Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971 19 ]
Wankie, Rhódesíu — AP.
DEILURNAR um það, hvort
„grisjun“ eigi að fara fram
hafa nú blossað upp í
Wankie-þjóðgarðinum í
Rhódesíu. Fílum hefur farið
svo fjölgandi þar, að mörg-
um stendur ógn af, og gróð-
ur er farinn að láta mjög á
sjá vegna þessa. Skökk tré
og brotnar greinar eru um
allan þjóðgarðinn og þjóð-
garðsverðir, sem berjast fyr-
ir því, að landssvæðið hald-
ist óbreytt, eru farnir að ör-
vænta.
Bruce Austen, þjóðgarðs-
vörður, segir að verði ekk-
er aðhafzt, muini aðrar dýra
tegundir svelta auk fílanna.
Hann segir að sl. fjögur ár
hafi um 400 fílar verið
„grisjaðir“, þ.e. felldir, eða
fluttir á brott frá Wankie.
Nú er svo komið, að fyrir-
sjáanlegt er að drepa verður
enn fleiri.
„Málið er nú allt í raun-
hæfri athugun,“ segir Aust-
en, sem er vel kumnugt um
andstöðu almennings við fíla
dráp í „grisjunarskyni“.
Fílar hafa tímgazt svo ört í Wankie-þjóðgarðínum í Rhódesíu, að gróðurinn er í hættu.
Þjóðgarðsverðir óttast að garðurinn verði að eyðimörk ef ekki verður gripið í taumana og
fíiunum fækkað. — Myndin sýnir fíla við eitt af 90 vatnsbólum þjóðgarðsins.
Off jölgun f íla ógnar þjóðgarði
„Þeir, sem halda að hér sé
um grimmdarverk að ræða,
skilja málin ekki. Staðreynd-
in er sú, að þetta er eina
leiðin og hún er ekki grimm-
úðug.“
Wankie-þjóðgarðurinn, sem
er á sjötta þúsund fermílur
að flatarmáli, er eitt mesta
griðland fíla í heimi. Er þeir
voru síðast taldir reyndust
þeir vera 7.900, En Austen
telur þessa tölu of lága, og
að 10,000 sé nær sanni.
Um 90 meiriháttar vatns-
ból hafa verið gerð í þjóð-
garðinum og fílarnir flykkj-
ast að þeim öllum og gera
öðrum dýrum erfitt um vik
að komast að vatni. Vatnið,
sem nú er fyrir hendi, er
ekki mikið, þar sem Wankie
hefur líkt og Tsavo-þjóðgarð-
urinn í Kenya, orðið fyrir
miklum þurrkum.
Austen segir, að verði fíl-
unum leyft að tímgast með
sama áframhaldi, verði land-
ið rúið öllum ætilegum
gróðri á tiltölulega skcrr..v-
um tíma. í kjölfarið mur.d
að sjálfsögðu sigia hur<?urr-
neyð allra grasæta í gaffðin-
um.
Austin er mikill fílavinur,
og honum fellur ekki vel sá
starfi, fremur en mörgum
öðrum þjóðgarðsvörðum, að
þurfa að „grisja“ fílahjarð
irnar.
Nú standa yfir umfangs-
miklar rannsóknir á tegund-
um dýra í Wankie. Basil
Williamsson, sem vinnur að
rannsóknunum við aðal-
stöðvar þjóðgairðsins, hefur
flokkað um 60 dýrahjarðir.
Hann hefur einnig gert
spjaldskrá um 2.000 mismun-
andi dýrahjarðir af ýmsum
tegundum í garðinum. Will-
iamsson merkir dýrin svo
hægt sé að fylgjast með
háttbundnum ferðum þeirra
í garðinum.
Austen segir, að enda þótt
fílar séu vandamál í þjóð-
garðinum um þessar mund-
ir, hafi sú árátta þeirra að
rífa upp tré með rótum eitt
gott í för með sér. „Þetta
verður stundum tii þesa áð
grasið fær að spretta, og
það kemur sér vel fyrir gras
æturnar,“ segir hann.
Frost, þurrkar og skógar-
eldar setja einnig svip sinn á
þjóðgarðinn og taka sinn toll
af honum. „Fílarnir eru ekki
einu gikkimir í veiðistöð-
inni,“ segir Austen.
Stóru löndin í Áfríku verða fátækari,
hin litlu ríkari....
FLEST nýfrjálsu ríkin í Afr
íku eiga tíu ára afmæli á
þessu ári. Á þessum áratug
hefur þróun efnahagsmálanna
orðið nýfrjálsu rikjunum mik
ið áfall. Þróunin hefur verið
örari en á dögum nýlendu-
stjómarinnar, en sama máli
gegnir með verðbólgu og sí-
auknar hömlur á vöruflutn-
ingum og fólksflutningum
milli nágrannalanda. Gífur-
leg fólksfjölgun í löndunum
setur flestar efnahagsáætlan-
ir úr skorðum.
íbúafjöldi Afríku varð 352,5
milljónir á áriruu 1970. Fólks
fjölgunin í álfunni sem heild
varð að meðaltali 2,5% á ári.
íbúafjöldinn verður því orð-
imn 407,6 milljónir á áriinu
1975 og rúmlega einn millj
arður á árinu 1990.
Tilraunir sem hafa verið
gerðar til þess að steypa sam
an stórum neyzlumörkuðum í
efnahagsbandalög hafa stöð-
- ugt farið út um þúfur —
stundum vegna þess að jafn
hliða hefur verið reynt að
að stofna pólitísk bandalög.
Eina efnahagsbandalagið sem
enn er við lýði í Afríku, efna
hagsbandalag landanna
þriggja í Austur-Afríku, hef
ur lent í miklum mótbyr.
Tekjur á mann rýnnuðu í
sextán af 54 löndum Afríku
á áratugnum. Hins vegar
jukust tekjur á mann um
35% eða meira í 15 löndum.
Athyglisvert er, að smárík
in í Afríku urðu ríkard en
þau stóru fátækari. Tekju-
aukning 4.900.000 íbúa 15 Afr
íkulanda sem hafa innan við
800.000 íbúa nam að meðal-
tali 56%. Tekjuaukning 243
milljóna íbúa tíu stærstu
Afríkuríkj anna var að meðal
tali 6,5%, — sem er langtum
minna en hækkun framfærslu
kostnaðar. Stöðnunin hefur
verið mest í fyrrverandi ný
lendum Frakka — en Fíla-
beinsströndin er alger undan
tekning.
Olía og námugröftur efldi
til muna fjárhag Máritaníu,
Portúgölsku Guineu, Gabona
og Zambíu og lofar góðu um
framtíðarefnahag Alsírs, Bot
swana, Nígeríu og Spænsku
Sahara. Síðastnefnda landið
er fátækasta land Afríku, en
nú er talið að það verði rík-
asta landið á þessum áratug
miðað við fólksfjölda. Fjár-
festingar í iðnaði stuðluðu
einkum að bættum efnahag á
Fílabeinsströndinni og í
Kongó.
Hins vegar rann mestallur
ágóði af námarekstri í Portú
gölsku Guineu og Gabon til
erlendra hluthafa, og tölur
um efnahag Djibouti (sem nú
heitir Afar-Issa-ströndin en
hét áður Franska Sómalía)
eru jafnvillandi.
Á meðfylgjandi korti byggj
ast spádómar um fólksfjölda
árið 1975 á fólksfjölguninni
á liðnum áratug, en í stríðs
hrjáðum löndum eins og
Kongó og Nígeríu ætti fólks
fjölgunin að verða örari nú
þegar friður er kominn á.
Nígeríumenn drápu að því er
álitið hefur verið tvær millj
ónir landa sinna á þrjátíu
mánuðum og Kongóbúar eina
milljón á fyrstu þremur ár-
um sjálfstæðis síns, svo að
þessar hörmungar drógu eðli
lega úr fólksfjölguninmi.
(Forum World Feathures:
Einkaréttur Mbl.)
OBSERVER
LÖND ÍÞ 1970 Árleg fólks- fjölgun Áætluð íbúatala 1975 Tekjur á mann 1970 Tekjuaukning eða rýrnun á mann síðan 1970
1. Nígería 67m 2.4 77m $ 65 -í-0.1
2. Egyptaland 34.3m 2.6 39.9m $185 1.5
3. Eþíópía 25m 1.8 27.8m $ 70 2.6
4. Suður Afríka 20.2m 2.3 23.lm $650 3.7
5. Kongó (Kinishasa) 19.3m 2.1 21.7m $ 90 -=-0.3
6. Marokikó 15.7m 3.3 18.9m $180 0.4
7. Súdan 15.2m 2.9 17.9m $100 -r-0.4
8. Alsír 13m 3.2 15.5m $220 -t-3.5
9. Tanzanía 12.5m 2.3 14.5m $ 70 1.2
10. Kenýa 10.6m 2.9 12.5m $130 1.4
11. Ghana 9m 2.7 10.5m $170 -t-0.7
12. Uganda 8.4m 2.5 9.7m $110 1.1
13. Mozambique 7.5m 1.3 8.2m $180 3.6
14. Madagasikar 6.9 m 4.0 8.6m $120 -t-0.2
15. Kamerún 5.6m 2.2 6.4m $140 1.1
16. Angola 5.5m 1.3 6.0m $190 2.1
17. Rhódesia 5.2m 3.2 6.2m $200 6-0.1
18. Túnis 5.2m 3.0 6.1m $250 2.7
19. Volta-Qýðveldið 5.2m 2.2 5.9m $ 50 0.1
20. MaU 5m 2.6 5.8m $ 70 1.3
21. Malawi 4.6m 2.6 5.3m $ 50 2.2
22. Fílabeinisströndiin 4.2m 3.3 5.0m $260 4.8
23. Zambía 4.2m 3.0 4.9m $220 3.6
24. Níger 3.8m 2.8 4.4m $ 70 -t-1.6 -
25. Senegaíl 3.8m 2.4 4.3m $180 6-1.4
26. Butrumdi 3.7m 2.25 4.2m $ 50 0
27. Chad 3.6m 1.5 4.0m $ 60 -f-1.5
28. Guiniea 3.5m 2.0 3.9m $ 90 2.7
29. Rwanda 3.4m 3.1 4.0m $ 60 1.5
30. Sierra Leone 2.8m 1.5 3.0m $150 1.5
31. Somalía 2.7m 4.2 3.4m $ 50 0.2
32. Dahomiey 2.6m 2.7 3.0m $ 70 1.1
33. Togo 2.0m 2.6 2.3m $ 90 0.5
34. Líbýa 1.8m 3.7 2.2m $1,200 19.4
35. Mið-Afríkulýðveldið 1.5m 2.4 1.7m $110 6-0.6
36. Líbería l.lm 1.7 1.2m $300 2.7
37. Lesotho 900,000 2.9 l.lm $ 80 1.2
38. Korugó-BrazzaviMe 900,000 1.5 l.Om $130 2.2
39. Máritíus 850,000 2.8 l.Om $250 6-1.8
40. Máritanía 800,000 1.1 900,000 $200 130
41. Botswana 600,000 3.1 700,000 $100 0.8
42. Portúgalska Guinea 550,000 0.2 560,000 $230 4.3
43. Gabon 500,000 0.9 530,000 $490 15.0
44. Swaziiand 450,000 2.9 530,000 $200 5.4
45. Reunion 430,000 2.9 500,000 $310 4.4
46. Gambía 380,000 2.7 420,000 $100 6-0.1
47. Mið-Afríka-Guíniea 280,000 1.8 310,000 $290 4.6
48. Kanríeyjar 260,000 3.7 320,000 $220 4.5
49. Kap Veirdeeyjar 250,000 2.6 290,000 $110 6-1.8
50. Spænskir bæir í Marokkó 160,000 0.9 170,000 $300 3.5
51. Djibouti 80,000 1.4 87,000 $620 6.8
52. Sao Tome & Principe 60,000 0.2 60,800 $290 6-0.1
53. Seychel)les-eyja 50,000 3.5 61,000 $ 70 6-0.3
54. Spænska Sahara 50,000 2.0 56,000 $ 30 4.1