Morgunblaðið - 27.02.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971 Þar haldast stórhugur og velmegun í hendur fyrr en ég var kominn nið* ur að höfninni í Höfn í Horna firði, að mér varð Ijóst að rit- stjóranum hafði orðið á í mess unni. Það segir sig nefnilega sjálft, að þegar allar þrær í Hornafirði eru fuliar, þá eru engir bátar í höfn, og ekki væntanlegir næstu daga. VEKTÍÐ AI.ET ARIÐ Nú dugar ekki að drepast ráðalaus, tveir dagar eru þar til næst verður flogið og bezt að reka fréttamannsnefið út í loftið og byrja að snapa frétt ir. Ég komst brátt að því að það er engum vandkvæðum bundið að afla frétta í Höfn í Homafirði. Það er einna lík- ast þvi, að plássið sé að sprengja allt utan af sér. Það er feikna mikil atvinna og skortur á vinnuafli frekar en hitt, sem sjá má af þvi að hátt á annað hundrað aðkomu manna er þama á vertíðinni, bæði á bátunum og í fisk- vinnslustöðvunum og væru sjálfsagt fleiri ef mikill hús- næðiskortur háði ekki. En, það er ekki aðeins vertíð i Höfn yfir veturinn, heldur all an ársins hring og svo mik- il er vinnan í sambandi við aflann, að sl. sumar varð að gefa allsherjarfrí í plássinu, til að hægt væri að fram- kvæma nauðsynlegar hreins- unar- og endurbótaraðgerðir á frystihúsinu og öðrum fisk vinnslustöðvum. Höfn i Horna firði ber með sér að þar er mikið atvinnulíf og góð af- koma fólks. Þar eru nú í smíð um eða verið að byrja á, 43 einbýlishús og auk þess er nú verið að vinna að því að leggja holræsi og vinna að öðrum undirbúningsmálum fyrir nýtt 500 manna ibúðarhverfi nyrzt í kauptúninu. sem fléstar götur úr varan- legu efni og þá hugsum við helzt um olíumöl, en viijum bíða þar til frekari reynsla er komin á slíka vegagerð. Annars verðum við að fara okkur fremur hægt í þessum efnum, þvi að mikið f jármagn hefur verið lagt í holræsagerð og götulagnir í nýju íbúða- hverfunum vegna hinnar öru uppbyiggingar." — Eitthvað fleira sýnist mér vera í byggingu. — Já, við erum nú að byggja ráðhús og verið að steypa upp veggi í þessari viku. Þá er í undirbúningi bygging gagnfræðaskóla og síðar íþróttahúss, en nú eru í skóla hér um 170 nemendur og er skólinn orðinn alltof lítill fyrir þennan mikla fjölda. Þá er einnig verið að ljúka smíði á myndarlegu húsi, þar sem útibú Lands- bankans verður til húsa, en gert er ráð fyrir að það taki til starfa I júlí. — Hvað eru margir ibúar í Hafnarhreppi? — Þeir voru skv. manntal- inu 1. desember sl. 901 og hafði fjölgað um 40 á árinu og það þrátt fyrir að 10 manna fjölskylda fluttist bú- ferlum héðan. PENINGALYKT Er ég gekk út af skrifstofu Sigurðar fann ég sterka lykt, sem við Islendingar köllum peningalykt, en útlendingar skítalykt. Þar sem upphaf- lega erindið var loðnuævintýr isleit, lagði ég land undir fót og arkaði út í eyjuna, þar sem hin nýja bræðsla þeirra Horn- firðinga stendur og spýr hvít um strók upp úr reykháfum allan sólarhringinn og þeim fnyk er stróknum fylgir. Verk smiðja þessi var keypt frá Bræðslan í Ilornafirði hefur nú tekið á móti um 4500 lestum af loðnu og bræðir alian sólar- hringinn. Hér er verið að moka úr nýrri 2000 lesta þró. ÞEGAR loðnuveiðin var sem Tnest nú fyrr í vikunni og fréttir bárust af þvi, að all- ar þrær í Hornafirði væru fullar þótti tjlvalið að senda blaðamann til Hornaf jarðar til að taka grein um loðnuævin- týrið. Einum og hálfum tíma eftir að þessi ákvörðun var tekin, var undirritaður kom- inn um borð í Fokkervél Flug félagsins á leið til Hornaf jarð ar. í mér var mikill stórhug- ur, ég ætlaði að taia við marga skipstjóra og sjómenn og fá líflega frásögn af allri þess- ari mokveiði. Það var ekki BJARTSÝNIR UNGIR MENN Sigurður Hjaltason sveitar- stjóri Hafnarhrepps, sagði mér, að það væri vel byggt, ungu mennimir væru bjart- sýnir og vildu ekki lítil hús og ekkert annað en einbýlis- hús. 1 kauptúninu hefur þeg- ar verið steyptur um hálfur kilómetri af aðalgötunni og í sumar á að steypa 345 metra til viðbótar og verður hún þá öll steypt. Sagði Sigurður að þegar hefði verið tryggt láns fé til framkvæmdanna. „Hug urinn stefnir auðvitað að gera Eskifirði á sl. ári og rekin af hlutafélagi, sem Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Hafnar- hreppur, útgerðarmenn og aðrir stofnuðu um hana. Verk smiðjan tók til starfa 6. marz 1970 og tók á móti það ár um 10500 lestum af fiski, en auk þess bræðir hún fiskúr- gang og síldarúrgang, sem til fellur meðan á síldarvertíð- inni stendur. Tryggvi Jónsson er verk- smiðjustjóri og ræddi ég stutt lega við hann. Hann sagði að nú hefði verið tekið á móti um 4500 lestum af loðnu og voru allar þrær fullar, þ.á.m. ný þró, sem smíðuð var á sl. ári og tekur 2000 lestir. Tryggvi sagði einnig að verið væri að setja upp soðkjama- kerfi, sem þeir vonuðust til að bætti nýtingu og afköst, en núna afkastar verksmiðjan um 250 lestum á sólarhring. Fyrsta loðnan í ár barst til Hornafjarðar 16. febrúar og var það Gísli Ámi, sem land- aði henni. Bræðsla hófst 20. febrúar og hefur verið keyrt allan sólarhringinn síðan. 1 verksmiðjunni starfa nú um 20 manns á vöktum, auk iðn- aðarmanna, sem vinna að við- haldi og eftirliti með tækjun- um. Frystihúsið í Hornafirði er orðið alltof lítið og nú er í undirbúningi smíði nýs og fullkom- ins frystihúss á vegum Kanpfélags A-Skaftfellinga. NÝTT FRYSTIHÚS Frá verksmiðjunni lagði ég leið mina að gamla verzlun- arhúsi Kaupfélagsins, en þar em skrifstofur félagsins til húsa, en verzlunarreksturinn fer nú að mestu fram í nýju og glæsilegu verzlunarhúsi. Á skrifstofunni hitti ég að máli kaupfélagsstjórann, Ásgrím Halldórsson sem þrátt fyrir miklar annir gaf sér tímatil að rabba við mig stundar- kom og skýra mér frá at- vinnurekstri kaupfélagsins, en það er stærsti atvinnuveit- andinn I kauptúninu og greið ir vikulega laun til 200—300 starfsmanna. Fyrsta málið sem ég spurði Ásgrím um var um fyrirhugaða byggingu nýs fullkomins frystihúss í Höfn. — Það er rétt, að við vinn- um nú að undirbúningi þess. Fyrst var byrjað að ræða þetta mál árið 1969, en bygg- ing nýs frystihúss er orðin mjög aðkallandi, því að gamla frystihúsið er að sprengjaallt utan af sér. Þá erum við einn- ig að hugsa um nýju reglu- Ásgrímur Halldórsson kaup- féiagsstjóri. „Hér er duglegt og samstillt fólk og vel rekin útgerð. gerðimar og hert eftirlit, með framleiðslu og hreinlæti og þá einkum fyrir Bandaríkja- markað. Framkvæmdimar eru þó auðvitað háðar vel- vild lánastofnana. — Byrjað er að vinna að teikningu húss ins á teiknistofu SlS, en við höfum þegar ákveðið stað fyrir húsið hér á svonefndri Krosseyju, sem var klettaeyja, er sprengd var niður. AUt svæðið er um 10 þúsund fer- metrar og er búið að gera klárt fyrir grunninn. — Þarf ekki mikið f jármagn tíl þessara framkvæmda? — Jú, það segir sig sjálft og kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á 70—75 milljón- ir króna. Auðvitað verður ekki byrjað á frekari fram- kvæmdum, fyrr en lánsfyrir- greiðsla liggur fyrir, en við höfum góðar vonir um hana. Endanleg ákvörðun um skipu lag hússins hefur ekki verið tekin, en við sendum nýlega mann til útlanda, sem ferð- aðist um 6 lönd og kynnti sér fryBtihús þar og bíðum við nú eftir greinargerð frá honum. Hugmyndin er sú að hægt verði að landa beint úr bátun- um í frystihúsið og úr frysti geymslunum niður í flutn- ingaskipið verði um 200 metra spölur. — Hvenær áætlið þið að þessu verði lokið? — Ef úr verður, er gert ráð fyrir að byggt verði I þremur áföngum. Frysti- geymslur verði byggðar á þessu ári, vélasalur ásamt pökkunarsal 1972 og fiskmót- taka 1973. Mikill skortur er nú á frystigeymslum og ef Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.