Morgunblaðið - 26.01.1971, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1971
og eitthvert fleira fólk. Paul var
i felum aftan til í salnum.
Viltu lita þarna yfir á þriðja
bekk miðjan?
Það voru fleiri en þœr að horfa
á Pat og Söndru. Sandra var
naktari en ástæða var til, gula
hárinu var hrúgað upp á kollinn
og fugl úr gimsteinum glitraði í
hárinu. Pat leit ekki út eins og
maður, sem átti að fara að standa
fyrir máli smu fyrir rétti og
gæti átt yfir höíði sér, að fyrir-
tækið hans yrði búið að vera.
Hann var rólegur, næstum ánægð
ur á svipinn! Öruggur um sjálf-
an sig.
— Hvað gerir þessi stelpa eins
og stendur? spurði Hanna, —
annað en lokka til sín efnamenn-
ina okkar.
— Ég veit ekki, sagði Kath-
leen — Ég heyrði sagt, að hún
sé hætt á fyrra staðnum. Nú
slokknuðu ljósin og fólk var enn
að koma inn og hrasa um þá sem
íyrir voru. Tjaldið fór upp.
Leikurinn náði þegar tökum á
áhorfendum, svo að hvorki heyrð
ist stuna né hósti. Þegar tjaldið
féll eftir fyrsta þátt, var klapp-
að gifurlega. -- Nú hefur honum
tekizt upp, sagði Kathleen og
aagun ijómuðu.
-—Áreiðanlega, sagði Hanna, —
þetta vissi ég alveg fyrirfram.
En hún botnaði samt ekki i
leikritinu. Það móðgaði hana og
henni fannst hún vera lítil og
ómerkileg. Hún kunni illa þess-
ari tilfinningu. Joel Ransom
snerti við hönd hennar. Hann
sagði
— Það er aiveg ágætt, finnst
þér ekki? og hún kinkaði kolli.
Hann bætti við: — Ég býst við,
að þetta sé þér jafnmikilvægt og
það er honum?
Augun í honum voru eitthvað
dapurleg, og Hanna fann til með-
aumkunar með honum. Góður og
staðfastur maðui. Hann lét hana
ekki finna til neinnar vanmáttar-
kenndar — öðru nær. Hún rétti
honum höndina þegjandi.
— Við skulum finna Paui,
sagði Kathleen.
Hanna var fljót að ákvarða
sig. Henni leið iila og var að
gráti komin. En hún sagði: — Far
þú og finndu hann, Kate. Við
Joel ætlum að vera hér kyrr, ég
get ekki hugsað mér að ryðjast
fram og svo inn aftur.
Rósa og Sainmy höfðu farið
fram, til að fá sér vindling. Kath-
leen gekk út og gáði að Paul, en
hann var hvergi sjáanlegur. Pat
Bell og Sandra stóðu í hópi
frammi í ganginum, og hann tók
sig út úr hópnum og dró hana
afsiðis.
— Ég bjóst við að sjá þig
hérna, og þess vegna kom ég,
sagði bann.
— Já, sæll Pat! sagði hún lágt.
— Þetta er ágætis leikrit, finnst
þér ekki?
Hann yppti öxlum. —- Það var
þá maðurinn tii að spyrja! Nei,
ég hef ekki neinn fínan smekk.
En þú lítur dásamlega út. Og
svo bætti hann við. — Þakka þér
fyrir að heimsækja mömmu.
Hún hefur fulla þörf á því.
— Mig langaði sjálfa til að
fara, sagði húr. hálf-vandræða-
lega.
— Segðu það, sem þú ætlaðir
að segja: „Þetta sagði ég þér allt-
af."
Hún leit á hann, og augun
ljómuðu: Hvers vegna ætti ég að
vera að því ?
— Nei, þú hefðir aldrei farið
að segja það, og það mátti ég
vita. En ég 'ofa þér, Kathleen,
að gera mdtt bezta tiil þess að þú
þurfir hvergi að koma nærri
þessum vandræðum. Það veiztu.
Sandra dró sig út úr hópnum,
gekk til hans og tók undir
arm hans. Hún sagði skipandi: —
Komdu, elskan, við skulum koma
okkur í sætin okkar. Hún horfði
brosandi á Kathieen, og sagði:
—. Hvernig gengur í sjoppunni,
ungfrú Roberts?
— Ágætlega, svaraði Kathleen.
— En þér hafið ekki komið að
heimsækja okkur nýlega:
— Nei, ég vil np breyta til,
sagði Sandra kæruleysislega. —
Þér stunguð Pat aí, var ekki svo?
— Sandra! sagði Pat i aðvör-
unartón.
— Kannski hafið þér haft
ástæðu til þess, sagði Sandra. —
Rotturnar yfirgefa skip, sem er
að fara að sökkva.
Hún dró hann burt með sér og
þau hurfu í mannþröngina. Kath-
leen gekk hægt á eftir. Jæja, það
var nú það, hugsaði hún og var
dauf í dálkinn.
Eftir annan þátt var hún kyrr
i sæti sínu. En í byrjun þriðja
þáttar varð einhver ókyrrð, sem
ÓDAL
VIÐ AUSTURVÖLL
Annað heimili þeirra,
sem telja góða þjónustu og
bragðgóðan mat á þægilegum
veitingastað vera ómissandi.
Ljúffengir réttir og þrúgumjöður.
Framreitt frá kl. 11.30—15.00
og kl. 18—23.30.
Borðpantanir hjá
yf irfram reiðslumanni
Sími 11322
Allar tegundir i útvarpstæki, vasaljós cg lelk-
föng afltaf fyrirliggjandi.
Aðeins í heildsölu til verzlaiM.
Fljót afgreiðsla.
HNITBERG HF.
Öldugötu 15, Rvik. — Slmi 2 28 12.
Stúlka óskast
til bókhaldsstarfa. svo og annarra skrifstofustarfa
á endurskoðunarskrifstofu okkar.
Upplýsingar í síma 26080 milli kl. 11 og 12 næstu daga.
Endurskoðunarskrifstofa
N. MANSCHER & CO.,
Borgartúni 21.
IÐJA
félag verksmiðjufólks í Reykjavík
Ákveðið hefir verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um
kjör stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og varaendurskoð-
enda fyrir árið 1971.
Tillögur þurfa að hafa borizt skrifstofu félagsins Skólavörðu-
stíg 16 eigi síðar en kl. 11 f.h. föstudaginn 29. þ.m.
Hverri tillögu þurfa að fylgja meðmæli minnst 100 fullgildra
félagsmanna.
Reykjavík 26. 1. 1971.
Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík.
777,
/7777
MSPtR.-
truflaði bæði leikendur og áhorf-
endur. Einhver var að æða út.
Kathleen leit við og sá grann-
vaxna konu, sem var að ryðjast
út, ein síns liðs. Svo komst
kyrrð á, og þriðji þáttur var
leikinn til enda, sem var áhrifa-
mikill. Tjaldið féll og nú var
miki'ð klappað. Hve langt var
orðið síðan nokkurt leikhús
hafði glumið af lófataki. Fólk
stóð upp og hfcimtaði stjörnuna
fram, ungu stúlkuna, sem hafði
orðið fræg á svipstundu. Og
Paul...
Hann kom brátt fram, en var
fölur og leit óvenju illa út.
Ræða hans var stuttorð.
Kath'een stóð eins og hitt fólkið
og klappaði en leit um leið fram
í þriðju sætaröð. Pat stóð þar
enn með hendur í vösum. Sandra
var hvergi sýnileg.
Svo að það vai þá Sandra, sem
var að fara út. Þau höfðu farið
að rífast í hléinu milli annars og
þriðja þáttar, og hún var farin.
Kathleen og hópur hennar
streymdu nú fram í ganginn og
biðu þar eftir Paul. Þau fundu
hann og fóru með hann nauðug-
an viljugan heim til Hönnu.
Þarna voru Joel og Hanna,
Davenportmæðginin og hitt fólk-
ið.
— Haltu svona áfram, karl
minn! sagði Hanna og skálaði við
hann
Hann sagði:
— Ég var nú ekkert að sækjast
eftir svona velgengni. Ekki eins
og þú skilur það orð, Hanma.
Hann leit á Kathleen, og sagði
auðmjúkur: En ef ég bara get
fengið fólkið til að hugsa sig
um, andartak, þá óska ég einskis
frekar.
Hún sagði brosandi.
— Hafðu engar áhyggjur,
vegna þess, að þetta gengur vel
líka.
Þú hefur enga raun af því, Paul
— ekki i þetta sinn.
— En það voru þarna njósnar-
ar frá Hollywood, sagði hann.
— Tá, og hvað um það?
-— Ekki annað en það, að nú
verð ég um kyrrt hér og fer að
vinna aftur.
XX.
Hús Ransoms var stórt og
fyrirferðarmikið á sandinum.
Það hafði verið reist á bernsku-
árum Joel Ransoms og á því voru
stórir gluggar út að sjónum.
Svefnherbergin voru stór og með
mörgum gluggum og þama var
saltþefur alls staðar. Setustof-
an var sextíu feta löng og það
var sama þótt hvers kyns ráðstaf
anir væru gerðar, þá síaðist sand
urinin inn í hverja rifu. Hantn
var allsstaðar nálægur — í
herborgj umm, í matmrm og í föt
um manna, en það var öllum
sama um það.
Joel átti annað hús í Conneci-
cut, þar sem hann gat látið það
eftir sér að rækta rósir og önnur
skrautblóm. En börnin hans
ku mu betur við þetta hús og
og voru þar allt sumarið og
höfðust að mestu við í sandinum,
hálfnakin og urðu brún af sól-
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Óvenjulegar aðferðlr margborga sig 4 næstunni.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Ef þú horfir ofan i kjölinn, finnur þú nýjar leiSir.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Þú færð þetri upplýsingar, sem þú skalt taka til athugunar,
Gcfðu þér tíma til að gera það vel.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Ýmsar nýjar hugmyndir eru núna teknar til athugunar, Bíddu
tvo til þrjá daga, áður cn þú tekur endanlega ákvörðun.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Gerðu grein fyrir aístöðu þinni strax.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Eðlisávísun þín cr þér aiveg nógu góður vegvísir þessa stund-
ina.
Vogin, 23. september — 22. október.
Nokkuð góðar hugmyndir fyrir frama þinn fæðast á næstunni,
en þú ert ekki einn um slíka hcppni.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev.
Þau tækniatriði, sem þú tekur tii notkunar í dag, verða þér
haldgóð.
Bogmaðnrinn, 22. nóvember — 21. desember.
Reyndu að ljúka verki með fyrra fallinu. og ganga frá öllum
þeim málum, sem þú mátt losa þig við.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Gcrðu nýjar tilraunir, og ef þú setur vel á þig smáatriðin, getur
útkoman orðið þér mjög hagstæð. Reyna má líka að vera ekki aiveg
eins stífur og formlegur.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Æskilcgt væri, að þú gætir komið þér upp betra fjármáiakcrfi.
Fiskarnlr, 19. febrúar — 20. marz.
Nú er tíminn tll að skipuleggja framtíðina á hagkvæman hátt.
,*.ar!áí