Morgunblaðið - 11.03.1971, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1971
Kristín Jónsdóttir
- Minningarorð
KRISTÍN Jónisdðttir fæddist
20. apríl 1931. Miðviíkudaginn
þriðja þeasa mánaðar hné hún
örend niðuir við hlið eiginmanna
oínis. Al'lt eins og blómstrið . . .
Útför hennar er gerð frá Fos3-
vogskapellu í dag.
Frjó þessa blóms voru af
Vestfjörðum í móðusrsett, en úr
Borgarfirði í föðurætt. Vaxtar-
reiturinn var í Reykjavík , á
nokkrum berangri, eftir að
sleit samvistum foreldra he’.mar,
Láru Haildórsdóttur og Jóns
Hanssonar.
Kornung giftist hún Hauki
Jónssyni. Þau eignuðust þrjú
börn, Valgeir og Ingóllf, sjó-
menn, sem ekki ná landi í dag,
og Láru, guilsmíðanema. Hjóma-
band þeirra varð ekki langt.
Síðari maður Kristínar varð
Bergur Eiríksson frá Akureyri,
en böm þeirra eru Ruth og Jón
Halldór, ellefu og sex ára.
Nú vissum við, sem táll þekkt-
um, að hún hafði fengið föru-
naut til ævilloka. Hitt grunaði
engan að þau væru svo skammt
undan.
Það er ein af furðum mann-
lífsins, hvemig gott fólk getuir
prýtt hvert annað og efllit, þá
loksins það nær höndum saman.
Við hlið Bergs sáum við holta-
sóley breytast í skjólríka björk.
En nú stendur hún þar ©kki
lengur.
Við biðjurn þann, sem máttinn
hefur, að hjálpa nú þeim, sem
áttu athvarf sitt undir l'kni
hennar.
Venzlamaður.
t Eiginmaður minn og faðir
okkar,
Jón Jóhannesson,
lögregluþjónn,
andaðist að heimili sínu,
Rauðalæk 28, 9 þ.m.
Jarðarför ákveðin síðar.
Jóhanna Einarsdóttir
og börn.
t
Eiginmaður mirm,
Pétur Þórðarson,
sjómaður,
Laugavegi 159A,
andaðist i Heilsuvemdarstöð-
inni aðfaranótt 10. marz.
Halldóra Guðjónsdóttir.
t
Maðurinn minn og faðir okk-
ar,
Ólafur B. Bjamason,
Kirkjulióli,
Vestmannaeyjum,
lézt að heimili ainu 10. marz.
Dagmey Einarsdóttír
og böm.
t
ESginkona mín,
Björg Kristófersdóttir,
síðast til heimilis að
Laugalandi, Borgarfirði,
andaðist á Hrafnistu þriðju-
daginn 9. marz.
Jarðarförin ákveðin miðviku-
daginn 17. marz kl. 13.30 frá
Fossvogskirkj u.
Blóm vinsamlegast afbeðin.
Fyrir mína hönd og annarra
aðstandenda,
Þorgeir Kr. Jónsson.
t
Útför mannsins mlns,
Pálma Jónssonar,
Unhói, Þykkvabæ,
fer firam frá Hábæjarkirkju
laugardaginn 13. marz kl. 1.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð,
en þeim, sem vildu minnast
hins látna, er bent á Minning-
arsjóð Hábæjarkirkju.
Sigríður Sigurðardóttir.
t
Jarðarför konu minnar, móð-
ur okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Torfhildar Guðrúnar
Helgadóttur,
Hátúni 33,
fer fram föstudaginn 12. marz
kl. 3 frá Fössvogskirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmiindur Helgason.
■t
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför
JÓNS ÓLAFSSOIMAR
Hafrafelli.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans
og sjúkraskýlisins á Egilsstöðum fyrir góða hjúkrun og aðstoð.
Anna Runólfsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir, Brynjólfur Bergsteinsson,
Guðlaug Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson.
SVAR MITT Ff|’
EFTIR BILLY GRAHAM
VANDAMÁL okkar er mágkona okkar, sem tvístraði
fyrsta lieimili bróður míns og hefur illt orð á sér. Hvað
eigum við að gera?
FRÁ sjónarmiði kristinnar siðfræði megum við ekki
líta á orðstír mannamna eða hvað þeir hafa einhvern
tíma gert. Við verðum að fara að dæmi Drottins, sem
engan rak út úr guðsríki.
Hórkonan hafði illt orð á sér, og Jesús hefði getað
hugleitt, hvað það hefði í för með sér að hafa sam-
skipti við hana. En hann var fús til að þola gagnrýni
hinna skörpu Farísea fremur en útskúfa þessari konu,
sem átti ljöta fortíð, en þarfnaðist fyrirgefningar hans
og kærleika.
Margir þeirra, sem Jesús hafði saman við að sælda,
voru illa séðir. Sakkeus var sagður óheiðarlegur, en
Jesús sagði: „í dag ber mér að dvelja í húsi þínu.“
Samverska konan var illa þokkuð, en Jesús sagði:
„Hvem þann, sem drekkur af vatninu, sem ég mun
gefa honum, mun aldrei að eilífu þyrsta.“ Pétur var
litinn homauga fyrir að vera fljótráður og gjam til
að reiðast, en Jesús sagði: „Fylg þú mér!“
Konan, sem þér tahð um, þarfnast auðsjáanlega
kærleika, kristins kærleika. Hún er fjötmð í illsku og
einmanaleika. Hver er betur til þess fallinn en þér
að fara „hina míluna“ og sýna henni, að kristindómur-
inn er ekki aðeins gylling? Ef tilfinningar yðar hníga
í aðra átt, bið ég yður að minnast þess, hvemig kristn-
um manni ber að hugsa.
— íslendingar
Framh. af bls. 5
sóknir á stjórnunarstarfsemi og
rannsóknarstatistik o.s.frv.
Ekki hafa íslendingar tekið
mikinn þátt i þessu samstarfi.
Þó má sjá íslenzk nöfn vísinda-
manna í nokkrum samvinnu-
hópum, sem starfað hafa á und-
anförnum árum. Og í ágústmán-
uði 1969 var fundur fram-
kvæmdanefndarinnar í Reykja-
vík. 1 sambandi við þann fund
var efnt til sérstaks fundar hjá
Rannsóknarráði ríkisins undir
forustu Gylfa Þ. Gíslasonar,
menntamálaráðherra og var við-
fangsefni þess fundar mögu-
leikar á samvinnu á rannsókn-
arsviðinu milli fslands og ann-
arra Norðurlanda.
Scandoc er þriðja skrifstofa
Nordforsks, en það er upp-
lýsinga- og skjalanniðstöð stofn-
unarinnar í Washington. Hún
hefur það verkefni að útvega
eftir pöntun skjöl og skýrslur
hjá fyrirtækjum og rannsóknar-
stofnunum á Norðurlöndum,
eins og skýrslur um ákveðnar
rannsóknir, niðurstöður af
þingum, opinberar niðurstöður
o.fl. Og einnig að útvega stofn-
unum á Norðuriöudum upp-
lýsingar og skjöl frá Kanada og
Bandarikjunum og stuðla þann-
ig að því að rannsóknir þar
komi að notum á Norðurlöndum.
Scandoc var sett á stofn í
Washington árið 1960, og er
undir stjórn Nordforsks. En til
hagræðis er upplýsingamiðstöð-
inni stjórnað bæði af svokall-
aðri efnislegri stjóm á Norður-
löndum og framkvæmdastjórn í
Washington. Og í hverju Norð-
urlanda eru tengistofnanir við
Scandoc. Hér er það Rannsókn-
arráð ríkisins. Hafa umsvif
þessarar upplýsingamiðlunar
vaxið mjög hratt, sem sýnir hve
mikil þörf er fyrir hana. Enda
er eitt af vandamálum rannsókn
arstarfsemi nú á tímum, að sömu
rannsóknir eru endurteknar 1
mörgum löndum i einu, án þess
að visindamenn viti hver um
annars árangur og geti nýtt
hann.
Á sama hátt hefur norræna
samvinnustofnunin um hagnýtar
Otför t HELGA VALTÝSSOIMAR rithöfundar.
sem lézt 6. marz verður gerð frá Fossvogskirkju laugardaginn 13. marz kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd ættingja.
Sverre Valtýsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir
SIGRÍÐUR ÓLADÓTTIR
Tangagötu 10, Isafirði,
verður jarðsett frá Isafjarðarkirkju föstudaginn 12. marz
kl. 2.00 e.h.
Böm og tengdabörn.
— Um klám-
gróða
Framhald af bis. 12.
skipa alltaf sama fólkið i opin-
berar nefndir eða ráð. En við
þurfum að fá fram sjónarmið
fjöldans, fólks, sem lifir eðli-
legu kynferðislífi.
Það mætti hugsa sér þá að-
ferð, að valdir yrðu eftir
ákveðnum reglum af kjörskrá
t.d. einn fyrir hverja þúsund,
eða fimm hundruð kjósendur,
og menntamálaráðherra eða ein
hver annar aðili veldi svo helm-
ing þeirra nokkuð jafnt dreifða
eftir íbúatölu um allt land. Úr
þeim hópi, sem þá yrði eft.r,
mætti svo draga út 5—7 eða 9
nöfn, sem skipuðu þetta siðgæð-
isráð, sem starfaði óbreytt í
hálft eða heilt ár. Þannig fengi
það alltaf nýtt blóð, og skoðan
ir þess yrðu þverskurður af
skoðunum almennings í landinu,
og ætti það að vera nokkuð góð
trygging fyrir því að einstreng-
ingsleg sjónarmið eða öfga-
kennd á hvora hlið sem er, réðu
ekkl gerðum ráðsins.
Ég varpa þessari hugmynd
fram, ef hún gæti stuðiað að því
að komið yrði í veg fyrir klám-
iðnað sem gróðafyrirtæki. Það
þarf að grípa strax í taumana
af þeim, sem til þess hafa vald,
áður en hljómur klámgullsins
nær að slæva siðgæðiskennd
þeirra.
Mengun láðs og lagar má
bæta, en mengað hugarfar verð
ur ekki endurkeypt, þótt allur
klómauður heims sé í boði.
Jón ísberg.
rannsóknir, Nordforsk og þau
störf sem hún vinnur, þótt of
lítið þekkt meðal almennings.
Þvi var það að efnt var til
þings i Árósum á síðasta ári með
visindamönnum óg fréttamönn-
um og þar ákveðið að stuðla að
betri samvinnu milli vísinda-
manna og fjölmiðla með því að
efna til kynnisferða fyrir blaða-
menn á vegum Nordforsk. Var
fyrsta ferðin af þvi tagi farin
nú í janúar, og rannsóknarstarf-
semi nokkurra stórfyrirtækja í
Svíþjóð kynnt á þriggja daga
ferðalági. Voru tveir fréttamenn
frá íslandi með í þeirri ferð, frá
Morgunblaðinu og Sjónvarpinu.
Starfsemi Nordforsk getur
haft mjöig miMia þýðingu fyrir
ísland. Þó að fjölmörg af við-
fangsefnum þessarar samstarfs-
nefndar um hagnýtar rannsókn-
ir, falli utan við þær rannsókn
ir, sem fengizt er við í svo stór-
iðnaðarsnauðu landi, þá eru þau
líka mörg verkefnin, sem
við eigum sameiginleg með öðr-
um Norðurlöndum á þessu sviði.
öll rannsóknarstarfsemi er
ákaflega dýr og því mikill feng-
ur í að eiga kost á að nýta það
sem gert er á þvi sviði annars
staðar, og fyrir íslenzka vísinda
menn að eiga kost á samstarfi í
sinu fagi með öðrum. Og
kannski er ekki sizt fengur að
því að geta nýtt þetta tækifæri
til að afla upplýsinga og efnis
um það sem unnið er að annars
staðar gegnum Nordforsk.
margfnldnr
mnrhoð yfiar