Morgunblaðið - 27.02.1971, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971
Jlfo^0Wlt(IftfrU)r
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Hyjólfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsia Aðalstræti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjaid 196,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 12,00 kr. eintakið.
YFIRLÝSING
BANDARÍKJAFORSETA
Tslendingar hljóta að harma
-*■ þá yfirlýsingu Nixons
Bandaríkjaforseta, sem fram
kemur í greinargerð hans til
þjóðþingsins um utanríkis-
mál, að Bandaríkin voni, að
allar þjóðir fallist á 12 mílna
landhelgi og að Bandaríkin
muni styðja slíka tilhögun. I
greinargerð þessari telur
Bandaríkjaforseti, að á hinni
fyrirhuguðu ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna á árinu 1973
verði eitt helzta málið að
gera alþjóðasamþykkt um 12
mílna landhelgi.
Þessi stefna Bandaríkja-
stjórnar gengur beint gegn
hagsmunum íslands í þessu
máli og hlýtur því að valda
verulegum áhyggjum hér á
landi. í fregnum, sem borizt
hafa af greinargerð forset-
ans kemur ekki fram, að fyr-
irvari hafi verið gerður varð-
andi þessa yfirlýsingu, annar
en sá, að forsetinn telji að
gera beri alþjóðasáttmála,
sem tryggi vanþróuðum ríkj-
um hagsmuni þeirra í sam-
bandi við nýtingu auðlinda
þess. Væntanlega nær þessi
fyrirvari ekki til íslands enda
ísland ekki vanþróað land.
í málflutningi sínum á al-
þjóðavettvangi hafa íslend-
ingar lagt áherzlu á sérstöðu
þjóða, sem eiga alveg sér-
stakra hagsmuna að gæta í
sambandi við auðlindir hafs-
ins. Þannig er um okkur ís-
lendinga. Afkoma okkar
byggist á fiskveiðunum og
verndun fiskistofnanna í haf-
inu kringum ísland. Takist
ekki að vernda þá er grund-
völlurinn horfinn fyrir því
þjóðfélagi, sem hér hefur
verið byggt upp. Þetta er
staðreynd, sem stórveld á
borð við Bandaríkin verður
að gera sér grein fyrir og
skilja. Þess vegna vænta ís-
lendingar þess, að stórveldin
bæði, Bandaríkin og Sovét-
ríkin, muni skilja sérstöðu ís-
lands og styðja rétt þjóða,
sem þannig er ástatt um. Al-
þjóðasamþykkt um 12 mílna
fiskveiðilögsögu er andvíg
hagsmunum íslands, og ís-
lendingar munu berjast gegn
henni af öllum rnsetti og
leggja áherzlu á, að sérstaða
þeirra verði viðurkennd.
Kvikasilfur í fiski
orsteinn Gíslason, forstjóri
Coldwater Seafood, dótt-
urfyrirtækis SH í Bandaríkj-
unum, hefur vakið athygli á
nýju vandamáli á íiskmark-
aðnum í Bandaríkjunum í
grein í Morgunblaðinu, en
það er ótti neytenda við
kvikasilfursmagn í fiski. í
grein þassari rifjar Þorsteinn
Gíslason upp rannsókn, sem
fram fór á kvikasilfursmagni
í túnfiski og segir, að umræð-
ur um það mál á opinberum
vettvangi í Bandaríkjunum
hafi að sumra áliti minnkað
fiskneyzlu Bandaríkjamanna
um 30%. Þetta er auðvitað
stóralvarlegt mál.
Þorsteinn Gíslason leggur
áherzlu á það í grein sinni,
að mælingar á íslenzkum
fiski sýni, að kvikasilfurs-
magn í honum sé langt undir
lágmarki. Um þetta segir
hann: „Mælingar á fiski frá
íslandi sýndu að hann inni-
heldur misjafnlega mikið
kvikasilfur, en ekki er ljóst,
að það fari eftir tegundum
eða veiðistöðum. Það er talið,
að stærri fiskar hafi meira
innihald en litlir, vegna þess,
að þeir hafa verið útsettir
fyrir mengun lengur. Einnig
telja surnir, að ýsa hafi meira
kvikasilfursinnihald en þorsk
ur, sem kann að stafa af mis-
munandi ætisvenjum, ef það
er rétt yfirleitt. Mælingar
okkar taka ekki af vafa um
þetta enn, því að þær sýna
bæði há og lág gildi fyrir
ýsu, þó að allar niðurstöður
séu undir lágmarkinu.“
Þá ræðir Þorsteinn Gísla-
son í grein sinni um það
hvernig bregðast skuli við
þessari nýju hættu og segir
m.a.: „í rökræðum um kvika-
silfurshættuna og gildi þess
að takmarka hámarksinni-
hald í neyzlufiski, þá er ef til
vill engin staðreynd eins slá-
andi og sú, að íslendingar
hafa um áraraðir neytt 17
sinnum meiri fisks en Banda-
ríkjamenn og þrátt fyrir það
hefur ekki borið á skaðlegum
áhrifum,' sem vitað er um.
Slíkar niðurstöður eru ávallt
markverðari en útreiknaðar
niðurstöður og duga til þess
að ógilda fræðilegar ágizkan-
ir. Við sem fiskseljendur
gætum ekki haft betri vörn
gegn ómaklegum árásum um
óhollustu, en góður málstað-
ur er ekki ævinlega nægileg-
ur til þess að hefja sterka
vöm, eins og drepið var á hér
að framan.“
Rétt er að taka fram, að
til þessa hefur óttinn við
kvikasilfursinnihald í fiski
fyrst og frernst komið niður
á sverðfiski og túnfiski. Hins
vegar er beinlínis skortur á
íslenzkum fiski á markaðn-
um vestan hafs. En nauðsyn-
legt er fyrir okkur að vera
vel á verðd og verjast meng-
unarhættu á fiski með öllum
ráðum.
ERLEND
TÍÐINDll
Olíudeila Alsírs
og Frakklands
Olíudeiilan, sem hefur leitt til þeirrar
ákvörðunar Alsírsstjómar að þjóðnýta
frönsk olíufélög, sem starfrækt eru í
landinu, oliuleiðslur og jarðgassvæði í
Sahara, hefur ekki aðeins valdið alvar-
iegustu misklíð í sambúð landanna síð-
an Alsír hlaut sjálfstæði 1962. Deilan
hefur stefnt í hættu tilraunum Pompi-
dous forseta til þess að efla itök Frakka
við Miðjarðarhaf og í Arabalöndum. Á
þetta hefur Pompidou lagt jafnvel meiri
áherzlu en de Gauile gerði á sínum tíma
eins og salan á Mirage-þotunum til
Llbýu sýndi, og áhrif Frakka i Alsír
hafa verið hornsteinn þessarar við-
leitni. En allar tilraunir til þess að
komast að samkomulagi hafa verið unn-
ar fyrir gíg; tilslakanir hafa orðið til
þess eins að vekja reiði heima fyrir í
Frakklandi þar sem kröfur Alsirstjórn-
ar hafa verið táldar óaðgengilegar;
Pompidou hefur oftar en einu sinni sagt
að lengra verði ekki gengið í samkomu-
lagsátt, og hann hefur varað við því,
að afstaða Alsirstjórnar geti leitt til
þess að stjórnmálasambandi landanna
verði slitið.
Ákvörðun alsírsku stjórnarinnar kem
ur ekki á óvart eftir að hún stöðvaði olíu
fiutninga til Frakklands. „Við viljum
ekki, að erlendir hagsmunir verði fram-
ar allsráðandi í landinu. Við viljum
ekki, að áfram sé litið á Alsír sem efna-
hagslegt leppríki Frakklands," hefur
a.sírski iðnaðarmálaráðherrann, Belaid
Abdessalam, sagt i blaðaviðtali. Sam-
kvæmt samningi, sem var gerður fyrir
fimm árum, skyldu Frakkar fá olíu frá
Sahara á verði, sem var talsvert undir
heimsmarkaðsverði. Viðræður hófust á
árinu 1969 um endurskoðun á gjöldium
frönsku olíufélaganna, sem stunda oliu-
vinnslu í Sahara, Compagnie Francaise
de Petrole, CFP, og Erap. Franska rík-
ið á 30% hlutabréfa i CFP, en Erap er
ríkisfyrirtæki, og þau framleiddu í sam-
einingu allt að 70% þeirrar olíu, sem
framleidd var í Alsír árið 1969, en þá
nam olíuframleiðslan 44 milljónum
lesta. Frakkar neituðu að fallast á
meira en 15% hækkun, viðræðurnar
fóru út um þúfur, og í júlí í fyrra hækk
aði alsirska stjórnin gjöldin einhliða
um 80%, enda hafði markaðsverðið
hækkað næstum því um helming á ár-
inu. Pompidou tók málið i sinar hend-
ur, varaði alsírska sendiherrann við
því að samvinnu Frakklands og Alsírs
hefði verið stofnað i hættu með broti á
samningum, en kom til móts við alsirsku
stjórnina með þvl að fallast á að greiða
hærra verð en markaðsverð og þar að
auki 52 milljónir dollara í aukagreiðsl-
ur sem skatta frá liðnum árum. Alsir-
stjórn hélt þvi fram, að hagnaður CFP
og Erap af olíunni í Sahara á undan-
förnum fimm árum næmi 530 milljónum
punda (félögin segjast aðeins hafa hagn
azt um 100 milljónir punda auk þess
sem franska stjórnin hafi lagt fram 30
milljónir punda árlega til iðnvæðingar
■ Alsír), hafnaði tilboði Pompidous og
krafðist þess, að franska stjórnin af-
henti henni þegar í stað yfirráð yfir
öllum olíumannvirkjum í Alsír.
Houari Boumedienne Alsírforseti hef
ur á undanf. árum beitt sér fyrir því
að koma til leiðar innanlandsumbótum
og hugsað minna um að gegna forystu-
hlutverki í Arabaheiminum. Hann hef-
ur af ýmsum verið sakaður um að fylgja
harðsvíraðri kaupsýslustefnu og segja
skilið við byltingarhugsjónir. Efnahags
leg fremur en pólitísk sjónarmið hafa
láðið í samningum við erlend fyrirtæki.
Tækniaðstoð Rússa hefur valdið von-
brigðum, en þeir sjá hemum fyrir mest
öllum þungavopnum sínum, rússneskir
ráðunautar starfa í hernum og þeir
rijóta vissra forréttinda við leit að málm
um í jörðu. Sifellt fleiri bandarískir
sérfræðingar starfa í alsirskum olíuiðn
aði, og í Algeirsborg úir og grúir af
bandarískum kaupsýslumönnum. Yfir
standa viðræður við bandariskt fyrir-
tæki um sölu á fljótandi jarðgasi fyrir
19 milljarða dollara, og ýmislegt þykir
benda til þess að Bandarikin muni áður
en langt um líði fá mest allar jarðgas-
birgðir sinar frá Alsír.
Stefna Boumediennes er einnkenni-
legt sambland af kreddum og hagsýni.
Hann leggur áherzlu á að „alsírskur
sósíalismi" verði að grundvallast í mú-
hameðstrú og hefur með lagasetningum
stuðlað að varðveizlu múhameðskra
siða, en leyfir áfengisframleiðslu vegna
offramleiðslu á víni. Hann hefur verið
einn heiiftræknasti andstæðingur ísra-
elsmanna og traustasti stuðningsmaður
Palestínu-skæruliða (sem hann telur
eiga eins mikla sigurvon og alsírskir
skæruliðar á sínum tíma), en hefur
kallað heim alsírskar hersveitir frá
Súez-skurði af sparnaðarástæðum. Hann
hefur ákveðið að hætta öllum kostnað-
arsömum erlendum skuldbindingum og
verja öllu fáanlegu fé til efnahagsþró-
unar; dregið hefur verið úr framlögum
til hersins í þessu skyni og reynt að
koma því til leiðar, að hann verði ekki
eins háður Rússum og hann hefur ver-
ið til þessa. Lausn á landamæraþrætu
hefur leitt til þess, að endir hefur ver-
ið bundinn á hugsjónaágreining við
Túnisstjórn. Fyrirætlunum um þátttöku
í efnahagsbandalagi með Túnis og Mar-
okkó (Maghreb) hefur verið frestað,
þar sem hún er ekki talin borga sig af
því Alsír stendur hinum löndunum að
baki í iðnvæðingu.
Boumedienne hefur að mestu tekið
stjórn uitatnríkisimálanwa í 'Siíinar hend’ur;
stefna alsírsku stjórnarinnar hefur mót
azt sífellt meir af persónulegum viðhorf-
um hans síðan byltingartilraun fyrr-
verandi samherja Ben Bella var brotin
á bak aftur 1967, og dregið hefur úr
áhrifum Bouteflika utanríkisráðh., sem
beitti sér fyrir eindreginni vinstriistefmu í
utanrikismálum. Valdastaða hans virðist
trygg: stjórnmálastarfsemi er lömuð,
jafnvel innan stjórnarflokksins FLN;
helzti andstæðingur stjórnarinnar, Bel-
kacem Krim, hefur nýlega verið myrtur
og hvergi hefur borið á andstöðu gegn
stjórninni, jafnvel ekki í Kabýlahéruð-
unum, þar sem Krim stjórnaði barátt-
unni gegn Frökkum á sínum tíma.
Olíudeilan hefur stefnt í hættu mikils
verðri aðstoð Frakka við framkvæmd
fjögurra ára áætlunar, sem gerir ráð
fyrir 9% hagvexti á ári (en fólksfjölg-
un er áætluð 3,2% á ári), aukningu
tekna á mann úr 220 í 282 dollara á
ári (það er sömu tekjur og áður en land
ið hlaut sjálfstæði) og aukningu á olíu-
framleiðslu úr 46 milljónum í 60 milljón
ir lesta. Samkvæmt áætluninni er 45%
fjármagnsins varið til iðnaðar en aðeins
15% til landbúnaðar. Framfara er ekki
vænzt í landbúnaði; þar er skortur á
sérmenntuðum mönnum og vegna
skorts á atvinnu hefur ekki verið
lögð áherzla á vélvæðingu, Alvar-
legum erfiðleikum veldur að fæða
og klæða fimm milljón smábændur, sem
hafa stopula atvinnu meðan að því er
stefnt að koma til leiðar iðnvæðingu,
og ástandið getur orðið slæmt ef fjár-
veitingar til iðnaðarmála leiða til þess
að ekki verði kleift að flytja inn næg
matvæli. Bann við miklum fjár-
magnsflutningum, sem Frakkar geta
hugsanlega gripið til, mundi svipta Bo-
umedienne mikilsverðum gjaldeyristekj
um, þar sem í Frakklandi starfa 680.000
alsírskir verkamenn, sem senda heim fé
að upphæð 75 milljónir punda á ári (og
sjá þannig farborða fjórðungi þeirra
rúmlega 12 milljóna Alsírsbúa sem kyrr
ir eru heima). En olíudeilan hefur ekki
hindrað, að Alsirstjórn hefur gert samn
inga við fyrirtækin Renault og Perliers
er hljóða upp á 100 milliljótnir punda
um smíði á nýjum bifreiðaverk-
smiðjum, og þörf á frönskum kennurum
og tækniráðunautum er knýjandi. Þótt
olíiuviðræðurnar hafi farið út urn þúfur,
vilja Frákkar ekki hætta hlutverki, sem
þeir hafa hingað til gegnt í Alsír, og
óvíst er að Alsírbúar geti komizt af án
aðstoðar þeirra. G.H.