Morgunblaðið - 26.01.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1971 Sjómannasíðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar Úr vélarrúminu Það eru bátar ar pessu tagl, Jiað er litlir línubátar, reknetarar og snurrvoðarar, sem Jón borgari hefur aðallega stundað sjóinn á og áreiðanlega er enginn maður honum fróðari um útbúnað slíkra báta . . . Jón borgari John Burgess, gem hægt er með góðu móti að nefna Jón borgara á íslenzku, er frægur meðal fiskveiðimanna um heim allan. Hann ritar greinar i Fish ing News, bæði vikublaðið og mánaðarritið og hann hefur einnig gefið út allmargar bæk- ur um fiskveiðitækni, einkum á smærri bátum. Þennan mann fór ég að hitta, en hann býr um borð í báti sín- uim í Woodbridge en það er þorp skammt frá Ipswieh í East Suffolk. Á ánni skammt frá ár- mynninu lá bátur John Burgess, 36 feta fleyta. Á þessum báti rær John Burgess einn og gerir margvíslegar tilraunir, einkum með kaðla, víra og spil og segir hann að meira en 120 tilraunir með nýjungar af ýmsu tagi hafi hann gert um borð i báti sínum. — Af hverju ertu einn á báti við veiðitilraunir þínar? — Fóturinn. Hann er bilaður, og ef ég væri með mann eða menn með mér, gæti ég ekki hvílt mig eins og ég þarf við veiðamar og tilraunimar. Af þessu svari var ekki ann- að hægt að ráða en það, að John Burgess væri svo kapp- samur, að hann vissi sig myndi ganga fram af sér, ef hann þyrfti að vinna með öðrum. John Burgess var elztur þriggja soraa bómulllarverk- smiðjueiganda í Lancashire og átti að taka við fjöldkyldufyrir- tækinu, sem var stórt og traust fyrirtæki og fjölskyldan hafði rekið það mann fram af manni. Fjölskyldan átti heima á ströndinni við írska hafið og Burgess kynntist sjómönnum, fékk að róa með þeim og þeir kenndu honum sjóverkin og sögðu honum sögur af sjó- mennsku og sjóferðum. John Burgess gekk menntaveginn og lauk prófi frá Cambridge og tók síðan til starfa í fyrirtæk- inu. Hann undi ekki í skrif- stofunni. Hann þraukaði þó þar til bróðir hans annar hafði ald ur til að taka við starfi hans, en þá mannaði Jón sig upp í það, að segja föður sinum, að hann fengi sig ekki með nokkru móti til að starfa áfram við fyrirtæk- ið, heldur ætlaði hann sér til sjós. Jón lenti strax í sinni fyrstu sjóferð I miklum hrakningum og hefur ekki i annan tíma séð hann svartari. Af því að maðurinn var harð- ur af sér, varð þetta honum fremur hvöt en uppgjafarefni og hann tók til að læra sigliingafræði og anrnað er að sjómennsku laut. Það var komið fast að striði sem Jón sá fyrir að verða myndi, likt og ýmsir raunsæir landar hans, þegar John Burgess: — Þá var ég ung- ur og sprækur . . . Hitler tók að færa út kvíamar, Jón taldi víst, að ef hann hefði siglingafræðikunnáttu, fengi hann inngöngu í sjóher hans hátignar. Það varð lika og Jón var á kafbátaveiðum hér upp við Is land, og viðar og varð comman- dör með mörgum heiðunsimerkj- um áður en stríðinu lauk. Ekki var hann fyrr laus úr hemum en hann tók að vinna að upp- fyllingu draums síns um fiski- mennskuna og skriftimar. Hainin gerðist eiins konar út- vegsbóndi við Twofoldflóa í Ástralíu. Keypti sér þar eyði- býli skammt frá sjó og kom sér fljótlega upp allstóru búi og stundaði sjóinn með, því þama var margs konar fisk að fá. Þegar hann hafði komið sér sæmilega fyrir í þessari jarðn- esku paradís, því að þarna er bæði afburða fagurt og veður- sæld mikil, þá brunnu hjá hon- um öll peningshús og girðingar í skógareldi. 1 sama mund tók sig upp fótarmein, arfur frá stríðinu. Jón hafði þvi ekki tök á að byggja upp aftur, held ur seldi jörðina og flutti með f j ölskyld'innia (kanu og tvo drengi), til Sidney, keypti sér 5: feta bát og bjó um borð. Hann stundaði svo fiskveiðar, ljós- myndaði og skrifaði greinar fyr- ir fiskveiðitimarit. Veiðar hans þama í höfninni í Sidney, en hafnarsvæði Sidney er geysi- víðáttumikið, leiddu til bókar um höfnina, legupláss, dýpi, botnlag og fiskislóðir. Þegar bókin hafði verið gefin út, bár- ust Jóni borgara beiðnir um fleiri slíkar bækur frá öðrum stöðum og lífshlaup hans var þar með fallið í þann farveg, sem hann hafði alltaí dreymt um, að róa til fiskjar, ijósmynda og skrifa. Jón borgari býr ekki stórt í Woodbridge en notalega hefur hann hreiðrað um sig við þrönga götu með bar á næsta homi. Hann sækir hann þó sennilega ekki mikið, því að hann bruggar sjálfur öl gott, sem hann segist gefa Norðmönnum, þegar þeir komi í heimsókn. Honum finnst réttilega öiið hæfa víkingum, enda er það rétt skoðun. Meðal bóka Jðns, sem gaman væri að fá á íslenzku er Fish- ing Boats and Equipmennt: (Fiskibátar og útbúnaður þeirra). Eins og kunnugt er hefur svartolíunotkunin hjá togara- flotanum valdið nokkrum deilum með sérfróðum mönnum. 1 meginatriðum snýst deilan um það, hvort sá verðmismunur sem er á gasolíu og svartolíu tapast ekki í tima og sliti á vélunum, ef svartolían er not- uð. Jóhann Jóelsson, l.vélstjóri á Sigurði, hefur ekkert til þessara mála lagt opinberlega, en segist I verulegum atriðum vera sam mála stéttarbróður sinum, Sigur- jóni, l.vé'lstjóra á Vikingi, i þvl efni, að notagildi svartolíu á vélar fiskiskipa orki mjög tvimælis. Þegar við lönduðum í Bremer- haven voru allir ventlamir teknir upp og voru vélstjór- amir að vinna við það, þessa fjóra daga, sem við stönzuðum úti. Það veir þó ekki búið að keyra nema um 800 tíma á þess um ventlum, og vélstjóramir sögðu, að það væri alls ekki nógu gott, ef það þyrfti, að stanza til að skipta um alla verutla í öðrum hverjum eða jafnvel hverjum fiskitúr. Einin daginn var ég niðri í vél arrúmi að horfa á Jóa renna stykki í dælu inni á verkstæð- inu, en um borð er fullkomið verkstæði og mikið unnið að viðgerðum, enda segir Jóhann, að hlutverk vélstjóranna sé nú óðum að breytast og færast frá vélgæzlunni, sem er orðin meira og minna sjálfvirk og yfir i við- gerðir bæði í vél og á dekki. Vélstjóramir til dæmis, skipta um allar rúllur í pollum og gálg- um og endurnýja þær, en þetta var mikill kostnaðarliður um borð í togara. Dæmið um ventlana er annað dæmi um vinnu, sem vélstjórar inna af höndum í viðgerðum. Þessi ventlaaðgerð hefði kostað þó nokkra upphæð hefði hún verið unnin af vélaverkstæði. Með þessari breytingu, sem er orðin á starfi vélstjórans, hann er að vera meir og meir við gerðarmaður, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort nám vélstjórans sé í samræmi við þetta nýja hlutverk. Margir telja, að vélstjóri þurfi í þessu nýja hlutverki að ráða yfir meiri vinnuleikni en hann fær við nú- verandi námstilhögun. Skoðan- ir eru þó deildar í þessu efni, þvi að hin aukna sjálfvirkni, Nýtt fiskileitartæki 1 haust sem leið var keypt um borð í Sigurð nýtt fiskileitar- tæki af gerðinni Atlas 700, en það er endurbætt gerð Atlas- 600, sem verið hefur í notkun hér í mörgum skipum. Atlas 700 virðist taka eldri gerðinni langt fram að gæðum, bæði ekkólóð- ið sjáift og fisksjáin. Rétt er að taka það fram, að ég veit ekk- ert um nema það kunni að vera komnar á markaðinn endurbætt ar gerðir af Elac, Hughes eða Simrad, svo nokkrar þeirra teg- unda séu nefndar, sem hér eru í notkun. Það er þvi ekki verið að leggja neinn dóm á það hér, að Atlas 700 sé betra en eitt- hvert annað tæki frá öðru fyrir tæki, heldur aðeins að það sé betra en Atlas 600 og það er fullkomnasta fiskieitartæki, sem ég hef séð. Munurinn ligg- ur fyrst og fremst í styrkleika og nákvæmni en einnig í stærri sjónskermi, gleggri fiskisjá, fleiri skölum og margbreyti- legri stillingu. Hinn aukni styrkleiki sendis- ins byggist, að sögn á notkun harðari málma í sendinum en notaðir hafa verið. Tækið lóðar botn á 2000 faðma dýpi, torfur á 500 faðma dýpi og einstaka fiska á 150 faðma dýpi. Geisl- inn hefur tvær stillanlegar breiddir 19 og 10 gráður. Aðal- skalarnir eru 35 en 15 þeirra eru millistillanlegir. „Gráa lln- an“, er stillanleg, hægt að mjókka hana eða breikka eða sleppa henni alveg. Timastillir er einnig á tækinu. Skermirinn er 230x290 mm. og er þvi miklu stærri en á eldri gerðinni. Fisksjáin er sambyggð og er með 3 skölum, 12,5 föðmum, 25 föðmum og 50 föðmum og nær niður á 2000 faðma. 12,5 faðma botnlæsingin nær niður á 800 faðma. Leiftrið á sjánmi er stil'ltara og skýrara ein á eldri gerðinni, einkum erbotn inn betur afmarkaður á þessari Atlasgerð. Mér finnst þessi nýja Atlas- gerð svo miklu betri en eldri gerðir, sem ég hef séð, að mér finnst fyllilega athugandi fyrir sjómenn að athuga, hvað sé að gerast á tækjamarkaðnum. Það borgar sig ævinlega, segja mér beztu fiskimennimir, að hafa bezta fáanlega fiskileitartækið um borð. Togarinn Sigurður hefur svo oft borið af með afla, að það er ekki gott að fullyrða neitt um það, hvort það sé þessu nýja tæki eitthvað að þakka, hvað hann bar mikið af tvo fyrstu túrana, eftir að hann fékk það, en ekki væri óllklegt að það ætti einhvem þátt þar í. Það skyldi þó haft I huga, að veld- ur, hver á heldur. krefst einnig aukinnar þekking- ar vélstjórans á því sviði. Þann- ig að í rauninni virðist þurfa að bæta við námið í báða enda. Aukin sjálfvirkni gefur vél- stjóranum tíma til viðgerða, sem hann þarf þá að kunna eitthva'ð til, en jafnframt krefst sjálf- virknin nýrrar þekkingar, svonefndrar sjálfstýrikunnáttu, sem er heil námsgrein út af fyrir sig. En menntun vélstjóra er nú mál, sem er svo viðamikið að það er ekki hægt að ræða það um leið og annað, og er þvi tekið héir út af dagskrá, og horf- ið aftur niður á viðgerðarverk- stæði til Jóa vélstjóra. Á borði í verkstæðinu stóð ventill úr vélinni og ég fór að virða hann fyrir mér og notaði tækifærið til að spyrja Jóa ít- arlegar um svartolíunotkunina. — Þú sérð þarna á ventlinum, sem þú heldur á hvað gerist. Þessar rákir þama í brúninni á ventlinum stafa af því, að vent- illinn brennur. Svartolían nær ekki að brenna til fulls, heldur myndast aska, sem sezt eins og skán á ventlinn, og þá fer að gefa með honum og hann brenn- ur. Enn hefur ekki tekizt að finna nógu haldkvæmar aðferðir til að viinma bug á þessum skemmdum. Menn hafa reynt að láta ventil- inn snúast lítið eitt og skánina skafast af, og einnig hefur verið reynt að kæla ventilkeiluna, en ekki hefur það gefið nógu góð- an árangur. Vonir standa til að efni verði framleitt til að koma í veg fyrir þessa öskumyndun, en eins og nú er málum komið, er svartolíunotkunin vægast sagt vafasöm. Við urðum að taka upp ventlana eftir 800 tíma keyrslu, eins og þú vissir úti I Bremerhaven. Á þeim tíma höf- um við notað rússneska olíu, sem við tökum á Islandi, en svartolia sem við höfum fengið bæði í Þýzkalandi og Bretlandi hefur ekki haft eins skaðleg á- hrif. Ef horft etr á olíueyðsluna eimia saman, sparar svartolíunotkun- in e.t.v. eina og hálfa til tvær milljónir á ári, en tíminn er líka peningar og ekki sízt á skipi eins og Sigurði, sem , ef vel gengur, veiðir fyrir 4-500 þús- und á dag, og því er þessi verð- mismunur fljótur að étast upp, ef það þarf að fara að stanza marga daga á ári í höfn vegna viðgerða af völdum svartolí- unnar. Það er hægt að gefa sér tíma til svona viðgerða á fragtskipum, sem liggja svo og svo marga daga í höfn að losa eða lesta, en á fiskiskipi eins og togara, sem þarf að halda stanz- laust áfraim orkar þetta áreið- anlega tvímælis. Auk þess er svo að nefna annað slit á vél- inni, við notkun svartoliu. Af hverju heldurðu, að Þjóðverjar, sem eiga aðgang að miklu fleiri oliutegundum en við, noti ein- vörðungu gasoliu á skip svip- uð okkar? Það er búið að nota svartollu á hæggengar þungbyggðar vélar um fjölda ára, svo að þetta er engin nýjung. Það er barnaskapur að halda það. Ég og fleiri teljum bara að þetta henti ekki fiski- skipum, nema eitthvert efni finnist eins og nú standa vonir til, sem gerir svartolíuna brennsluhæfari en hún nú er. MYNDAMÓTHF. AÐALSTRÆTI 6 — REYKJAVlK PRENTMYNDAGERÐ SlMI 17152 OFFSET-FILMUR OO PLÖTUR AUGLÝSINGATEIKNISTOFA SlMI 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.