Morgunblaðið - 27.02.1971, Page 13

Morgunblaðið - 27.02.1971, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971 13 BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR Listin mun í kr af ti sjálf rar sín jafnan fela í sér mótsagnir Kaflar úr ræðu rithöfundar- ins Thorkilds Hansens HÉR f ara á eftir kaflar úr ræðu þeirri, sem danski rithöf- urjduTÍnn Thorkild Hansen hélt í Kaupmannahöín, er honum voru afhent Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. „Á vorum tímum þykir það ekki tíðimdum sæta, þótt rit- höftmdur sendi frá sér kenning- ar og skýringar upp á hundrað blaðsíður til að leyfa sér að koma fram með ljóð upp á fjór- ar órímaðar ljóðlínur. Við sjá- um koma út örþunnar bækur og í kjölfar þeirra koma hala- stjömuhalar af króníkum, þar sem höfundurinn og hans nán- ustu útskýra, hver meiningin er. Kreddurnar standa. En ekki hjá mér. Því geri ég mér ljósa grein fyrir. Maður þarf ekki annað en tryggja sér nauðsyn- lega handhægar tilvitnanir í Karl Marx og Herbert Marcuse og lesa síðasta tölublað af Vind- rósinni, þá er hægur vandinn að sýna fram á, að það sem ég geri á sannarlega ekkert skylt við list. Ég reyni að hugga mig við að i sögunni höfum við mýmörg dæmi þess að tekizt hefur að framleiða slæma list eftir góð- um kenningum. Það hefur sömu leiðis komið fyrir að gerð hafi verið góð list eftir slæmum kenningum, og óteljandi eru dæmin, þegar slæm list hefur verið framleidd eftir slæmum formúlum. En eitt hefur oft undrað mig. Ég get ekki ■ hversu mjög sem ég leita í minnisskríninu — munað eftir einu einasta dæmi, þar sem unn in hefur verið góð list eftix góð- um kenningum. Skýringin kann að liggja í því, að listin og kenningin skipta hvor aðra engu megin- máli. Ég skal játa að einmitt þetta hefur smám saman orðið mín kenning. Ég held ekki okk- ur sé heimspeki vant, það sem hefur verið þörf fyrir er könn- un, reynsla, upplifun — temp- eramente, eins og Cezanne komst að orði. Einhvers stað- ar handan alls sem er, hlýtur að vera rödd, andlit, holdi og blóði klætt líí. Eitthvað sem kom við kvikuna. Eitthvað sem kannski grær að nýju. Lista- maður er sá maður, aem geng- ur út frá því að manneskjunum séu búin örlög. í ákveðnum hópum hljómar það eins og guðlast. Sú skoðun tröllríður að nýju húsum meðal nokkurra þröngsýnna menning- arvita, að listin skuli vera al- gerlega pólitísk. Það er satt að margt gott er að finna í slík- um bókmenntum, en jafnrétt er það að til eru firnin öll af bókmenntum, þar sem pólitikin gerlega pólitísk. Það er satt, að breiða yfir áberandi hæfileika- skort. Listin er ekki í andstöðu við ríkjandi kerfi fyrir það eitt að listamaðurinn lætur í ljós einhverjar skoðanir sem eru andstæðar þvi. Það er hægur vandi og allir geta það. Ég er sömu skoðunar og Adorno, að það vair ekki pólitísk afstaða Brechts, sem gaf fullyrðingum hans innihald og gildi, heldur nýtt leikform. Nú er þess kraf- árekstur í mannlegum samskipt- um, atburðir, raunveruleiki. Ég tjái mig fúslega um að hafa gengið í smiðju þá þar sem þeir miklu meistarar Holberg og Ibsen, og einnig Johanines V. Jensen og Karen Blixen hafa getað talazt við L Og þaæ með erum við komin aftur til Norðurlanda og fyrir mína hönd og fj ármálaráðherr- ans þakka ég þau verðlaun sem þér hafið veitt mér. Skömmu eftir að tilkynnt var um veit- inguna spurði blaðamaður mig að því, hvort verðlaunin myndu í einhverju breyta lífi minu. Ég var tilneyddur að svara að það myndu þau ekki gera frekar en önnur verðlaun. Starf mitt verð- ur með nákvæmlega sama hætti og hingað til, því að maður verður því miður ekki snjallari af því einu saman að fá bók- menntaverðlaun. Síðan ég var Framh. á bls. 23 Thorkiid Hansen izt að listin sé nytsöm, komi að gagni, helzt að hún leggi grundvöllinn að heimsbyltingu fyrir næsta fimmtudag. En þar með er listin einmitt að gangast undir ok ríkjandi þjóðfélags, sem öliu fremur er byggt á mati á notagildi og hagkvæmni. Get- um við ekki stöðvað glæpina í Víetnam með því að leika píanó sónötur Beethovens? Nei, það getum við ekki. En hver sá sem kann þá list að leggja við eyr- un, upplifir það hér eins og í öllum miklum listaverkum að hrífast. Það er í sjálfu sér mótmæli, brottvísun, þess sem er, uppreisn gegn lyginni, í einu orði sagt frelsun. Það er ekkert að óttast. Listin getur eðli sínu samkvæmt aldrei verið í sam- ræmt Ef hún er á annað borð list, mun hún í krafti sjálfrar sín jafnan hafa í sér fólgnar mótsagnirnar." Síðar í ræðunni segir Hansen: „Hugtakið nákvæmni hefur ein- hverra hluta vegna verið for- senda allra minna bóka. Sann- leikur er stórt orð — og túlk- unaratriði. Ef við getum ekki verið sönn — og það tekst okk- ar sjaldnast — getum við altént lagt okkur fram um að vera nákvæm. Það hef ég verið að reyna. Að segja það, rétt eins og það var the way it was — í blíðu og stríðu. Skoðanir og athugasemdir eru í verkahring lesendanna, það hefur ekki ver- ið takmark mitt að halda fyrir- lestur. Ég hef reynt að koma fram með nokkrar hugmyndir, eins og þær myndast í formi manneskjanna, gerða þeirra, i stuttu máli sagt hvers kyns Guðmundur G. Hagalín -1 skrifar um J BÓ K1 M ]] E1 NN i riR ' • • 1 Sætleiki sársaukans Vilmundur Gylfason: Myndir og ljóðabrot. Helgafell. Rvík 1970. Skáldum mun það flestum öðr um fremur eðlisbundin nauðsyn að efast, leita, spyrja, jafnvel þegar þau hafa í aðalatriðum mótað á persónulegan hátt við- horf sín við meðbræðrum sín- um og máttarvöldum tilverunn ar. Og ungu skáldi, sem eitt- hvað verulegt er í spunnið, verð ur þetta óvægilega áleitin ástríða — og þá ekki sízt á tím- um hraðfara breytinga og allal- mennt válegra viðhorfa. Hið unga skáld fær að vonum oftast litt viðhlítandi svör, eygir kannski hvergi veg né stíg og lítur svo máski á sig sem píslar vott og barn örvona kynslóðar. Þetta tjáir skáldið gjarnan með spekingssvip, leitandi annar- legra likinga og torræðs orða- lags í stil við erlenda og vafa- sama formtízku, sem verður oft ast hjá slíku skáldi að því einu leyti persónuleg tjáning, að hún reynist í samræmi við getuleysi þess til að greina sjálfstætt nokkuð það, sem geri lifið að öðru en táradal aumra, villuráf andi og fordæmdra sálna. Það verður svo stundum hlutskipti slíkra ungskálda að láta af spum og leit og „ganga í björg" einhverra þjóðfélagslegra æsi- hreytfinga, sem þykjast þekkja allra meina bót og hró[>a ýmist halelúja, halelúja eða vei, vei, þó að þeir menn, sem að þeim standa þekki erlendar hliðstæð- ur, sem i augum allra þeirra, sem sjáandi sjá og heyrandi heyra, varða ekki leiðina til jarðneskrar paradísar, heldur eru raunverulega vávitar á Böl- klettum og Svörtuloftum mann- legrar óskhyggju. Vilmundur Gylfason er ungt skáld, sem sannarlega efast, leit ar og spyr. „Hann var lítill þar sem hann stóð á hlaðinu i dalnum milli fjallanna. Og tveir hvítir hestar birtust á heiðar- brún; komu nær. . . En þeir fóru fram hjá og hann spurði, svo óumræðilega lítill: Hvert?" Hann segir á öðrum stað: „Við erum lítil börn og hjörtu ókunnra manna eru leikvellir okkar Og sem við erum lítil þá eigum við enga spurn nema lífið; ekkert svar nema dauðann." En einnig segir hann: „Og ef anginn dauði þá ekkert lif.“ Hann finnur sárt til þess, að vonir, draumar og ástir —- allt er þetta hverfulleikanum háð, — að jafnvel þeir hvitu hest- ar, sem birtast á heiðarbrún og fara ekki fram hjá, reynast styggir og strokgjarnir. Það Vilmundur Gylfason veldur sársauka, en viða í ljóð- um Vilmundar — og þá ekki sázt þeim, sem ástinni eru helg- uð, fylgir sársaukanum sætleiki sannrar lífsnautnar, sem ef til vill verður sársaukanum engu siður varanlegur og vænlegur til lífsgildis. Skáldið segir: „Ég hef lifað til þess að deyja og elskað til þess að deyja." En hann bætir við: „Og ef ég lifi ekki og ég elska ekki þá dey ég.“ Og Vilmundur Gylfason yrk- ir víðar raunsætt: Alexander mikli tók þá ákvörðun að sigra heiminn. Og hann sigraði heim inn og tapaði sjálfum sér: „Og Alexander mikli sneri aldrei heim." Hið unga skáld yrkir all biturt kvæði um frélsið og ann- að um frelsið og byltinguna. Það er eitt sárbeittasta, raunsæjasta og átakanlegasta ljóðið í þessari litlu bók. Og Ástarsaga heitir það: „Við áttum land í milli tveggja fljóta; áttum lítið brauð, ekkert frelsi en hjörtu, sem slógu og elskuðu. Og við gerðum byltingu til að verða frjáls vera til Byltingin kom og hún dó blóðið kæfði hjarta hennar En það vissum við aldrei því lík okkar fundust undir styttu frelsisins þau voru rauð af blóði okkar allra. Kannski er mér sama um byltinguna sama um fólkið mitt landið mitt. En skýldi ég ykkur fyrir hælum og hnífum sigurvegaranna ? Voruð þið vafin i handleggi mina þegar lík okkar fundust?" Ég hygg, að ungt skáld, sem Framh. á bls. 23 Efni: Barnalög. Flytjendur: Fiðrildi. Ctgáfa: Fálkinn. Marbendill; f dýragarð ég fer; Sagan af Palla; Breki galdra- dreki; Aba-daba brúðkaupsferð. Það er áreiðanlega ekki á margra vitorði, að Fiðrildi hafa gert þessa plötu. Svo slælega hef ur hún verið auglýst. Fiðrildi hafa nokkra sérstöðu meðal 5s- lenzkra söngtríóa, því að þau leggja meiri áherzlu á tónlist- ina en títt er, og hugsa minna um að hafa textana sem skemmti legasta. Er það e.t.v. ástæða þess að tríóið náði ekki umtalsverð- um vinsældum, og nú eru þau hætt störfum. Fiðrildi gerðu nokkuð af því að leika fyrir börn, og þessi plata þeirra er sögð gerð með yngstu kynslóðina í huga. Gæta menn þá ekki að því, að það sem bömum finnst reglulega góð skemmtun hrífur einnig oft á tíðum fullorðið fólk og er þann- ig ekki gott að gera greinarmun á, hvað er fyrir börn og hvað er fyrir „fullorðin" börn. Ég held að Fiðrildi hefðu átt að flytja tónlist eins og þau geta bezt, og láta barnalagahugmynd ina lönd og leið, því hún er til trafala í tónlistinni, og textarn- ir á þessari plötu eru hreinasta bull, sem ég sé ekki að eigi er- indi til eins eða neins. Hafa Fiðr- ildi þar reist sér óveglegan minn isvarða og er sárt til þess að vita, því að Fiðrildi gátu verið góð á stundum. Auk textavitleysunnar er plat an ekki nógu sniðuglega unnin, t.d. syngur söngkonan, sem er bezti söngkraftur tríósins, ekki nema takmarkað. Með því hafa Fiðrildi e.t.v. verið að leggja á- herzlu á að ekkert þeirra sé stjarna og er slík jafnréttishug- sjón afskaplega vingjarnleg, en rýrir gæði söngflokksins. Þannig verður ekki annað sagt en Fiðrildi hafi valdið vonbrigð- um á sinni fyrstu og einu hljóm- plötu. Haukur Ingibergsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.