Morgunblaðið - 12.01.1971, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971
Færeyski frystitogarinn
SteRa Karina kom til Reykja-
vlkur á laugardaginn var til að
taka olíu. Við Sverrir Þórðar-
son fórum um borð að spyrja
Færeyingana frétta af útgerð
þessa nýtizkulega veiðiskips,
sem okkur Islendingum leik-
ur að sjálfsögðu forvitni á að
kynna okkur, þar sem við höf-
um nú tekið þá trú að ekki þurfi
annað til að græða á togaraút-
gerð en taka trollið inn yfir
skutinn i stað þess að taka það
inn á síðuna svo sem venja hef-
ur verið.
Stella Karina er geysilega vel
útbúið veiðiskip. Hún er systur-
skip Stellu Kristinu, en þó ívið
stærri og kraftmeiri. Eftir þvi
sem þeir sögðu okkur um borð,
er skipið 66 metrar á lengd með
2700 hestafia vél.
Það lá vel á Færeyingunum,
þeir voru að spila sumir, en sum
ir að drekka og sumir lágu í
Jiojuuni og hugsuðu syndsamlega
heim. Örfáir voru í landi, þar á
meðal skipstjórinn. Reykjavík
er frámunalega leiðinieg höfn
að leita í fyrir erlenda sjómenn.
Færeyski togarinn Stella Karina.
Sunnudagsganga um
borð í Stellu Karinu
Þar er ekkert að gera nema hir-
ast um borð i skipunum, eða
íara i rándýr veitingahús og
borga þjónum stórfé fyrir að
færa sér vatnsgutl.
Við hittum fyrst stýrimanninn
að máli, þar sem hann sat í klefa
sínum og spilaði bridge við fé-
laga sina. Engir peningar voru
i borði. Þeir sögðust aldrei spila
upp á peninga, Færeyingarnir.
Það hefði nú þótt saga á Vest-
fjörðum fyrir eina tíð, að spila
um borð og ekkert í pottinum.
Ekki vildi stýrimaður tala við
blaðamenn, en Sverrir Þórðar-
son er hertur í margri raun og
löngu skotheldur fyrir svoleiðis
röfli og byrjaði bara að spyrja
mannínn og fékk vitanlega
greinargóð svör, því að fyrsti
stýrimaður á svona nýju og
mildu skipi, er auðvitað enginn
blábjáni.
Skipið fór í túrinn 1. desem-
ber og er (9. jan.) komið með u.
þ.b. 140 tonn af flökum, sem svar
ar til 350 tonna af slægðum
fiski með haus, eins og við mið-
um venjulega við afla okkar tog
ara. Stella Karina hafði farið
strax á Halamiðin en þar hefur
verið stanriaus ótíð undanfarið
og tæpast hægt að vera við nema
vikuna milli jóla og nýárs en
þá var lika ágætur afli, enda
fullt af togurum á Halamiðum.
Stella Karina hraktist loks und
an ís og veðri af Halanum, leit-
aði þá fyrir sér austur með öllu
Norðuriandi, suður með Aust-
fjörðunum, vestur með suður-
ströndinni og fór loks inn til
Reykjavikur að taka olíu.
Það var 51 manns áhöfn á skip
inu, allt Færeyingar. Þeir litu
glottandi á okkur, þegar við
spurðum, hvort þeir væru með
útlendinga um borð. Þeir þykj-
ast ekki enn, Færeyingarnir,
vera orðnir þær karakerlingar
að geta ekki mannað aðalfram-
leiðslutæki þjóðarinnar, þó að
þau séu á sjó.
Okkur Sverri var boðið að
rölta um skipið eins og okkur
sýndist og fórum við fyrst upp í
brú, og hittum þar gamlan tog-
arajaxl, sem tók okkur að sér
og fylgdi okkur um skipið.
1 brúnni er aragrúi nýjustu
Simrad, Elac og Dekkatækja. öll
um tækjunum, fiskileitatækjun-
um, miðunartækjunum og stjórn-
tækjunum er komið fyrir í mik-
illi tækjasamstæðu, sem myndar
ferning í miðri brúnni, nema
vörpuaugað (netzondetækið) á
brúarþilinu að framan.
Innan í Iniðjum þessum tækja
hyrningi er stóll skipstjórans.
Hann getur rétt smeygt sér
á flotvörpunni enda er hún 80
faðma löng. Flotvörpunni hafa
þeir aldrei kastað hér við Is-
land. Sögðust ekki hafa fundð
þorsklóðningar upp i sjó, en
hins vegar talsvert af annars
konar lóðningum. Aftur á móti
notuðu þeir flotvörpuna mikið
við Noreg í fyrra og hitteðfyrra
en nú væri þvi lokið með út-
færsflu Norðmanna á fiskveiði-
lögsögunni. Þeir sögðust vera
um tuttugu mínútur að taka
trollið með 300 faðma eða vel
það af vír úti, frá þvi þeir byrj
uðu að hífa og þar til byrjað
væri að kasta aftur og skiptir
þá ekki neinu máli, hvort aflinn
er mikill eða litiil, ef hann fer
ekki yfir 10 tonn, en þá skild-
ist mér þeir þyrftu að skipta.
Mjög sjaldan sögðu þeir að
hleramennimir þyrftu að galla
sig við að taka trollið, en spila-
maðurinn er lokaður inni í ramm
gerðu húsi aftan við bátadekk-
ið. Og eins sögðu þeir það ekki
vera nema í aftökum að skipið
tæki sjó upp rennuna við að
taka trollið. Yfirleitt sögðust
þeir ekki vita af veðri á skip-
inu, það væri sjóborg mikil
nema það væri þungt á móti,
ekki sízt h'laðið, því að Stella
Karina lestast mjög fram. Hún
lá eiginlega á nösunum með þessi
140 tonn og var þó ekkert farið
að láta, skyldist mér, í framlest-
ina.
Þeir sögðust geta togað á 400
faðma dýpi og hafa 1200 faðma
af vírum á trommunum. Þeir
tóku í hitteðfyrra mikinn fisk við
Svalbarða á mjög miklu dýpi, og
þetta var boltaþorskur. Þama
var svo kominn allmikill floti
Norðmanna og öfluðu allir vel,
en svo tók fiskurinn sig að færa
suður á bóginn í átt til Bjamar-
eyja og hvarf þar flotanvm og
hefur ekki síöan sézt á þessum
Slóðum — og enginn vissi hvað
af honum varð. Færeyingamir
sögðust nú ekki kippa sér upp
við það, þó að fiskur hyrfi um
árabil af einhverjum miðum.
I FLÖKUNARSAL
Þeir sögðust geta flakað og
fryst um 60 tonn af fiski upp úr
sjó, en það eru um 20 tonn af
flökum. Um borð eru tvær Baed
erflökunarsamstæður. Allur
fiskur er unninn i blokkir. Eng-
in mjölvinnsla né lýsisvinnsia er
um borð. Rúm er fyrir rúm 600
tonn af blokkum í lestum skips
ins en rúm 100 tonn á milli-
dekki. Stórar fiskstiur eru fyrir
aftan vélarnar á millidekkinu
og er hægt að taka við miklu
magni í þær, ef svo mikið aflast
að ekki hefst undan að flaka og
frysta.
2 menn gæta vélanna á vakt
en 5 menn eru við að skera til
flö'k. Alls eru 10 menn á vakt í
flökunarsal. Vélgæzlumenn eru
fjórir og auk þess einn sérfróð-
ur í Baederfiskvinnsluvélum.
HÁSETAHLUTUR OG AFLI
Stella Karina hóf veiðar í
ágúst 1969 og fór tvo túna
það ár, ag veiddi um 700 torni
af flökum eða 1700 tonn af
slægðum fiski með haus. Skipið
fór út í fyrsta túrinn á árinu
1970 i byrjun febrúar, og frá
þeim tima fram að síðustu ára-
mótum var ársaflinn um 1700
tonn af flökum eða u.þ.b. 4.300
tonn af slægðum fiski með haus.
Það var dál-ítið óljóst eða lá
ekki enn fyrir, hver, hásetahlut-
urinn hefði orðið eftir árið, en
þeir töldu hann myndi vera um
50 þúsund færeyskar krónur
(600 þús. isl.) og sögðu þeir það
langhæstu hásetatekjurnar á
færeyska togaraflotanum. Al-
gengar hásetatekjur væru 25—
30 þúsund krónur. Taka verður
tillit til að hér er um að ræða
brúttótekjur og gefa tölurnar að
eins óglögga mynd, meðan ekki
er vitað um fríðindi né fram-
færslukostnað í hlutaðeigandi
landi.
Vistarverur skipshafnarinnar,
eru yfirieitt 4 manna klef-
ar. Þær og messinn og eldhús-
ið var allt mjög vistlegt.
Þeir bjuggust við, karlamir
að farið y-rði aftur á Halaonið,
en i sjónvarpinu var skipstjór-
inn eitthvað að tala um Græn-
landsmið sem hugsanlegan
áfangastað og sagði þar verá
einhverja aflavon.
Sjómannasíðan
í umsjá Ásgeirs Jakobssonar
Sjómenn
Beitningarmenn vantar á góðan útilegubát frá Beykjavík.
Upplýsingar hjá skipstjóranum, Finnboga Magnússyni
í síma 11440.
Atvinna — Hoinnrfjörður
Karlmaður eða stúlka óskast til kjötafgreiðslustarfa.
Aðeins fóik með góða starfsreynslu koma til greina.
HRAUNVER HF„
Alfaskeið 115 — Sími 52790.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 60., 62. og 63. tbl. Lögbirtingablaðsins 1970
ó fasteigninni Búðareitur á Siglufirði (Tjarnargata 9 og 12),
Síldarsöltunarstöð Sigfúsar Baldvinssonar, þinglesin eign Sig-
fúsar Baldvinssonar hf., fer fram eftir kröfu Brunabótafélags
Islands o. fl. föstudaginn 15. janúar 1971 og hefst í dómsainum
Gránugötu 18, kl. 15.30 og verður síðan fram haldið á eign-
inni sjálfri.
Bæjarfógetinn á Siglufirði.
framúr ferhyrningnum, ef hann
þarf að líta fram fy-rir út um
glugga, en aftur úr ferhymingn-
um er hins vegar greiður gang-
ur aftur að glugga á aftara brú-
arþili. Þaðan sést yfir dekkið og
afturskipið allt.
Vinstra megin við skipstjór-
ann, þegar hann situr í stðl sín-
um og horfir fram, sem hann ger
ir nú sennilega sjaldan, bæði af
þvi hann sér illa fram
úr stólnum og eins af þvi að
vinnan við veiðarfærið fer fram
aftur á skipinu — eru tvö sim-
radekkólóð og tvær fisksjár. Vél
síminn og skrúfustillingin eru í
ferhyrningnum að framan en
dekka „plotter" eða navigator til
hægri (það er varla hægt að tala
um bakborðs eða stjórnborðs-
megin, þar sem tækjasamstæðan
er alveg í miðri brúnni). Hægra
megin minnir mig, við stólinn
eru einnig ljósataflan og miðun-
arstöð. Vörpuaugað er svo á
brúarþilinu að framan, eins og
áður segir og blasir vel við skip
stjóranum úr stóli hans.
Á DEKKINU
Það þarf fimm menn til að taka
trollið. Tvo sinm hvoruan megin
við hlerama og ekm á spiilið og
hífir hann eiinmig á gi'isinium. Boitn
vörpuna geta þeir híft inn í ein
um áfanga en verða að færa tii
Færeyski fáninn blakti við hún á þessu glæsiiega fiskiskipi.