Morgunblaðið - 05.02.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.02.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1971 17 Hugmynd af lendingu Apollo 14 á tunglinu VIÐ skulum hugsa okkur að klukkan sé 14, föstudaginn 5. febrúar, Anno Domini 1971. Við erum stödd á tunglinu, höllum okkur upp að stórum steini við Doublet-gíg, og reynum að aka okkur til í þunglamalegum geimbúningnum, til að losna við kláða um svo til allan skrokk- inn. Það er sama hvernig við reynum að stilla andrúmslofts- kerfi hans, það er ekki hægt að kæla hann nægilega til að hindra að við svitnum. Og þessi fjárans samfestingur sem við urðum að fara í innanundir, á það til að krumpast, og þar sem hrukkurnar safnast, særir hann hörundið svo klæjar af. Ósjálfrátt, í hundraðasta skipti, lítum við á mælinn sem sýnir hvað mikið súrefni er eft- ir, og svo flökta augun yfir eyði legt landslagið. Eyðilegt er varla nógu sterkt orð til að lýsa því sem blasir við augum, það er í senn ógnvekjandi og ægi- fagurt. Það er ekkert gufuhvolf til að hindra útsýni eins og á jörðinni, sem við höfum heim- sótt, og stjömurnar, sem við sjáum, blika því skærar en nokkuð, sem við höfum séð þar. Og þama er jörðin, það er ótrú- legt hvað hún er björt og fall- eg, mest ber á himinbláum lit, sem virðist lýsa út frá sér og gefa jörðinni bláa slikju, sem á stöku stað er skreytt hvítum blettum, skjannahvítum blett- um. En bíðum nú við,. hvað er þetta? Á himninum fyrir ofan okkur er eldkúla, sem færist nær og nær. Loftsteinn? Fljúgandi furðuhlutur? Vonandi eru orrustuflaugar Strakers ekki langt undan. Eldkúlan færist nær og nær, og fær á sig lög- un, þetta er stórt geimfar sem líkist einna helzt gríðar stóru skordýri. Neðan úr þvi miðju stendur eldsúla úr hreyflinum. Skordýrið hægir flugið og lækk ar sig, og útblásturinn byrjar að þyrla upp tunglryki. Það hlýtur að vera ægilegur hávaði frá eld flaugarhreyflinum, og það er einkennilegt að standa þarna í algerri kyrrð, og heyra ekki neitt. Hljóð berst ekki í loft- tómu rúmi, og á tunglinu er jú ekkert loft. Skordýrið hagar sér nú einna líkast þyrlu á fluginu, það hangir svo til kyrrt í um fimmtíu feta hæð. Svo byrjar það að mjakast áfram, eftir krókaleiðum, það sneiðir t.d. fram hjá gígum og mishæðum, og það er augljóst að flugmenn- irnir eru að leita að lendingar- stað. Krókaleiðin færir það þó sífellt nær Doublet-gíg, og ósjálfrátt leitum við betra skjóls við steininn. Skordýrið svíf ur f ramhj á Doublet-gíg, fer áfram nokkur hundruð fet, og stoppar svo aft- ur. Þá er auðsjáanlega dregið af hreyflinum, því það lækkar sig, og loks snerta langir fæt- urnir yfirborð tunglsins. Þegar tunglrykið sezt aftur sjáum við að á hlið skordýrsins er málað APOLLO 14 og fyrir neðan það United States of America. GÖNGUFERD Eftir nokkrar klukkustundir opnast hleri ofarlega á skordýr- inu, og tveir menn koma í ljós í lúgunni. Þeir skima í kringum sig, íklædda fyrirferðarmiklum geimbúningum, og berja í bak- ið hver á öðrum, einkennilegir menn þessir jarðarbúar, þetta er nú ekki tími til illinda. Skerp ing á sjónaukalinsunni á geim- hjálmi okkar, færir þá nær. Við sjáum að vinstra megin á brjósti þeirra eru nafnplötur, á þeim stendur SHEPARD og MITCHELL. Shepard leggst á hnén, og mjakar sér aftur á bak út um lúguna og þreifar með fótunum eftir stiganum, sem liggur niður á tunglið. Hann klifrar hægt og hikandi niður hann, og þegar hann er kominn að neðsta þrep inu, teygir hann fótinn niður og réttir úr tánum þar til þær snerta yfirborð tunglsins. Þá stígur hann niður alveg, og stendur kyrr nokkra stund og heldur sér í stigann, Hann geng- ur hikandi nokkur skref fram og aftur, hálf hoppandi eins og dýrin, sem þeir kalla kengúrur. Hann virðist vera að venja sig við að ganga á tunglinu, það þarf töluverða æfingu til þess, því aðdráttaraflið er svo miklu minna en á jörðinni. Hinn geimfarinn, þessi Mit- chell, liggur á hnjánum í lúg- unni og tekur myndir af félaga sínum. Shepard gengur kring- um skordýrið og byrjar að opna á því lúgur hér og þar. Út úr þeim tekur hann ýmis tæki, sem líklega eru ætluð til mæl- inga á tunglinu, og einhvers konar vísindarannsókna. Eitt þeirra könnumst við við, það er ekki ósvipað laser-geislatækimu, sem er á plánetuminjasafninu í Andromedu. Eitt af því sem hann tekur fram er handvagn, sem hann byrjar að hlaða vís- indatækjum á. Hann stoppar og lítur upp, og svo gengur hann aftur að útganginum. Hann tek ur sér stöðu skammt undan, og tekur myndir af Mitchell, þegar hann skríður niður stigann. Þegar Mitchell hefur gengið nokkur skre'f, fallast þeir í faðma og hoppa fram og aftur svo byrja þeir aftur að berja hvor an.nan. Þá minnumst við þess sem við sögðum einu sinni, þetta fólk lætur í Ijós reiði eða gleði með líkamlegum athöfnum, í staðinn fyrir að hugsa þær. Það væri gaman að vita hvað þeir éru að hugsa þessir menn, en það er víst bezt að fara ekki inn á hug- bylgjur þeirra, það gæti valdið truflunum. Þetta fólk er svo ein- staklingsbundið, þess vegna ber það nöfn eins og Shepard og Mitchell, í stað þess að vera bara við, eins og við erum. Við erum orðin forvitin, okk- ur rámar í að hafa heyrt eitt- hvað hugsað um þessa menn og far þeirra. Við höfum samband við okkur í stjórnstöðinni og hugsanir okkar koma til baka skýrar og hreinar með svör við spurningum okkar, firðsamband- ið er óvenju gott. Þetta er í þriðja skipti sem menn frá plánetunni sem köll- uð er jörð, lenda á tunglinu, segja svar-hugsanir okkar. I fyrstu tveim ferðunum, var eink um verið að kanna hvernig menn gætu þrifizt á tunglinu en þó voru í leiðinni framkvæmd ar ýmsar vísindarannsóknir. Ap- ollo 14., mun þó snúa afturmeð meiri visindalegar upplýsingar en hin geimförin bæði til sam- ans. Mestar vonir eru bundnar við sýnishorn sem á að taka i Keilugíg, sem er rúma tvo jarð- arkílómetra frá okkur. Vísinda- menn á jörðinni vonast til að með þeim sýnishornum, og ýms- um mælingum sem verða fram- kvæmdar, geti þeir rakið sögu tunglsins og jafnvel alls sólkerf- isins til upphafs þess sem var Framhald á bls. 19 Hann klifraði hægt og hikandi niður stigann. jörðin var ákaflega björt og falleg ... .. og byrjaði að koma fyrir alls konar mælitækjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.