Morgunblaðið - 23.02.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1971 17 Framleiðsla búvöru mikil og afkoma bænda betri — þrátt fyrir erfitt árferði — sagði Ingólfur Jónsson, land- búnaðarráðherra, við setn- ingu Búnaðarþings í gær Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, í ræðustól á Búnaðarþingi í gær. Xil hliðar er forseti ís- lanðs. Hér á eftir fer ræða Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings í gær. Landbúnaðurinn 1970 átti við ýmiss konar erfiðleika að stríða. Var það enn vegna kuldatíðar, kals og lélegrar grassprettu. Þá kom og einnig Heklugos, sem hafði sínar afleiðingar, eins og kunnugt er. Þrátt fyrir árferðið hefur framleiðsla landbúnaðarafurða verið mikil, og afkoma bænda virðist vera nokkru betri 1970 heldur en 1969. Fimm síðustu árin hafa verið erfið, vegna árferðisins. Kal og grasbrestur er sá versti vágest- ur, sem landbúnaðurinn á við að stríða. Vegna kalsins hafa bænd ur gripið til þess ráðs að kaupa mikinn fóðurbæti. Síðan fóðurbætisverzlunin var gefin að ölfu leyti frjáls hefur fóðurbætisverð lækkað tals- vert undanfarin ár. Á síðast- liðnu hausti hækkaði fóðurmjöl erlendis, og var því ekki við það ráðið, að hækkunin kæmi fram hér á landi. Sömuleiðis vegna kuldans hafa bændur keypt meiri áburð, heild ur en þurft hefði að gera í með- alárferði. Bæði áburður og fóður bætir er seldur á einis vægu verði og mögulegt er. Innflutn- ingstollur er ekki á fóðurbæti og áburði. Söluskattur ekki heldur. Innfluttur áburður mun hækka eitthvað á komandi vori. Sömu- leiðis innlendur áburður, vegna kauphækkana, sem orðið hafa. Ekki er enn hægt að segja ákveð ið, hversu mikil þessi hækkun verður, en vonandi er, að hún verði ekki tilfinnanleg. RÁÐSTAFANIR VEGNA HARÐÆRIS OG KALS Vegna harðæris og kals var Skipuð svokölluð harðæris- nefnd, sem ferðazt hefur um landið og kynnt sér aðstöðu bænda. Harðærisnefnd gerði til lögur til ríkisStjórnarinnar um úrbætur, á s.l. ári eins og fyrr vegna kalsins og árferðisins. Hefur ríkisstjórnin jafnan fall- izt á þær tillögur, sem Harðæris nefnd hefur gert, til stuðnings við bændur. Harðærisnefnd gerði einnig til lögur um úrbætur vegna eld- gossins og öskufallsins. Hefur rikið lagt fram fé vegna eldgoss ins og þess tjóns, sem það hefur valdið. Er þar um að ræða flutningastyrk, lækningaþjón- ustu, afurðatjón, áburðar- kaup og styrk vegna grænfóð- uirsræktunar. Það sem hér er tal- ið nemur um 45 milljónum króna, og er það óafturkræft framlag. Þá hefur Harðæris- nefnd lagt til, að vegna kalsins á s.l. ári verði veitt lán, að upp hæð um 59 milljónir króna til sjö ára, vaxtalaust. Bjargráða- sjóður annast þessar lánveiting- ar nú, eins og að undanförnu. Bjargráðasjóður hefur verið efldur verulega með því að hækka framlög til hans, bæði frá sveitafélögum og rikissjóði, og er öllum kunnugt um, hvern ig það hefur verið framkvæmt. Ef Bjargráðasjóður þyrfti ekki á hverju ári að hlaupa undir bagga vegna harðæris, mundi hann á fáum árum eflast og verða fjárhagslega traust stofn- un, með þeim framlögum, sem hann nú fær árlega. Síðla sumars 1969 skipaði landbúnaðarráðherra 7 manna nefnd sérfræðinga um jarðrækt- armál, undir stjórn Pálma Ein- arssonar, fyrrverandi landnáms stjóra. Nefndin hefur unnið gott starf. Hún beitti sér fyrir kal- ráðstefnunni á siðastliðnu ári, þar sem sérfræðingar báru sam- an ráð sín um það, hvaða ráð væru til að koma í veg fyrir kal- ið og finna leiðir til úrbóta. Nefndin hefur gert tillögur um auknar tilraunir á sviði gras- ræktar, einnig um áhrif beitar á gróður og kalþol túna, vinnsluaðferðir við endurrækt- un kaltúna, eyðingu illgresis með lyfjum svo og tilraunir með djúpplægingu við endurvinnslu kaltúna. Landbúnaðarráðuneytið út- vegaði tvær milljónir króna til kaupa á nýjum rannsóknatækj- um á Rannsóknastofnun land- búnaðarins, í því skyni a’ kanna áhrif veðurfarsþátta á gróður og jarðveg, og er nú ver ið að festa kaup á þessum tækj- um. Um kalráðstefnuna er ekki ástæða til að fjölyrða hér, svo kunnugt sem það er, hver störf hennar voru, og hefur verið gef ið út sérstakt hefti af Frey um erindi þau, sem þar voru flutt, og niðurstöður af þeim umræð- um, sem þar fóru fram. RANNSÓKNIR OG RÆKTUN ARST ARF Það er oft talað um, að það þurfi mikið fjármagn til rann- sóknanna, og er það vissuiega rétt. Rannsóknastofnun land- búnaðarins hefur talsvert fjár- magn, og það er á valdi henn- ar að ákveða, hvað beri að leggja mesta áherzlu á, og veita fjármagni til þeirra þátta sem nauðsynlegastir eru. Enginn vafi er á þvi, að það sem mest rxður á, er að koma í veg fyrir kal ef mögulegt er, sem er hinn stærsti ógnvaldur islenzks land búnaðar. Rannsóknastofnun landbúnað arins hefur á þessu ári 17.5 milljónir króna til rannsókna, fyrir utan launagreiðslur til starfsfólks stofnunarinnar. Telja verður, að með þessu fjár- magni sé hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sviði kal- rannsókna og annarra þátta, í rannsóknum, sem mest eru að- kallandi. Þrátt fyrir kuldann og kalið, hafa bændur haldið áfram rækt- unarstarfinu. Það þarf engan að undra, þótt eftirtekjan sé nökkru minni í þeirri kuldatíð, sem verið hefur heidur en áð- ur, á meðan árferði var í meðal- lagi eða betra en það. 4—5000 hektarar eru ræktaðir árlega, og er enginn vafi á því, að hin mikla ræktun undanfarinna ára hefir bjargað landbúnaðinum frá verulegum samdrætti á þeim kuldatíma, sem nú hefur staðið yfir. Þegar aftur tekur að hlýna, og búið verður við meðal árferði, mun landbúnaðurinn njóta góðs af hinni miklu rækt- un, sem orðið hefir undanfarin ár, og uppskerunnar af þeim framkvæmdum, sem hafa verið gerðar. Þegar hugsað er um hinn mikla fóðurmjölsinnflutning, er eðlilegt, að hugurinn beinist að þvi, hvernig auka megi inn- lenda fóðurframleiðslu. Er eng- inn vafi á þvi, að grænfóður- rækt er mikils virði og eykur möguieika til fóðuröflunar í kuldatíð. Það er rétt stefna að styrkja grænfóðurræktina, svo sem gert var á siðastliðnu ári. Heyköggiagerð er stórt spor til framfara í fóðuröflun. Köggla- gerðin í Gunnarsholti, fram- leiddi á siðastiiðnu ári 800 tonn af heykögglum. Sú verksmiðja gæti, ef gras væri nóg og byrja mætti snemma að slá, framleitt um 1200 tonn. Heykögglarnir eru gott fóður. Þeir eru einhig hentugir til flutnings, héraða og landsfjórðunga í milli, vegna þess að fyrirferðin á þeim er miklu minni heldur en á heyi. Það þarf lítið meira í fóðurein- ingu af góðum heykögglum, heldur en af innfluttu fóður- mjöli. Landnám rikisins yfirtók Grasmjölsverksmiðju SÍS á Hvolsvelli á s.l. vori, og er nú verið að breyta verksmiðjunni í heykögglagerð, og mun hún geta framleitt svipað og Gunnars- holtsverksmiðjan. Þá eru komrx- ar fram óskir um heyköggla- verksmiðju úr Suður-Þingeyj- arsýslu. Skagfirðingar hafa einnig talað um, að þar væri land fyrir hendi, sem heppilegt væri að reisa heykögglaverk- smiðju á, og Hornfirðingar hafa bent á góða staðhætti í Austur- Skaftafellssýslu. I Dalasýslu er hlutafélag að vinna að því að koma upp heykögglagerð, og þaravinnslu. VERULEGAR FRAMKVÆMDIR Framkvæmdir í landbúnaði voru talsverðar á s.l. ári. Stofn- lánadeild landbúnaðarins lánaði rúmlega 141 milljón króna, vegna framkvæmda á árinu. Veðdeild Búnaðarbankans veitti 14.5 milljónir króna i lánum á árinu. Lausáskuldalán á árinu 1970, voru veitt samtals að upp- hæð 79.1 milljón króna, en ár- ið 1969 hafði bankinn veitt lausaskuldalán, að upphæð 50.6 millj. króna. Heildarupphæð lausaskuldalána nam í árslok 1970 tæplega 130 milljónum króna. Er gott til þess að vita, að margir bændur hafa not- að sér það tækifæri, sem bauðst, og breytt lausaskuldum i föst lán, er það mikið hagræði fyrir bændur. Nú er það vitað, að ekki hafa allir bændur getað notfært sér þessi lög, meðal annars vegna þess að þá hefur vantað veð, eins og tilskilið er frá Búnaðarbankanum. FJÁRHAGUR BÆNDA Hinn tólfta júlí 1970 skrifaði landbúnaðarráðuneytið fram- kvæmdastjóra Stéttarsambands bænda Árna Jónassyni og fól honum að gera athugun á fjár- hag bænda, með það sérstaklega að markmiði að finna þá bænd- ur, sem ekki hefðu getað komið fjárhag sinum á sæmilega traustan grundvöll, með breyt- ingu á lausaskuldum í föst lán. 1 bréfi þessu er ennfremur tek- ið fram, að rétt væri, að fram- kvæmdastjórinn hefði samráð við formann Stéttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartsson, um athugun þessa, og hefur hann gert það. Nú fyrir fáum dögum barst yfirlit frá fram- kvæmdastjóranum, þar sem hann hafði lokið könnun sinni, en hún var bæði umfangsmikil og vandasöm. Framkvæmdastjór inn hefur gert skýrslu yfir 152 bændur, sem sýnast vera I svo erfiðri aðstöðu fjárhagslega, að vonlítið sé, að þeir komist af sjálfsdáðum út úr þeim erfið- leikum, sem þeir eru í. Auk þess eru 50—70 bændur, sem ekki fylgir skýrsla um, sem eru tald- ir á mörkum þess að ráða við skuldir sínar. Stjórn Stéttarsambands bænda hefur haft umrædda skýrsiu til meðferðar. Hefur hún skrifað landbúnaðarráð- herra og óskað eftir við- ræðu um þessi mál. Mér þykir ástæða til, við þetta tækifæri að lýsa því yf- ir, að ég er reiðubúinn að ræða þessi mál, og vinna að heilbrigð- um aðgerðum. Mér er ljóst, al- veg eins og öðrum, sem um þessi mál hafa fjallað, að hluti þess- ara bænda er þannig settur, að ekki er ráðlegt eða hyggilegt að hvetja þá til að halda áfram búskap, heldur gera eitthvað annað, þar sem þeir gætu notið sín betur. í bréfi, sem fylgdi skýrslu framkvæmdastjóra Stétt arsambands bænda til mín, segir hann meðal annars: „Þegar reynt er að gera sér grein fyrir, hvaða orsakir séu fyrir erfiðleikum þessara manna, verður fyrst fyrir sú breyting á árferði, sem orðið hefur á síð- ustu árum. Þetta versnandi ár- ferði hefur að vísu komið ilia við fiesta bændur, en þó lang- verst við þá menn, sem i byrjun versnandi árferðis hafa ráðizt í jarðarkaup og fjárfestingar á jörðum sínum. Flestir þeirra voru aðeins að framkvæma skynsamlega hluti, sem hefðu orðið til góðs, ef versnandi veð urfar, kal og grasleysi, hefðu ekki kippt grunninum undan áætlunum þeirra. Þá eru í þess- um hópi margir menn, sem ekki eru heilir heilsu, menn með skerta starfsgetu, öryrkjar, og einnig nokkrir, sem hafa orðið fyrir slysum og tjóni, svo sem af bruna og bifreiða- og dráttar vélarslysum. á eru einnig nokkrir, sem eru ekki nógu mikl ir fjármálamenn til að vera bændur, en við nána athugun, finnst mér þeir vera færri en búast mætti við.“ Þessi athugun framkvæmda stjórans er ekki úr lausu lofti gripin, og er enginn vafi á því, að orsakirnar, sem hann færir fram fyrir lélegri afkomu ein- stakra bænda eru réttar. Verðlagning búvöru gekk ve\ á síðastliðnu hausti, og varð samkomulag í 6-manna nefnd um verulega verðhækkun á framleiðsluvörum landbúnaðar ins. Sala búvöru gengur vel eins og horfir, og ættu bændur því að geta búizt við að fá fullt grundvallarverð fyrir afurðirn- ar. Það er mikið atriði, að bú- vörurnar seljist vel í landinu, og að minna þurfi að flytja út. Ef útflutningsuppbæturnar hrökkva ekki til, verða bændur að taka á sig hailla af útfLutningnuim og fá ekki það verð, sem ætlazt er til, samkvæmt lögum um verðlagn- ingu búvara. Niðurgreiðslur á landbúnaðar vörur hafa verið auknar veru- lega í sambandi við verðstöðv- unarlög, sem samþykkt voru á síðastliðnu hausti. Þessi lög eru miðuð við 1. september n.k. Ekki verður hjá þvi komizt að halda niðurgreiðslunum áfram eftir 1. september n.k. og fram- lengja verðstöðvunarlögin í einu eða öðru formi. Það mun, verða enn dýrara fyrir ríkissj^x að sieppa dýrtiðarskrúi^nni Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.