Morgunblaðið - 11.03.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1971
5
Velko
c«?ir.Esíi0EBA
í
t
:
ISLENDINGAR MEÐ
1 N ORDFORSK
Samstarfsnefnd Norðurlanda
um hagnýtar rannsóknir
FOKSTÖÐUMAÐUR meng
unardeildar norræna rann-
sóknarráðsins Nordforsk
flutti hér fyrirlestur nýlega.
Þessi norræna stofnun, Nord-
forsk, er minna þekkt hér en
efni standa til. Nýlega var
einn af blaðamönnum Mbl. í
Svíþjóð í nokkra daga, og
kynntist nokkuð þessari
starfscmi. En aðalstöðvarnar
eru í Stokkhólmi.
Nordforsk, Samstarfsnefnd
Norðurlandanna um hagnýt-
ar rannsóknir, var stofnað ár-
ið 194? af rannsóknarstofn
unum á Norðurlöndum, og
var tilgangurinn að stuðla að
og efla samvinnu landanna
um norræna rannsóknar-
starfsemi, koma rannsóknar-
niðurstöðum á framfæri og í
gagnið og að samræma fram-
lag Norðurlanda á alþjóð-
legum rannsóknarvettvangi.
En það var ekki fyrr en 1956
að komið var á stofn höfuð-
stöðvum Nordforsk sem síðan
voru fluttar milli landanna.
Voru þær í Stokkhólmi, Osló,
Kaupmannahöfn og Helsinki.
En frá 1. janúar 1970 fengu
höfuðstöðvar Nordforsk fast-
an samastað í Stokkhólmi og
verða þar í framtíðinni.
ísland var ekki með í sam-
tökunum, og var raunar ekki
fullgildur meðlimur með
greiðsluskyldu (1%) fyrr en
1970. 1 löndunum eru ýmist einn
eða fleiri rannsóknaraðilar þátt-
takendur. Af Islands hálfu er
það Rannsóknaráð ríkisins og
er framkvæmdastjóri þess,
Steingrimur Hermannsson, full-
trúi Islands í stjórn Nord-
forsk. Er starfseminni stjórnað
af þingi, sem haidið er annað
hvert ár og koma þá sendi-
néfndir frá löndunum fimm. En
á milli stjórna forsetinn, sem nú
er Svíinn R. Woxen prófessor
og varaforseti. En í stjórninni
eru fulltrúar frá hverju Norð-
urlanda. Próf. Woxen var
sjálfur með ■ hópi norrænna
blaðamanna, fyrsta hópnum, sem
boðinn var til að kynnast nor-
rænni samvinnu á sviði hag-
nýtra rannsókna í janúarmán-
uði.
Mikill hluti af starfsemi
Nordforsk hefur verið unninn
gegnum starfshópa og nefndir,
sem fást þá við ákveðin rann-
sóknarverkefni. Eru þær venju
lega settar upp i þeim tilgangi
að stuðla að samvinnu á vissum
sviðum, en samvinnuhóparnir
leysast svo upp eftir langan eða
skamman tíma. Hugmyndin er
sem sagt ekki að stofnunin taki
á sig fjárfrek langtímaviðfangs-
efni, en reyni heldur að ein-
beita sér að því að örva
og koma á samvinnu á ýmsum
sviðum rannsókna og draga sig
svo út úr henni, annaðhvort af
því samstarfið á þessu sviði
hefur þróazt yfir í annað og
fastara form, eða af því þetta
ákveðna viðfangsefni virðist
ekki hafa vakið nægilega mik-
inn áhuga til að ástæða sé til
að halda áfram.
Á vissum sviðum hefur reynzt
nauðsynlegt að setja upp skrif-
stofur eða höfuðstöðvar. Nú eru
slíkar stöðvar þrjár. Aðalstöðv-
arnar i Stokkhólmi, umhverfis-
verndarskrifstofan í Helsinki,
sem hefur nýlega tekið til
starfa, og Scandoe, sem er nor-
ræn upplýsinga og skjalamið-
miðstöð í Washington í Banda-
ríkjunum.
Umhverfisvernd er nú það
málefni, sem efst er á baugi i
löndunum og krefst mikillar
rannsóknarstarfsemi. Og þvi
var það, að Nordforsk setti upp
sérstaka norræna stofnun fyrir
það verkefni í Firmlandi og er
Nils Mustelin deildarstjóri þar.
Árið 1968 var Nordforsk falið
af Norðurlandaráði að gera at-
hugun á umhverfisvernd á
Norðurlöndum. Ábendingar
þær, sem gerðar voru eftir
þessa athugun, voru samþykkt-
ar af Norðurlandaráði sem
grundvöllur tillagna til nor-
rænu ríkisstjórnanna og árang-
urinn var þessi nýja samvinnu-
stofnun . „Nordiska kontakt-
organet för nliljöverd", sem kom
einmitt fyrst saman í Helsinki i
febrúarmánuði s.l., til að leit-
ast við að samræma lög og regl-
ur varðandi umhverfisvernd á
Norðurlöndum eftir þvi sem
unnt er, og taka til meðferðar
önnur atriði stjórna umhverfis-
mála, sem gagnkvæmur áhugi er
fyrir.
■ Nordforsk kemur mikið við
sögu í sambandi við athugun á
útbreiðslu loftmengunarvalda í
Vestur-Evrópu sem gera á að
ósk OECD. Hefur Nordforsk á'
hendi mikinn hiuta undirbún-
ings þess á Norðurlöndum.
Aðalstöðvarnar í Stokkhóimi
sjá um alla aðra samvinnu á
sviði hagnýtra rannsókna en þá
sem fellur undir umhverfis-
vernd. E. t. v. gefur það bezta
hugmynd um hvað við er feng-
izt, ef nefnd eru nokkur af
fjölmörgum viðfangsefhum,
svo sem málmsteypurannsóknir,
rannsóknir á metýlkvikasilfri
fúkkalyfjarannsóknir, lyktar-
rannsóknir, plastrannsóknir,
loftrannsóknir og vatnsrann-
sóknir, sementsrannsóknir, rann
Framh. á bls. 22
umbotf-*!
tkotnioitörrn
'nt6patport
sn'°V'mð
p\easut°
f í ' ^ \
o.mini09«ómab0'9' I
<
«4