Morgunblaðið - 03.02.1971, Page 4

Morgunblaðið - 03.02.1971, Page 4
MOGRUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1971 4 y W Vfflim BILALEIGÁ HVERFISGÖTU103 VW SendiferJabifieiJ-VW 5 manna-VWsvefn»3g)i VW 9 manna -Landrover 7manna IITT A BÍLALEIGAN BergstaSastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGAN BLIKI ht. Sími 5-18-70 NÝTT VETRARGJALD NÝIR BÍLAR. Heimasímar 52549, 50649. Kvenfélag og Bræðrafélag Nes- sóknar efna ti1 kvöldvöku í fé- lagjsheimi'li kirkjuirvnar miöviku- dagskvöidið 3. febrúar kl. 20.30. Til skemmtunar verðor: 1. sr. Jón Thorairervsen: sjálvalið efni 2. einsöngur: frú Svala Nielsen, með undirleik Ólafs Vtgnis Aftcertssonar 3. kvikmynd 4. Baldvin HaiHdórsson teíkari segir sögu 5. almennur söngur og kaffiveit- ingar. Aðgangseyrir 50,00 fcr.. Allir hjartantega velkorrvnir. Blaðburðar- fólk óskast f eftirtalin hverfi: Suðurlandsbraut § Vegagerð og brúar- smíði Jóhann Þórólfsson skrifar: „Ég undirritaður hefi ekið um vegi landsins í 30 ár og hef því dágóða reynslu af þeim. Mér er fullkomlega ljóst, að mikil átök hafa verið gerð og miklar framfarir hafa átt sér stað á undanfömum árum, þótt margt hefði mátt betur fara. Að sjálfsögðu má lengi deila um það, hvað hefði átt að gera, og hvað hefði betur verið ógert. Mér hefur oft sárnað að sjá veg lagðan á röngum stað vegna vanþekkingar á stað- háttum, eða brú smíðaða, þar sem engum kunnugum kæmi til hugar að byggja slíkt mann- virki. í>að er ekki nóg að hafa verkfræðimenntun, það verður einnig að taka tillit til að- stæðna. Ég veit um tvö dæmi, þar sem brýr voru smíðaðar á stöðum, sem heimamenn töldu fráleita, — sögðu, að þær myndu aldrei standast mestu vatnavexti. Þær hurfu báðar og með þeim rann i sandinn álitleg fjárfúlga úr ríkissjóði. Ég leyfi mér að skora á við- komandi yfirvöld að skylda verkfræðinga, sem sjá um slík- ar framkvæmdir, að hlusta vel eftir, hvað menn, gagnkunnir viðkomandi stöðum, hafa að segja. Fræðast til dæmis af þeim um vatnagang allan árs- ins hring, snjóalög og fleira. Það er engin skömm að því fyrir verkfræðinga að fara að ráðum sér lífsreyndari manna. Allt verður ekki lært með setu á skólabekk. 0 Fjarðarheiði Þá kem ég að tilefni þessar- ar greinar. Mér er sagt, að fyr- irhugað sé að breyta veginum yfir Fjarðarheiði og jafnvel sé búið að ákveða vegarstæðið. Það hafi gert ungur verkfræð- ingur. 1 því sambandi vil ég benda vegamálastjóra á, að hann eða menn hans ættu ekki að taka endanlega ákvörðun um breytinguna án þess að hafa samráð við mann á Seyðisfirði, sem heitir Þor- björn Arnoddsson, og er bú- inn að aka þessa leið í 40 ár á ýmsum farartækjum. Hefur hann leyst þau störf svo vel af hendi við mjög erfið skil- yrði, og þá sérstaklega á vet- urna, að algert einsdæmi er. Má raunar furðu sæta, að sá duglegi maður skuli ekki hafa fengið viðurkenningu frá því opinbera fyrir bæði áhættu- söm störf og þjónustu í þágu alþjóðar. Segi ég hiklaust, að enginn núlifandi íslendingur þekkir Fjarðarheiði betur en Þorbjörn. Er ekkert vit í öðru en leita ráða hans um, hvar bezt sé vegarstæði yfir Fjarðarheiði. Það getur hvaða verkfræðingur sem er verið sæmdur af því að drekka þar af hans þekkingarbrunni. Á því gæti sparazt mikið fé. % 0 Staðarskarð Dæmi get ég nefnt máli mínu til stuðnings. Tökum Staðar- skarð milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Bændur á Vattarnesi og Hafranesi voru búnir að benda á, að það væri alveg vonlaust verk að leggja veg yfir Staðarskarð. Fjallið væri svo bratt, að þótt lagt yrði í að gera veg þar yfir yrði það aldrei til frambúðar. Þeir sögðu, að miklu skynsam- legra væri að leggja veg út með Vattarnesi og með sjónum. Nú hefur þessi skoðun bændanna orðið ofan á og vegurinn yftr Staðarskarð svo að segja lagð- ur niður. En hvað kostaði þessi vegarspotti ríkissjóð á sínum tima, þegar ekki var hlustað á þá menn, sem þekktu til stað- hátta? 0 Oddsskarð Sama gildir um Oddsskarð. Hefði ekki verið nær að hlusta á þá menn, sem fyrir mörgum árum vildu láta gera göng í Oddsskarði. Sá vegur hefði oftast verið fær allt árið í kring, í stað þess að nú er hundruðum þúsunda kastað í snjómokstur þar árlega. Mér finnst sárgrætilegt, hve oft er farið illa með fé þess opinbera, bara vegna þess að pennamennimir eru látnir ráða, en ekki hinir, sem á langri lífsleið hafa öðlazt dýr- mæta reynslu, þótt þeir hafi kannski aldrei eignazt penna eða blýant. 0 Ánægjuleg fjárveiting Það vekur að sjálfsögðu mikla ánægju Austfirðinga, að ríkisstjómin skuli nú nýverið hafa veitt 300 millj. kr. til vegaframkvæmda á Austur- landi, er deilast niður á 5 ár, eða 60 milljónir á ári. Ég geri ráð fyrir, að töluverðum hluta þess fjár verði varið til vega- gerðar í Oddsskarði og á Fjarðarheiði. Ég óska svo öllum Aust- firðingum árs og friðar. Jóhann Þórólfsson.“ Jarðýtuleiga CATERPILLAR D7E MEÐ RIPPER. ÝTUVÉLAR H/F. 30877 — 42722. SÉRHÆÐ KR. L200.000.oo Höfum verið beðnir að útvega 4ra—6 herb. sérhæð með bílsfcúr i borginni. Útborgun við kaupsamning kr. 1200 þús. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN, Austurstræti 17, (Silli & Valdi), sími: 26600. SJÓMENN HUSEICN OG BÁTUR Á BÍLDUDAL Til sölu er rækjubáturinn Jörundur Bjamason BA-64, sem er eikarbátur, 21 tonn að stærð. Bátnum fylgja veiðafæri tfl rækjuveiða, snurvoðarspil o fl. Vél endurbyggð fyrir 1J ári. Bátur í góðu ástandi. ★ Eínrúg er til sölu húseignin Tjarnarbraut 7 (Einhamar), Bíldudal. í húsinu, sem er tvíbýlishús (steinhús) eru tvær 3ja herb. íbúðirj ásamt sameiginlegum kjallara. ★ Sérstakt tækifæri fyrir tvo samhenta sjómenn til að skapa sér aðstöðu og arðbæra framtíðaratvinnu. Frekari upplýsingar gefur Kári Fanndal í síma 82385 og 26600. Sólarkaffi Vestfirðingafélagið á Suðurnesjum heldur sitt árlega sótar- kaffi í félagsheimilinu Stapa laugardaginn 6. febrúar og hefst kl. 8 30. Margt verður til skemmtunar. J.J. og Bert leika fyrir dansi. Aðgöngumiðar verða seldir í vefnaðarvörudeild Kaupfélags Suðurnesja föstudaginn 5. febrúar frá kl. 1—6 og við tnn- ganginn. Vestfirðingar fjölmennið og takið með ykkur gesti. NEFNDIN. Laus staða Utanríkisráðuneytið óskar eftir stúlku til vélritunar, bók- halds og afgreiðslustarfa. Æskilegt er, að umsækjandi hafi verzlunarskólapróf eða sambærilegt próf erlendis frá. Góð tungumálakunnátta og leikni í vélritun nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Skriflegar umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu fyrir 7. þ.m. utanríkisrAouneytið. Einbýlishús - Hnínaríjörður Höfum kaupanda að einbýlishúsi í Hafnar- firði, má vera í smíðum. INGÓLFSSTBÆTI GEGNT GAMLA BtÓl SÍMI 12180. IIEIMAStMAB GÍSLI ÓLAFSS. 83974. ARNAR SIGURÐSS. 36849. ÍBÚDA- SALAN ¥ Vesturgötu 1 Tjarnargötu Talið við afgreiðsluna í síma 10100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.