Morgunblaðið - 05.02.1971, Side 31

Morgunblaðið - 05.02.1971, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1971 31 Staðan í íslands- mótinu FIMM leikir voru leiknir yngri flokkunum í Reykjanes- riðlinum í handknattleik um sið ustu helgi. Þá sigruðu Haukar — FH 3:1 í 3. flokki kvenna. ÍBK vann Breiðablik 5:3 í 4. flokki karla og HK (Handknatt leiksfélag Kópavogs) vann FH 7:5 í sama flokki. í 3. flokki karla sigraði IBK UMFN með 15:14 og í 1. flokki karla sigraði Stjarnan úr Garðahreppi Gróttu frá Seltjamarnesi með 14 mörk um gegn 11. Staðan í hinum ýmsu flokk um í íslandsmótinu er r þessi: 1. flokkur karla Reykjavikurriðill Fram 4 4 0 0 44:34 Víkingur 3 3 0 0 37:24 KR < 4 2 0 2 43:41 Valur 3 1 0 2 29:27 ÍR 3 1 0 2 31:38 Þróttur 4 1 0 3 38:45 Ármann 3 0 0 3 24:37 2. flokkur karla Reykjavíkurriðill KR 2 2 0 0 35:26 Valur 2 1 0 1 20:17 Þróttur 2 1 0 1 21:19 Fram 2 1 0 1 20:19 ÍR 2 1 0 1 25:32 Víkingur 2 0 0 2 19:27 Reykjanesriðill: FH 2 2 0 0 23:13 Grótta 2 2 0 0 24:28 Stjar-nan 2 1 0 1 28:24 Breiðablik 2 1 0 1 22:22 ÍBK 2 0 0 2 19:22 Haukar 2 0 0 2 15:24 3. flokkur karla Reykjavíkurriðill: Víkingur 2 2 0 0 25:12 ÍR 2 2 0 0 18:11 Fylkir 2 1 0 1 11:12 Valur 2 1 0 1 13:14 Fram 2 1 0 1 15:18 Ármanm 2 1 0 1 13:18 KR 2 0 0 2 14:16 Þróttur 2 0 0 2 8:16 Reykjanesriðill: FH 4 4 0 0 57:25 ÍBK 5 3 1 1 46:47 Breiðablik 4 3 0 1 40:25 Stjarnan 4 3 0 1 36:24 UMFN 5 2 0 3 54:55 HK 4 1 0 3 23:34 Grótta 4 0 1 3 14:29 Haukar 4 0 0 4 18:49 4. flokkur karla Rey kjavíkurriðill: Víkingur 3 3 0 0 26:12 Fram 3 3 0 0 22:13 Valur 3 2 1 0 23:9 Þróttur 3 1 1 1 10:11 ÍR 3 1 0 2 12:24 Ármann 3 1 0 2 18:23 KR 3 0 0 3 11:18 Fylki-r 3 0 0 3 12:24 Reykjanesriðill: HK 6 5 1 0 36:21 Haukar 5 4 1 0 29:16 FH 6 3 1 2 30:25 Grótta 5 2 2 1 24:24 ÍBK 6 3 0 3 30:33 Stjarnan 4 1 1 2 12:14 Breiðablik 5 0 1 4 19:28 PMFN 5 0 1 4 12:27 2Í 1' 2 0 4 ts 2 Oi oj 6' :* 31 2\ 2 i Or 0’ 11 9I 7 61 6( 34 1J 11 Dag Fornaess fagnar sigri — og Evrópumeistaratitlinum. N ORÐM AÐURINN VARÐ ÖÐRUM SNJALLARI — óvenju spennandi og skemmtileg keppni um Evrópumeistaratitilinn í skautahlaupi Þegar úrslitm í EvTÓpumeistaramótinu í skautahlaupl voru tilkynnt brauzt út gífurleg fagnaðarbyigja meðal þeirra norsku áhorfenda er voru staddir á hinum mikla skauta- leikvangi í Heerensveen í Hollandi, og margir felldu gleði- tár. Norsku keppendurnir niðri á leikvanginum féllust 1 faðma af fögnuði. Til þess höfðu þeir líka æma ástæðu. Einn úr þeirra hópi, Dag Fomæss, hafði sigrað í keppninni og fært sjálfum sér og landi sínu EvrópumeÍBtaratitiiinn. f fimmta sæti hafði svo annar Norðmaður, Magne Thomas- sen verið og þrír aðrir Norðmenn voru einnig í fremstu röð, Per Willy Guttormsen sem varð sjöundi, Roar Grön- vold áttundi og Sten Stensen sem varð níundi. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá Norðmönniunum, og kom tals- vert á óvænt. Reyndar var vitað fyrir, að allt voru þetta góðir skautamenn, en reynslan hafði bent til þesa að Hol- lendingar væru mjög sterkir á sínum heimabrautum og einn þeirra, Ard Schenk, hafði sett nokkur frábær heimsmet skömmu fyrir Evrópumeistarakeppnina, og þótti því sigur- stranglegur ásamt hinum kunna skautamanni Hollendinga, Jan Bols. Evrópumeistaramótinu í Heerenveen í Hollandi lauk um miðja síðustu viku. Aldrei áður hafa verið svo margir keppendur á Evrópumeistaramóti í skautahlaupi, og aðsókn áhorfenda var einnig mjög góð, auk þess sem sjónvarpað var frá keppninni víða um Evrópu. Hollendingamir höfðu gert sér vonir um að þeirra menn myndu vinna gull og silf- ur í keppninni, en sem fyrr segir brást sú von. í fyrstu keppnisgrein mótsins 500 metra hlaupiniu urðu HolliendimigamáT Ard Seh-emfk og Jam Bolls í fyrstta og öðru sæti og í næstu grei-n 5000 metra hlaupi hljóp Bole frábær- lega vel og fékk tímann 7:43,9 mín., eða næst bezta tímann, sem náðist í greinin-ni. Hann var hins vegar dæmdur úr leik fyrir að fara út af braut sinni tvívegia. Voru hollenzkir áhorfendur mjög óánægðir með þennan dóm, og gerðu ætíð hróp að öðrum keppendum en Hollendingum eftir þessa, og kvað svo rammt að, að stundum gátu keppendur tæpast greint skot ræsisins, þegar þeir voru að leggja af stað í hlaup sín. Það var Da,g Formeeas serm niáði beztuim tlima í 5000 meftra hlaupinu 7:42,3 mín. Annar varð landi han-s Per Willy Gutt- ormsen : 7:47,9 mín., og þriðji varð Göran Claeson frá Sví- þjóð á 7:49,1 mín. Næsta keppnisgrein var svo 1500 metra hlaup. Þar hljóp Dag Fornæss á móti Rússanum Tsjekuljajev, en jafnan hlaupa tveir og tveir í einu. Þeir voru mjög jafnir fyrri hluta leiðarinnar, en þar kom að Norðmaðurinn tók afger- andi forystu og kom í mark á nýju vallarmeti 2:04,5 mín., og þótti það frábært afrek, þar sem veður til keppni var heldur óhagstætt, talsverð gola og rigning. Þeir Ard Schenk og Magne Thomassen hlupu svo saman í næsta riðli á eftir. Var lengst af um jafna keppni að ræða, en Hollendingurinn var sterkari á endasprettinum og fékk hann tímann 2:05,8 mín., og var þar með sýnt að Fornæss myndi sigra í hlaup- inu. — Það var eftir þennan sigur, sem ég eygði möguleika á Evrópumeistaratitlinum, sagði Norðmaðurinn að keppn- inni lokinmi. Ég var hreint undrandi yfir hvað mér tókst vel upp við þessar erfiðu aðstæður. Þá var komið að síðustu greininni 10000 metra hlaupinu. Allira augu beindust að fjórða riðli en þar hlupu Fornæss og Svíinn Claesson. Þeir héldu jöfnum og góðum hraða í hlaup inu fyrri 5000 metra-na og fylgdust þá að. En siðan þakk- aði Norðmaðurin-n Svíanum fyrir samfylgdina og skautaði fram úr og kom í markið á 15:37,2 mí-n., og var þar með séð að sigri hans í keppninnd yrði ekki ógnað. En Hollendingurinn Ard Schenk var ekki á því að gefa sig. Ha-nn hljóp í riðli á móti Magne Thomassen og keyrði á fullu þegar frá upphafi. Eftir 5 km hafði hann 11 sek. betri millitíma en Fornæss og gæti hann aukið forskot sitt jafn mikið siðari hluta leiðarinnar, átti hanin möguleika á sigri. En það tókst ekki. Þegar hlaupið var langt komið vað auðséð að Hollendingurinm. tók að þreytast og hamn missti nokkuð „tempóið" í hlaupi sinu. Eigi að síður náði han-n mjög góðum tima, 15:32,9 miín. En harðasta baráttan í 10 km hlaupinu var háð í næsta xliölli á efftfir, en þar Mlupu Höliendáin-gurinin Kees Verkerk og Norðmaöurinn Per Wiillily Guíöbarmisen. Báðir hfllupu þeir altt hvað aif tióik, og efltfiir 440 mietira var Holfendiiniguirimm orðinn vel á undan. En þá tók Guttormsen á öllu því sem hann átti til, vann upp forskotið og sigraði örugglega á bezta tíma sem náðist í hlaupinu, 15: 22,1 mín, en Verkerk fékk næst bezta tímann, 15:29,1 mín. Þótt hollenzkir áhorfendur væru leiðir yfir því að landar þeirra skyldu ekki sigra í keppninni tóku hollenzku kepp- endumir ósigri sínum sem sönnum íþróttamönnum ber. — Fyrsti maðurinm sem óskaði Dag Fornæss tii hamingju með sigu-rinm var Verkerk. —- Má ég óska þér imnilega til ham- ingju, þú ert sanmkallaður meistari, sagði hann um leið og hann tók í hönd Norðmannsins. Dag Fomæss hyggst ekki láta deigam síga eftir þessa keppni. Hann hélt heim til Hamar, þar sem hamm er bú- settur, og hyggst taka sér þar stutta hvíld, en hefja síðan æfingar aftur af enn meiri krafti en áður. Hanm hefur þeg- ar sett sér mark til þess að keppa að — Olympíuleikana 1972, en eftir þá ætlar hann svo að hætta íþróttaiðkunum og einbeita sér að námi sínu. En það voru fleiri en Hollendingar sem voru vonsviknir eftir keppnina í Heerenveen. Rússar hafa löngum átt frá- bærum skautamönnum á skipa og allir þei-rra beztu menn vom mættir þama til leika. En þeim vegnaði ekki vel. Sá sem stóð sig bezt af þeim var Valerij Troitskij, sem hafnaði í 14. sæti með 182.577 stig. Annars urðu úrslit í mótinu þessi: 500 METRA HLAUP 1. Ard Schenk, Hollandi 40,61 sek. 2. Jan Bols, Hollandi 40,77 sek. 3. Magne Thomassen, Noregi 40,79 sek. 4. Valerij Troitski, Rússlandi 41,08 sek. 5000 METRA HLAUP 1. Dag Fomæss, Noregi 7:42,3 mín. 2. Per Willy Guttormsen, Noregi 7:47,9 mín. 3. Göran Claeson, Svíþjóð 7:49,1 mím. 4. Kees Verkerk, Hollandi 7:50,4 mín. 1500 METRA HLAUP 1. Dag Fornæss, Noregi 2:04,5 mín. 2. Roar Grönvold, Noregi 2:05,8 mín. 3. Ard Schenk, Holla-ndi 2:05,8 mím. 4. Kees Verkerk, Hollandi 2:06,5 mín. 10000 METRA HLAUP 1. Per Willy Guttormsen, Noregi 15:22,1 mín. 2. Keer Verkerk, Hollandi 15:29,1 mín. 3. Ard Schenk, Hollandi 15:32,9 mín. 4. Dag Fonnæss, Noregi 15:37,2 mín. 1. Dag Fornæss, Noregi 2. Ard Schenk, Hollandi 3. Kees Verkerk, Hollandi 4. Göran Claeson, Svíþjóð 5. Magne Thomassen, Noregi 6. Eddy Verheyen, Hollandi Heildarúrslit í keppninni u-rðu svo þessi, en alls tóku 34 skautamenm þátt í henni: 175.840 stig. 177.008 stig. 178.122 stig 178.190 stig 178.793 stig. 179.288 stig í/f - Per Willy Guttormsen og Hollendingurinn Kees Verkerk eftir 10 km hlaupið, en þar urðu þeir í 1. og 2. sæti. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.