Morgunblaðið - 27.02.1971, Page 28
28
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1971
mm
BLÓÐ-
TURNINN
. . 24 . .
það ómak, hr. Woodspring, svar
aði Appleyard vingjarnlega. —
Við ætlum ekkert að standa við.
Það var eins og bóksalanum
létti. — Þá ætla ég ekki að
neyða ykkur. En kökubita
kannski. . .
Hann benti á heldur óaðgengi
lega köku, sem stóð hjá tekönn
unni. — Þið viljið það ekki? Og
reykið þið bara. Þvi miður get
ég ekki boðið ykkur sígarettu,
en sjálfsagt hefur hann Horace
þær. Ég ætla að fara fram og
spyrja hann.
Appleyard hélt aftur af Wood
spring, sem varð sýnilega feg-
inn og hné aftur niður í stól-
inn sinn. — Gerið yður ekkert
ómak okkar vegna, sagði Apple
yard. — Við erum hér komnir
til að tala um Caleb Clapthome.
— Við mig? sagði bóksalinn.
— En ég þekkti Caleb ekki
nema sáralitið og ég býst ekki
við, að ég hafi talað orð við
hann, vikum saman.
Appleyard brosti. — En þér
þekkið jiú samt fjölskylduna
vel, sagði hann. — Er það til
dæmis ekki rétt, að Homing
bryti hafi komið til yðar síðdeg
is á laugardaginn var, í trúnað-
arerindi?
Woodspring tók upp gleraug-
un, sem lágu hjá bollanum hans
og kom þeim fyrir á nefinu.
Síðan leit hann á Appleyard,
rétt eins og til þess að komast
að því, hve mikið hann vissi. —
Og hvað um það? sagði hann
loksins.
Brosið á Appleyard breikikaði.
— Þama komst upp um yður,
hr. Woodspring, sagði hann. —
Við höfum komizt að þvi, að
þér hafið öðru hverju látið þá
Glapthornefeðga fá peninga, án
þess að hafa mikla von um að fá
þá endurgreidda. Og þér viður-
kennið sjálfsagt, að það er vin-
áttumerki i þeirra garð.
Bóksalinn hleypti brúnum. —
Það var óþarfa lausmælgi af
Horning að fara að segja yður
þetta, svaraði hann. — Og ég
vona að þér hafið ekki hátt um
það, fulltrúi. Ef það berst út
verð ég fyrir ásókn af öllum
blönkum borgurum bæjarins.
Og ef ég játa, að mér sé held-
ur meinlaust til þeirra Glapth-
ornefeðga, þá hvað um það?
— Þá sýnir það, að þér eruð
rétti maðurinn til að segja okk
ur það sem við þurfum að vita.
Það er til einskis að láta sem
l
Þvottaefnið sem allar
húsmæður þekkja og meta.
C11 Lagfreyóandi fyrir
11 allar þvottavélar.
Efnagerðin MJÖLL H.F Reykjavík
J)
Ilrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
ÆSUjunugangurinn er lullmikill í dag. Flýttu Þér hægt.
Nautið, 20. apríl — 20. mai.
Nú fer ögn að birta til og sjálfur ættirðu að líta tilveruna bjart-
ari augum. •
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Haltu þínu striki eins og ekkert sé, en gættu þó að ofreyna þig
ekki.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Ef þú notar tímann vel til að vinna að hugðarefnum þínum
geturðu vænzt góðs árangurs.
Ljónið, 23. júli — 22. ágúst.
Vertu viss um hvað það er sem þú vilt, áður en þú biður um
það.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Reyndu ekki alltaf að forðast alla erfiðleika, heldur horfast í
augu við þá.
Vogin, 23. september — 22. oktooer.
Þú verður að líkindum að taka smááhættu í fjármálum í dag.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev.
Þú verður beðinn að taka að þér verk, scm þér er ekki sérlega
ljúft, en ekki skaltu þó færast undan því.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Þú virðist ætla að græða á öllu mögulegf og ómögulegu. Of-
metnastu ekki.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Farðu gætilega í þvi að tala trúnaðarmál við ýmsa, sem þú
álítur vini þína.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þér verður launað vel fyrir unnin störf. Metnaður þinn má
ekki keyra úr hófi.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Þér hættir til að vera uppnæmur fyrir smámunum. Reyndu að
hafa taumhald á skapsmunum.
þeir feðgar séu vinsælir þar eð
allir vita hið gagnstæða. En þér
sem vinur þeirra getið talað án
allra fordóma.
—Það er nú heldur ómerki-
leg vinátta, svaraði Woodspring
hógværlega. Ég tel mig alls
ekki jafningja eigenda Farning-
coteklaustursins. Fyrstu kynni
mín af Símoni hófust fyrir ein-
um fimm sex árum, en þá var
það, fyrir milligöngu ungfrú
Blackbrook að ég var beðinn
að skrásetja bækurnar í bóka-
safninu hans, í þeirri veru að
kaupa þær.
— Þér hafið auðvitað hitt
synina, Caleb og Benjamin,
öðru hverju? Getið þér gefið
mér nokkra hugmynd um sam-
komulagið hjá þeim?
Woodspring neri á sér nefið,
hugsi. — Þetta er nú erfið
spurning að svara, sagði hann.
— Þeir voru eins ólíkir og hugs
azt gat í öllu tilliti. Kannski
hefðu þeir orðið likari, ef Benja
mín hefði verið alinn upp
heima. En eins og þér sjálfsagt
vitið, þá tók John Blackbrook
harrn að sér og sama sem ætt-
leiddi hann. Og það voru mikil
mistök, hef ég alltaf sagt.
— Það gaf honum að minnsta
kosti möguleika á þvi að vinna
fyrir sér sjálfur, en það hefði
aldrei orðið, hefði hann alizt
upp i Klaustrinu, sagði Apple
yard.
—Við tveir getum tæpast lit
ið þetta sömu augum og land-
eigendur, sagði Woodspring
alvarlegur. — Það má vel satt
vera, að Benjamín vinni fyrir
sér. En þér verðið líka að taka
tillit til tilfinninga Simonar, nú
þegar honum verður hugsað til
þess, að erfinginn að Klaustr-
inu vinnur fyrir sér sem annar
vélstjóri á skipi.
— Ég veit nú ekkert um það,
sagði Appleyard hvasst. — Ef
Benjamin er sama sinnis og fað
ir hans, getur hann hætt við
sjóinn og komið heim, býst ég
við. En það er ekki það, sem við
höfum áhuga á, rétt í bili.
Hvernig kom honum saman við
Caleb bróður sinn?
— Ég ætlaði nú að fara að
segja ykkur það eftir beztu
getu, þegar þér gripuð fram í
fyrir mér. Hr. Caleb hefur allt-
af átt mína samúð. Hann skoð-
aði sjálfan sig og það réttiiega,
tiginborinn mann, hátt settan
og honum gramdist það alltaf,
að þurfa að búa við svona rýrn
andi kjör, án eigin tilverknað-
ar. Þetta gerði hann þrætugjarn
an og erfiðan í umgengni. Ég
hef oft verið að hugsa að Sím-
on gamli hafi ekki tekið nægi-
legt tillit til höfðingjainnrætis
hans, og það hafi átt sök á því,
að hann þaut stundum upp.
Caieb virðist nú hafa tekizt
furðanlega að fara vel með
þetta höfðingjainnræti sitt,
sagði Appleyard.
— Ég geri mér alveg ljósa
galla Caiebs. Ég veit, að hann
var slæmur með að ráðast á
fólk, af litlu eða engú tilefni,
og ég veit, að hann var vanur
að drekka með gömlu barnfóstr
unni sinni. En ég tel þetta vera
Útstillingamaður
Stór vefnaðarvöruverzlun í Reykjavík vill ráða mann eða
konu til að annast útstillingar og skreytingar.
Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k.
þriðjudagskvöld merktar: ..Útstillingar — 6754".