Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 7
MORGUNBLAÐIB, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971
7
t’;
t
í
Kaffisala Slysavarnafélagsins
Á mynd þessari «r vélskipið Hildur, RE 380 að liverfa í djúp-
ið tæpum 26 sjómílum austan við Gerpi. Slysvarnadeildir, bæði
kvenna og karla, vinna ötult starf i þágru slysavama, og: heita
á almenning til Jiðveizlu.
Kaffisala Kvennadeildar Slysavarnafélagrsins í Reykjavík verð-
ur á morg-un í Slysavarnalnisinu og hefst kaffisalan kl. 2. I»ar
verður á boðstólum lilaðborð, brauð og kökur, eins og liver vill.
Merkjasalan gekk mjög vel, og Reykvíkingum eru hér með færð-
ar hjartans þakkir fyrir hjálpina. Vonast kvennadeiklin til, að
borgarbúar leggi leið sína út á Granda á morgun og drekki
kaffið hjá kvennadeildinni.
GAMALT
OG
GOTT
Draumur um Friðrik, sem
vann á Natani.
Sögn Ragnheiðar, dótturdóttur
séra GSsla Gíslason^r
Á þorranum veturinn áður en
Natan var drepinn, fór Friðrik
frá Katadal á Vatnsnesi út
í Skagastrandarkaupstað og
keypti þar vasahníf, hinn sama
sem hann vann ó Natani með. Á
heimleiðinni gisti hann hjá séra
Gísla í Blöndudalshólum, en hjá
prestinum var í vist eða niður
setu gömul kerling. Morguninn
eftir segir ’hún við Friðrik: „Mig
dreymdi ljótan draum til þín í
nótt.“ Þegar farið var að spyrja
hana itarlega, sagði hún, að sig
hefði dreymt Friðrik standa úti
á hlaðinu í Blöndudalshólum, og
hefði þá djöfullinn feomið og vaf
ið neti um höfuðið á honum svo
fast, að enginn gat náð þvi af
honum, hversu sem til var reynt
fyrr en séra Gísli kom tál. Þá
gat hann greitt það utan af
höfðinu.
'Fftir að Friðrik hafði myrt
Natan, var hann hafður í
varðhaldi áður en hann var
höggvinn, og var þá séra Gísli
fenginn til að tala um fyrir hon
um og tókst vel.
PENNAVINIR
Marie Hvidt,
Felstedskov,
6200. Aabenraa
Danmark
Dönsk stúlka, sem vill eignast
Isienzka pennavinkonu 15—16
ára, sem hefur áhuga á hestum.
Hún hefur mikinn áhuga á Is-
landi og íslenzkum hestum og á
sjálf lítinn, íslenzkan hest.
70 ára er í dag Theodór
Lilliendahil fyrrverandi fulltrúi
ritsímaustjórans í Reykjavik.
Hann er f jarverandi í dag.
1 dag verða gefin saman í
hjónaband í Kristskirkju í
Landakoti ungfrú Örlín Óskars
dóttir (Jensen rafvirkjameistara)
Laugavegi 34 og Ástráður Guð-
mundsson (Friðri'kssonar kaup-
manns), Njálsgötu 14. Heimili
þeirra verður að Smáragötu 9a.
Laugardaginn 27. febr., í dag,
verða gefin saman í Lawrence
Michigan Eiisalbet G. Alfreðs-
dóttir Markholti 17 Mosfells-
sveit og Robert J. Kabel, flug-
vallarstarfsmaður 213 st. Joseph
St. Lawrence Mich. 49064.
1 dag verða gefin saman i
hjónaband af séra Guðmundi
Sveinssyni ungfrú Anna Sigur-
veig Ólafsdóttir Grenimel 33 og
Björn Magnússon stud. med.,
Hrauntungu 83 Kóp. Heimili brúð
hjónanna verður fyrst um sinn
að Grenimel 33.
FRÉTTIR
Kvenfélag Laugarnessóknar
Fundur verður haldinn mánu-
daginn 1. marz í fundarsal kirkj
'unnar kl. 8.30 stundvíslega.
Rætt verður um 30 ára afmælis
hófið. Píanóið vigt.
Kristniboðsfélag kvenna
Aðalfundurinn verður fimmtu
daginn 4. marz.
Trimmið úti í góða veðrinu!
SÁ NÆST BEZTI
Anna: „Þér gætuð gert mér stóran greiða núna.“
Jón: (sem bar ástarhug til Önnu) „Efekert væri mér kærara."
Anna: „Mér þætti mjög vænt um, ef þér vilduð trúlofast henni
Rósu, hana langar svo til að þér biðjið sin, en svo verðið þér
að svíkja hana. Það mundi henni þykja verst af öllu. Én ég
þarf að hefna min á hermi. — Ef þér gerðuð þetta mundi ég ekki
segja nei, ef þér kæmuð til mín á eftir."
Til styrktar Ástralíuf jölskyldunni
Tvær litlar telpur bnlda hlutaveltu í dag kl. 1.30 í kjallaran
um á Víðime) 63 til ágóða fyrir fjölskylduna í Ástralíu, sem i
erfiðleikum á og þarf að komast heim. Við hittiun þær að máli
I vikunni og spurðum, hvernig þeim hefði gengið að safna mun-
um. Telpurnar heita Asdís Hulda Einarsdóttir, 10 ára i Mela-
skóla og Kristjana Mjöli Sigurðardóttir 11 ára í sama skóla.
Þær sögðust hvarvetna liafa fengið góðar viðtökur, og forráða
menn fyrirtækjanna, sem gáfu þeim „tombólumuni“ liafi verið
einstaklega alúðlegir og elskulegir.
Á hiutaveltunni verða niargir mjög góðir munir, og kostar
drátturinn 25 krónur. Auk þess er þarna á ferðinni happdrætti
með fallegri mynd í virining. „Við höfum unnið þetta sjálfar,"
sögðu telpurnar, „en amma liefur þó hjálpað okkur.“ Og svo
vonast þær til þess, að mikil aðsókn verði á hlutaveltuna á
á Víðimel 63 i dag kl. 1.30. (Sv. Þorm. tók myndina).
Aðalfundur
Sjómannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn sunnudaginn
28. febrúar kl. 14 í kaffisal Bæjarútgerðarinnar.
DAGSKRA:
I. Venjuleg aðalfundarstörf.
II. Bátasamningamir.
STJÓRNIN.
KÓPAVOGUR KÓPAVOGUR
Spilakvöld -
Týr, F.U.S. í Kópavogi heldur félagsvist í Félagsheimilinu í Kópavogi neðri sal, þriðjudaginn 2. marz kl. 20.30. Góð verðlaun verða veitt og einnig verða heildarverðlaun afhent. — öllum er heimil þátttaka.
Stjóm Týs F.U.S.
H eimamyndatökur
i svarthvítt og lit KODAK COLOUR. Allar tökur á stofu I
Correct Colour. Correct Colour eru vönuðustu litmyndirnar
á markaðinum. Einkaréttur á jslandi. Pantið með fyrirvara.
Sími 23414.
STJÖRNULJÓSMYNDIR, Flókagötu 45.
Við stækkum einnig litfilmu yðar á Kodak Colour-pappír,
Norska söngkonan RUTH REESE mun rekja „Tónlistarsögu
bandarískra blökkumanna í 360 ár" i Norræna Húsinu í dag
27. febrúar kl. 16.00.
Aðgöngumiðar verða seldir í IÐNÓ. Verð kr. 100.—
Ath. Tónleikunum var frestað til laugardags 27. febrúar.
NORFÆNA HÖSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
Kvikmyndotæki óskost
Bolex H 16 tökuvél. Þrífótur.
„Full track“ segulbandstæki.
Einnig koma til greina fleiri tæki
til kvikmyndagerðar.
Tilboð merkt: „Auglýsingastofa — 6755“
leggist inn á afgr. Mbl. fyrir n.k. mið-
vikudagskvöld.
Niðursoðnir ávextir
ANANAS: 1/1 dós Kr. 55.00
FERSKJUR: 1/1 — — 62.00
JARÐARBER: 1/1 — — 69.00
PERUR: 1/1 — — 61.00
ENNFREMUR: RÚSÍNUR 1 kg Kr. 66.00
HVEITI 25 kg — 398.00
KORNFLAKES 500 gr- — 43.00
VERÐ ÚT A VIÐSKIPTASPJÖLD.
Op/ð til kl. 4 í dag
SKEIFUNNI 15 — SlMI: 30975.
BEZT ú auglýsa í iVlorgunblaðinU|