Morgunblaðið - 27.02.1971, Síða 23
MORGUNBLAÐQÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971
23
Stefán Þorsteinsson meS ýmis-
legt léttblandað í pakka
— Bóka-
markaður
Framhald af bls. 5
ætla að gera meiri bókakaup
að sinni, þar sem tími til bóka
lesturs væri naumur með
skólanáminu.
— Okkur finnst nefnilega
heldur niðurlægjandi að verða
að segja þeim sem kynni að
spyrja okkur hvernig ákveðin
bók væri, sem stæði í bóka-
hillunni okkar, að við hefðum
því miður ekki lesið hana og
gætum því ekki um gæði henn
ar dæmt. Þá er nú betra að
eiga bókina alls ekki og bíða
með bókakaupin þar til tím-
inn til lestrar verður orðinn
meiri og þá um leið peninga-
ráðin. Og það kemur bóka-
markaður eftir þennan bóka-
markað.
„ÝMISLEGT LÉTT-
BLANDAГ
Næst hittum við að máli
Stefán Þorsteinsson, lögreglu-
þjón, þar sem hann var að
láta pakka inn stórum stafla
af bókum, sem hann var bú-
inn að velja sér.
Sagði Stefán að hann hefði
valið sér ýmislegtt léttblandað
í þetta skiptið, og kostaði
bókastaflinn sem hann var
með aðeins rúmar 1000 krón
ur, sem kalla má vel sloppið.
Meðal bókanna sem Stefán
keypti sér var lagasafn frá ár
inu 1945 og sagði hann að hann
væri nýlega byrjaður á því að
lesa lög og hefði hann gaman
af.
„VORU MEÐ 700 KRÓNUR
UPP Á VASANN TIL BÓKA-
KAUPA"
Helga Björg Björnsdóttir og
Hallfríður Karlsdóttir, báðar
12 ára gamlar höfðu þegar val
ið sér nokkrar bækur þegar
við tókum þær tali. Sögðust
þær eiga heima skammt frá
bókamarkaðnum og því væri
auðvelt fyrir þær að skreppa
og skoða bækurnar. Annars
höfðu þær samtals 700 krón-
ur upp á vasann, sem þær
máttu kaupa fyrir og ættu
þær að geta fengið þó nokkr
ar barnaskáldsögur fyrir þá
upphæð, en það voru bók-
menntirnar sem þær sögðust
mest sækjast eftir.
— Fjárskortur
Framh. af bls. 22
andstæðum upplýsingum til
blaðanna.“
ÓNÆMI GAGNVART AUG-
LÝSINGUM OG HEILA-
ÞVOTTI
Alls óskylt efni undir fyrir
sögninni „Magn eða gæði“ er
rætt í sama hefti af Martin
Esslin, sem er forstöðumaður
leiklistardeildar BBC (brezka'
riíkisútvarpsins). Hann segir
að sjálft magn sjónvarpsdag-
skráráinnar hafi tilhneigingu
til að slæva hæfni áhorfenda
til að greina á milli raun-
verulegra og upploginna við-
burða. Þar sem sjónvarpið er
fyrst og fremst og nálega
eingöngu afþreyingar- og af-
slöppuinartæki, gætiir mjög
tilhneigingar til að dæma öll
dagskráratriði eftir skemmti
gildi þeirra.
Afleiðingin verður sú, að
raunverulegur dauði her-
manna í Víetnam verður ým-
ist meira eða minna hríf-
andi en leikinn dauði her-
manna í stríðsmynd, og
stjórnmálamennirnir eru
dæmdir eftir því hvort þeir
voru skemmtilegri eða leið
inlegri en leikarinn í grín
myndinni.
Esslin er mjög gagnrýniinn
á sjónvarpið fyrir „gervidag
skrá“ þess og uppfyllingar-
efni, en þrátt fyrir gagnrýni
sína elur hann í brjósti mikl-
ar vonir um þennan fjöl-
miðil, sem hann telur vera
— eða réttara sagt geta oorð
ið miðil fyriir alþýðulist sam
tímans.
Esslin er alls ekki kvíðinn
fyrir því, að sjónvarpið
fjöldasefji áhorfendur. Magn
sjónvarpsefnisins hindrar
það, segir hann. Sjónvarps-
auglýsingar gera áhorfendur
ónæma þegar til lengdar læt
ur, og sama mun eiga sér
stað í sambandi við pólitísk
an áróður í sjónvarpi, segir
Esslin.
(Frá S.Þ.)
- Hornafjarðar-
reisa
Framh. af bls. 14
allt gengur samkvæmt áætl-
un, vonumst við til að hægt
verði að taka nýju frysti
geymslurnar í notkun 1972 og
siðán allt húsið 1973—’74, en
þá verður gamla húsinu breytt
fyrir landbúnaðarvörur og
annað slikt. Það hús var
býggt í áföngum á árunum
1946—’'58.
— Hver eru afköst nýja
hússins áætluð ?
— Við gerum ráð fyrir að
afköstin muni tvöfaldast frá
því sem nú er og að frysti-
geymslur taki um 1500 lest-
ir. Á sl. ári framleiddi frysti-
húsið um 65 þúsund kassa
að verðmæti um 120 milljónir.
Auk þess voru framleidd um
1100 lestir af fullstöðnum salt
fiski, 5000 tunnur af saltsíld
og bræðslan vann úr 10500
lestum af loðnu, þannig að
heildarútflutningsverðmæti
sjávarafurða frá Höfn nam
um 240 milljónum króna, sem
hlýtur að teljast gott í 900
manna þorpi.
SAMSTAÐA OG
DUGNAÐUR
— Hverju þakkarðu þenn
an mikla uppgang í þorpinu?
— Það er auðvitað fyrst og
fremst góðum afla að þakka
og miklum dugnaði íbúanna
hér. Sjómenn vilja eiga sin
eigin skip hér og útgerðin er
vel rekin. Hér er einnig mik-
il samstaða meðal íbúanna og
t.d. má nefna að allt sparl-
fé er geymt heima fyrir í inn-
lánsdeild Kaupfélagsins. 1
sumar opnar svo Landsbanki
íslands útibú hér og yfirtek-
ur þá innlánsdeildina og bind
um við miklar vonir við það
að fá hingað bankaútibú, sem
veitir alla þjónustu. Það sem
auðvitað er mikilvægast, er
að atvinna er stöðug allt ár-
ið og yfirleitt skortur á fólki
hluta úr árinu og þvi verða
hinir að leggja meira á sig,
sem er erfitt.
— Hvað er annað á döf-
inni hjá Kaupfélaginu?
— Við höfum nú nóg með
frystihúsið næstu árin, en
þess má geta, að við erum
að ljúka við smíði 1500 fer-
metra veiðarfærageymslu, þar
sem bátarnir fá aðstöðu. Einn
ig er í undirbúningi bygging
nýs mjólkursaimlags, þvi að
hið gamla var byggt árið 1902
og er orðið alltof lítið. Verið
er að teikna nýja húsið og
athuga með útvegun fjár-
magns.
— Er ekki starf kaupfélags
stjóra erfitt?
— Það er mikið starf, en
ég hef gott starfsfólk, sem
léttir mikið á.
— Hver var heildarvelta
Kaupfélagsins á sl. ári?
— Hún var um 400 milljón-
ir. Við greiðum nú vinnulaun
til 200—300 manns á viku og
á sl. ári námu launagreiðslur
um 48 milljónum og auk þess
greiddi verksmiðjan rúmar 9
milljónir í laun.
— ihj.
— Listin
Framhald af bls. 13
tvítugur að aldri hefur líf mitt
algerlega byggzt á þeim pening-
um, sem ég hef getað skrapað
saman með því að raða orðum
saman; það hefur oltið á ýmsu,
en ég vona samt að þvý verði
aldrei á annan veg farið. Ég kýs
því að líta á verðlaunin sem
traustsyfirlýsingu — ekki aðeins
á þær bækur sem ég hef skrif-
að, heldur ef til vill einnig á
þær sem ég á eftir að skrifa. Ef
svo er, held ég að ég geti lofað
yður að þér verðið ekki fyrir
vonbrigðum, og með þessu heiti
þakka ég fyrir mig.“
— Vegagerð
Framh. af bls. 10
haflega var gert samkomulag
milli Kópavogsbæjar og rikis-
stjómarinnar árið 1965, um að
tekjur Kópavogs af þéttbýlis-
fé rynnu óskertar til
framkvæmdanna til ársloka
1973, en síðan yrði kostnaður
við verkið greiddur af svo-
kölluðum 10% sjóði. Nú hefur
vérkið aldrei farið fram úr áætl
un á hverjum tima, en vegna
gjörbreytts verðlags, þá hafa all
ar áætlanir hrunið og verður
Kópavogsb. að verja öllum tekj
um sínum af þéttbýlisfé næstu
15-20 árin til þess að endar nái
saman. Hér er um mikið sann-
girnismál af hálfu Kópavogs að
ræða og skora verður á Alþingi
að taka málið upp að nýju og
gera á bót. Umferð um Hafnar
fjarðarveginn i framtiðinni er
ekki sérmál okkar Kópavogs-
búa og telja verður að rikis-
valdið hafi með samningum um
Elliðaárbrúna og greiðslu kostn
aðar hennar markað stefnuna í
þessum efnum. Telja verður eðll
legt miðað við aðstæður, að þétt
býlisfé Kópavogs verði laust ár-
ið 1973. Að mörgu leyti fannst
mér ekki ósvipuð aðstaða með
Keflavíkurveginn og hafa við-
horfin þar einnig mjög breytzt.
Það má lengi deila um vega-
tollinn og vil ég leiða þær um-
ræður fram hjá mér, þar sem
mér finnast þær ekki lengur
skipta máli, en aftur á móti er
það fullljóst, að vegatollur þessi
hefur staðið nú um 8 ára skeið,
án þess annars staðar hafi kom-
ið til slíkrar skattlagningar.
Vegamálastjóri hefur látið í ljós
að það muni vera fyrirhugað
að afnema tollinn þegar varan-
leg vegagerð verði komin á við
Selfoss.
Hér finnst mér vera um mjög
vafasama ráðstöfun að ræða og
aðeins ibúar eins landshluta
greiða þvi fyrrnefndan toll. Það
er eðlilegast að frá og með síð-
ustu áramótum renni þessi
tollur óskertur til vegafram-
kvæmda á Reykjanesi, án þess
að skerða á nokkurn hátt fjár-
veitingar á vegalögum. Öll get-
um við verið sammála um það
að varanleg vegagerð til sjávar-
plássanna á Reykjanesi er mikið
nauðsynjamál, hvort sem hafður
er í huga gjaldeyrir eða hrein-
lætisástseður, og snertir málið
I alla landsmenn.
Þakka innilega sýnda vináittu
á 80 ára afmæli miínu, 13.
febrúar sl.
Guðriín Steingrímsdóttir,
Nýlendu.
Innilegustu kveðjur og þakk-
ir til allra, sem minntust mín
og glöddu mig með góðum
gjöfurn, blómurn, sikeytum og
ljóðurn á 60 ára afmæli mínu,
17. febrúar sl.
Lifið heil.
Karl Elíasson,
Hafnarfirði.
Hjartanlegar þakkir færi ég
börnum minum, tengdabörn-
um og vinum fyrir góðar
gjafir, heimsöknir, blóm og
hlýjar kveðjur á 80 ára af-
mælisdegi minum þann 20.
febrúar.
Guð blessi ykfcur öl!l.
Giiðinundur Markússon.
— Bókmenntir
Framh. af bls. 13
yrkir þannig ljóð, „gangi aldrei
í björg svartálfa tilverunnar,“
og þó að brotlöm sé allvíða
sjáanleg á ljóðunum og sumt
ekki sagt af þeirri hnitmiðun í
orðalagi og líkingum, sem svari
til auðsærrar einlægni höfund-
ar i tjáningu hugsana og til-
finninga, þykir mér ekki ólík-
legt að þarna fari skáld, sem
eigi eftir að láta sitthvað það
frá sér fara sem jafnvaranlegt
megi verða í íslenzkri ljóðlist og
sætleiki sársaukans í mannlegu
lífi allt frá vöggu til grafar.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Hjartans þakkir til barna okkar, tengdabarn og barnabarna,
ættingja og vina sem glöddu okkur með heimsóknum, heilla-
skeytum og góðum gjöfum á 70 ára afmælisdegi okkar 12/2
og 21/2. — Guð blessi ykkur öll.
Sesselja Smonardóttir og Sigurður Grímsson,
Selfossi.
Raðhús til sölu
Til sölu er raðhús við Sólheima. í húsinu eru. m. a. fjögur svefnherbergi, stofa, borðstofa, húsbóndaherbergi og bílskúr.
THEODÓR S. GEORGSSON HDL., Sólheimum 43 — Sími 38841.
Góð 3ja herbergja íbúð
til sölu í Árbæjarhverfi.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
KAUPENDAÞJÓISIUSTAN — FASTEIGNAKAUP
Þingholtsstræti 15, sími 10220.
Siglingaklúbburinn Siglunes
Reykjavíkurdeildir
Fundur verður í Tónabæ í dag laugardaginn
27. febrúar kl. 2 e.h.
Æskulýðsráð Reykjavíkur.
Verzlunarskólanemar 1969
Verzlunarskólanemar útskrifaðir 1969 mætið öll í Leifsbúð,
Hótel Loftleiðum í kvöld kl. 7.
NEFNDIN.