Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 13
MOEGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1971 13 — Léttsteypan Framhald af bls. 10. og hreinsun á timbri, slíkt er tal ira verulegur hluti af heildar- kostnaði hverrar byggingar. Eft ir þeirri miklu sölu að dæma, sem verið hefur á framleiðslu Léttsteypunnar, hljóta húsbyggj endur að vera farnir að sjá þann mikla sparnað og annað hagræði við að láta hlaða hús sin miðað við annað byggingar- lag. MegintilgangurinTi með kaupunum á Léttsteypunni og flutningi hingað í Mývatnssveit var fyrst og fremst sá að auka atvinnu viðkomandi aðila hér, og þá alveg sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Að vísu var bú ið að koma þessu fyrirtæki upp áður en nokkurn var farið að dreyma um Kísiliðjuna, og þá at vinnu, sem hún mundi skapa hér. Þrátt fyrir það hefur gildi Léttsteypunnar sem atvinnu- aukningar fyrirtækis sízt rýrnað nema síður sé. Reynslan hefur þegar sannað nauðsyn þessa fyrirtækis, ekki einungis til að skapa aukið atvinnulíf meðal eig endanna, heldur líka ekki síð- ur, að framleiða hagkvæmt og tiltölulega ódýrt byggingarefni. Vegna síaukinnar eftirspurn- ar, og sölu á framleiðslunni, hef ur ekki nægt að vinna aðeins yfir vetrarmánuðina, heldur hef ur líka orðið að vinna á sumr- in. Nú er svo komið að aðal- steypuvél Léttsteypunnar og til heyrandi tæki hennar eru orðin allmjög s'litin sem von er, enda komin til ára sinna. Einn- ig er húsnæðið mjög óhentugt, og langt frá því að svara kröf- um tímans. Það er þvi orðin nauðsyn að fara að endurnýja véiakostinn og byggja ný hús. Til þessa hefur verið notazt við gamla disilrafstöð til orkufram- leiðslu fyrir verksmiðjuna, en sú stöð er nú mjög gengin úr sér og þvi mikil spurning hvort svarar kostnaði að gera hana upp. Verður þá ekki um annað að gera en fá raflínu og líklega helzt frá Gufurafstöðinni i Bjarnarflagi. Það skiptir vitan- lega meginmáli fyrir rekstur þessa fyrirtækis í framtíðinni að slík lína fáist með viðráðanleg- um kjörum. Það er ekki orðin nein smá upphæð sem Léttsteyp an skilar nú til rikisins á ári þ.e. söluskatturinn. Það væri því vis.su lega allra hagur að þetta fyrirtæki þyrfti ekki að sseta afarkostum hvað raforku snertir. Öll uppbygging og endurnýj- um Léttsteypunnar kostar vit- anlega geysilegt fé, þó er varla hægt annað en ráðast í þá end urbyggingu, og það sem allra fyrst, ef fjármagn til þess fæst með hagstæðum kjörum. Við höf um hér ótakmarkað fyrsta flokks hráefni til framleiðslunnar. 1 öðru lagi hefur þetta fyrirtæki þegar sannað að það skapar veruiega atvinnai. Og i þriðja lagi hefur framleiðslan fallið mönnum mjög vel, enda vaxandi sala, þannig að fullyrða má að framleiðsla Léttsteypunnar sé þegar orðin fjölmörgum hús- byggjendum viðs vegar á Norð- ¦ur- og Austuriandi mjög mikils virði. — Krlstján. HLUSTAVERND :»íSS STURLAUGUR JONSSON & CO. Vesturgö'u 16, Reykjavík. Símar 13280 oq 14680 Ráðskonustarf Ung kona með 2 drengi, 4ra og 6 ára vill taka að sér að sjá um heimili. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Friðbergsdóttir Framnesi. Reyðarfirði. fðnaðorfiiísnœði 250—300 ferm. iðnaðarhúsnæði óskast til leigu fyrir bifreiðaverkstæði. Tilboð merkt:,, „Iðnaðarhúsnaeði Mbl. fyrir föstudagskvöld. 6999" óskast send IÐJA, félug verksmiðjufólks heldur félagsfund í Alþýðuhús'nu við Hverf- isgötu, fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 8,30 e.h. Fundarefni: Umræður um félagsmál. Félagar f jölmennið og mætið stundvíslega. Félagsstjórnin. Maður sem getur lagt fram 1.000.000 krónur getur orðið meðeigandi í góðu fyrirtæki sem framleiðir fyrir erlendan markað. Sá hinn sami getur fengið atvinnu við fyrir- tækið. Einstakt tækifæri fyrir duglegan mann. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „Atvinna — 6851". Áhugaljósmyndarar Vil kaupa góðar jóla- og vetrarljósmyndir, teknar hvar sem er á landinu. Myndirnar verða að vera teknar á litfilmu (slides), stærð 35 mm eða 6x6 cm. Sendið nafn, heimilisfang og símanúmer til afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 25. þ.m merkt: „Áhugaljósmyndari — 6850". NÝTT FRÁ BANDARÍKJUNUM - FREMSTA GÆDA-SÍGARETTAN í AMERÍKU Edgeworth verksmiðjurnar, stærsti útflytjandi á bandarísku reyktóbaki. Bjóða yður nú EDGEW0RTH EXP0RT Fremstu gæða-sígarettuna frá Ameríku. t6baksframleiðendur i Richmond, Virginiufylki, Frægir um allan heim fyrír úivals gæða-tóbak, sem þeir hafa framleitt siðan 1877.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.