Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 18

Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 27. FEBRÚAR 1971 Rányrkium gróðurlendið INGVI Þorsteinsson, mag- ister, hlaut styrk úr minn- ingarsjóði Ármanns Sveins sonar, sem viðurkenníngu fyrir árangursríkt starf á sviði landverndarmála og til þess að semja ítarlega greinargerð um þróun og ástand landeyðingar og uppfoks og á grundvelli þess að gera grein fyrir lík- legum leiðum til að sigrast á vandamálinu, eins og sagði í frétt í Mbl. í tilefni af þessu Ieituð- um við til Ingva, til að fræðast nánar um þessi málefni og spurðum hann hvort þarna væri mikið vandamál á ferð og hvort laadið væri enn að eyðast. Vantar ræktað beitiland fyrir 200-300 þúsund fjár Samanlagt svarar þetta til þess að íriðuð hafí verið minna en 2% af landinu öllu. Víða hefur þetta borið ágæt an árangur, eins og kunnugt er. M.a. hefur sandfok verið heft á sumum hættulegustu sandfokssvæðunum. En því fer f jarri að þetta land sé al gróið og raunar hefur engin úttekt verið gerð á því. Auk þess sem áður er talið kem- ur svo til árleg sáníng á veg um Landgræðslunnar, Land- vemdar, Vegagerðar og fleiri aðila, sem í heild svarar til 15—20% ferkm á ári af ný- ræktuðu landi. Nú, og nokk- ur sjálfgræðsla á sér stað, Viðtal við Ingva Þorsteinsson, magister — Já, við höfum á tæplega 1100 árum misst að minnsta kosti helmingínn af gróður- lendí Islands, sem samsvarar um þriðjungi af flatarmáli landsins alls, svaraði Ingvi. Og enn er landið að eyðast meira en það grær upp af eigin eða manna völdum. — En er það ekki í mót- sögn við það sem nýlega kom fram í frétt? — Ég hefi ekki séð neinar tölulegar staðreyndir til stuðnings þeirri stá'ðhæfingu. Þær rannsóknir, sem við höf- um verið að vinna að undan- iarið, hafa fært mér heim sanninn um hið gagnstæða. Ðæmið lítur svona út: Stærsta átakið í land- græðslu er fyrst og fremst að friða 1500 ferkm lands á veg- um Landgræðslu ríkisins, eft- ir þvi sem síðustu tölur herma. Við það bætast 300— 350 ferkm iands, sem Skóg- rækt ríkisins hefur friðað. þar sem land er ekki ofnýtt. En sú sjálfgræðsla gengur ákaflega hægt fyrir sig við okkar gróðurskilyrði. — Og á móti kemur svo? — Á móti þessu kemur það, að um 50-60% af öllum gróur lendí landsins er ofbeitt. Sums staðar aðeins lítillega, en á öðrum svæðum mjög mik ið. Þannig að beitarþunginn er margfaldur á við beitarþol ið. Þetta svarar til 10—12 þús und ferkm. Gróður á þessu svæði liggur undir skemrnd- um og jarðvegur eyðist. Um f jórðungur af landinu er hæfi lega nýttur og um annar fjórðungur minna nýttur en svarar til beitarþols. Sú eyð- ing, sem á sér stað, er því miklu meiri en það sem grær upp. — Sem dæmi um það hve raunverulega þarf lítið til að vega á móti uppgræðslunni, má benda á áhrif Heklugoss ins á gróður á síðastliðnu vori, þar sem nokkrir tugir ferkílómetra eyddust, þó að þeir nái sér e.t.v. síðar, bætti Ingvi við. Þetta er ekki sagt í þeim tilgangi að gera lítið úr landgræðslustarfi á Is- landi. Síður en svo. Það sæti sízt á mér að gera lítið úr því ágæta starfi, sem hefur verið unnið þrátt fyrir fáránlega lít ið f jármagn til þess, miðað við það hversu alvarlegt vanda- mál er við að eiga. Ef á að værrta þess að ná árangri í þessu starfi, verða menn að gera sér rétta og raunsæja mynd af því hvernig málin standa, til að geta stefnt að réttu marki. Bjartsýni er ágæt en hún verður að byggja á raunsæi. — Má ég skjóta inn spurn ingu? Er ekki Iandeyðingin breytileg eftir landshlutum? Og hvar er ofbeitin mest? — Jú, landeyðingin er breytileg frá einum lands- hluta til annars. Hún er mest á móbergssvæðinu og án efa örust á afréttum á hálendi hér sunnan lands. En það á sér líka stað geysimikil land eyðing í öðrum landshlutum, og ekki alltaf augljós með ber um augum. En ofbeitin er að allega á Suður- og Suðvestur landi, hluta af Vestfjörðum, Skagafirði og nokkrum hluta Húnavatssýslu. Minni nýting en svarar til beitarþols er á Austurlandi. — 1 fréttinni af styrkveit ingunni var talað um líklegar leiðir tii að sigrast á.vanda- málinu, og greinargerð frá þér um þróun og ástand land eyðingar og uppfoks? — Við erum búnir að gera gróðurkort af 60—70% af landinu öllu. Það nær yfir allt hálendið og við erum byrjaðir á byggðum landsins. Þessar niðurstöður, sem ég nefndi áðan um ofnýtingu landsins, hafa þannig verið tölulegar sannaðar. Allt ber sem sagt að sama brunni. Grundvallarástæða þess að við höfum ekki snúið vörn í sókn, er fyrst og fremst sú, að við rányrkjum að alltof miklu leyti gróðurlendið, sem þar af leiðandi verður sífellt rýrara, jafnframt sívaxandi þorf aukningar á bústofni vegna vaxandí fólksf jölda. — Þetta þarf að breytast nú þegar, hélt Ingi ðfram. Og það verður að gerast á þann hátt, að bithagar verði rækt- aðír upp og létt á hinum of- setnu högum. Þetta er undir staða allrar landgræðslu. Jafnframt þvi getum við þannig vænzt miklu meiri af- urða af búfénaði af ræktuðu landi. Við verðum að hafa í huga, að innan við 1.5% af landinu er ræktað og það ger ir ekki meira en að nægja til heyframleiðslu, eins og sakir standa. Hygg ég að okkur skorti ræktað beitiland fyrir 200—300 þúsund fjár eða jafn gildi í öðrum búpeningi, sem nýtir útihagana, til að vera ör ugg um að ofgera ekki land- inu. — Og líklega ekki sama hvar það er? — Nei, það þarf að haga landbúnaðarframleiðslunni í samræmi við Iandgæðin á hverjum stað. Og það er ekki gert nema að litlu leyti núna. 1 annan stað þarf að stór- auka fjárveitingar til hvers kyns landgræðslu, heldur Ingvi áfram. 1 ár er eytt um um 34—35 milljónum króna í þessu skyni. En í fljótu biagði sýnist mér að til þess að sjá íullnægjandi árangur, sem við gætum verið sæmdir af, þyrfti að veita 150—200 milljónum króna til þessa næstu 10 árin. Mikill hluti þess fjár mundi renna til þeirrar ræktunar, sem rætt var um hér að framan. En veruleg aukning þarf einnig að verða til beinnar land- græðslu, þ.e. heftingar sand- foks og til annarra varna gegn jarðvegseyðingu. — Þetta er í grófum drátt- um það, sem fyrst kemur upp í huga minn í sambandi við þessa spurningu, sem þú lagð ir fyrir mig um leiðir til að sigrast á vandanum, sagði Ingvi að Iokum. En eitt af meginverkefnunum á þessu sviði er svo að fræða ai- menning um hve alvarlegt þetta vandamál er og helzt að reyna að virkja almenning til beinnar þátttöku, eins og Landvernd er að reyna að gera. Það kernur sem sagt í ljós, að almenningur og for- ustumenn þjóðarinnar eru furðu fáfróðir um þessa hluti, þrátt fyrir það að vandamál- ið blasir við hvar sem er á ,andinu. Þetta mál er miklu - brýnna en mörg af þeim nátt úruverndamálum, sem nú eru á hvers manns vörum, en eru raunverulega mjög smá- vægileg enniþá hér á landi í samanburði við þetta. Leikstarfsemi í Vík í Mýrdal Á s.l. ári var sitofnað uogmieftna- félag í Vík í Mýrdal. Segja má, að það hafi þegar nokkru afrek- að, sem telja má til menningar- auka hér uan silóðir á sviði iþrófcta og félagsmála. Leikstarfsemi hefur lengi legið niðri í Vík. En með til- kontu félagsheimilisins Leik- skáia, hefur aðstaðan batnað til imma. Ungmennafélagið hefur nú tekið upp þráðinn og á von- andi eftír að gera meira. Al- þýðíegur, vinsaell gamanleikur, „Húrra krakkí“, varð fyrir val- imi. Frumsýning fór fram í fé- lagsheimilínu laugardainn 20. febrúar, og var þar mjög glatt á hjaila þetta kvöld. Leikstjóri er ungur SkaftfeT!- ingur, Sævar HeJgason, sem lokið hefur prófi frá Leikskóla Þjóðieikhússíns. Leikstjóri roál- aði hann einnig ásamt Sigurjóni Rútssyni, en leiktjaldasimíði annaðist Sigurður Ævar Harðar- son ásamt félöguim úr ung- roenmafélaginu. Persónur og leikendur eru: Guðmundur Goðdal keikinn af Siguirði Jónssyni, skrifstro. Hanna kona hans leikin af Heiðrúniu Rútsdóttiur, Thorkel- sen sýsiuimaður af Bimi Jóns- syni skólastjóra. Matthildur, kona hans aí frú Valgerði Guð- laugsdóttur. Tjrlfujr Austmann, TIe»gi Gunnarsson verzLm. Helga Stefáns af frú Ömrnu Björnsdóttur, HiHaríus ai Magraúsi Þórðansyni, lofskm. Anna, stofuistúlka af frú Sól- eyju Kagnarsdóttur og Tómas tútomima af Birni Friðrikssyni, verzl.m. Leikeradur eru allir úr Vík. H iutverkm voru öll vel af hendi leyst og suim með mestiu prýði, þegar haft er í huga, að tími til æfinga var nauanur og Jeikendur allflestir viðvaningar. Sýníngin er rraeð léttuim blæ og greirailegt, að stjómlagnir leið- beiniendur geta miklu áorkað. Sviðsbúnaður var ágætur og á Unigmenmafél agið Draragur þakk- ir skildar fyrir að hafa nú hafizt handa á myndarlegan hátt, til heiHa Þaiíu, eftir áralangt hlé. Leíkskrá var vel úr garði gerð, skreytt merki félagsins, sem er af Reynisdröngumn með ísienzka fánanm í forgrunni. Merki þetta er gert af Sigurði Rútssyni, raf- virkja í Vík. Þar leynist greini- iegt listahandbragð. Húsfyllir var á fruansýning- urmi og tóku áhorfendur henni mæta vel, alilit frá byrjun til enda með miklum hlátri og lófa- taki. Iranilega var ieikstjóranum fagr.að enda vel að heiðriruum kominn. Margir hér um slóðir tenigja miklar og góðar vonir við Urag- mennafélagið Drang. Það hetfur farið vel af stað og þess ósfcað, að það haldi réttri stiefnu, setji marlkið hátt o-g hopi hvergi þótt við einhverja byrjuinarörðugleika kunni að vera að etja. Stjóm þess skipa nú: Sigurður Ævar Harðarson, formaður, Anna Björnsdóttir, ritari og Þórður Karlsson, gjaldke-rL L L Hillarins (Magnus Þórðarson) og Thorke sen sýslumaðnr (Björn Jónsson). SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÉG finn hvergi frið. Gæti jákvæð hugsun orðið mér t’" hjálpar? Hvernig á að hugsa jákvæðar hugsanir? STUNDUM er hugtakið „jákvæð hugsun“, mistúlkað. Ef hún er slitin úr temgslum við en-durl-eysiandi mátt Guðs, verður hún aðeins andleg æfing og ber tak- markaðan árangur. Biblían segir: „Verið með sama hugarfari sem Krist- ur Jesús var“ (Fil. 2,5). Hugur ok'ka-r hneigist til efa- semda, reiði, gremju, saurugra hugsa-na og annars þess, sem illt er. Bib-Iían kennir, að Kristur skapi nýja afstöðu hjá okkur, þegar hann kemur inn í hjörtu okk- ar. Þetta verður „jákvæð hugsun“ í kristilegum skiln- ingi. Þá verða hans hugsanir okkar hugsanir. Við för- um að hugsa hlýtt til þeirra, sem hafa gert á okkar hlut, í stað þess að hugsa þeim þegjandi þörfina. Við væ-ntum ætíð góðs, í stað þesis að efast um gæziku Guðs og í stað kulda til náungans. Margur nútímamaður- inn tærist upp af hatri, illgimi og öfund. Þetta er ekki þóknanlegt Guði og veldur okkur sjálfum miklu böli. Öllu þessu getur Kristur breytt. Minnizt þess, að Biblían segir: „Ve-rið með sama hugarfari.“ Þetta þýð- ir, að við getum búið við andlega eymd, ef við viljum, en það felur einnig í sér, að Guð hefur gefið okkur kraft til þess að velja veg friðar, gleði og fullnægju. Við eigum völina. Máttur Krists stendur öillum þeim til boða, sem þiggja vi'lj-a.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.