Morgunblaðið - 23.02.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1971, Blaðsíða 5
1■)< 111 ■ 'i r- -—r-.-r1 ■ i ■ *r if ;i' MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1971 Vanefndir verktaka seinka framkvæmdum Á FUNDI borgarstjórnar sj. fimmtudag svaraði Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, fyrir- spurn Kristjáns Benediktssonar um íþróttakennslu í Vogaskóla. I»að kom fram, að vegna van- efnda verktaka hefur dregizt að leikfimisal skólans yrði lokið á tilsettum tíma. Framkvæmdum átti upphaflega að vera lokið í ágúst 1970, en þar sem verksamn lngurinn kveður á um viðtiótar- tima, var ráð fyrir þvi gert, að afhending færi fram í nóvember s.l. Verktakinn, Byggingaver h.f., fékk síðan frest til áramóta, en liefur ekki enn lokið við verk ið. Fyi-irspurn Kristjáns Bene- diktssonar var svohljóðandi: „Hvaða ráðstafanir hafa fraeðslu yfirvöld borgarinnar gert til að bæta nemendum Vogaskóla það upp, að svo til engin íþrótta- kennsla hefur verið í skólanum það sem af er vetri, og nemend- ur i unglingadeildum m.a. lands- prófi, gátu ekki hafið bóklegt nám fyrr en um miðjan októ- ber?“ Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, vitnaði í svari sínu til greinargerðar fræðslustjórans í Reykjavík. Borgarstjóri sagði, að kennsla hefði almennt hafizt |í gagnfræðaskól 1 um borgarinnar 5. október, en IsamfeHd kennsla í gagnfræða- j deild Vogaskóla jhefði byrjað 15. joktóber. 1 byrj- ] un október hefði • hins vegar öll- um nemendum verið sagt fyrir um kennslubækur og sett fyrir til heimanáms. Haldið hefði ver ið námskeið í íslenzku og stærð- fræði fyrir þá nemendur, sem voru taldir vera með ófull- nægjandi árangur frá síð- asta skólaári. Vegr.a þessarar seinkunar hafði skólinn fengið heimild fræðsiustjóra til þess að verja nokkrum vikustundum til hjálpar- og stuðningskennslu nemenda á gagnfræðastigi, m.a. I landprófsdeildum. Um fyrstu helgi í október s.l. hafi verið tilbúnar til afnota 15 almennar kennslustofur handa þeim 25 bekkjardeildum, sem eru á gagnfræðastigi í skólanum. Þegar ljóst hafi verið, að íþróttahúsið yrði ekki tilbúið í tæka tíð, hafi stjórnendur skól- ans rætt við íþróttakennara um möguleika á því að þeir nytjuðu leikfimitíma til útivistar með nemendum. Þetta hafi verið tal- ið erfiðleikum bundið og lítið orðið úr framkvæmdum. Hins vegar hafi sundkennsla verið auk Geir. in og nemendum gagnfræða- deilda gefinn kostur á nokkrum íþróttatimum í viku, eftir eigin vali, í Laugardalshöll. 1 byrjun ágúst 1970 hefði ver ið haldinn fundur í Fræðsluskrif stofu Reykjavíkur, þar sem rætt hefði verið við verktaka um bygg ingaframkvæmdir við Voga- skóla. Samkomulag hefði þá orð ið um það, að iþróttasalur yrði Framliald á bls, 25 Kammerhljómsveit frá Munchen MUNCHENER Kajnimerorchest- er er góð hljómsveit og skipuð úrvals hljóðfæraleikurum. Þrátt fyrir það var eins og punktinn vantaði yfir „i-ið“, herzlumuninn, sem er leyn dardóm u r tónfegurð- ar stálsins. Sú ráðstöfun að halda þessa tónleika í Hásikólabíói var mis- tök, því bæði er húsið of stórt fyrir hljómsveit af þessari stærð og auk þess illa fallið til hvers konar hljómleikahaids, sakir lé- legs hljómburðar. Trúlega hefur timaþröng i ferðaáætlun hijóm- sveitarinnar verið forsenda þeirr- ar ráðstöfunar. Tónleikamir hófust á Concerto grosso, op. 6, nr. 2, í F-dúr, eftir Hándel, fremur lítilf jörlegu verki og er vandséð hvers vegna það hefur orðið fyrir valinu, nema þá til þess að undirstrika þann mikla mun, sem er á tónsmíða- tækni Hándels og Bachs. Tvíleikskonsert í d-moll eftir Bach var næsta verkefni. ÞesSi konsert er án efa eitt þeirra verka, sem flestir unnendur kammertónlistar hafa hlustað á í ótal útgáfum stórsnillinga. Því miður var flutningur þessa verks ekki meira en þokkalegur og hlutur einleikaranis (Lukas David) þá frekast siðri en ónafn- greinds fiðlara úr hljómsveit- inni, sem lék annað einileikshlut- verkið. Serenata nr. 6 í D-dúr er frekar léttvægt, en þó fagurt og leik- andi tónverk. Eins og Concerto grosso Hándeis, er þessi Seren- ata Mozarts heldur lítilfjörlegt viðfangsefni, þegar tekið er til- lit til alls kostnaðar vegna ferð- arinnar og hve sjaldgaafir svona tónleikar eru hér á landi. Síðasta verkið, Konsert fyrir strengjahljómsveit op. 40, nr. 2, eftir Johann Ne{ximuk David, var samið fyrir réttum 20 árum. Þessi konsert var ekki ýkja ný- tízkulegur, en vandaður að gerð eins og reyndar öil verk eftir David. Flutningur verksins var mjög góður og eina verkið, þar sem eitthvað reyndi á hljómsveit- ina. Þess má geta til gamans, að þrátt fyrir háan aldur (f. 1895) og langan starfsdag við tónsmíð- ar, hafa verk hans ekki verið mikið flutt fyrr en á síðustu ár- um. Fyrsta verkið, sem flutt var hér á landi eftir David, var Þýzk messa, mjög fögur tónsmíð og flutt af Pólýfónkómum. Það væri áreiðanlega ómaksins vert fyrir íslenzka tónlistarmenn að athuga verk hans nánar, svona rétt til að fylgjast með. Tónleikarnir voru tileinkaðir minningu Björns Jónssonai', framkvæmidastjóra Tónlistar- félagsins, er um margra áratuga skeið var mikilvirkur þátttak- andi í uppbyggingu tónlistarlifs hér á landi. Upphafsstef rondó- kaflans í Serenötu Mozarts minn- ir mig ávallt á Bjöm, ég veit ekki hvers vegna, ef til vill er það vegna þess að hann var góð- ur maður. .lón Asgeirsson. NEÐRIBÆR SÍÐUMÚLA 34 RESTAURANT - SiMI 83150. GRILL-ROOM Sallkjiil og Sprengidaginn Pörulaust AIi Bacon við skerum poruna fra fyrir yður. Það er yðar hagur. Biöjíð því kaupmann yðar aðeins um ALI BACOIM. SÍLD & FISKUR ÖSKUDAGS- MERKJASALA Rauða krossins Verzlun til sölu sem verzlar með SNYRTIVÖRUR BARNAFATNAÐ, BARNALEIKFÖNG 0. FL í Austurborginni. Góður lager. Nánari upplýsingar gefur NÝJA FASTEIGNASALAN Laugavegi 12, sími 24300, utan skrifstofutíma 18546. Á MORGUN er hinn árlegi merkja- söludagur Rauða kross- ins. Merki verða afhcnt á neðantöldum útsölu- stöðum frá kl. 9.30. — Börnin fá 10% sölulaun og þau söluhæstu fá sér- stök verðlaun. Vinsam- legast skilið af ykkur fyrir kl. 4 síðdegis. VESTURBÆR OG MIÐBÆR: Skrifstofa R.K.I., Öldugötu 4 Efnalaug Vesturbæjar, Vesturgötu 53 Melaskólinn Sunnubúðin. Sörlaskjóli 42 Kron, Dunhaga 20 Skildinganesbúðin. Einarsnesi 36 SlS. Austurstræti AUSTURBÆR: Fatobúðin, Skóiavörðustíg 21 Axelsbúð, Barmahlíð 8 Silli og Valdi, Háteigsvegi 2 Sunnukiör, Skaftahlíð Hlíðaskóli, Hamrahlíð Dagheim’lið Lyngás, Safamýri 5 Austurbæjarskóli Skúiaskeið, Skúlagötu 54 SMÁÍBÚÐAR- OG FOSSVOGSHVERFI: Silli og Valdi, Ásgarði 22 Breiðagerðisskóli Verzlunin Borgargerði 6 Vefnaðarvöruverzlun Austurveri, Háaleitisbraut 68 LAUGARNESHVERFI: Laugarnes-apótek, Kirkjuteigi 21 KLEPPSHOLT, VOGAR OG HEIMAR: Kjörbúðin Laugarás, Norðurbrún 2 Verzl. Búrið, Hjallavegi 15 Verzlunin Þróttur, Kleppsvegi 150 Borgarbókasafnið, Sólheimum 27 Vogaskólinn Þvottahúsið Fönn, Langholtsvegi D3 BREIÐHOLT OG ÁRBÆR: Kjörbúðin Breiðholt, Arnarbakka 6 Árbæjarkjör, Rofabæ 9 SELTJARNARNES: Mýrarhúsaskóli KÓPAVOGUR: Barnaskólinn v/Digranesveg Kársnesskóli v/Skólagerði Foreldrar! Hvetjið börn ykkar til að selja merki og minnið þau á að vera hlýlega klædd. — Eflið mannúðarstarf Rauða krossins, kaupið merki dagsins. HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐI Fyrir EITT HUNDRAD KRÓNUR á mánuði seljum viS RITSAFN JÚNS TRAUSTA 8 bindi í svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SlÐAN 100 KRÓNUR Á MÁNUÐI. Bókaútgáfa GUDJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sími 75434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.