Morgunblaðið - 05.02.1971, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1971
. . 5 . .
eftir, blátt af myglu. Og þegar
Appleyard hóf máls, bergmálaði
röddin í þessu tómi, líkast þrum-
um í f jarska.
— Við þurfum að tala við
þig, Horning, sagði hann. —
Hefur herra Simoni verið sagt
af slysinu, sem sonur hans varð
fyrir?
Horning svelgdist á hvað eft-
ir annað, áður en hann gæti kom
ið upp nokkru svari. — Já,
herra. Ég sagði honum tiðindin
undir eins og ég kom aftur frá
bænum.
Appleyard gaut augunum til
Jimmy. — Hvemig brást hann
við fréttinni? spurði hann.
— Ja, . . . ég veit varla. Hann
sagði ekkert í langa stund en
svo sagði hann mér að aka stóln
um sínum út að glugganum og
láta sig svo einan. En ungfrú
Joyce er núna hjá honum.
— Ungfrú Joyce sagði
Appleyard. — Hver er það?
— Ungfrú Joyce Blackbrook,
systurdóttir hr. Glapthome.
Hr. Woodspring ók henni
hingað undir eins og hann
heyrði af slysinu.
— Já, já, vitanlega. Ég var al-
veg búinn að gleyma henni.
Hvernig frétti hún af slysinu?
— Frú Chudley hringdi til
hennar frá bænum, eftir minni
beiðni. Mér fannst hr. Glapt-
horne þyrfti einhvern nákom-
inn hjá sér, þegar svona stóð á.
— Það var hugsunarsemi af
þér, Horning, sagði Appleyard
vingjarnlega. —En nú vil ég
að þú segir okkur allt, sem þú
veizt um þennan atburð. 1 fyrsta
lagi: hvenær fór hr. Caleb út á
veiðar?
— Strax eftir hádegisverð.
Konan mín minnti hann á það í
gærkvöld, að í dag væri fyrsti
september. Hún sagði, að tvær
akurhænur gætu verið tilbreyt-
ing frá kanínuketinu, sem hann
var vanur að koma með heim. Og
hann lofaði að fara og gá að
hóp, sem hann hafði séð á bæn-
um.
— Sástu hann fara að heiman?
-— Já, ég sá hann fara með
byssuna og töskurnar rétt um
klukkan tvö.
— Og hann f ór einn ?
— Já, auðvitað. Þér skiljið, að
það var enginn til að fara með
honum, þar sem hr. Benjamín er
ekki heima.
— Og hvað gerðist svo næst ?
— Það veit ég ekkert um. Ég
fór ekkert út fyrr en rétt um
hálffjögur, en þá fór ég á bæ-
inn til að sækja mjólkina.
— Ferðu þangað á hverjuro
degi eftir mjólk?
— Já, ég hef gert það siðan
. . . Horning þagnaði snögglega
og honum svelgdist á, hvað eft-
ir annað. — Ég hef farið þangað
á hverjum degi þessa viku, leið-
rétti hann sig, hálf klaufalega.
En þessi vandræði hans höfðu
ekki farið fram hjá Appleyard.
— Þessa viku? sagði hann. —
En hvemig fenguð þið mjólkina
áður?
Það komu kippir í andlitið á
Horning. — Það hljóp venjulega
einhver frá bænum með
hana hingað, sagði hann, svo að
varla heyrðist.
Það var sýnilegt, að hann var
í einhverjum vandræðum, en
ekki gat Appleyard fundið ástæð
una til þess. — Hver var þessi
sendill og hvers vegna hafði
hann ekki komið með mjólkina
eins og áður? spurði hann.
Þessi beina spuming virtist
gera Horning alveg lafhrædd-
an. Hann leit með örvæntingar-
svip kring um sig í tómum for-
salnum, rétt eins og hann væri
að svipast um eftir einhverjum
felustað, sem enginn var til. Og
hann svaraði og röddin var lík-
ust glæpamanns, sem er að játa
á sig sökina: — Það var
Vera, dóttir hr. Chudleys,
en nú skilst mér, að hún hafi
farið til borgarinnar til þess að
vera þar eitthvað hjá frænku
sinni.
—Já, ég skil, sagði Appleyard
rólega. — Og þegar hún gat
ekki komið með mjólkina, urð-
Eirvu sinni
AKRA
og svo
aftur og aftur
AKRA smjörlíki er ódýrt;
harðnar ekki! í ísskáp, bráðnar
ekki við stofuhita. Ekkert er betra
á pönnuna, það sprautast ekki.
Úrvals smjörlíki í allan bakstur.
SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF.
uð þið að sækja hana. Og í dag
lagðir þú af stað til bæjarins
um klukkan hálf fimm? Hvað
varstu lengi á leiðinni þangað?
— Ég fór beint yfir akrfma
og líklega hefur það tekið mig
svo sem tíu mínútur, eða
kannski stundarfjórðung.
— Sástu nokkuð til hr. Calebs
eða heyrðir nokkur skot á leið-
inni?
— Nei. Og þegar ég kom á bæ
inn, sagði frú Chudley mér, að
Walter, sonur hennar hefði
fundið hr. Caleb liggjandi
á jörðinni í blóðpolii, þeg-
Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl.
Ef einlivcr þarf á hughreystingu að halda, skaltu endilega láta
hana í té.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Hikaðu ekki við að svara neitandi, ef nauðsyn krefur.
Tvíburarnir, 21. ntai — 20. júní.
I»ví einfaldari, sem þú getur haft mál þín, þeím mun betra fyrir
þig sjálfan. Þig sáriangar að festa kaup á einhverju. Það liggur
ekkert á.
Krabbiiui, 21. júní — 22. júlí.
Þolinmæði þín með fólki er vel þegin.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Fólk sóar tíma þínum með því að heimta ráðleggingar, sem það
ætiar ekki að hagnýta sér.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þú getur þurft að hafa talsvert fyrir því að vinna verkin á
hefðbundinn hátt. Fjárfrek fyrirtæki eru á hverju strái.
Vogfin, 23. septcmiber — 22. oktúber.
Athugaðu samböndin vel, eða illa getur farið.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev.
Treystu varlega upplýsingum, sem þú færð frá fyrstu hendi.
Bogfmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Nákvæmar áætlanir á félagslífinu kunna að leiða þig út á ýmsar
brautir.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú ert svo viðkvæmur fyrir gerðum annarra. Reyndu að sýna
sainstarfsmönnum þínum skilning.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Frestaðu opinberum gerðum um sinn. Hugarflug þitt kcmur þér
á athyglisverðar brautir.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Reyndu að axla byrðar þær, sem biða þín núna, áður en þú
færist meira í fang.
NÝ TEGUND
AF BOTNUM
haffi
LAUGAVEG 178