Morgunblaðið - 12.01.1971, Page 28

Morgunblaðið - 12.01.1971, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1971 Hún lagði kápuna sina yfir axlimar og gekk út með hon- um. Nú sást illa til stjarnanna og snjóinn dreif að úr öllum átt um. Það var farið að hvessa og þaut í trjánum. Það er sprungið hjá þér, sagði Paul og beindi vasaljósinu að bílnum. — Þetta fannst mér líka síð- asta spölinn hingað, sagði hún. Hann greíp í handlegg henn- ar og dró hana aftur inn i hús- ið. — Þú getur ekki ekið ein til baka, hvort sem sprungið er eða ekki. Þú gætir vitanlega fengið bílinn minn, en það er farið að hvessa og það hafa verið aðvar anir i útvarpinu. Hún sagði og leit á Jim: — Þegar hann vaknar og finnur sjálfan sig á ókunnum stað hjá þér. . . Hún leit upp. — Ég ætla þá að verða hérna og ek svo til borgarinnar í fyrramálið. Jim vaknaði bráðlega og greip báðum höndum um höfuð- ið. Hann leit upp og kring um sig. Hann tautaði: — Hvar er Pat? Verð að finna. . . . Hann festi augun á Kathleen. — Nú, það ert þú. Mér liður alveg fjandaiega. Hún settist hjá honum og greip hönd hans. — Ég fór með þig hingað, sagði hún, — til . . . vinarmíns. Þetta er Paul McClure. Það er kominn bylur, Jim, og við verð- um að vera hér i nótt. — Ég vil fá að drekka, sagði hann, eins og hann heyrði ekki til hennar. — Það er rétt að gefa honum að drekka, sagði Paul, — það getur stundum verið til bóta. Hann kom með flösku og glas, og hellti litlu i glasið. — Gerðu svo vel, sagði hann. Jim drakk og hallaði sér síð an aftur á bak. — Þetta var betra, sagði hann. — Það var rétt og, sagði Paul rólega, — hallaðu þér útaf og reyndu að sofna aftur. — Segðu mér eitthvað um ieik ritið, sagði Kathleen skömmu seinna. — Ég er rétt að verða búinn með það. Við höfum nóttina fyr ir okkur. Langar þig að heyra það? — Já, því hefði ég gaman af. — Hvemig væri þá ef þú kæmir þér þægilega fyrir? Ég á auka náttföt og slopp og ull- arsokka og inniskó, sem eru helmingi of stórir á þig. Þetta var einkennileg nótt. Stormurinn hamaðist úti fyrir, og Jim lá þama á legubekkn um. Stundum svaf hann, stundi og talaði eitthvað upp úr svefni. Stundum þagði hann alveg sof- andi eða vakandi. Kathleen var í hlýja sloppn- um og náttfötunum, og sat nú í gamla stólnum við arininn og hlustaði á leikritið. Snjórinn lamdi á rúðumar. Eldurinn brann. Öðru hverju hallaði Paul sér fram og bætti viðarkubb á eldinn. Þegar hann hafði lokið lestr- inum, sagði hann: — Jæja þá, svona er það. Ég á eftir að hefla það talsvert. — Hvað ætlarðu að kalla það? spurði hún. — „Að muna sorgina". Ég get nú ekki lagt dóm á það, sagði hún, — en mér finnst það ágætt. Meira að segja betra *n það fyrsta. Hann spurði, rétt eins og í ör- væntingu: — Er það nógu heið arlegt? Eða gera orðin það óheiðarlegt? Mér lætur alltof létt að skrifa, Kate. — Það er heiðarlegt, sagði hún, og hún fann að kinnar hennar vöknuðu. — Þú ert alveg uppgefin, og það ætti að hýða mig. Hann tók hana í fangið og bar hana inn í svefnherbergið. Þar lagði hann hana á lakalaust rúmið, breiddi ofan á hana teppi og yf irsæng, og opnaði gluggann of urlítið. — Farðu nú að sofa, sagði hann, — ég skal vera hjá Haines. Hún sofnaði næstum strax. Einhvern tíma, skömmu fyrir dögun, vaknaði hún hrædd og tók að velta því fyrir sér, hvar hún væri. Hún heyrði manna- mál í næsta herbergi, það voru Paul og Jim í samræðum, rétt eins og þeir bæru búnir að tala Fjaðrir, fjaðrablöð, htjóðkútar, púströr og fíeíri varahlutir I margar gerðSr bifreiða BKavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 • Sirrú 24180 HLUSTAVERND tímunum saman. Hún lokaði aug unum og sofnaði aftur. XVI. Morguninn eftir var heiðskírt og sólskin, logn og allt alhvítt. Kathleen vaknaði við kaffiilm og kallaði um leið og hún reis upp í rúminu. Paul kom í dyrnar með steik- arpönnu í hendinni. — Hvernig svafstu spurði hann. — Ég vaknaði ekki nema einu sinni, rétt fyrir dögun. — Við gengum einu sinni um, sagði hann. — Ég hjálpaði Jim inn í baðherbergið. Honum varð illt. Ég þóttist viss um, að við hefðum vakið þig. — Ekki aldeilis. Ég svaf eins og steinn. Ég fer alveg að koma fram. Hvemig ldður honum? — Vel, sagði Paul stuttara- lega og lokaði dyrunum. Hún klæddi sig nú og þvoði sér og gekk út. Handtaskan hennar var í stofunni og hún opnaði hana til þess að skoða sig í speglinum púðra á sér nef ið og bera á varirnar. Þá opn- uðust framdyrnar og Jim kom inn. Hann var í gömlum frakka af Paul, og með fangið fullt af brenni. — Ég vona, að það sé þurrt, sagði hann, — það var inni í skúr. Nú sá hann Kathleen og fór að missa brennið úr fanginu. — Gættu að þér, sagði hún glaðlega. — og góðan daginn. — Ég skammast mín. Paul kom-nú úr eldhúsinu. — Komið þið að fá ykkur bita, sagði hann. — Það er ekki nema eitt egg til og það er handa henni Kate. En hér er kaffi og flesk og brauð og smjör. Þau sátu nú i eldhúsinu og átu og drukku. Ekkert þeirra sagði neitt, nema rétt um veðr- ið. En þá ýtti Paul frá sér boll- anum. — Við Haines höfum verið að tala saman og ég er búinn að fá hugdettu. Kathleen leit snöggt á Jim. Það var ósköp að sjá hann. Aug un rauð, órakaður og andlitið fölt og tekið. En svipurinn var eins og á manni með fullu viti, en óhamingjusömum. Hann sagði: — Ég er búinn að segja honum, hvernig . . . . hvað þú gerðir fyrir mig. Lika sagði ég honum, að ég get ekki farið í skrifstofuna. Og augnaráð hans bætti við: Ég hef ekki sagt honum, hvers vegna. — Svo virðist, sagði Paul, — sem hann sé ekki lengur hrif inn af honum kunningja okkar beggja. Við fórum nú ekkert út í ástæðuna til þess, enda skipt- Allar tegundir i útvarpstæki, vasaljós og leik- föng alltaf fyrirliggjandi. Aðeins i heildsölu til verzlana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Öldugötu 15, Rvík. — Simi 2 28 12. Aðalfundur handknattleiksdeildar KR verður haldinn i heiinilinu klukkan 20 i kvöld. STJORNIN. Frá Rauðsokkum Gerum kunnugt, teljum okkur ekki hafa einkarétt á mótmælum gegn fegurðarsamkeppni. í: Þorláksmessustarfshópur. Þurrkað teak Þurrkað oregonpine Þurrkuð eik Þurrkuð fura ÍC Vandvirkir smiðir nota eingöngu bezta efni. TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF KLAPPARSTÍG 1 - SKEIFAN 19 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Reyndu að ýta ekki of fast á eftir nýjum ákvörðunum eða held- ur ákverða neitt í flýtt. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þér er hætt að finnast þú vera út undan. Tvib'uamir, 21. mai — 20. júní. Reyndu að leggja j>ig allan fram um að skilja, hvers vegna þú verður að borga það fyrir hlutina, sem upp er sett. Hleyptu þer ekki í neinn æsing, og vertu eins hógvær og þú getur. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Venjulega er þér óhætt að treysta forsjóninni og sleppur með að stytta þér leiS margvíslega, en í dag verðurðu að fara varlega og gæta að þvi, hvort þú vilt ekki iáta breyta einhvcrju smáatriði. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Skapsmunirnir eru að hlaupa með aila í gönur í kringum þig. Fólki í kringum þig verður ekki mikið úr verki. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Gættu að eigin þörfum, áður en dagsins önn byrjar. Vog-in, 23. september — 22. október. Kynslóðaklyftir oru sérlcga áberandi þessa stundina. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev. Freistandi er að flýta sér um of, og taka of drjúgan þátt i félags- lifinu. Reyndu að koma því nauðsynlegasta í verk, áður en ónæðið byrjar. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þér er líklega ekki hagur að aukavinnu, sem þú veröur fenginn til að ieysa af hendi, en þú skalt samt vinna verkið. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Kauptu það bezta, sem Þú hefur ráð á, og dekraðu einu sinni dálitið við sjálfan þig. Þú hcfur lítið næði. Rétt cr að gæta hófs, er kvöldar. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febriiar. Vertu hugulsamur og gefðu fólki ráðrúm til að átta sig á því, sem fram fer. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Það fellur i þinn hlut að ljá aíls kyns gróusögum eyra. Það er alltaf viturlegt að reyna að koma sér hjá því að vita of mikið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.