Morgunblaðið - 28.03.1971, Síða 14

Morgunblaðið - 28.03.1971, Síða 14
'14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1971 Rætt við Baltasar, er í gær opnaði málverka- sýningu í Bogasalnum „Það var efnahagslegt hnignunarskeið og kreppa á þriðja og fjórða áratjugnum, en nú er það andleg kreppa. Þetta hvemig ungt fólk snýst við efnishyggjunni er allt of yfirborðskennt og hefur að sumu leyti myndað nýja efnis- hyggju, sem birtist í klæðnaði þess eins og sjá má. Hvað kem ur í staðinn fyrir efnishyggj- una? Er það ást á landinu, eða fólkinu eða móðurmálinu. Ekki er það að sjá: Þessir popp- söngvarar syngja að minnsta kosti allt á ensku. Nei, það er ekki nóg að vorkenna sjálfum sér, sitja og tala um ást og reykja maríuana." „Þú álítur sem sagt, að þessi nýja mytndlist, sé samsvarandi rómantisku stefnunni um 1800?“ „Þar er margt hliðstætt. Á forsíðu myndlistarblaðs sá ég nýiega mynd af poppverki, sem var alger hliðstæða við hina frægu mynd Davids af Marat vegnum í baðinu. Þróunin er alltaf sú, að í arkaískri list, sem til verður í frumstæðu en vaxandi þjóðfélagi, er inni- haldið allt, en stíleinkennl skipta ekki máli. Síðan verð- ur alltaf minna og minna inni- hald og meira og meira hugs- að um stHinn, unz það er orð- inn stíll vegna stilsins. Hins vegar getum við sagt, að sann- leikurinn hafi engan stíL Hann þarf ekki á stil að halda. Hvað snertir nýlistina eða poppið, þá er of stór hundraðs hluti af þvi innihaldslaus for- rnúla, still vegna stilsins. Það er líka vert að undirstrika al- veg sérstaklega, að hver list- stefna út aí fyrir sig ber I sig allan hringinn frá byrjun til (hmignunar. Fyrsbu amierísteu pappmyndimar hötfðu innilhald; þær voru ekki innantóm for- múla. Myndir Rosenquists lýsa til dæmis ameríska neyzluþjóð félaginu, sóuruinnii, of miikið af öllu, allt yfirfljótandi í niður- soðnum mat, bílum og þess háttar. Nú þarf ekki annað en að fletta blöðum, til að sjá, að flestir poppmálarar hafa ekk- ert annað fram að færa en ákveðin stíleinkenni, sem við heimfærum upp á popplist." „Ég held að við látum þetta nægja um popplistina, enda ert þú ekki málsvari hennar. En mér fannst forvitnilegt að heyra hvað iþú sagðir um hana, málari, sem heldur tryggð við fomar dyggðir og klassisk vinnubrögð." „Að mála eins og ég mála er víst einstoonar guðlast á þess- um síðustu tímum. Kataióníu- menn eru stjórnleysingjar í eðli sínu og eðlið breytist ekki, þótt menn flytjist til annarra landa.“ „Hvað þá með landa þína eins og Picasso og Miro?“ „Kúbismi Picassos var hálf- gert guðlast á sínum tima. Það var sprenging. Og Dali hefur gert öll sin stykki, án þess að taka tilílirt tii rikjandi lisit- stefna. Sama miá segja um Kjarval hér; hann var alveg Framhald á bls. 30 lega óþolandi, ef ekki væri hrært upp í lognmollunni öðru hverju og slíkar bylting- ar hljóta að vera nauðsynleg- ar, jafnvel þótt þær éti böm- in sín.“ „Jú, þær eru það. En mér sýnist að blómaskeið listarinn- ar hafi fremur orðið fyrir og eftir hverja byltingu." „En er ekki búin að vera ein samhangandi bylting í myndlistinni alla þessa öld?“ „Nei, alls ekki. Svo við för- um dálitið lengra aftur í tim- ann, þá var impressionisminn bylting, en blómaskeiðið er síð- impressionisminn með Van Gogh, Gaugain, Nolde og fleir um. Síðan ný bylting, kúbism- inn, en blómaskeiðið þar er analíski kúbisminn, eins og hann birtist t.d. hjá Braque. Abstraktlistin er svo enn ný bylting, sem nær hámarki í svo nefndum abstrakt-expression isma og nægir að benda á de Kooning sem dæmi. Þetta eru allt saman smærri byltingar, en síðan kemur sú stórbylting, sem á þessari öld samsvar- ar impressionismanum. Það er popplistin. Taktu eftir, að myndir impressionistanna, Monets, Manets og fleiri mál- ara, voru mjöig liikar. Sama er að sgeja um popplistina; þar er mjög margt með líku marki brennt." „Ekki er ég alveg sammála því. Ég held að þróunarmögu- leikar popplistarinnar séu þús- und sinnum víðtækari en þeir voru hjá impressionistunum á öldinni sem leið.“ „Möguleikamir til fjöl- breyttrar efnisnotkunar eru meiri, en það endar alltaf með því að einhver er gerður páfi, líkt Picasso í kúbismanúm og það táknar endalokin. Fjöld- inn þarf alltaf sinn guru, eða sinn guð eða sinn páfa. Þar með er komin regla og sú regla bíður aðeins eftir nýrri bylt- ingu.“ „Þú talar um að stórar form byltingar fylgi hnignunarskeið um. Eftir þeirri kenningu ætti mikið hnignunarskeið að hafa gengið yfir um 1880 og aftur nú eftir 1960. Ég er ekki alveg sammála þessu heldur; mér finnst að tímaskeiðið frá byrj- un fyrri heimsstyrjaldar að lokum þeirrar síðari, beri í sér mun meiri hnignun en árin frá 1960, þrátt fyrir Víetnam- stríð, kynþáttamisrétti og fleiri hörmungar. Ég álít, að það sé vaxandi stemning viða um heim fyrir jafnrétti og að ungt fólk hafi einmitt komið auga á raunveruleg verðmæti i lífinu fremur en áður og ég kalla það ekki hnignun." I áningarstað. Jón Guðmundsson í FjaJIl. ,Á þetta að vera poppviðtal," spurði málarinn?“ „Nel, ætli það. Hvernig eru poppviðtöl; llíteleiga er það ein- hver grein £if blaðamennsku, sem ég hef ekki lært ennþá." „Ég sagði nú bara svona. Og þó, ég hef séð eins konar popp- viðtöl í erlendum blöðum. Þú hefur heyrt hvemig Dali svar- ar spurningum. Hann er sér- fræðingur í þjkss konar.“ „Þá hefur Kjarval líklega verið það líka, þegar honum tókst bezt upp. En kannski við byirjum þá á því að ræða ögn um popplist, þótt ektei sé hún þínar ær og kýr. Eða kannske einmitt þess vegna. Getur ekki verið erfitt að skilgreina, hvað undir þá stefnu fellur? Hvað er popp?“ „Við verðum að skoða það í Viðu samhengi. Öldum saman hatfa trú og pólittk verið hreyfiafl, móralSkt hreyfiafl. Fjöldinn hefur alltaf þörf fyr- ir sameiginlega kveikju, ef svo mætti segja. Fólk fær útrás í ólíklegustu athöfnum. Einu sinni tíðkaðist að brenna fólk og þá héldu menn, að þeir væru að útrýma syndinni og festa trúna í sessi. Þá brenndu þeir galdranomir, en nú er brennt öðrum táknum. Stund- um er brennt kapitalistum, og stundum kommúnistum. Stund um em það þinghús, stundum heitevaðningar og stundum flögg.“ „En hvað kemur það popp- inu við.“ „Popplistin er kraftur, sprott in fram af eðlilegum hvötum til að slita sig lausan frá for- tíðinni. Nú tala ég um popp almennt: músík, klæðaburð, Mfsstíl svo og myndlist. Hinir heittrúuðu og harðsnúnu, sem fylgja breytingunni fram í nafni frelsisins, drepa hana um leið með blindri fylgisspekt. Þetta er hringrás; eins konar menningarbylting likt og i Kína. En hundurinn er aMtaf með hálsbandið og sérhver hreylfing er dæmd til falls. Það er einnig athyglisvert, að slík- ar hreyfingar verða á hnign- unarskeiðum í sögunni. Þegar mjög almenn viðbrögð verða, líilkit og gerzt heifiur í popplist- inni, er innihald hreyfingarinn ar venjulega ekki mjög djúp- stætt. Sé um merkar hreyfing- ar að ræða, bregðast aðeins fiá- ir, hugsandi menn við. En svo gerist það einnig hér, að bylt- ingin étur bömin sín.“ „Ég sé ekki að ný hreyfing þurfi endilega að vera ómerk- ari, þótt margir bregðist við. Auk þess yrði ástandið fljót- Hver málari á sínar heilögu kýr Þorrablót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.