Morgunblaðið - 26.01.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞREÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1971
15
Unnið markvisst að
dagvistarþj ónustu í
aukinni
borginni
62,2 millj. kr. til uppbyggingar
og reksturs hennar á næsta ári
Dagvistun barna hefur verið
mjög til umræðu í borgarstjórn
og viðkomandi borgarstofmm-
um á þessum vetri, enda eitt af
hinum mikilvægu málum, sem
varða heimilin í Reykjavík og
framtíðarborgara hennar. Hef-
ur komið greinilega fram hvert
stefnt er í þessum málum, en
í ummælum manna á milli virð-
ist ýmislegt hafa skolazt til um
þessa stefnu og hún jafnvel
verið rangtúlkuð. Þar sem til-
tölulega fáir hlusta á slikar
opinberar umræður, þykir Mbl.
rétt að gera grein fyrir stefnu
þeirri, sem unnið verður eftir í
barnaheimilamálum borgaiánn
ar á næstunni og er hér stuðzt
við það sem fram kom i umræð
um í borgarstjórn, þegar mál-
ið var afgreitt þar.
Mjög var byggt á umsögn fé
lagsmálaráðs, sem meiri hluti
borgarstjórnar féllst á, og var
ráðinu í lokin falin frekari með
ferð málsins. 1 þessari umsögn
kemur fram, að menn eru sam-
mála um að auka og efla það
átak, sem unnið er að við upp-
byggingu dagvistunarstofnana.
Þar er sett fram sem fyrsta
markmið að fullnægja hinum
svokölluðu forgangsflokkum,
þar eð horfast verður í augu
við þá staðreynd að biðlisti er
nú fyrir forgangsflokka. Væri
ekki talið fyrsta verkefnið að
fullnægja þeim, þá yrði um leið
að segja sem svo, að aðrir hefðu
frekari þörf á því rými sem fyr
ir hendi er á bamaheimilun-
um en þeir, sem nú eru í for-
gangsflokkunum. Þegar búið er
að leysa úr þörfum þessara for
gangsflokka, álíítur félagsmála-
ráð að halda beri áfram upp-
byggingu dagheimila, til þess
að fullnægja öðrum þörfum, og
þá á þeim grundvelli að for-
eldrar greiði fullan kostnað.
Jafníramt er gert ráð fyrir
að fyrst verði kröftunum ein-
beitt að þvi að byggja upp
leikskóla fyrir alla, bæði vegna
hins ótviræða og óumdeilanlega
uppeldisgildis þeirra, þar sem
skoðanir eru aftur á móti skipt
ar um það hve æskileg daglöng
fjarvist móður frá ungum börn
um er, og svo einnig vegna þess
hve kostnaður við þau er marg
falt minni en við dagheimili.
Ætti með því móti að verða
hægt að veita fleiri heimilum
úrlausn.
Þetta er sem sagt sú stefna,
sem tekin hefur verið af meiri-
hluta borgarstjómar. Þ.e. að
herða róðurinn í uppbyggingu
dagvistunarkerfisins og fram-
kvæma það þannig, að full-
nægja fyrst og fremst þörfum
forgangsflokka, koma upp leik
skólum og síðan dagheimilum,
eftir þvi sem hægt verður. En
á meðan að færa út bama
gæzlukerfið, með því að skipu-
leggja daggæzlu á einkaheim-
ilum. Þetta byggist á þvi, að
dagvistunarstofnunum fjölgar
ekki á morgun, þó samþykkt sé
i dag að ailir eigi að komast
þar að og alger opnun þeirra
nú, mundi eingöngu ryðja það-
an þeim, sem kannski þurfa
mest á þjónustu þeirra að
halda.
Og hverjir eru þá þessir for-
gangsflokkar, sem fyrst á að
fullnægja með dagvistun? Það
eru fyrst og fremst einstæðar
mæður, einstæðir feður, náms-
fól'k, heimiiii þar sem veikindi
koma til eða félagslegir, upp-
eldislegir erfiðleikar. Varla fer
á milli mála að þessir aðilar
hafa ákaflega mikla þörf fyrir
að koma börnum sínum í
gæzlu. Og eflaust eru þeir fáir,
sem vilja i rauninni láta aðra
ganga þar fyrir.
Næsti áfangi er þá fjölgun
leikskólanna, svo að allir sem
þess æskja, megi eiga þess kost
að koma þangað börnum sin-
um. 1 leikskólunum eru börn-
in aðeins hálfan daginn. Ekki
er víst um það deilt að nokk-
urra klukkutíma dvöl í leik-
skóla sé börnum holl, svo og
mæðrum, sem þá fá hvxld frá
barnaþvargi eða geta fullnægt
félagslegri þörf fyrir að kom-
ast út, oft til að viðhalda starfs
þjálfun sinni og menntun að
túnhverju leyti. En til að koma
konunum að meira gagni,
ekki eiga við sérstaka erfið-
leika að striða og eru utan nú
verandi forgangsflokka, greiði
fullt verð fyrir dagvistun
barna sinna. Nú greiðir borg-
in þennan kostnað niður um
helming, þ.e.a.s. um 2500 kr. á
mánuði fyrir hvert barn á dag-
heimilum borgarinnar og um %
hluta, eða um 400 kr. á mán-
uði, fyrir hvert barn í leik-
skóla. Þetta er staðreynd, sem
býsna margir, er þjónustunnar
njóta, gera sér ekki grein fyr-
ir. Þeir vita bókstaflegar ekki
að þarna greiða aðrir borgar-
ar hluta af kostnaði við gæzlu
barna þeirra.
Örugglega mundi það muna
miklu, ef borgin gæti varið
brunni ber tölur i fjárhagsáætl
un borgarinnar fyrir árið 1971
um áætlaðan halla af rekstri
dagheimila og leikskóla. Fyrir
dagheimilin er rekstrarhallinn
áætlaður samtals 18 milljónir
117 þúsund krónur, en fyrir
leikskólana 5 milljónir 271 þús
und kr. En sem kunnugt er,
annast Barnavinafélagið Sum-
argjóf rekstur dagheimila og
leikskóla borgarinnar, sem
stendur hins vegar straum af
stofnkostnaði öllum og rekstr
arhalla.
1 Reykjavík eru nú starf-
andi 10 dagheimili, sem rúma
540 börn, og 10 leikskólar, sem
geta tekið 1130 böm í árdegis
og síðdegisdeildum. Nú er í
byggingu í Reykjavik nýtt dag
heimili við Blöndubakka í
Breiðholti, sem ljúka á næsta
sumar og leikskóli við Maríu-
bakka, sem áætlað er að lokið
verði í marz næsta árs. Auk
þyrftu leikskólarnir að laga
starfsbíma sinn betur að al-
mennum vinnutíma en nú er og
er ætlazt til að athugun fari
nú fram á því.
Að taka leikskóla fram yfir
dagheimili, nema þegar sérstök
þörf er á, byggist m.a. á um-
sögn félagsmálaráðs, sem hefur
það sjónarmið að við uppbygg-
ingu dagvistunarkerfis fyrir
börn, þurfi að taka jöfnum
höndum tillit til velferðar for-
eldra og bamanna sjálfra. Það
bendir á að engan veginn er
öruggt talið, að daglangur að-
skilnaður bama á dagvistunar
aldri frá foreldri sé þvi skað-
laus. Er þar átt við barn á aldr
inum 3ja mánaða til 5—6 ára.
Ýmsir sérfræðingar telja að
slíkt geti undir vissum kring-
umstæðum verið skaðlegt
þroska og velferð barns-
ins, einkum hinna allra yngstu.
En uppeldsgildi leikskólanna,
þar sem börnin eru hálfan dag
inn, er aftur á móti óumdeil-
anlegt.
Fjárhagshliðin á þessu máli
hlýtur einnig að vera mikilvæg,
því með ódýrari stofnunum er
líka hægt að koma upp meiri
fjölda þeirra og veita fleirum
nokkra þjónustu. Dagvistunar-
stofnanir og þá sérstaklega
dagheimili, eru feikilega dýr-
ar stofnanir, bæði í uppbygg-
ingu og rekstri, og það kemur
við pyngju hins almenna skatt-
greiðanda, sem leggja á borg-
arsjóði til fúigur til að standa
straum af framkvæmdum.
Veigamikið atriði, sem fram
kom í umsögn félagsmálaráðs,
er ábending um að eðlitegt
hljóti að teljast að þeir, sem
Böm í dagvistun.
þeim peningum til uppbygging
ar nýrra barnaheimila, sem nú
fara til niðurgreiðslu á þessum
gjöidum fyrir fólk, sem engan
veginn er styrks þurfi. Með
þessa nýju tilihögun fyrir aug-
um, þ.e.a.s. að greiðsla komi til,
leggur félagsmálaráð til í um-
sögn sinni að hraðað verði eftir
föngum þeirri könnun, sem þeg
ar er farið að undirbúa á við-
horfi borgarbúa til þessara
mála og hugsanlegum breyting
um á eftirspum eftir dagvist-
un, ef koma ætti fyrir fullt
gjald. Hafa þegar verið tryggð
ir sérfróðir starfskraftar til að
framkvæma þessa könnun i
samráði við félagsmálastofnun-
ina. En þar sem fyrst ligg-
ur fyrir átak til að uppfylla
þarfir forgangsflokkanna, ætti
að vera nægt svigrúm til slíkr
ar könnunar, án þess að hún
tefji.
Til nánari skýringar á
kostnaðarhliðinni, má taka sem
dæmi nýjasta dagheimlið og
leikskólann, Holtaborg og
Sunnnuborg, sem standa hlið við
hlið við Sólheima. Stofnkostn-
aður þessara stofnana, sam-
anlagður og allur greiddur af
Reykjavíkurborg, var 22,5
milljón kr. Hann skiptist þann
ig, að dagheimilið Sunnuborg,
ætlað 74 börnum, tók % hluta
upphæðarinnar, en leikskólinn
Holtaborg, sem tekur við 120
böxnum daglega og er tvxskipt
ur, tók % upphæðarinnar.
Stofnkostnaður fyrir hvert
barn á dagheimili Reykjavík-
urborgar nemur í dag um 250
þúsund kr., en kr. 150 þúsund
fyrir rúm í leikskóla, sem nýt-
ist tveimur börnum. Að sama
þess er unnið að undirbúningi
framkvæmda við leikskóla í
Laugameshverfi, við Leirulæk,
og leikskóla í Fossvogshverfi.
Þetta er það sem nú er á döf-
inni í dagvistunarmálum borg-
arinnar.
1 upphafi þessarar greinar,
var talað um að stefnt væri að
því að auka og efla það átak,
sem unnið er að við uppbygg-
ingu dagvistunarstofnana, til
að svara sívaxandi eftirspurn
eftir þessari þjónustu. Ef litið
er á fjárhagsáætlun borgarinn
ar fyrir næsta ár, sem nýlega
var samþykkt, þá sést að það
er alvara. Gert er ráð fyrir 30
milljónum kr. til byggingar
barnaheimila, en sú upphæð er
hálfri níundu milljón króna
hærri en fjárveiting yfirstand-
andi árs, sem var 21,5 milljónir.
Hækkunin nemur því 40%. Að
mati borgarverkfræðings má
gera rað fyrir, að byggingar-
kostnaður aukist um 22% frá
desember 1970 til desember
1971, þannig að bein hækkun
til framkvæmda er þá um 18%,
að viðbættum 8,8 milljónum af
geymslufé frá fyrra ári. Svo að
samtals verður ráðstöfunarféð -
til byggingarframkvæmda 38,8
milljónir. Og ef borið er sam-
an við aðra liði í fjáihagsáætl-
un, kemur í ljós, að hér er um
að ræða mestu hækkun á ein-
stökum framkvæmdalið í allri
fjárhagsáætlun borgarinnar,
þ.e.a.s. 40%. Þannig að á næsta
ári ætti að geta orðið um veru
legar framkvæmdir að ræða.
Þegar við bætast þessar 23
milljónir 388 þúsund krónur,
sem getið var um áður, til rekst
urs bamaJheimila, þá verður
bein fjárveiting tl uppbygging
ar og reksturs dagvistunar-
stofnana um 62,2 milljónir á
næsta ári. í rauninni meira þó,
því ekki eru tekin með vist-
heimilin, þar sem börnin eru
allan sólarhringinn. Rétt er að
hafa í huga, að með fjölgun
barnaheimila, hækkar stöðugt
sú upphæð, sem fer í rekstur-
inn einan.
Þessi fjárhæð og fjárveiting,
sem renna á til þessara mála á
næsta ári, er vissulega enginn
smáskammtur miðað við heildar
útgjöld borgarinnar og stend-
ur svo sannarlega undir
stefnuyfirlýsingu um stóraukið
átak í uppbyggingu dagvistun
arstofnana. Sýnir hún ótvírætt
skilning borgaryfiivalda á ósk
um og þörfum almennings í þess
um efnum. Af gögnum I sam-
bandi við fjárhagsáætlun
næsta árs, virðist svo að gert
sé ráð fyrir stöðugt hækkandi
fjárveitingu til þessara mála á
næstu árum. Auðvitað vildu
borgarfulltrúar geta gert meira,
en fleira þarf í vaxandi borg
og 40% af fjárhagsáætlun er
ekki svo lítið í einn einasta lið.
1 umræðum um þessi mál I
borgarstjórn, kom ótvirætt
fram að allir borgarfulltrúar
vildu stefna í sömu átt, að auka
dagvistunarþjónustu þannig
að í framtíðinni gætu konur átt
frjálst val um það hvort þær
vildu koma börnum sínum fyr-
ir á dagvistunarstofnunum á
kostnaðarverði. Borgin vill í
rauninni verða við þeim ósk-
um og þörfum, sem fyrir hendi
eru. En sá kostur er tekinn
að athuga hlutina eins og þeir
eru i dag og fniða við getu,
fremur en að gera stefnuyfir-
lýsingar langt fram í tímann,
sem geta hljómað fallega en
leysa engan vanda.
ísL skipastóllinn 1971:
Alls 849 skip
ÍSLENZKI skipastóllinn var 1
janúar 1971 alls 849 skip — sam-
tals 140.366 brúttórúmlestir, en
auk þess eru skráðir 1094 vél-
bátar — samtals 3.350 brúttórúm
lestir.
Fiákiskip — öniniur en togarar
— eru alls 748, samtals 59.725
brúttórúmlestir. Þar af eru 549
talLsiinis, alls 19.314 lestir, undir
100 lestum að ®tærð. TO'garar eru
niú 24 á skipaskrá, samtalis 16.981
brl. að því er fram kemiur í Skrá
yfir íslenzk skip 1971, sem Sigl-
iinigamálasitofnuiniin gefur út.
Þar er enmfremur greirnt frá
því, að skipuim hafi fjölgað um
19 á áráinu, og Skipastóllinin
stækkað um 5.062 brl., en árið
1970 var skipastóllinn 830 skip,
aílls 135.304 brl. Aliis var 21 9kip
strikað út af skipasferánini árið
1970, samtals 4.599 br(L. Mesit
munar þar um útstrilkun á síid-
arflutninigaiski'piiniu „Síldiinni“,
álls 2505 brl., sem seld var úr
landi á áriinu. Af þessu 21 skipi
fórust fjögur, samitals 204 brl.
Á árirnu 1970 bættust 40 skip
við íslenzkan skipastól, samtals
9.318 brl. Þar muniar mestu um
flutniinigaskipiniu Goðafoss — 2953
brl., Dettifoss 3004 brl., strand-
ferðaskipið Heklu 708 brl.; og
Hafrannsóknarskipið Bjama Sæ-
muindssom. Þá var skuittogarimn
Dagný SI-70, 385 brl., keyptur
til lamdsiinis frá Þýzkalandi á ár-
inu, og togarinn Rán GK-42, —
419 brl., var skráður á árimu, þó
að hann sé enn í viðgerð. Þessi
togari hét áður Boston Wellvalie,
brezlkur að uppruna, en strandaði
í Djúpi. Var homium bjargað það-
an og seldur til Hafnarfjarðair.
Flest hiin Skipin eru ný fiskiskip,
en líka nokkur eldri smástoip,
sem áður hafa verið opnir bátar
eða nótabátar, en verið þiljaðiir
eða endurbyggðir.