra
eiin'læga samúð símia.
Stjóm Samtryggingar
ísl. botnvörpunga.
Aðeins örfá þakkarorð til
minningar um minn fyrsta hús-
bónda, Ásgeir Þorsteinsson,
verkfræðing
Árið 1944 mætti ég sem nýút-
skrifaður Verzlunarskólanem-
andi, til starfa hjá Samtr.ísl.
botnvörpunga, aðeins 17 ára.
Lífið var að byrja og framtíðar-
draumarnir voru óskaplega
margir og stórkostlegir, og
sjálfsálitið eftir því.
Ásgeir var forstjóri fyrir
Samtr. ísl. botnvörpunga og það
var hann sjálfur sem sá um að
ráða mig til starfa. Fann ég
strax hjá honum einlægan hlý-
hug og skilning samfara þeim
myndugleika og ákveðni sem
einkenndi hann alla tíð, og sem
einmitt var nauðsynlegt fyrir
oflátung sem mig, til að komast
niður á jörðina og skilja að líf-
ið væri ekki eintómur leikur.
Prúðmennska hans og góðvilji
til allra samferðamanna var og
sá eiginleiki, sem ég reyndi að
taka mér til fyrirmyndar og tel
ég að það hafi reynzt mér einna
bezt á lífsferli mínum.
1 23 ár var ég undir stjórn
Ásgeirs, og allan þann tíma
sýndi hann mér slíka þolinmæði
og velvilja, að það væri leit að
öðrum eins húsbónda, þvi
breyzkur var ég og prýddur
mörgum þeim göllum sem eru
eru ekki taldir til þeirra
skástu. En allt þetta umbar
Ásgeir og reyndi að leiðbeina
mér og aðstoða, sem bezt hann
gat, en því miður hafði ég þá
ekki þann skilning og vilja, sem
með þurfti til að notfæra mér
það allt.
1967 hafði togaraútgerð dreg-
izt það mikið saman að aðeins
fá skip voru enn í tryggingu
hjá S.Í.B.. Fór ég þá að vinna
hjá Sjóvá, en sá jafnframt um
hluta af mínu fyrra starfi hjá
S.Í.B. Er Ásgeir hætti sakir las-
leika var mér falið, ásamt öðrum,
að veita S.Í.B. forstöðu jafnframt
vinnu minni hjá Sjóvá.
Nú í dag skil ég bezt hversu
gífurlegt umburðarlyndi og þol-
inmæði Ásgeir sýndi oft gagn-
vart mér, því oft hlýt ég að hafa
valdið honum miklum vonbrigð-
um með breytni minni en hann
var alltaf reiðubúinn að fyrir-
gefa og jafnvel hughreysta mig
þegar svartsýnin var einna
verst. Fyrir þetta allt vil ég
þakka, því ég væri ekki sá sem
ég er í dag, hamingjusamur
maður, sem er ánægður með líf-
ið, ef ég hefði ekki notið góð-
vilja og umburðarlyndis hans
þegar verst stóð til. Þakkarorð
eru fátækleg, en framkvæmdin
raunveruleg, því veit ég að
bezta þakklæti sem ég get sýnt
Ásgeiri er að halda áfram að lifa
lífinu á einlægan og heilbrigð-
an hátt og geta notið hverrar
stundar með góðri samvizku.
Ég votta eiginkonu, börnum
og öðrum ástvinum Ásgeirs mína,
innilegustu samúð. Dauðinn er
það eina sem er öruggt hér í
heimi, en þá er minningin ein
eftir og það er einmitt hún, sem
getur huggað, minningin um
þann góða dreng sem Ásgeir
var.
Blessuð sé minning hans.
-Tóhann Proppé
Mig langar til að minnast fá-
um orðum hollvinar mins og hús
bónda um nærfellt 40 ára skeið,
Ásgeirs Þorsteinssonar, verk-
fræðings, sem til moldar er bor-
inn í dag.
Kynni okkar hófust, er ég
réðst til starfa í fyrirtæki, er
hann veitti forstöðu, Lýsissam-
lagi islenzkra botnvörpunga, en
hann var einn af forgöngumönn
um að stofnun þess fyrirtækis og
beitti sér mjög fyrir hvers kyns
endurbótum á vinnslu lýsis úr
fisklifur.
Hugur hans stóð mjög til
hvers konar nýjunga, er fyrir-
tæki hans mætti að gagni koma,
og auðnaðist honum að sjá marg-
ar þeirra verða að veruleika.
Hann var' mjög vel menntaður
í sinni fræðigrein og fæddur
hugvitsmaður.
En því miður hætti fyrirtæki
þetta að starfa, einmitt þegar
hann var að sjá björtustu von-
ir sínar rætast, og er mér óhætt
að segja, að það varð honum
þungt áfall.
Einnig veitti hann forstöðu
Samtryggingu islenzkíia botn-
vörpunga um 45 ára skeið, eða
þar til hann lét þar af störfum
fyrir aldurs sakir.
Mér er enn í fersku minni, er
I ég gekk inn í skrifstofu hans
fyrsta sinni, feimin, fákunnandi
og uppburðarlitil, hversu ljúf-
mannlega hann tók mér, hve
þolinmóður hann var að leið-
beina mér, og þannig var það til
hinztu stundar samvinnu okkar.
Ég minnist þess “kki, að hann
hafi nokkru sinni mælt til mín
styggðaryrði, reyndar hvorki til
mín eða annars starfsfólks síns.
Slíkt held ég hljóti að teljast
harla sjaldgæft, en það lýsir vel
þeim eðliskostum, er Ásgeir var
búinn.
Því miður átti hann við mikla
vanheilsu að búa síðustu árin og
oft fannst mér sem hver dagur
væri hinn hinzti. Mér kom oft í
hug að kveldi' vinnudags er við
kvöddumst, hið fagra erindi úr
einu af kvæðum Matthíasar
Joehumssonar skálds:
Dæm svo mildan dauða,
Drottinn, þinu barni,
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
Ijúki sínu hjali,
þar sem lygn í ieyni
liggur marinn svali,
Ég sendi ástríkri eiginkonu,
börnum, tengdabörnum og öðr-
um ástvinum Ásgeirs Þorsteins-
sonar innilegar samúðarkveðjur
frá mér og manni mínum og bið
Guð að blessa þeim minningu
góðs drengs.
Margrét Ólafsdóttir Blöndal.
Kvcðja frá íslenzkri endurtrygg-
ingu.
Á haustmánuðum 1939, þegar
heimsstyrjöldin síðari hafði
staðið skamma hríð, gerðu sjó-
menn á íslenzkum skipum, sem
sigldu til landa í Evrópu, kröfu
um sérstakar tryggingar vegna
stríðsslysahættu. Útgerðarmenn
kusu af sinni hálfu Ásgeir
Þorsteinsson forstjóra. Samtrygg
Framhald af blaðsíðu 13.
miðað við þetta mat, en vegna sí-
felldra krafa Félags háskóla-
menntaðra kennara um mismun
gagnfræðaskólakennara eftir
menntun náðust ekki samningar
öðru vísi en á þeim grundvelli
að kennarar, sem ekki hafa
próf, sem veitir fyllstu réttindi,
þurfi að vinna sig upp á löng-
um tíma í hinn metna launa-
flokk, og jafnframt að sækja
námskeið.
Háskólamenntaðir gagnfræða-
skólakennarar fengu á árinu
1969 einir gagnfræðpskólakenn-
ara hækkun úr 18. í 19. launa-
flokk. Nú færast þeir þar að
auki úr 19. í 20. flokk og það
gefur um 42% hækkun. Hins
vegar munu sumir þeirra missa
greiðslu vegna stílaleiðréttinga,
eins og aðrir kennarar.
Allir gagnfræðaskólakennarar
geta átt von á starfstímaleng-
ingu um einn mánuð á ári.
Yfirleitt fengu háskólamennt-
aðir starfsmenn ekki undir 40%
launahækkun samkv. þessum
8.4 hjónavígslur
1,04 skilnaðir á
1000 íslendinga
Á ÍSLANDI voru 8,4 hjónavígsl-
ur á hverja 1000 íbúa árið 1969,
en hjónaiákilnaðir voru 1,04 á
hverj'a 1000 íbúa það ár.
í skýrdlum um þetta kemur
í Ijós, að við erum svoma rétt
í meðallagi á þessu sviði miðað
við Norðurliötnd. í Danmörku eru
8.5 hjónaivígshir á 1000 íbúa og
1,4 hjónaSkilnaðir, í Finnll!andi
8,7 hjóniavígslur oig 1,2 ákilnaðir,
í Færeyjum 7,8 hjónavígislur og
0.2 skílmaðir, í Noregi 7,7 hjótnia-
vígsluir og 0,8 skilnaðir og í Sví-
þjóð 6,0 hjónavígsljur og 1,4
SkiLnaðir.
ingar islenzkra botnvörpunga
til að semja um þetta mál við
fulltrúa sjómanna og athuga,
hvernig tryggingunum yrði bezt
fyrir komið. Niðurstaðan varð
sú, að stofnað var sérstakt félag
til að annast þessar tryggingar,
Stríðstryggingafélag islenzkra
skipshafna. Síðar tók það félag
upp annað hlutverk samhliða
hinu fyrra, það er almenna
endurtryggingarstarfsemi. Nafni
þess var þá breytt i íslenzk
endurtrygging.
Ásgeir Þorsteinsson var í
stjórn Stríðstryggingafélags ís-
lenzkra skipshafna og íslenzkrar
endurtryggingar frá stofnun
félagsins og þar til hann lézt.
Hann var annar af tveimur full-
trúum útgerðarmanna í stjðfn-
inni og jafnan kosinn einróma.
Það var félaginu mikið happ að
njóta starfskrafta Ásgeirs bæði
við undirbúning að stofnun þess
og síðan sem stjórnarmanns svo
langan tíma. í starfi sínu sem
forstjóri Samtryggingar ísl.
botnvörpunga hafði hann öðlazt
víðtæka þekkingu á vátrygging-
um. Hann átti því mjög auðvelt
með að átta sig á öllum vanda-
málum, sem að báru á þessu
sviði. Þar við bættist, að hann
sýndi fágæta prúðmennsku og
lipurð í allri framkomu. Hann
kunni einnig að gleðjast á
góðra vina fundi.
Enda þótt mikill hluti af æfi-
starfi Ásgeirs Þorsteinssonar
væri á sviði vátrygginga, átti
hann önnur áhugamál, sem voru
honum ekki síður hugstæð. En
ekki verða þau nánar rakin hér.
Stjórnarmenn og starfsfólk
íslenzkrar endurtryggingar, sem
áttu þvi láni að fagna að starfa
með Ásgeiri Þorsteinssyni og
undir hans stjóm, munu jafnan
minnast hans með sérstökum
hlýhug. Eftirlátinni konu hans
og öðrum vandamönnum vottum
við innilega samúð.
Kr. Guðmundur Guðniundsson.
samningum og ýmsir þeirra mun
meira.
1 þessu sambandi má geta þess,
að meðan á samningaviðræðum
stóð, voru fulltrúar BHM í stöð-
ugu sambandi við ríkisvaldið og
virtust leggja allt sitt traust á
góðvild þess, en gerðu aldrei til
raun til að koma skoðunum sín-
um á framfæri við Kjararáð
B.S.R.B. eða starfsmenn þess.
Að lokum vill stjórn B.S.R.B.
biðja opinbera starfsmenn að
kynna sér sem allra bezt hina
nýju samninga og vega og meta
kjör hvers starfshóps og ein-
staklings miðað við samningana
í heild, ekki aðeins einstök nei-
kvæð eða jákvæð atriði þeirra.
Þegar menn dæma um samn-
ingana verða þeir einnig að hafa
í huga, að hér er um samning
tveggja aðila að ræða, og það er
margt í þessari samningsgerð,
sem B.S.R.B. vildi hafa með allt
öðrum hætti, en fékk ekki fram.
Unnið er nú að endanlegri röð
un starfsmanna samkvæmt nýju
samningunum m.a. í skrifstofu-
störfum, póststörfum, sérhæfðum
rannsóknarstörfum o.fl. Mun leit
azt við að hafa samband við
bandalagsfélög, trúnaðarrnenn
og einstaklinga vegna þessarar
röðunar.
Varðandi vafaatriði um röðun
starfa og framkvæmd samning-
anna geta starfsmenn haft sam-
band við bandalagsfélög sín eða
skrifstofu B.S.R.B.
t
Útiför eiginmanins míns,
Stefáns Jónssonar,
fyrrv. húsvarðar í Skúlatúni 2,
fier fram frá Frí'kirkjuinnii
mi'ðvikuidaginn 13. þ.m. kl.
10.30 árdegis.
Steimnvn Jónsdóttir.
— B.S.R.B