Morgunblaðið - 27.02.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971 Stefán Ásgeirsson - Minning Sunnudaginn 21. febrúar s.l. lézt að heimild sínu, Sólheima- tungu í Mýrdal, Stefán Ásgeirs- son aðeins 43 ára að aldri (og verður útför hans gerð frá Sól- heimakapellu í dag). Mér hefur jafnan brugðið við fráfall kunningja, jafnt eldri sem yngri. Þó fer það aldrei svo, að það sé ekki mismikið og fer það auðvitað eftir ýmsum ástœðum. En við fráfall Stefáns í Sólheima tungu setti mig alveg hljóðan. Það var svo langt frá því, að ég gæti áttað mig á því, hvað hefði gerzt. Maður á bezta aldri og í fullu fjöri, að þvi er virt- ist, með glæstar vonir og í óða- önn að búa sig undir framtíðar- störfin, er hrifinn burt frá konu og bömum i blóma lífsins. Að okkar dómi á slíkur maður ekki að falla fyrir aldur fram, en þetta er einu sinni gangur lífsins með unga og gamla og þessu verður ekki komizt hjá. Maðurinn með ljáinn er alltaf á ferðinni og tekur sitt. Sárið er stórt fyrir fámennt sveitarfélag, já, svo stórt, að ekkert græðir nema tíminn. Það var raunar vitað að Stefán h»fði ekki gengið alveg heill til skógar öðru hvoru, að hans sögn og fleiri, er til Jekktu. Fór hann því á spítala til rannsóknar eftir áramót- in, en út úr því virtist ekki koma neitt það, er benti til neinnar hættu og vann því Stefán hvað sem fyrir kom, bæði létta og þunga vinnu. Stefán var fæddur að Ytri-Sólheimum 28. júní 1927. Voru foreldrar hans hjónin Kristín Tómasdóttir og Ásgeir Pálsson, hreppsstjóri. Ólst Stefán þar upp til 9 ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum sin um að Framnesi og átti þar heima síðan til 1964. Var Stefán næstelztur af átta systk- inum og eru nú fimm eftir á lífi. Óefað hefur uppeldi og heimil- isbragur mótað Stefán snemma. Heimilið var mannmargt, systk- inahópurinn glaðvær og lund- góður, hlutur nágrannanna virt- ur af húsbændum. Þetta er meira veganesti, en ýmsir gera sér ljóst, þegar þessu er fylgt, er út í lífið kemur, sem hér var gert. í uppvexti vandist Stefán allri vinnu við algeng sveita- störf, og er vélamenningin nam land í sveitum almennt, reyndist Stefán þar strax mjög laginn. Fljótlega eftir fermingu fór hann í atvinnuleit yfir vetr- arvertíðina, einkum til Vest- mannaeyja og víðar. Stundaði þá aðallega sjó og aðra vinnu er til féll, en vann oftast heima yfir sumartímann eða var heima- t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Bjarni Marinó Einarsson, Stórholti 22, lézt í Landspítalanum 25. þ.m. Georg Bjarnason, Þórey Bjarnadóttir, María Bjarnadóttir, Ólafur Metúsalemsson og barnaböm. t Þökkum innilega auðsýnda sajmúð við andlát og útför Mínervu Jósteinsdóttur, Akurgerði 40. Börn, bamabörn, barnabarnabörn, tengdabörn og systkin. við með annarri vinnu. Ár- ið 1962, á sumardaginn fyrsta, stígur Stefán eflaust sitt mesta heillaspor í lifinu, kvænist hann þá eftirlifandi eiginkonu sinni, Áslaugu Kjartansdóttur frá Suður-Hvammi. Byrja þau bú- skap í Framnesi sama ár í fé- lagi við foreldra Stefáns og eru þar næstu tvö árin. Flytjast þau þá til Víkur og fæst Stefán þar við ýmsa vinnu við verzlanim- ar, einkum þó smíðar. Ekki undi harm sér lengi í Vík, og er hald inn átthagaþrá, sem mun hafa verið sterk, og hefur verið vont fyrir mann, sem jafnmikið hafði unnað útilífi, heiðargöngum, hættusömum hamraferðum til að bjarga fénaði úr sjálfheldum og veiðimennsku að standa gegn henni, en hann var lengi grenja- og skotmaður á stóru svæði ásamt Sigurði bróður sínum. En þessa þætti leysa ekki nema léttfærir menn og var Stefán þar jafnan í fremstu röð. Fór honum nú fyrir alvöru að detta í hug að flytja á bernsku- stöðvar sínar, og þegar svo var komið, hefur óefað ráðið úrslit- um, hvaða mat konan lagði á átthagaþrá manns síns og hún reyndist vandanum vaxin. Hika ég ekki við að segja, að með þessu hófst bjartasti tíminn í ævi Stefáns heitins. Þau festu kaup á jörð úr Ytri-Sólheima- landi og byrjuðu síðan á hús- byggingu rétt við æsku- heimili Stefáns og unnu að henni með miklum dugnaði og mynd- arbrag. Kom þá bezt i Ijós, hve Stefán var fjölhæfur, þótt enga hefði hann skólagöngu ut- an barnaskóla. Vann hann jafnt tréverk, múrverk, rafmagns- og miðstöðvarlagnir sem lærður væri í þeim greinum, og rétt fyr- ir jólin 1967 fiuttust þau í sitt nýja hús, næstum fullgert, og nefndu Sólheimatungu. Nutu þau síðan hinna nýju heim- kynna þau fáu ár, er Stefán átti eftir ólifuð, sem aldrei munu gleymast hvorki þeim né ná- grönnum, er urðu aðnjót- andi margháttaðrar hjálpsemi þeirra, sem var alþekkt. Stefán byggði lífsafkomu sína að nokkru á búskap, afl- aði hann heyja og seldi siðan, töluverða garðrækt var hann og með. Einnig stundaði hann oft smíðar og raflagnir nú að sið- ustu. 1 hópi vinnufélaga var hann mjög upplífgandi, tók vel eftir broslegu hlutunum engu síður en þeim gagnlegu og ég held, að fátt hafi farið fram hjá honum á vinnustað, er gat vak- ið kátínu. Sjómennsku hér við sandinn hafði hann oft stundað á skipi með föður sínum, er var lengi formaður. í seinni tíð kom fyrir að við fórum saman til fiskjar. Þar var hann hrókur alls fagnaðar. Fylgdi slíkum ferð um hans hugur máli, var hann netfiskinn og iðandi veiðimaður. Af framansögðu sést, að Síefán var mörgum kostum búinn og gaf hann þeirri fjölhæfni, er hann bjó yfir, tækifæri eftir því sem unnt var, og er það ekki lítil gæfa hverjum manni, er býr yfir frjálsri hugsun. Ég er ekki viss um, að ég hafi séð öllu samhentari hjón en Stefán og Áslaugu. Sam- búð þeirra mun hafa verið alveg sérstök. Og þvl er harm- urinn mikill við fráfall elskaðs eiginmanns og föður. En þeim mun stærri er huggunin að mik- ið er misst. Við skulum gæta að því, að sá sem getur ekki eign- azt harm, hefur ekkert að missa. En hvað er framundan? mun margur spyrja, þegar svona er komið. Hvað stendur eftir? Jú, því er auðsvarað, þrjú mann- vænleg böm, Kjartan 9 ára, Kristinn sjö ára og Ásta Ósk fimm ára. Böm eru sá falleg- asti meiður, er hugsazt getur, og sú mesta eign, er nokkur get- ur eignazt og er hinni ungu móður falið uppeldi þeirra, göf- ugasta starf í hverju þjóðfélagi. Kæri vintu-. Nú á ég ekki oft- ar von á þér að ræða þá hluti, sem okkur báðum voru svo hug- stæðir og ég finn, að ég er miklu sviptur. Góður og fals- laus vinur er horfinn. Fyrir stuttu ákvaðst þú að koma tll mín og við færum saman á Dyr- hólaey. Það verður að biða, þar til ég er jafn vel ferðafær og þú. Fyrir alla kynningu okkar hjón- anna við þig, skal þakkað hér og einnig þakkir og samúðar- kveðjur til aldurhniginna for- eldra og systkina og að siðustu eiginkonu og barna. Megi guðs- blessun hvila yfir heimilum ykkar í hinni sáru sorg. Sigurþór Sigurðsson. Valbjörg Jónsdóttir - Minning Fædd 21. maí 1895. Dáin 19. febrúar 1971. VALBJÖRG verður j airðsett í Borgannesi í dag. Foreldrar herun ar voru Jón Guðmundsson, hreppsstjóri og Seaselja Jónsdótt ir, Valbj anniarvölilium, Borgar- hreppi í Mýrarsýslu. 19. febráar 1916 gifitist hún Ás- birni Guðmundssyni, er lézt 1962, en brúðfeaiup þeiana var sérstakt, því þá gifibu si'g saim- tímis þrjú systkiini: Guðrún, Maignúsi, sparisj óðsstj óra og Guð munidur, Þónumni Jómsdóttur frá Galtarholti. 55 árum seiininia lézt Válbjöirg á igiftinigairdegi sinium 19. febrúar sl Böm þeirra eriu Finmibogi, bú- settiur í Borgamesi, Ihin í Reykja vík, Þorbjörtn tollþjónm, kvæntuir Guðríði Ágústu Bj ömsson, Sig- uirigeir Borgfjörð, fulltrúi, kvæmt- uir Guðfininu Þóru Þórðardóttur, Sesselja Sigríðúr, gift Skúla Þor- kalsisyni, ralkarameiistairia og Guð jón bygginigam-eistairi, kvæmtur Ágúsitu Jóhamnisdóttur. Valbjörg fékk í vögguigjöf sér- lega góða lund, vildi allra mamn/a vamda leysa og sizt mátti hún heyra mokkrum mairunii haH- mælt. Hún sá aðallega björtu hliðamar í iífiinu. Ásbjöm hafði ireist sér hús í Borgarnesi. — Lögðu martgir leið sínia þamgað og vaæ Vaibjörg með faðm siinn opinin fyrir gestuim. Efmiin voru ekki milkiil, en hjarfarúmið því meira og enginin fór svamigur frá þeirra heimilL SjáMur á ég óendainlega mairg- -air ljúfar endurminaiiinigar um Valbj örgu móðursystur mína og hanmiair heimili. Þær ætlia ég ekki að reikja hér, em. ofarlega í huiga miíniuim er kvæði efitir sfcáldið Guðmuind frá Samdi, sem mér finmist vera sem ort til þessarar ljúfu fræniku mdmmar og því emda ég þessi orð mán með hans ljóðlmum: Þú lifiiir þótt þú deyir í landsinis nýtu somium, en lemigst og bezt og feguirst í skyld'uræknulm komium. Ég er sainnifærðuir um að aElt sem gott er þesisia heims og ainm- aiis mumi vemda og fyOigjia þesis- ari fræmfcu mimmi á þær sióð'ir, sem heranii eru nú ætlaðar. Jón Magnússon. ÞAÐ ER erfitt að kveðja, í hinzta sinn. Ég mun alltaf minnast hennar dásam- lega viðmóts, brosið hennar var ógleymanlegt. Á þessari stundu er engin eft- ir af systrunum frá Valbjam- arvöllum, en þreföld sé þeirra minning. Ernst Thorbjörn Pedersen, Kaupmannahöfn. Fjárskortur hamlar rannsóknum i vanþróuðu löndunum „FURÐULEG mótsögn, sem á sér stað í fleiri en einu vanþróuðu landi, verður bezt skýrð með eftirfarandi dæmi. Tilrauna-kjamakljúf- ur, sem hefur kostað þrjá fjórðu úr milljón til einnar milljónar dollara, getur stað- ið ónotaður, vegna þess að skipta þarf um loftsneril, sem kostar þúsund dollara." Það er helzti vísindamaður við argentínsku kjamorku- stofnunina, Jorge A. Sabato, sem meS þessum orðum lýsir þeirri óvæntu uppgötvun sinni, að í vanþróuðum lönd- um eru eimatt til stórar fjár- hæðiri til að kaupa dýr rann sóknatæki, á sama tíma og það getur verið nálega ómögulegt að útvega minni- háttar upphæðir til rekstrar- útgjalda. Sabato heldur því fram, að meginorsökin til þessa ástands liggi í skriffinnsku- kerfum 20. aldar, sem séu ekki í samhljóðan við þarfir nútímans og hafi haft lam- andi áhrif á visindarannsókn- ir. Af þessu leiði, að rann- sóknastofananir í vanþróuð- um löndum einkennist af „meðalmennsku, skriffinnsku og leiða, og mönnum er gert með öllu ókleift að inna af hendi nokkurt skapandi starf.“ Þessi sjónarmið eru lögð fram af Sabato í hvassri grein um rannsóknir í van- þróuðum löndum í síðasta hefti ársfjórðungsritsins Imp act of Science on Society, sem er gefið út af Menning- ar- og vísindastofnuin Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO). Heftið er allt helgað um- ræðuefninu „Magn eða gæði“. Til að varpa ljósi á stað- hæfingu sína lýsir Sabato í fáum dráttum famaði dæmi- gerðrar rannsóknamiðstöðv- ar í vanþróuðu landi. í fyrsta áfanga, þegar hinar miklu fjárfestingar eiga sér stað, eru allir hrifnir — eink anlega stjómmálamennimir, það á að vígja nýjar bygg- ingar, það á að kaupa ný tæki í stórum stíl, sem er góður blaðamatur, og það á að halda ræður. Næsti áfangi hefst um það bil fimm árum síðar. öll hin miklu kaup hafa verið gerð. Nú þarf einungis að standa straum af rekstrarkostnaði, og þá getur farið svo, eins og Sabato orðar það, að „glersmiður sé eins verð- mætur og doktor." En núna, þegar árangurinn ætti að geta farið að koma í ljós, er erfiðara að afla fjár, og rann sóknirnar eru tafðar eða stöðvaðar: miðstöðiin „verð- ur sannkallaður kirkjugarð- ur dýrra tækja, þar sem ein- ungis eru eftir miðlungs- menn til að sinna þeim.“ Snjöllu vísindamennirnir eru farnir burt og hafa orðið ,,heilaveitunni“ að bráð. f þriðja áfanga, þegar þjóð félagið ætti að njóta ávaxt- anna af ranmsóknum stöðvar innar, er allt runnið út í sandinn, vegna þess að skrif- finnskan hefur kæft allt frumkvæði. EINNIG ÁVIRÐINGAR I IÐNAÐARLÖNDUNUM í iðnaðarlöndunum getur einnig verið full ástæða til að hafa áhyggjur af gæðum og árangri vísindarannsókma. G. A. Boutry, prófessor við Conservatoire National des Arts et Metiers í París, ræð- ír hið feikilega magn af vís- indalegum ritgerðum, sem birtar eru; í Bamdaríkjunum einum fimmtugfaldaðist fjöldi ritgerða um eðlisfræði á árunum 1922 til 1966. Boutry spyr, hvort slík aukning á mjög kröfuhörðu vísindasviði geti verið eðlileg nema gæði vísindamanmanna hafi rýrnað þegar á heildina er litið. Hanm getur þess, að magn hins birta vísindalega lesefnia ákvarðist sýnilega ekki af því, hve mikið nýtt eða verðmætt efni liggi fyr- ir, heldur af því að vísinda- mennlmír eru nauðbeygðir til að • birta eitthvað — kannski er of gróft að segja hvað sem er — með jöfnu millibili. í Bandaríkjunum er þetta tjáð með orðtakimu „Publish or Perish". í vissum skilningi er dóm- ur Uoutrys alveg eins stramg ur og dómur Sabatos. Hann segir: „Sá andi ungæðislegr- ar hrifningar blamdaður þeirri ráðdeild og atillingu, sem áður fyrr einkenndi all- ar rannsóknastofnanir — bæði stórar og smáar — er smám sama að víkja fyrir umsvifum og óðagoti, æsi- fréttagerð og þeirri siðvemju að dreifa óviðeigandi og oft Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.