Morgunblaðið - 05.02.1971, Side 16

Morgunblaðið - 05.02.1971, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1971 Útgefandi hf. Ácvakur, Reykjavík. Framkvæmdastj'óri Haratdur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið, BARNALÍFEYRIR /^rein Jónasar Guðmunds- sonar í Morgunblaðinu í fyrradag um velferðarríki og barnalífeyri, hefur vakið verðskuldaða athygli. Enda talar þar maður, sem þekkir þessi mál vel, sveitarstjórn- armaður í nærfellt hálfa öld, eins og hann segir sjálfur og ráðuneytisstjóri í nær tvo áratugi. í grein þessari gagn- rýnir Jónas Guðmundsson fyrst og fremst þrennt. í fyrsta lagi upphæð bamalíf- eyris, í öðru lagi innheimtu meðlagsgreiðslna og í þriðja lagi fellir hann mjög harð- an dóm yfir hinu svokallaða velferðarríki okkar og telur greinilega, að það standist ekki samjöfnuð við ríkjandi ástand fyrir 1940. Um síðastnefndu fullyrð- inguna sýnist vafalaust sitt hverjum. Þeir, sem muna ár- in milli 1930 og 1940 og það atvinnuleysi, sem þá hrjáði þjóðina, draga væntanlega í efa réttmæti þeirra sjónar- miða, sem Jónas Guðmunds- son setur fram. Á hinn bóg- inn sýnir hann réttilega fram á, að barnalífeyrir er alltof lágur. Hann nam í árs- lok 1970 1986 krónum á mán- uði með hverju barni og get- ur hver og einn spurt sjálf- an sig, hvort unnt sé að láta þá upphæð nægja til þess að sjá fyrir þörfum barns. Um þeta segir Jónas Guðmunds- son m.a.: „Sé greiðslunni deilt niður á 30 daga mánað- arins verður daggreiðsla bamsföður með einu barni 65 krónur á dag. Samkvæmt landslögum, sem áður er til- vitnað, á móðirin að fram- færa barnið til jafns við föð- urinn eða ætti að borga með því 65 krónur á dag. Verður þá framfærslan alls 130 krón- ur á dag, eða kr. 3.900 á mán- uði. Fyrir þetta á að veita barninu alla umönnun og þjónustu, húsnæði, fatnað og allt annað, sem það þarfnast. Öllum hlýtur að vera ljóst, hversu fráleitt það er, og þarf ekki á annað að benda, en greiðslur með börnum á sumardvalarheimilum, sem voru sl. ár um og yfir 6000 krónur á mánuði, án þess barninu væri lagt þar til ann- að en fæði, húsnæði og eftir- lit.“ Þá bendir Jónas Guðmunds son á í grein sinni, að með- lagsgreiðslur í heild námu um 110 milljónum króna á árinu 1970. A f þeim inn- heimti Tryggingarstofnun ríkisins um 10 milljónir kr. frá barnsfeðrum, en sveitar- félögunum tekst að inn- heimta um 50—60 milljónir af þeim 100 milljónum, sem eftir eru. Afganginn verða skattgreiðendur að borga. Auðvitað er það fráleitt, eins og greinarhöfundur bendir á, að menn komist upp með það að greiða ekki þennan lágmarkslífeyri með barni sínu eða bömum. Og sá maður má vera illa stadd- ur, sem ekki vill leggja metn- að sinn í að standa skil á slíkum greiðslum. Mestu máli skiptir þó hitt, að hér hefur verið bent á, að meðlagsgreiðslur með börnum eru mjög lágar, allt- of lágar og á því verður að ráða bót. En því miður er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum um það, að trygg- ingarkerfi okkar er alls ekki sniðið að þörfum þeirra, sem á aðstoð þurfa að halda. Áð- ur hefur verið vakin athygli á fjölskyldubótum og elli- launum. Nú er bent á bama- lífeyri. Hvað fleira skyldi koma upp úr pokanum? Þjóðgarður á Vestfjörðum fTVeir þingmenn, þeir Matt- -*■ hías Bjarnason og Pétur Sigurðsson, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um þjóð- garð á Vestfjörðum. Leggja þeir til, að svæði, sem mark- ast að sunnan af línu, sem dregin er úr botni Hrafns- fjarðar í botn Furufjarðar og nær m.a. yfir Sléttuhrepp og hluta úr Grunnavíkur- hreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu, verði friðlýst. í greinargerð frumvarpsins lýsa flutningsmenn þessu landssvæði m.a. á þennan veg: „Þetta landssvæði býr yfir fjölbreytilegri náttúru- fegurð. Þar eru fögur vötn, ár og ósar með miklum sil- ungi, stónengJeg björg, ið- andi af fugli og lífi. Meðal þeirra er hið stórbrotna Hornbjarg, sem enginn getur gleymt, sem þangað hefur einu sinni komið. Margar víkur á þessu svæði eru mjög grasgefnar með töfr- andi sumarfegurð. Jökulfirð- ir frá Hestfirði til Hrafns- fjarðar eru fagrir og frið- sælir. í hlíðum þeirra eru einhver beztu berjalönd, sem finnast í landi okkar. Á þessu landssvæði er víðast ósnortin náttúra.“ Á undanförnum árum hef- ur sívaxandi áherzla verið lögð á að vernda þá staði á landi okkar, sem mesta at- hygli vekja fyrir náttúrufeg- urð eða önnur sérkenni. Kjarnorkukljiifur: Kjamorkan licfur enn ekki leyst olíuna af hólmt. jjfc gjk ^v. r Máv*1 MMJ ITAN UR HEIMI Olíumálin í tvísýnu Olíumál Vestur-Evrópu hafa komizt í alvarlega hættu vegjna erfiðleikanna i samning-aviðræðum al- þjóðlegra olíufélaga og olíuríkjanna við Persa- flóa. í eftirfarandi Forum- grein er fjallað um þá óvissu sem ríkt hefur í sam- skiptum olíufélaganna og oliuríkjanna. Eitt undarlegasta einkenni þess ástands, sem hefur rikt i olíumálunum, er það, að mesta þörf olíufélaganna er að mótherjar þeirra, olíu- framleiðslulöndin, standi sam einuð en ekki sundruð. Þetta er gagnstætt því sem verið hefur. Síðan mynd- uð voru Samtök oliuútflutn- ingslanda (OPEC: aðildar- lönd eru Venezúela, Iran, Irak, Kúwait, Saudi-Arabía, Líbýa, Alsir, Quatar, Abu Dhabi og Indónesia) fyrir rúmlega tíu árum, hafa oliu- félögin neitað að semja við þau sem einn aðila og alltaf gert þá kröfu, að samkomulag yrði að takast milli einstakra olluifélaga (t. d. Arameo, ír- anska olíufélagsins eða íraska félagsins) og ríkis- stjórna þeirra landa, sem fé- lögin starfa i. Ein af kröfum olíufélaganna í yfirstandandi deilu er, að hvers konar sam- komulag verði að gera við OPEC sem heild og að öll aðildarríki samtakanna und- irriti slíkt samkomulag. Horf- ur hafa verið á því, að oliu- félögin verði að slá af þess- ari kröfu. Önnur umskipti, sem átt hafa sér stað, kemur fram i afstöðu bandaríska dóms- málaráðuneytisins. Þau um- skipti tákna, að stærstu olíufyrirtæki heimsins, sem að meira og minna leyti eiga rekstrarfélögin, geta upp á sitt eindæmi samið um sam- eiginlega lausn við ríkis- stjórnir olíuframleiðsluland- anna. Ein mesta hindrun í vegi fyrir rökréttri og varan- legri lausn hefur verið sú, að aðalfyrirtækjunum hefur ekki verið leyft að eiga beinar viðræður sín á milli, einkum um oliuverð, að við- lagðri refsingu eða sektum eða hvoru tveggja samkvæmt bandarískum lögum, sem beinast gegn starfsemi auð- hringa (stóru olíufyrirtækin hafa aðeins átt fulltrúa í stjómum dótturfyrirtækj- anna). Lög þeasi voru síðast felld úr gildi í deilunni út af þjóðnýtingu olíumannvirkj- anna í Iran á árunum 1951- 54 til þess að gera bandarísk- um olíufélögum kleift að eiga þátt í þvi með öðrum að semja um samkomulag, er leiddi til þess að íranska olíusam- steypan var sett á fót og að olíuiðnaðurinn i Iran varð á nýjan leik voldugt afl í heimsmálunum. (Lögin voru einnig felld úr gildi eftir Súez-deiluna, en þá var ástæðan flutningar með olíu, ekki samningar um olíu). Allt þetta og ferðalag sér- legs sendimanns Nixons Bandaríkjaforseta og greini- legur uggur annarra vest- rænna ríkisstjórna um niður- stöður viðræðna þeirra, er staðið hafa yfir í Teheran, sýnir hversu alvarlegt ástand ríkir um þessar mund- ir í olíuiðnaðinum, og þar með efnahagslífi allra vest- rænna rikja (ekki sízt að meðtöldu Japan, sem fær 90 af hundraði allrar 3Ínnar olíu frá Persaflóa). íranskeisari gerði allt sem í hans valdi stóð á blaðamannafundi fyrir skemmstu að leggja áherzlu á alvöru ástandsins með því að hóta að stöðva alla olíuflutn- inga, ef ekki yrði gengið að kröfum olíuframlelðsluland- anna, og þar að auki með því að vara við því, að ef vestræn- ar ríkisstjórnir gripu til íhlutunar í deilunni, gæti það leitt til uppreisnar fátæku þjóðanna gegn hinum ríku. AIJKIN OLÍUÞÖRF Hvemig hefur þetta hættulega ástand skapazt, og er ástandið nú í raun og veru alvariegra en oft áður? Sannleikurinn er sá, að Evrópa og Japan hafa sífellt orðið háðari olíu frá Norður- Afríku og Miðausturlöndum, og þörf landanna fyrir sí- aukið magn eykst svo hröð- um skrefum, að valdið hefur breytingum á samskiptum olíufélaganna og ríkisstjóma allra landanna í Miðaustur- löndum. Þetta er ekki aðeins spurning um hundraðshluta, þótt þeir séu svo háir að breytingar sem fundur olíu á Norðursjó eða gass í Evrópu munu skipta litlu máli. Það sem mestu varðar er það óhemjumikla magn olíu, sem nauðsynlegt er til þess að hjól iðnaðarins haldi áfram að snúast, og sú óum- flýjanlega staðreynd, að fjórir fimmtu olíunnar verða enn sem fyrr að koma frá þessum heimshluta. Við þetta bætist, að óhjá- kvæmilegt er að Bandaríkin verði í vaxandi mæli háð inn- flutningi olíu frá löndum ut- an Vesturheims. Vafi leikur um of mörg atriði til þess hægt sé að spá nokkru með vissu. í þvi sambandi má nefna olíufundinn í Alaska, sem óvist er hvað er mikill, óvissan um hvort rannsóknir og hagnýting á skyldum sviðum á þekktum oliusvæð- um í Bandaríkjunum borgi sig, vaxandi notkun annarra olíutegunda o.fl. En jafnvel þótt höfð sé hliðsjón af bjart- sýnustu spádómum er sýnt, að farið getur svo að Banda- ríkjamenn verði að flytja inn þriðjung eða helming allrar þeirrar olíu, sem þeir þarfn- ast fyrir árið 1985, og munu þá Norður-Afrika og Mið- austurlönd sjá Bandaríkja- mönnum fyrir allt að helm- ingi þessa gífurlega magns. Þannig verða löndin utan ríkjablakkar kommúnistar sí- fellt háðari kaupsýsluhag- sýni og pólitískri velvild ör- fárra og ekki mjög vinveittra rikja í Miðausturlöndum — nema því aðeins að einhver undraverð breyting gerist. Og þetta snertir ekki aðeins iðnvæddu ríkin, „ríku lönd- in“ eins og Iranskeisari kall- ar þau. Öll lönd utan kommú- nistablakkarinnar, þróuð riki jafnt sem vanþróuð, verða jafn háð olíunni frá þessum löndum, enda þótt eðlilega muni mest mæða á þeim lönd- um, sem eyða mestri olíu. Það sem gæti gerzt væri Framhald á bls. 25 Landssvæði það, sem þing- mennimir tveir leggja nú til að verði friðlýst sem þjóð- garður, er eitt slíkra svæða. Það er úr alfaraleið og þang- að hafa of fáir landsmenn komið. Þeim mun meiri á- herzlu ber að leggja á það, að því verði ekki spillt og þess vegna er fagnaðarefni að þetta frumvarp er fram komið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.