Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971
17 i
Bjartmar Guðmundsson;
Laxárvirkiun
FYRRI ÞAXTUR.
Þegar fyrst kom til orða að
gera raforkuver í Þingeyjar-
sýslu á árunum milli 1930—1940
vakti það mikinn fögnuð í hér-
aðL
Um sinn lék á því vafi hvort
Brúa fossar í Laxá eða Goða-
foss i Skjálfandafljóti yrði fyr-
ir valinu og heyrðust engar
raddir þá um náttúruspjöll.
Laxárfossarnir voru valdið og
olli það fögnuði meðal þeirra,
sem næstir bjuggu, en minni
hrifningu við Skjálfandafljót.
Fyrsti áfangi virkjunarinnar
kom 1939.
Framkvæmdir þessar voru á
vegum Akureyrarkaupstaðar og
fyrir framtak bæjarstjórnar þar.
Laxárvirkjun gaf héraðsbúum
vonir um raflýsingu þar fyrr en
eila. Og hafa þær vonir rætzt full
komlega. Hún hefur orðið hérað
inu mikill aflgjafi og lyftistöng,
og þó mest Aðaldælahreppi. Þar
á hún heima. Hún hefur stutt að
því að þar hefur fólki fjölgað
siðan 1939 heldur en hitt. Hún
hefur bætt afkomumöguleikana.
Hún hefur fært sveitarfélaginu
tekjur á margvislegan hátt. I
Starfsmenn hennar hafa um 30
ár verið hæstu útsvarsgjaldend-
ur þar í sveit. Og hún hefur sett
athafnasvip á allt byggðarlagið
umhverfis sig. Hvílííkur munur
að horfa á alla ljósadýrðina eða
áður meðan alit sat í dimmunni.
Nokkru seinna var virkjunin
aukin og er allt það sama um þá
aukningu að segja og fyrri hlut-
ann.
Fljótt bar á þvi að ís og krap
truflaði rennsli til vélanna. Úr-
ræðamenn leituðu ráða til um-
bóta. Fyrst var það til varnar
tékið að stífla með lokustíflu
eina af þremur kvíslum, sem úr
Mývatni falla og mynda allar
saman aðalána, Laxá. Þetta var
1946 og heitir kvíslin Syðsta-
kvísi. Árangur spáði ábata fyr-
ir virkjunina. Næst var Yzta-
kvisl stífluð 1960. Og 1961 var
Miðkvísl stifluð.
Víst er að þessar stíflugerðir
drógu úr krapaförum, ísmyndun
og grunnstingli í vatni þvi, sem
til Laxárvirkjunar féll. Umstang
vegna krapafara og Iss minnkaði
og úr truflunum rafmagns dró
mikið á árunum 1961—1970.
Þau mistök urðu við gerð Mið-
kvíslarstífiu 1961 að silungsför
um hana hindraðist. Samt var
ráðherraleyfi til stíflugerðarinn
ar háð því skilyrði að svo yrði
ekki. Á eftir urðu þau mistök
hjá landeigendum að þeir hirtu
ekki um í 10 ár að leita löglegra
leiða og sjálfsagðra, til að fá úr
þessu bætt. Með aðstoð margra
annarra manna rufu þeir svo
þessa stíflu 25. ág. 1970 á ólög-
legan hátt.
Árið 1965 setti Alþingi lög
um viðbótarvirkjun í Laxá. Til-
gangur þeirra var að bæta úr
augljósum orkuskorti á Akur-
eyri, Eyjafjarðarsýslu og Þing-
eyjarsýslum eftir 1970. Þessi lög
heimila 12 þús. kilov. virkjun
til viðbótar þvi sem fyrir er.
Þessum lögum fögnuðu héraðs-
búar einhuga.
1 byggðarlögum Þingeyjar-
sýslna komu fram raddir 1968
sem hnigu í þá átt að héraðið
ætti að leita þess að fá eignar-
hlut í nývirkjuninni, serri allir
biðu eftir. Búnaðarsamiband S,-
Þingeyinga sendi sýslunefnd
svolátandi áskorun vorið 1968:
„Fundurinn skorar á sýslu-
nefnd Suður-Þingeyinga að
taka til gaumgæfilegrar athug-
unar hvort ekki sé hagkvæmt
fyrir sýslufélagið í samvinnu við
aðra orkunotendur á orkusvæði
Laxárvirkjunar að gerast að-
ili að nývirkjun í Laxá.“
Sýslunefndin tók fremur vel
þessari bendingu og kaus nefnd
tiil að kanna hugmyndina.
Þegar kom fram á árið 1969
bárust fregnir um það að orku-
málayfirvöld væru búin að láta
gera áætlanir, studdar rann-
sóknum og mælingum, um svo-
nefnda Gljúfurversvirkjun. Var
þarna um að ræða stórvirkjun í
að minnsta kosti 5 áföngum. er
ljúka skyldi á áratugnum 1980—
1990. Þarna var í alvöru stefnt
að því að flytja vatn frá upp-
tökum Skjáifandafljóts, t. d. alla
Suðurá, niður í Laxárdal og
hálffylla dalinn síðan af vatni
með 57 m hárri stíflu I dalnum.
Ýmislegt enn stærra var og á
þeim prjónunum. Þó að allt væri
þetta utan við lög um Laxár-
virkjun, sáu allir að hér var
stærra mál á ferð en svo að þag-
að yrði um það í héraði, sem við
þessum athöfnum átti að taka.
Þetta kom öllum að óvörum.
Hvorki forráðamenn orkumál-
anna á hæstu stöðum né Laxár-
virkjunarstjóm á Akureyri
höfðu haft um þetta samráð við
héraðsbúa, né tilkynnt neitt um
þetta. Samt virtist sem þessi
áform væru því sem næst full-
mótuð, án lagaheimildar þó.
Fyrstu viðbrögð í héraði voru
þau að sýslunefnd samþykkti á
fundi vorið 1969 harðorð mót-
mæli gegn þessum hugmyndum
bandið, fimm hreppsnefndir
óskiptar og einn hreppsnefndar-
maður úr þeirri sjöttu sendu
mótmæli, öll samhljóða að efni
til. Og í kjölfarið komu mótmæli
frá öllum þeim sem skipa stjórn
ir búnaðarfélaganna í þessum 6
hreppum.
En menn eru beðnir að taka
eftir: Öill þessi samtök eða
stjórnir, sem nefndar voru, taka
fram að mótmælin beinist gegn
Gljúfurversvirkjun og þeim af-
leiðingum, sem henni muni verða
samferða ef byggð verði. Á hinu
leytinu er það tekið fram bæði
beint og ðbeint að viðbótarvirkj
unin innan ramma laganna um
Laxárvirkjun frá 1965, sé æski-
leg eins og sýslunefndin hafði
tekið fram sérstaklega.
Enn sýndist sem svo af við-
brögðum Laxárvirkjunarstjórn-
ar að dæma, að lítið svignaði
hún fyrir sveitarstjórnum frem-
ur en sýslúnefndinni.
Þá varð það að ráði sumarið
1969 að sýslumaður boðaði til
fundar í Húsavík fulltrúa frá
þeim 6 sveitarfélögum, sem Gljúf
urversvirkjunarhugmyndin varð
aði mest. Þar var kosin 5 manna
nefnd til að standa fyrir máli
Bjartmar Guðnuuidsson
og til stóð um tíma. Auk þess-
arar áiyktunar tók sýslunefnd-
in enn fram, að hún féllist á að
gerð yrði 18 m vantsborðs'hækk
un ofan virkjunar þeirrar sem
nú er, enda verði það þá síðasti
áfangi virkjunar í Laxá. Um
leið lagði hún á það þunga
áherzlu að vatnsborðshækkun
yrði ekki yfir 18 m. Að auki
benti hún á af gefnu tilefni, að
hún teldi óskynsamlegt að miða
byrjunarframkvæmdir fyrri
áfanga á neinn hátt við vonir
um meiri virkjunarheimildir ein
hvern tíma seinna.
Um þessar mundir kom líka
ályktun frá Náttúruverndarráði,
sem ekkert hafði við þær byrj-
unarframkvæmdir að athugai,
sem hófust 1970.
Staðreyndir í ofhita-
deilu - með eftirmála
þrem seinni áföngum Gljúfur-
versvirkjunar með öllu og þar
með öðrum virkjunarhugmynd-
um í Laxá, nema þeim áfanga, er
þegar var búið að veita ráðherra
leyfi fyrir, samkv. lögum um
Laxárvirkjun frá 1965, 7—8 kíiló
vatta mannvirki. Og í mesta lagi
öðrum til, sem gæti haft í för
með sér 18—20 m háa stíflu. Þó
skyldi áður en fullnaðarákvörð
un um þann áfanga væri tekin,
fam fram rannsókn sérfræðinga
og vinnubrögðum. Hún benti á
hversu mikla eýðileggingu vatns
flutningur sem færsla Suðurár
Myti að hafa í för með sér í
löndum Skútustaðahrepps og
Reykdælahrepps, og hættulegar
afleiðingar víða annars staðar.
Aðgerðir sem þessar, hvað þá ef
meiri yrðu, hlytu að snerta
fjölda jarða við Mývatn, í Lax-
árdal, Aðaldal, Bárðardal,
Reykjahverfi og Köldu-Kinn,
og valda ófyrirsjáanlegum spjöll
um á lífsskilyrðum fugla og
fiska í Laxá og Mývatni og
sennilega víðar.
Sýslunefndin endaði sín mót-
mæli með yfirlýsingu um, að á
hinu leytinu teldi hún héraðinu
hagkvæmt að raforkuframleiðsla
væri aukin með viðbótarvirkjun
í Laxá, þótt hún hefði í för með
sér hækkun vatns í Laxá ofan
stíflu þeirrar er gömlu virkjun-
inni tilheyrir um allt að 18 m.
Sams konar ályktun að efni
til kom frá Búnaðarsambands-
fundi skömmu síðar. Búnaðar-
sambandsfundurinn nefndi þó
18—20 m stíflu.
Þótt mótmæli þessi væru harla
skorinorð og komin frá forsvars
inönnum héraðsins, mönnum, sem
Laxárvirkjunarstjórn átti áður
að vera búin að hafa samráð við,
var svo að sjá af öllum sólar-
merkjum að orkuyfirvöld hygð-
ust hafa þau að engu.
Þá reis mótmælaalda að nýju
og nú viðtækari. Búnaðarsam-
Laxá
héraðsins ásamt sýslumanni í
þessu alvarlega máJli. Nefnd
þessi var kölluð Héraðsnefnd.
Of langt mál væri að lýsa
fundum þeim, sem Héraðsnefnd-
in tók þátt í eða boðaði til haust
ið 1969 og fram á vor 1970, enda
kann ég ekki að nefna tölu
þeirra, nema það að þeir voru
margir og sumir strangir.
Á starfstíma Héraðsnefndar
innar tók Jóhann Hafstein við
raforkumálum úr hendi Ingólfs
Jónssonar.
Störf nefndarinnar hnigu
fyrst og fremst að því að fá því
afstýrt að undirbúin væri til
lokaákvörðunar hin mikla virkj
un, Gljúfurversvirkjun, afstýra
því að hún yrði byggð, sem var
og er utan við öll lagaákvæði.
Á hinn bóginn sótti stjóm Lax-
árvirkjunar mjög fast að fá máli
sínu framgengt í þá átt, og taldi
það afar mikið fjárhagsatriði öll
um orkunotendum á Norður-
landi.
Vorið 1970 beitti Jóhann Haf-
stein sér fyrir því að fá þetta
deilumál leyst með samkomulagi.
Héraðsnefndin og stjórn Laxár-
virkjunar sátu langan tíma á
fundum í Reykjavík þetta vor
með ráðherra og ráðuneytis-
stjóra. Ekki kann ég að skýra
frá þeim viðræðum. Að lokum
virtist svo að til samkomulags
væri mjög að draga á þeim
grundvelli að horfið skyldi frá
á hugsanlegum áhrifum, sem
slík vatnsborðshækkun kynni
að hafa á smádýralíf í ánni,
og gróður, fisk og fugl í henni og
Mývatni. Gert var ráð fyrir að
rannsóknartímabilið yrði 3—5
ár. En ef svo færi að sérfræð-
ingar, sem til þessarar rann-
sóknar veldust, teldu 18—20 m
vatnsborðshækkun skaðlega líf-
inu í vötnunum, átti að falla frá
stífllugerðinni og þar með 2.
áfanganum.
Ekki verður um það deilt, að
þegar hér var komið var mál
þetta búið að taka gjörbreytta
stefnu.
Héraðsnefndin hætti þar með
störfum þeim, sem henni voru fal
in og litu flestir svo á að hún
hefði unnið vel að sínu viðfangs-
efni og að búið væri að fallast
á fyrir hennar tilstilli flestar
kröfur héraðsbúa, sem settar
voru fram 1969. Gljúfurvers-
virkjun var úr sögunni. Héraðs-
nefndin hafði unnið mikinn sig-
ur, Sýslunefndin, Búnaðarsam-
bandið, sveitarfélögin og búnað-
arfélög 6 hreppa.
Á sýslufundi vorið 1970 sam-
þykkti nefndin ályktun þar sem
lýst er fögnuði yfir því að horf-
ið er frá hinum hættulegu vatna
flutningum, stíflunni miklu í
Laxárdal og öllum þeim náttúru
spjöllum, sem yfir vofðu, ef því
óheillaráði hefði verið framfylgt
að gera Gljúfurversvirkjun eins
SEINNI ÞÁTTUR
Nú hófst annar þáttur þessa
máls, sem er allt annars eðlis.
Fram á sjónarsviðið kom félag
landeigenda við Laxá og Mý-
vatn, sem fyrst sá Ijós dagsins
vorið 1970 og var þó ekki full-
formað fyrr en um haustið, og
utan við félagsskapinn munu
enn standa bændur á 11 eða 12
jörðum á Laxárbökkum.
Með heimför Héraðsnefndar
og stofnun Landeigendafélags-
ins er mál þetta komið úr hönd-
um ábyrgrar héraðsstjórnar I
Suður-Þingeyjarsýslu.
Stjórn þessa félags formaði
sínar kröfur, og blaðaskrif svo
fimlega og áróður annan eins og
enn væri um það deilt, hvort
gera ætti Gljúfurversvirkjun í
5 áföngum eða gera hana ekki.
1 blöðum, sjónvarpi, útvarpi
og stórfundum hefur mál þetta
verið túlkað með þeim hætti, að
enn stæði til að fylla Laxárdal
með Suðurárvatni, hrófa þar
upp 57 m stiflu og eyðileggja
Mývatn. Þetta er ekki rétt túlk
un né drengileg í viðkvæmu
máli. Og ég er ekki heldur viss
um að henni fylgi til lengdar sig
ursæld. Jafnvel eins merkilegir
menn og Halldór Laxness og
Gunnar Gunnarsson tala eins og
út úr hól í annars gáfulegu
spjalli um þessi mál, af því að i
langsóttum áróðri hefur sú að-
ferð verið notuð í ofhita, sem
Stephan G. kallar hálfsannleika
— og er þó raunar enn minni
heldur en hálfur.
Á síðastliðnu sumri tókst að
smala saman 100 bílum og aka
þeim til Akureyrar. Það var
eins konar Sunnlendingaför frá
símadeiluárunum. Erindið var að
allega að mótmæla Gljúfurvers-
virkjun frammi fyrir helztu ráða
mönnum Akureyrarkaupstaðar.
Virkjun sem búið var að af-
skrifa fyrir tveimur eða þremur
mánuðum.
Fyrir bænarstað góðra manna
úr hópi landeigenda og annarra,
sem raun höfðu af ósköpunum
meira en gaman, fór ég till Akur
eyrar s.l. sumar til að reyna að
koma á skynsamlegum viðræð
um er leyst gætu þann ágrein-
ing, sem raunar átti að öllu eðli-
legu að vera úr sögunni að
mestu með sigri Héraðsnefndar-
innar í mai. Forsvarsmenn Akur
eyrar vildú fegnir að á kæmust
skynsamlegar viðræður. En for-
svarsmenn bænda við Laxá
fengu sig ekki til að eiga við-
ræður við jafn vonda menn og
eru í Laxárvirkjunarstjórn.
Ég hlífi mér við að ræða um
næsta kafla: dinamitið og maura
sýruna.
Næst gerist það að iðnaðar-
málaráðherra, Jóhann Hafstein
fékk þá Jóhann Skaptason
sýslumann Þingeyinga og Ófeig
Eiríksson bæjarfógeta á Akur-
eyri til að reyna að koma á
skynsamlegri málamiðlun.
Málamiðlun um hvað? mun
einhver eðlilega spyrja.
Jú, þegar búið er að faUast í
aðalatriðum á kröfur héraðsbúa
frá 1969 og Héraðsnefndin kom-
iri til sins heima, reisa landeig-
Framh. á bls. 18