Morgunblaðið - 26.01.1971, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29 JANÚAR 1971
RAUÐARÁRSTÍG 31
-=^—■25555
14444
\mm
I3ILALEIGA
ITVERFISGÖTU 103
VW SendiferÖabiírei<J-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW 9manna-Landrover 7manna
LITLA
BÍLALEIGAN
BergstaCSastræti 13
Sím/14970
Eftir lokun 81748 eöa 14970.
bilaleigcm
AKBJRA UT
car rental scrvice
r
* 8-23- 47
settdum
Hópierðir
TH leigu í lengri og skemmri
ferðtr 10—20 farþega bí!ar.
Kjartan Ingimarason.
simi 32716.
Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar,
púströr og fletri varahlutir
i margar gerðr bifreíða
BHavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 16$ - Sími 24180
Volkswagen
varahlutir
tryggja
Volkswagen
gæði:
0 Vegagerð á fslandi
•íónas Jónasson,
Bæjarskerjum, skrifar:
Til Velvakanda
Morgunblaðsins.
Ég vona, að þú sjáir þér fært
að birta bréfkorn þetta. Fyrir
stuttu var þáttur í sjónvarp-
inu. Þessi þáttur fjallaði um
vegagerð á Islandi. Sannast
sagna fannst mér það vera
heldur lítið, sem út úr þætti
þessum kom. Það var líkast
því, að einum af þessum fjór-
um, sem þama komu fram,
væri ætlað að tala, hinir áttu
að vera ósköp góðir og hlusta.
Þessi maður var vegamála-
stjóri. Það kann vel að vera, að
maður sá sé mörgum fremri i
sinni grein, en þá finnst mér,
að vegir á íslandi beri þess
ekki vitni.
Skal nú vikið að þættinum.
Þá sjaldan, að stjórnandi þátt-
arins veik orðum sínum til
Sverris Runólfssonar, gafst
honum varla tími til að
tala, mikið lá við, að þeir, sem
sátu við sjónvarpstæki sín,
sæju, hve allt var gott og
ódýrt, sem vegamálasérfræð-
ingar höfðu látíð gera. Þó kom
það fyrir, að vegamálastjóri
beindi því til Guðmundar
Einarssonar, hvort ekki væri
rétt með farið, og var engu lík-
ara en þar væri kominn sá eini
maður, er um vegi íslands hefði
ekið. Enginn skyldi furða sig á
því, þótt Guðmundur væri frek-
ar á bandi vegamálastjóra, þar
sem hann er einn aðalmaður í
þeim félagssamtökum, er mest
ber á um þessar mundir í til-
boðum um verk, svo að segja af
hvaða tagi sem er. Því skyldi
hann vera á móti því að fá sem
drýgstan skerf af því fé, sem
til vegagerðar er veitt, sé þess
nokkur kostur? Eitt af því, sem
fram kom, var að vél sú, sem
leggur slitlag á vegi, blandar
sextiu tonn á móti sex hundruð,
sem vél Sverris gerir. Það
skyldi engan undra, þótt þeir
góðu menn, sem eiga þessi af-
kastalitlu tæki, vilji ekki önn-
ur inn i landið, sem fljótvirk-
ari eru.
0 Koma holur, kemur
vatn, koma pollar
Það kom fram hjá Sverri, að
ekki væri nógu vel vandað til
þeirra verka, sem vegagerð
nefnist, og benti hann á sem
dæmi veg þann, sem nú er ver-
ið að leggja austur á Selfoss.
Taldi Sverrir, að ójöfnur væru
á veginum og safnaðist vatn í
þær, og væri það versti
óvinur allra vega. Þessu
svaraði vegamálastjóri á þá leið,
að þetta væri áróður, sem ekki
stæðist. Er ég heyrði þessi orð
vegamálastjóra, kom mér í hug
ferð, sem ég fór austur á
HvolsvÖll nokkru eftir að búið
var að opna til umferðar part
af áðurnefndum vegi. Þann dag
var rigning, og er ég kom þar
að, sem vegvísir sýndi, að óhætt
væri að aka þennan nýlagaða
vegarspotta, sagði ég við far-
þega, sem með mér var, að gam-
an væri að sjá, hve vel hefði
til tekizt. Ekki var ég búinn að
aka lengt, er ég sá, að holur
voru í olíumölinni, og varð mér
að orði, að ekki mætti seinna
vera, og myndi þessi vegur ekki
endast lengi, ef svona ætti að
skila verkinu.
0 Verkfræðin er söm
við sig
Nú er búið að hækka bensín
Rakarastofan
við Hjarðarhaga 47
er opnuð aftur eftir veikindi mín
Björn Halldórsson
6 vikna námskeið.
Snyrtinámskeið.
Kennsla hefst 1. febrúar
LÁNCOME-snyrtivara
ávallt til sölu í verzlun
skólans.
SKOLI AIMDREU
MIDSTKÆTI T
simi ims •
og einnig þungaskatt. Allt er
þetta gert til þess að unnt sé
að leggja meira af hraðbrautum.
Ekki hef ég trú á, að margir
kilómetrar verði lagðir til við-
bótar, ef áfram er haldið á
sömu braut og hingað til. Sem
sé að sprengja sig marga metra
niður í gegn um holt og hæðir,
heldur en færa til vegarstæði,
sem oft og einatt skiptir ekki
máli, hvorn veg er farið. Eins
má nefna margt annað, en hér
skal staðar numið á þessu sviði,
en aðeins eitt, verkfræðin er
alltaf söm við sig. Reynsla
manna er ekki metin sem
skyidi.
Ég las pistil í Velvakanda
Morgunblaðsins 31. desember.
Sú klausa fjallaðu um þáttinn,
sem ég minntist á. Margt er þar
að finna, sem vert væri að taka
til meðferðar, en ekki skal að
vikið að sinni. Þó er eitt, sem
ég ætla að minnast á. Greinar-
höfundur er hissa á því, að
Sverrir skuli telja, að til þurfi
að koma ríkisábyrgð. Þessi góði
maður veit ef til vill ekki, að
það er svo margt, sem flutt er
inn í okkar þjóðfélagi, sem
heimtar ábyrgð frá ríkinu eða er
hann einn af þessum gæðingum,
sem allt getur gert án leyfis? Ef
svo er, fyndist mér hann ætti þá
að leyfa sér að setja sitt fulla
nafn undir greinar, sem hann
lætur frá sér fara. Ekkert veit
ég aumara en fela sig bak við
eitthvert gervinafn. Þessi rit-
snillingur telur upplýsingar
Sverris vera ævintýri. Og furðu-
legt nokkuð, hann telur það
fallegt; ekki er honum alls
varnað.
Q Eiga Suðurnesjamenn
ekki betra skilið?
En er það ekki ævintýri, að i
áraraðir skuli vera veitt svo og
svo mikið fé úr rikissjóði til
vegagerða og viðhalds á vegum,
og enn í dag eru vegir okkar
þannig, að varla er hægt að
segja, að þeir séu akfærir nema
hluta úr árinu, og skal ég nefna
þrjá vegarkafla, sem liggja út
frá hinum steypta Suðurnesja-
vegi: Eru það vegir í
Grindavik, Miðneshreppi og
Gerðahreppi. Enginn skyldi þó
halda, að ekki ættu þessi pláss
skilið betri vegi, þvi að svo
mikinn gjaldeyri færa þessi
pláss ríkiskassanum. Vera má,
að þeim, sem þessum málum
stjóma, finnist lítið til þess
koma, og eigi Suðurnesjamenn
ekki betra skilið. Fyrir
nokkru las ég í Morgun-
blaðinu grein eftir mann úr
Grindavík. Lýsti hann ástand-
inu á vegum þangað. Sú lýs-
ing var ekki sem fallegust, en
þó án efa sönn. Margir fleiri
af Suðumesjum mættu láta til
sln heyra um þessi mál og ekki
láta staðar numið, fyrr en úr
verður bætt, svo að um muni.
Að síðustu þetta: Þú Guð-
mundur Einarsson, sem sv»
lengi varst einn af aðalmönn-
um í stóru fyrirtæki hér á
Suðurnesjum og yfirmaður
minn, ættir nú með þinni stað-
góðu þekkingu að taka að þér
að leggja til okkar Suðumesja-
manna góðan og ódýran
veg. Að endingu þetta: Ég
skora á sjónvarpið, að þegar
það er með umræðuþætti, þá
séu valdir menn til að stjórna
þeim, sem eru þess megnugir,
annað er ekki samboðið ráða-
mönnum sjónvarpsins.
Ég bið svo öllum landsmönn-
um velfarnaðar, jafnt í vega-
málum sem öðrum, á þessu ný-
byrjaða ári.
Bæjarskerjum 3. janúar 1971.
Jónas Jónasson“.
— Velvakandi hefði sleppt
setningunum framarlega í
bréfinu, sem hefjast á orð-
unum „Enginn skyldi“ og ,,því
skyldi", hefði bréfritari ekki
óskað eftir því, að bréfið birt-
ist óstytt, og vissi hann ekki,
að Guðmundur Einarsson og
Sigurður Jóhannsson eru menn,
sem geta svarað fyrir sig, þyki
þeim taka því.
£ Auka-eyðublað af
skattíramtali
Jón Eiríksson, skattstjóri á
Akranesi, hringdi til Morgun-
blaðsins vegna bréfs í dálkum
Velvakanda, þar sem lagt var
til, að framteljendum yrði sent
auka-eyðublað af skattfram-
talsskýrslunni. Sagði hann, að
i sínu umdæmi væri öllum
gjaldendum sent auka-eyðu-
blað. Væri það báðum til hags-
bóta, framteljendum og skatt-
stofunni. —- Jón heldur, að
þetta tíðkist alls staðar nema í
Reykjavík.
£ Hugmynd um dreifingu
ákveðins vikublaðs
Velvakanda hefur verið
verið bent á, að í tiltölulega
nýútkomnu blaðkríli („litla
blaðinu með langa nafninu"),
er fáir munu sjá, nema þeir
ríkisstarfsmenn, sem eru
skikkaðir til þess að kaupa af
þvi vikulega nokkur hundr-
uð eintök handa ruslakörfun-
um fyrir fé skattborgaranna,
væri vikið að þessu sama stór-
máli (um heimsendingu auka-
eyðublaða af skattskýrslunni)
með geysilega geðvonzkulegu
orðbragði í einhvers konar
forsíðuleiðara. Hefði hinn gáf-
aði hæfileikamaður og ritsnill-
ingur, sem stýrir þessu rikis-
rekna blaðkomi, þar heift-
arlega í hótunum, verði auka-
eyðublað ekki sent gratís heim
til hans og okkar hinna.
En þvi þá ekki að stinga eih-
taki af blaðinu hans inn í
skattskýrsluna um leið, svo að
skattþegnarnir sjái svart á
hvítu, hvað þeir fá fyrir skatt-
ana sína ?
r Osknm eftir nð róðn
skrifstofustúlku, hálfan eða allan daginn.
Upplýsingar á skrifstofunni Hringbraut 121.
VÖKULL H.F.,
Hringbraut 121, sími 10600.