Morgunblaðið - 03.02.1971, Side 13

Morgunblaðið - 03.02.1971, Side 13
MOGRUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1971 13 við hefðum kannski lent hér! Og hvað myndu hinar sjálfstæðu þjóð- ir Afríku aðhafast í því máli nú. Harris: Reyndi Morris að telja yður hughvarf varðandi zíonisma? G.M.: Vissulega reyndi hann það. „Þú færð nýja Gyðingaríkið þitt. Svo að eitt land bætist þá við. Og hvað ertu svo að kvarta?" En ég iét ekki segjast. Ég gekk í Zionistaflokkinn, mjög lítinn flokk, sem var ekki aðeins að und- irbúa heimferðina, heldur stefndi að því að fá bólfestu i Palestinu. í bæklingi þeirra var þessi tilvitn- un: „Ef ég berst ekki fyrir sjálf- an mig, hver gerir það? Og ef ég berst aðeins fyrir sjálfan mig, hvað er ég? Og ef ekki núna, hvenær.“ Og ég gerði upp minn hug að fara til Palestinu og dvelja á kibbutz eða samyrkjubúi. Þetta var árið 1915, þegar ég var 17 ára og var þá farin að halda ræð- ur opinberlega um verkalýðsmál og Zionisma. Auðvitað gat ég ekki farið vegna þess að Fyrri heims- styrjöldin var þá í algleymi. Og við áttum ekkert heimaland að hverfa til. — Balfour yfirlýs- ingin kom ekki fyrr en tveimur árum síðar. Og við vissum mjög lítið um Palestínu. En meðan á stríðinu stóð rak tyrkneska stjórn in tvo unga zíonista úr landi, fyr- ir samsæri, þeir voru Ben Gurion og Itzhak Ben-Zvi. „Þið megið aidrei koma aftur,“ sögðu Tyrkir við þá. En þeir gerðu það. Ben Gurion varð fyrsti forsætisráð- herra ísrael og Itzhak annar forseti þess. Þeir lögðu land und- ir fót og komu til Bandaríkjanna til að hvetja unga bandaríska Gyð- inga til að fara til Palestínu og vinna á samyrkjubúum og byggja upp Gyðingaríki í landinu grund- vallað á jafnaðarstefnu. Við heyrð um kall þeirra: „Hverfum aftur til fyrirheitna landsins." Ég ákvað að fara jafnskjótt og ég gæti útveg- að mér fjármuni. Morris var mjög andvigur því, en hann vildi gift- ast mér. Ég sagði honum að vildi hann mig yrði hann að koma til Palestínu. Hann hefði vissulega kosið að fá mig eina og vera ekki tiineyddur að taka Palestínu líka. En hann gat það ekki, svo að hann kom. Harris: En ef hann hefði ekki far- ið með yður til Palestínu ? G.M.: Þá hefði ég farið þangað ein — en mjög óhamingjusöm. Harris: Hvernig var yður innan- brjósts að fara frá Bandaríkjun- um? G.M.: Ég átti Bandaríkjunum mikið að þakka. Þangað kom ég óttasleg inn telpuangi. Ég fór þaðan 23 ára, full sjálfstrausts. Ég var ekki að flýja kúgun, ég var að fara sjálfr- ar min vegna. Ég fæddist við ein- ræði og ólst upp við lýðræði. Það var land, sem hafði barizt fyrir sjálfstæði og hafði sett sér sina eigin stjórnarskrá. Það var land- nemaríki. Þetta land átti sér draum: bandaríska drauminn. Og trúði á morgundaginn. Ég tók það með mér, sem gildi hafði fyrir mig. Svo að ég harmaði ekkert. Ég var að fara til að taka þátt í að byggja upp sjálfstæði og öryggi fyrir mina eigin þjóð. Harris: Munið þér vel eftir ferðinnj sjálfri? G.M.: Hvort ég man! Við fórum með skipi sem hét POCOHONTAS. Brottförinni seinkaði vegna verk- falls. Þegar út á sjó var komið varð uppreisn um borð og hvers konar ólæti og gauragangur ann- ar. Fáeinum dögum eftir að við fórum frá New York, sló í bar- daga milli áhafnarinnar og einn öskraði af þilfarinu niður til okk- ar, íarþeganna: „Þessi koppur sekkur úti á reginhafi." Ferðin tók 44 daga. Allt varð okkur til tafar og trafala. Þegar við komum út á rúmsjó fór vélin í skrall og annaðhvort framdi fyrsti vélstjóri sjálfsmorð eða honum var hent útbyrðis, ég • veit ekki hvort var. Ég hafði hugs að mér að nota tímann á leiðinni til að kynna mér hebresku. Að visu hafði ég nú sjö vikur til stefnu í stað tveggja sem ferðin átti upphaflega að taka, en það varð lítið úr lærdómi. Og 52 dög- um eftir að við lögðum upp frá New York, komumst við loks til Tel Aviv. Harris: Hvert hélduð þér fyrst? G.M.: 'Á kibbutz sem hét Merhavia í grennd við Taborfjall í Galileu. Malaria var landlæg í héraðinu, kínin var borið fram með máltíð- um. Við vorum aðvöruð að vera ekki Ijósklædd á ferli úti vegna arabisism leymisikyttna. Fyrsta starf mitt var í því fólgið að tína möndlur. Maður var eiginlega til reynslu fyrstu mánuðina og það var ekki laust við að maður væri litinn hornauga og talinn af- sprengi bandarísks borgaraþjóðfé- lags. Ég vann mikið, en að lok- inni vinnu fór ég í silkisokka og átiti nokkra ódýra baiðmuiMarkjóla sem ég straujaði. Þetta fannst þeim mjög grunsamlegt, allt að því sviksamlegt. En ég sýndi þeim fram á að ég gat unnið. Svo að þegar reynslutíminn var á enda leyfðu þeir mér að vera. Ég var þama í tvö ár. Það var dýrlegur tími. Við vorum að byggja upp, byggja og byggja. Og á föstudags- kvöldum dansaði ég fram eftir nóttu. Mér var mjög á móti skapi að fara þaðan. Harris: Hvers vegna fóruð þér þá? G.M.: Morris var mjög vansæll þama. Hann var hógvær, yfirlæt- islaus og afar innhverfur maður og slíkt líf átti alls ekki við hann, og heilsa hans þoldi ekki slíka vinnu. Mig langaði að eiga börn og hann gat ekki til þess hugsað meðan við værum þarna. Svo að rétt eins og hann hafði fylgt mér til Palestínu fylgdi ég honum til Tel Aviv til að eiga bam. Þetta er dálitið furðulegt allt saman; mér var mjög á móti skapi að fara og mér fannst ég vera að hverfa á vit algers einka- lifs — þótt í smækkaðri mynd væri. En reyndin varð sú að með því að fara þaðan, leiddist ég síS- ar inn á þá braut, sem varð til þess að ég sit hér i forsætisráð- herraskrifstofunni og tala við yð- ur. 1 siðari hluta viðtalsins talar frú Meir um næstu árin i Palestínu, upp- haf hennar að þátttöku i opinberu lífi, stofnun Israelsríkis og vaxandi áhrif hennar i stjórnmálum. Skrifstofur okkar verða lokaðar miðvikudaginn þann 3/2 frá kl. 1 til 4 vegna jarðarfarar. H.F. HAMAR. Vegna jarðarfarar frú Ásu Þorsteinsdóttur verður verzlunin lokuð frá kl. 1—5 e.h. í dag. HAMARSBÚÐ HF. Lokað frá hádegi fimmtudaginn 4. febrúar vegna jarðarfarar. Kassagerð Reykjavíkur. Vegna jarðarfarar frú Asu Þorsteinsdóttur verður skrifstofa okkar lokuð kl. 1—4 í dag. EDDA H.F. Skotíélagor - grímudonsleikur Grímutlansleikur félagsins verður haldinn í Silfurtunglinu föstudaginn 12. febr. kl. 21. Tryggið ykkur miða hjá Hilmari Ölafssyni c/o Borgarkjör eða Magnúsi Hallssyni. — Mætum öll. SKOTFÉLAG REYKJAViÍKUR. Höfum kaupanda að 2ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Góð útborgun. Höfum kaupendur að 3ja—5 herb. íbúðum og sérhæðum. Góðar útborganir. FASTEIGNASALAN Skólavörðustíg 30, simi 20625, kvöldsími 32842. ATVINNA Öskum að ráða mann í sambandi við bifreiðaverzlun vora. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi reynslu i meðferð bifreiða og áhuga á sölu varahluta. GARÐAR GlSLASON H.F., Hverfisgötu 4—6. Már Elisson, fiskimálastjóri. LANDSMÁLAFÉLAGiÐ VÖRÐUR heldur almennan félagsfund að HÓTEL SÖGU, súlnasal, miðvikud. 3. febrúar nsestkomandi klukkan 20.30. Fundarefni: Fiskveiði- og landhelgismál Frummælendur: Már Elísson, fiskin,á!astjóri og Cunnar C. Schram, lektor STJÓRNIN. Gunnar G. Schram, lektor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.