Morgunblaðið - 26.01.1971, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 12.00 kr. eintakið.
ATHYGLIN BEINIST AÐ
INNANLANDSMÁLUM
4 undanfömum áratug
** hafa Bandaríki Norður-
Ameríku átt við mikil innri
vandamál að stríða. Fyrri
hluta sjöunda áratugsins, í
stjórnartíð Kennedys og síð-
ar Johnsons voru kynþátta-
málin efst á blaði. Á þeim
tíma opnuðust augu manna
fyrst rækifega fyrir því
óskaplega og djúpstæða mis-
rétti, sem blökkumenn í
Bandaríkjunum voru og eru
beittir. Kennedy, sem ekki
hafði sýnt málefnum blökku-
manna verulegan áhuga, tók
fmmkvæði í réttindabaráttu
þeirra og lagði fyrir banda-
ríska þingið víðtæka umbóta-
löggjöf, sem Johnson fékk
samþykkta.
í kjölfar þeirra umbóta
fóru málefni blökkumanna
smátt og smátt að hverfa í
skuggann fyrir vaxandi deil-
um í Bandaríkjunum vegna
þátttöku þeirra í stríðinu í
Víetnam. Þessar deilur náðu
hámarki á árunum 1968 og
1969 og leiddu til margvís-
legra ofbeldisverka og hörm-
unga, og ljóst var, að djúp-
stæð sundrung ríkti í þessu
stórveldi vegna Víetnam-
styrjaldarinnar. Þessi sundr-
ung leiddi til þess, að John-
son ákvað að gefa ekki kost
á sér til endurkjörs á árinu
1968.
Á þeim tveimur árum, sem
Nixon hefur gegnt embætti
Bandaríkjaforseta, hefur hon-
um tekizt að draga úr þeirri
spennu, sem ríkt hefur í
Bandaríkjunum vegna þátt-
tökunnar í Víetnamstríðinu.
Með því að kalla heim æ
fleiri bandaríska hermenn frá
Víetnam og draga úr hern-
aðaraðgerðum Bandaríkja-
manna þar hefur hann lægt
öldurnar heima fyrir.
Þessi staðreynd hefur leitt
tii þess, að eftir því sem Víet-
namstríðið hverfur meira og
meira í skuggann, brjótast
fram á yfirborðið hin gífur-
legu, óleystu, félagslegu
vandamál, sem við er að etja
í Bandaríkjunum. í þessu
auðugasta ríki veraldar er
talið, að 30—40 milljónir
manna búi við mikla fátækt
og jafnvel neyð. Þetta er
bæði hvítt fólk og svart og
allt þar á milli. Hlutskipti
þessa fólks, menntunarskort-
ur og vonleysi þess, er, ásamt
því misrétti, sem blökkumenn
enn eru beittir, svartasti
bletturinn á Bandaríkjunum
í dag.
Ræða sú, sem Nixon, forseti,
hélt í þjóðþinginu á dögun-
um, bendir til þess, að ríkis-
stjórn repúblikana sé ljóst, að
hún eigi ekki langa framtíð
fyrir sér nema hún einbeiti
sér að hinum stórfelldu
félagslegu vandamálum, sem
við er að etja. í þessari ræðu
fjallaði forsetinn nær ein-
göngu um innanlandsmál,
félagslegs eðlis. Hann hét
umbótum í velferðarmálum
og lágmarkslaunum fyrir all-
ar fjölskyldur. Hann lofaði
bættri heilbrigðisþjónustu og
baráttu gegn mengun. Hann
lýsti því yfir, að gerðar yrðu
ráðstafanir til að draga úr at-
vinnuleysi og minnka verð-
bólgu. Þessar heitstrengingar
sýna, að ríkisstjóm Nixons
er ljóst hvar skórinn kreppir,
en eftir er að sjá hversu til
tekst um úrlausn þessara
mála.
í Bandaríkjunum er margt
að finna, sem öðrum þjóðum
mætti verða til fyrirmyndar,
svo sem hið virka lýðræði,
sem þar er ástundað og hinar
opnu umræður um þjóð-
félagsmál. En þar er líka að
sjá margt af því versta, sem
til er í veröldinni, og þá ekki
sízt meðferðin á blökkumönn-
um, sem hefur viðgengist
kynslóð fram af kynslóð og
mun taka margar kynslóðir
að bæta úr.
Umferðarslys og varnir gegn þeim
ll/feð vaxandi umferð og sí-
auknum fjölda ökutækja
er augljóst, að hættan á um-
ferðarslysum eykst og um
leið þörfin á umferðarslysa-
vömum. Á árinu 1970 er tal-
ið, að orðið hafi um 7000 um-
ferðarslys, sem valdið hafi
því, að um 600 manns hafi
slasazt. Á því ári urðu einnig
26 banaslys í umferðinni eða
fleiri en nokkru sinni fyrr.
Ólafur B. Thors, borgarfull-
trúi, vakti athygli á því í
ræðu á fundi borgarstjómar
Reykjavíkur sl. fimmtudag,
að þótt ekki væri hægt að
meta mannslíf til fjár, væri
það engu að síður staðreynd,
að umferðarslys kostuðu
þjóðina um 330 milljónir
króna á árinu 1969 eða 27
milljónir króna á mánuði og
900 þúsund á dag. Á sl. fimm
ámm munu 1798 manns hafa
slasazt í umferðinni í Reykja-
vík, þar af 345 börn, sem
gangandi vegfarendur.
Þegar hægri umferðin var
tekin upp var haldið uppi
umfangsmikilli um.ferðar-
fræðslu og það var samdóma
ERLEND
TÍÐINDll
Ástandið í Uganda
Atburðirnir í Ugranda eig-a rætur
að rekja til fiókins stjórnniálaástands,
og í eftirfarandi grein verður rakin
rás atburðanna fram að byltingunni
í gær.
1 FÁUM Afríkuríkjum hefur reynzt eins
örðugt að sameina ólíka ættflokka í eitt
þjóffríki og í Uganda. Þar hefur Bantú-
þjóðin Baganda í konungsdæminu Bug-
anda á svæðinu norðan við Viktoríuvatn
notið langtum meiri áhrifa en íbúafjöldi
þar segir til um síðan á dögum
brezku nýlendustjómarinnar. Þótt Bag-
andamenn væru aðeins einn fimmti lands
manna, voru þeir fljótir að tileinka sér
vestrænar nýjungar og komast til áhrifa
í skrifstofukerfinu, menntamálum og á
öðrum sviðum þjóðlífsins. Þar að auki
höfðu Bretar gert við þá sérstakt sam-
komulag sem treysti áhrif þeirra. Hlið-
stæð dæmi má finna í mörgum Afríku-
rikjum.
Á síðustu árum brezku nýlendustjórn-
arinnar var reynt að koma til leiðar
samruna Buganda og annarra konung-
dæma, sem Uganda samanstóð af. Kon-
ungurinn í Buganda, Sir Edward Mut-
esa, var rekinn I útlegð, en þessi ráð-
stöfun varð til þess eins að efla sam-
hug Bagandamanna. Konunginum var
leyft að snúa aftur, og Bagandamenn
urðu einstrengingslegri en áður. Árang
urinn varð sá, að Buganda og önnur
konungdæmi fengu aukna sjálfsstjórn.
Þegar Uganda hlaut sjálfstæði árið 1962,
voru helztu stjórnmálaflokkarnir tveir,
flokkur Bagandamanna, Kabaka Yekka,
og UPC, Alþýðuþingflokkur Uganda,
sem naut fylgis í þeim héruðum, þar
sem Bagandamenn voru óvinsælir. UPC
beitti sér fyrir róttækri stefnu, sem
gekk i berhögg við íhaldssamar skoð-
anir ráðamanna Bagandamanna.
Milton Obote, foringi UPC, kom því
til leiðar bráðabirgðasamkomulagi, sem
fólst í því að stuðningsmenn hans
sættu sig við þjóðernishyggju Baganda-
manna, að ákveðin var stofnun sam-
bandsríkis og að mynduð var sam-
steypustjórn UPC og Kabala Yekka.
Obote varð forsætisráðherra, og Sir Ed-
ward Mutesa varð forseti, þegar Ug-
anda var gert að lýðveldi 1963.
Stjórnarsamvinnan gekk skrykkjótt,
þar sem UPC þreyttist á hroka og
íhaldssemi Mutesa og stuðningsmanna
hans, og Bagandamenn komust að raun
um, að sjálfsforræði þeirra var meira
i orði en á borði. Þróunin varð sú, að
stjórnin varð stöðugt valdameiri og að
sjálfsforræði Buganda var skert. Æ
fleiri stuðningsmenn Kabala Yekka
gengu í fiokk Obotes, sem jók starf-
semi sína í Buganda og varð ósamvinnu-
þýðari en áður í krafti aukinna áhrifa.
Kabaka Yekka sleit stjórnarsamvinn-
unni 1964, en það olli UPC engum telj-
andi erfiðleikum, þar sem flokkurinn
var í bandalagi með öðrum flokkum og
hafði nægan þingmeirihluta að baki.
1 febrúar 1966 sauð hins vegar upp
úr, þegar ýmsum ráðamönnum var bor
ið á brýn í þingræðum að hafa hagn-
azt á gullsmygli frá Kongó. Obote
félist á að mæta fyrir rannsóknarnefnd,
en til þess að koma í veg fyrir að
stöðu hans yrði ógnað meir en orðið
var, vék hann Mutesa úr forsetaemb-
ættinu, tók sjálfur við störfum forseta
og nam stjórnarskrána úr gildi. Mút-
esa reyndi árangurslaust að víkja Ob-
ote úr embætti forsætisráðherra, og í
apríl var ný stjómarskrá lögleidd. Sam-
kvæmt henni voru völd konungdæm-
anna skert til muna, og Buganda krafð-
ist þess, að stjórnin flytti á brott mann-
virki sín og starfsmenn frá konung-
dæminu, þar sem sambandsstjórnarlög-
in hefðu verið brotin. Fréttir bárust
um, að Bagandamenn hefðu vopnazt,
og seint í mai réðust stjórnarhersveitir
á höll Mutesa og brutu á bak aftur
alla mótspyrnu, en Mutesa flýði til
Bretlands.
Hættu á borgarastyrjöld var afstýrt.
Bagandamenn höfðust ekkert að og
stjórnin treysti sig í sessi. Stjórnarher-
lið var sent til Bugunda, en þótt nokkr-
um sinnum kæmi til átaka, var engin
uppreisn gerð. Stjórnin lýsti yfir neyð-
arástandi, og þar með gat hún hand-
tekið alla þá sem hún taldi að æst gætu
til uppreisnar. En slíkar ráðstafanir
eru ekki til þess fallnar að vinna Bag-
andamenn á band stjórnarinnar, og
stjórnin varð háð hernum með hættu-
legum afleiðingum. Upp frá þessu lagði
Obote hvað eftir annað áherzlu á nauð-
syn þess, að herinn lyti borgaralegri
stjórn.
1 september 1967 var samþýkkt
stjórnarskráruppkast, þar sem gert var
ráð fyrir að forsetinn hefði viðtæk völd
og konungdæmin voru formlega lögð
niður. Sterkari miðstjöm var komið á
laggirnar, og áhrif UPC jukust til
muna. En UPC hefur alltaf verið mjög
ósamstæður flokkur, og Obote háði
harða baráttu til að auka einingu í
flokknum. Á þingi flokksins í Kampala
í júní 1968 var lýst yfir einróma stuðn-
ingi við Obote og stefnu hans, og hann
var kjörinn forseti til næstu sjö ára
með víðtæku umboði. Obote lýsti yfir
því, að stjórn hans mundi færast til
vinstri og hefur reynt að koma til leið-
ar „sósíalískum byltingaranda," en rót-
tækar ráðstafanir hafa mætt tortryggni
í flokknum og meðal þjóðarinnar, ,og
erfitt hefur reynzt að koma til leiðar
byltingaráhuga.
Obote réð lögum og lofum í stjórn-
málum Uganda frá 1966, og virðing sú,
sem hann hefur notið, hefur byggzt á
stjómmálaleikni hans. Vaxandi völd
hans hafa verið rökstudd með því, að
þau séu óhjákvæmileg til að koma til
leiðar breytingum í nútlmahorf. Þótt
ýmsum hafi þótt framfarir þær, sem
orðið hafa, ekki nógu hraðstígar, hef-
ur yfirleitt ríkt ánægja með störf
stjórnarinnar og stjómarskrárbreyting-
arnar annars staðar en í Buganda. Þar
hefur verið reynt að fjölga fólki af
öðrum ættflokkum en Baganda í
menntastofnunum og mikilvægum störf
um, en Bagandamönnum á þessum
sviðum hefur fækkað lítið, þar sem
stofnanirnar hafa stækkað og fleiri
tækifæri opnazt. Flestir Bagandamenn
eru gramir vegna þess, að sjálfsstjórn
þeirra hefur verið afnumin, en ýmsir
hafa séð ávinning af því, að Uganda
myndi eitt samstætt og sameinað ríki
Á sama tíma hefur sem fyrr ríkt öf
und í garð Bagandamanna.
Ólgan, sem ríkt hefur undir niðri síð
an í odda skarst með ríkisstjórninni og
Buganda árið 1966, hefur aldrei hjaðn
að fullkomlega. Þótt stjórnin héldi velli,
hrikti í máttarstoðum hennar. Öðru
hverju hefur ólgan komið upp á yfir-
borðið. 1 nóvember 1969 andaðist Sir
Edward Mutesa, aðeins 45 ára að aldri
og Bagandamenn misstu sameiningar
tákn sitt. Til þess að styggja ekki Bag
andamenn, féllst stjórn Obote á að lík
ið yrði flutt til Uganda og að viðræð
ur yrðu teknar upp um útförina, en
málið leystist ekki og hleypti illu blóði
í Bagandamenn, sem héldu því fram,
að Matesa hefði verið byrlað eitur
Skömmu siðar var Obote sýnt banatil
ræði, lýst var yfir neyðarástandi og
tiu helztu leiðtogar stjórnarandstöðunn-
ar voru handteknir. Siðan hefur verið
tíðindalaust í Uganda, þar til nú, en eins
og fram hefur komið í fréttum leiddi
rígur ættflokkanna til þess að herinn
klofnaði. — G. H.
álit manna, að sú fræðsla
og áróður hefði haft mikil
áhrif til bóta í umferðinni.
Þótt auðvitað sé ljóst, að ekki
er ástæða til að halda uppi
svo umfamgsmikilli fræðslu í
umferðarmálum allt árið um
kring, er hitt víst, að brýn
þörf er á stöðugri fræðslu og
áróðursstarfsemi af þessu
tagi. Og eins og fram kom í
umræðum á fundi borgar-
stjómar Reykjavíkur skipta
tæknileg atriði eínnig miklu
máli, svo sem gatnakerfið,
gerð gatnamóta, lýsing á göt-
um og margt fleira. Umferð
er orðin svo snar þáttur í lífi
manna, að nauðsynlegar öir-
yggisráðstafanir í henni má
ekki vamrækja.