Morgunblaðið - 03.02.1971, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.02.1971, Qupperneq 12
r- 12 MOGRUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FBBRÚAR 1971 (frtfrtfr4ffrffrf%(fr(frtfrtfr%tt/(frtfr(tfttftfr(fr%tfrtfrtfr%tfr%(fr^ftfrttftfrtfrtfrtfrtfrtfrtfrfrr(fr(frtfr(frtfrtfr(frtfr(frt?ftfrtfr(frtfr(fr(tf(fr Blaðamaðurinn Kenneth Harris, sem starfar hjá brezka blaðinu Ob- server átti fyrir skemmstu langt og ítarlegt viðtal við Goldu Meir, for- sætisráðherra ísraels. 1 fyrri hluta viðtalsins, sem birtist hér á eftir í lauslegri þýðingu rifjar hún upp bernskuár sín í Rússlandi og síðar i Bandaríkjunum og greinir frá heim- komunni til ísrael. Harris: Unið þér vel því ábyrgðar- mikla hlutskipti að vera forsætis- ráðherra? Golda Meir: Ekki get ég sagt, að ég hafi legið á bæn og beðið guð um að svona færi. Fyrir fimm árum, þegar ég hafði verið utanríkisráð- herra í nokkur ár, hætti ég af- skiptum af stjórnmálum. Síðar voru á ný send boð eftir mér. Og hér stend ég og get ekki annað. Harris: Hver sendi eftir yður og hvers vegna? G.M.: Þáverandi forsætisráðherra Levi Eshkol lézt mjög skyndilega. Almenn stjórnmálaviðhorf okkar höfðu um margt farið saman. Við vorum bæði félagar í stærsta flokknum, ísraelska verkamanna- flokknum, sem er stjórnmálaarmur Histadruth, stærsta verkalýðssam- bandsins. Við höfum nokkra stjórnmálaflokka og stjórnin er og var samsteypustjóm. Það var nauðsynlegt að kveðja þann til, sem naut mests stuðnings Verka- mannaflokksins og hinna flokk- anna. Forseti Israels Zalman Shazar sendi eftir mér. Harris: Mæltist sú hugmynd vel fyr- ir að fá konu sem forsætisráð- herra? G.M.: Forsetinn sendi ekki eftir mér, af þvi að ég var kona. Hann sendi eftir mér, vegna þess að hann taldi, að ég nyti stuðnings meiri- hluta þingsins. Sjö mánuðum sið- ar voru þingkosningar og flokkur minn vann helming þingsæta og fimmtán flokkar skiptu hinum með sér. Svo að i því birtist alténd engin andstaða gegn konum. Stundum er ég spurð: „Finnst yð- ur það hafa verið yður fjötur um fót í forsætisráðherrastarfinu, að þér eruð kona?“ Ég verð að svara því til, að ég veit það ekki. Ég veit ekki, hvernig er að vera karl- maður og forsætisráðherra. Konur eru oft sagðar láta tilfinningarn- ar stjóma sér. Konur eru yfir- leitt gæddar meiri móðurtilfinn- ingum, en karlar geta verið til- finningasamir. Og sumir karlmenn eru móðursjúkir. Alla tíð hef ég unnið með karl- mönnum ekki siður og þeir hafa komið fram við mig í samræmi við mína eigin verðleika. Ég hef aldrei vitað til þess að karlmaður léti undan fortölum minum, fyrir það eitt að ég væri kona — nema mað- urinn minn — og þeir hafa haft opinn og jákvæðan hug fyrir skoð unum mínum, og fallizt á þær, hafi þeir álitið þær réttar. Og ef meiri- hlutinn er á móti mér, hef ég tek- ið því eins og hverju öðru, jafn- vel þótt ég vissi að það væri hug- mynd karlmanns og hún röng! Það er ekkert sérstakt sældarbrauð að vera forsætisráðherra, hvort sem viðkomandi er karl eða kona. Oft fá konur slæma útreið fyr- ir þá sök eina, að körlum er fyr- Meir Fyrri hluti viðtals við ísraelska forsætisráðherrann eftir brezka blaðamanninn Kenneth Harris irmunað að skilja um hvað málið snýst eða sjá það í raunhæfu ljósi. Ég get nefnt yður lítið dæmi. Einu sinni voru umræður innan stjórnarinnar, vegna þess að hvað eftir annað hafði verið ráðizt á konur að næturþeli. Einn ráðherr- ann stakk upp á útgöngubanni sem lausn; konur skyldu halda sig innan dyra eftir myrkur. Ég sagði: „Það eru karlmennimir, sem eru að ráðast á konurnar. Ef setja á útgöngubann, er þá ekki nær að karlmennimir haldi sig innan dyra, en ekki konurnar?" Harris: Nú spyr ég yður ekki sem konu, heldur sem forsætisráðherra; hvaða lífsreynsla hefur mótað yð- ur mest ? G.M.: Barnæska mín í Rússlandi; fátækt, Gyðingaofsóknir og stjóm málakúgun. Foreldrar mínir og eldri systir mín, ég kynntist verka lýðsmálum í gegnum foreldra mina, sóslalisma hjá systur minni. Eiginmaður minn: hann kenndi mér að njóta þess sem menntir og listir hafa upp á að bjóða, tónlist- ar, bóka, hugmynda. Harris: Viljið þér segja mér frá bamæsku yðar í Rússlandi? G.M.: Æksa mín var í engu frá- brugðin æsku mörg hundruð þús- und Gyðinga þar í landi. Við vor- um annars flokks borgarar, ferða- frelsi var skert, við fengum að- eins að búa á ákveðnum ’svæðum og máttum ekki fara út fyrir þau mörk, við fengum ekki að eiga land, fjölmargar aðrar hömlur, boð og bönn. Lærðir iðnaðarmenn nutu þó nokkurra forréttinda og þar sem faðir minn, Moshe Mabo- vits var trésmiður naut hann þess. Ég fæddist í Kænugarði, næst elzt þriggja dætra. Foreldrar minir eignuðust einnig fimm sonu, en þeir dóu allir í frumbernsku. Við vorum bláfátæk. Hafragrautur var lúxusfæða. Ég sé móður mína fyrir mér, þegar hún er að skipta graufhum á milli okkar og það er hátið á heimilinu. Við sættum ekki ofsóknum, en ég man, að faðir minn óttaðist einu sinni, að það væri yfirvofandi og negldi bjálka fyriir giiuggana; kviisazt haföi út að eitthvað stæði til. Enn hljóma ham arshöggin i eyrum mínum, þegar faðir minn er að negla fyrir glugg- ana og ég man eftir barnahópn- um, sem stóð þögull úti fyrir og horfði á. Það gerðist ekki neitt. En ég man, hvemig það var að bíða og búast við að eitthvað gerðist. Harris: Hvernig vék því við að þið komust hjá þvi að sæta ofsókn- um? G.M.: Foreldrar mínir ákváðu að koma sér i burtu. Fáeinum mánuð- um síðar fór faðir minn til Banda- ríkjanna. Við áttum að koma á eft- ir honum þegar hann gæti greitt fargjaldið. Á meðan fórum við til heimabæjar móður minnar, Pinsk, og öll þau forréttindi sem við höfðum notið féllu úr gildi, þegar faðir minn var farinn á brott. 1 Pinsk stóð okkur mjög mikil ógn af Kósökkunum. Einn góðan veð- urdag var ég að leika mér við önnur börn á götunni, þegar hóp- ur Kósakka þeysti þar um. Þeir gerðu ekki svo mikið sem hægja á sér, létu hestana rétt si sona stökkva yfir okkur. Þeir voru góð- ir hestamenn og ekkert barnanna meiddist. En við vorum nær dauða en lífi af hræðslu. Ég man mig sitja í eldhúsinu og hlusta á Shönu, eldri systur mina, hún var 16 ára, — ég var 7 ára — ræða um bylt- ingarsósíalisma við jafnaldra sína. Ég man eftir að hafa vaknað við sársaukaópin I ungum mönnum, sem var verið að misþyrma á lög- reglustöðinni. Ég man „blóðuga sunnudaginn" árið 1905. Rússnesk- ir verkamenn gengu í friðsamlegri skrúðgöngu úti fyrir keisarahöll- inni og voru skotnir niður eins og hundar. Ég man að maður kom til mín og annars barns á götunni. Hann barði saman hausunum á okkur — ekki harkalega, þetta var í gamni — en hann sagði: „Þetta gerum við við Júðana, við lemjum hausunum á þeim saman og losum okkur við þá.“ Hafið þér heyrt um hvernig það bar að, að faðir Moshe Sharetts varð skyndi- lega síónisti. Hann var að ganga eftir götu í Pinsk og skyndilega skall eitthvað niður við fætur hon um sem hafði verið hent út um glugga. Það var barn. Ráðizt hafði verið á Gyðingafjölskyldu og barninu hafði verið hent út um gluggann. Harris: Margir Gyðingar sem fóru frá Rússlandi, þegar þið settust að í Bandaríkjunum eða Bretlandi, aðlöguðust sínu nýja landi. Þeim datt ekki í hug að rétta fram hjálparhönd við að stofna Gyð- ingaríki i Palestínu. En hvers vegna gerðuð þér það? G.M.: Mörg persónuleg atriði eiga þátt í því. Foreldrar mínir héldu áfram að vera Gyðingar í húð og hár í Bandaríkjunum. Heima töl- uðum við alltaf jiddish. Þetta var ekki Gyðingaheimili í þrengsta trúarlega skilningi orðsins, en menningarlega séð var það Gyð- ingaheimili. Auk þess voru for- eldrar mínir verkalýðssinnar og Golda Meir 73 ára. sósíalistar. Eftir nokkra hríð flutti faðir minn til Milwaukee. Mil- waukee gat státað af sterkri sósíal iskri hefð. Þegar ég var tólf ára stofnaði ég félag í hverfinu til að afla fjár til að kaupa fyrir kennslubækur. Það var ekki vegna þess að ég væri svona mik- ill mannvinur. Það var vegna þess að ég var reið og hneyksluð. Kerfið var þannig að börnin gátu fengið kennslubækur endurgjalds- laust, ef þau gátu sannað að þau væru fátæk. Mér fannst þetta óréttlæti — það þýddi yfir- heyrslu. Ég varð einnig smám sam- an fyrir áhrifum frá Shönu, syst- ur minni, sem var mjög eindreg- inn sósíalisti. Hún hafði veikzt af berklum og fór á heilsuhæli fyrir Gyðinga í Denver. Þar giftist hún. Ég hljóp að heiman, fimmtán ára gömul til að komast til hennar. Harris: Hvers vegna? G.M.: Ég hafði ákveðið að verða kennari. Móðir mín var felmtri slegin. Það var regla í Wiscounsin þá, að gift kona gat ekki orðið kennari. Móðir mín sá mig í anda verða gamla og gráa piparjónku. Hún var bezta kona, móðir mín, en hún sá enga ástæðu til að ég gengi menntaveginn, henni fannst menntun aðeins vera fyrir karl- menn. Ég skrifaði systur minni og hún svaraði: „Komdu og búðu hjá okkur og þú getur menntað þig rétt eins og þig lystir.“ Svo að ég fór. Shana skrifaði mér og sagði mér, hvernig ég ætti að fara að. Ég man siðustu setninguna: „Aðalatriðið er að verða aldrei æst, vera alltaf köld og róleg. Takist það nærðu líka árangri og færð því' framgengt sem þú ætlar þér. Vertu hugrökk." Harris: Þér sögðuð að eiginmaður yðar hafi haft mikil áhrif á yður. Hvernig kynntust þér honum? G.M.: Þarna í Denver. Ég vann I þvottahúsi. Hann bjó með móður sinni og átti þrjár systur og ein þeirra var á þessu heilsuhæli. Svo að við áttum það sameiginlegt að vera Gyðingar, að vera fátæk og að vera sósíalistar. Þetita var ást frá beggja hálfu frá þvi fyrsta. Af öllum þeim sem hafa haft áhrif á mig eða átt þátt í mótun minni og þroska voru hans áhrif mest. Hann kenndi mér að njóta þess sem kallað er menn- ing — skáldskapur, tónlist, heim- speki. Við lásum bækur saman. Byron, til dæmis, og Jobsbók. Og af því að við áttum enga peninga urðum við að fara á tónleika þar sem aðgangseyrir var enginn eða hlusta í skemmtigörðunum. Harnn hét Marris Meyerson. Hann var ekki zíonisti. Hann taldi að með þróun alþjóðlegs sósial- isma myndi Gyðingavandamálið hverfa úr sögunni. En nú var ég orðin sannfærður zionisti. Og ég var þeirrar trúar að væri maður zíonisti yrði maður að fara til Zíon. Sumir zíonistar voru fúsír að fella sig við að heimkynni Gyð- inga yrðu til dæmis í Afríkuríki — til dæmis í Uganda. Ég var á móti því. Stundum þegar ég hef verið á ferð í Afríku á siðustu árum hef ég hugsað með mér: Guð minn góður, að hugsa til þess að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.