Morgunblaðið - 28.03.1971, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1971
Verzlunin Gyðu, Ásgorði 22
Nýkomið Nærföt og náttföt á börn og unglinga.
Til fermingarinnar: Hvítar slæður og kiútar og fleira.
Verzlunin GYÐA,
Asgarði 22,
sími 36161.
Skrifstofustúlka
Umboðs- og heildverzlun óskar eftir skrifstofustúlku.
Helzt vön enskum bréfaskriftum og bókhaldi.
Umsókn sendist Morgunblaðinu fyrir 30. marz,
merkt: „Heildverzlun — 7217".
Samkvœmf heimild
skipulagsstjórnar ríkisins auglýsist hér með að tillaga að
deiliskipulagi norðan Kársnesbrautar í Kópavogi liggur frammi
almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni í Félagsheimilinu við
Neðstutröð og í tæknideild bæjarins að Melgerði 10 dagana
29. marz til 10. ma! n.k.
Atfcugasemdum við ofangreinda deiliskipulagstillögu og/eða
þær breytingar, sem af henni leiðir á aðalskipulagi skal skila
á bæjarskrifstofuna eigi siðar en 24. maí n.k. Þeir sem eigi
gera skriflegar athugasemdir við tillöguna innan þess tíma
teljast samþykkir henni.
Kópavogi, 24. marz 1971
Bæjarverkfræðingur Kópavogs.
IVIay Fair vinyl veggfóðrið er
auðveldara í uppsetningu og
endist betur. Það fæst í sígild-
um og nýtizku munstrum og lit-
um, sem halda ferskum blæ sín-
um í áraraðir.
May Fair er framleitt í ótrúlegu
munsturúrvali, m. a. pálmatré,
prentuð á thai-silki, marglitað
barnaveggfóður, dökkt veggfóð-
ur með Ijósri (reflekterende),
moire-rönd, þakin smágerðu
filigran munstri, og viðarmunst-
ur i miklu úrvali.
May Fair vinyl veggfóðrið, sem
er ósl tandi og heldur lit sínum
árum saman, hefur fengizt hér
í nokkur ár. Það er framleitt af
einni stærstu vinylverksmiðju í
Vestur-Evrópu — Commercial
Plastics Ltd.
May Fair veggfóðrið er framleitt
sem vinylrenningur, pressaður
ofan á pappír. Það rifnar ekki
við uppsetningu þar sem það er
kantskorið, og þarf aðeins að
þrýsta lengjunum þétt saman.
Ef lim skyldi festast á vegg-
fóðrinu, þvæst það auðveldlega
af með vatni. Þar sem May Fair
dregur ekki í sig raka, þarf að
nota fúaeyðandi lím við upp-
setningu.
Ef skipta á um veggfóður, geng-
ur allt eins og í sögu. I stað þess
að þurfa að rífa og tæta gamalt
pappírsveggfóður af, þá rennur
May Fair lengjan af í heilu lagi,
aðeins með því að taka í efsta
horn hennar. Hinn upprunalegi
pappír, sem settur var undir, er
fyrirtaks undirlag fyrir næstu
veggfóðrun.
Enda þótt May Fair sé örlitið
dýrara en hið svokallaða þvotta-
veggfóður, þá mun það samt
sem áður reynast ódýrara. Það
rispast ekki eða rifnar, og hægt
er að þvo það endalaust. Bezt
er að nota venjulegt sápuvatn.
Ef málningarblettir skyldu hafa
sletzt á veggfóðrið, má ná þeim
af með terpentinu. Öðrum slæm-
um blettum má ná af með strok-
leðri.
May Fair veggfóður fæst i hent-
ugum lengjum. 10 m á lengd, 53
cm á breidd. Þar sem May Fair
er 100% þvottekta og mjög
endingargott, má nota það í öll
herbergi í húsinu — einnig eld-
hús og baðherbergi,
MAY FAIR veggfóðrið fæst nú
í stórkostlegu úrvali hjá
Klœðning hf.
Laugavegi 164, og í verzlunum víða um land.
Spyrjið um og skoðið hina glæsilegu
munsturbók 1971 í verzlunum.
— Reykjavíkur-
bréf
Framhald af bls. 17
i.stast jórnir. Rússum hefur setn
sagt verið meira í mun að haida
Ceausescu og kommúnistaflofeki
Rúmeniu við völd vegna stalán-
istískrar afstöðu í innanrikis-
málium en varpa þeim fyrir róða
vegna smávægilegra tiihlaupa í
utanrikismálum.
Þetta er þá flokkurinn, sem er
svona óskaplega likur Alþýðu-
bandaiagin<u og raunar gotit að
fá staðtfestingu á því. Megi Al-
þýðubandaiagið bera gætfu ti<l að
hafa sem allra nánast og augljós
ast samband bæði við þennan
kommúnistaflokk og aðra. Þá
gæti verið að ýmsir, sem nú sjá
ekki út úr auga, grilltu í hið
rétta andlit Alþýðubandalags-
ins undir forystu Magnúsar
Kjartanssonar, sem hefur tekizt,
eins og flestum öðrum kommún-
istaleiðtogum, að hreinsa burt
úr sínum röðum alla þá sem
óþægir hafa verið og keppinaut
ar hans um völdin. Þannig hafa
þrír þingmenn hrökklazt úr
þingflokki Alþýðubandalagsins
frá þvi Magnús brauzt til valda
í flokknum — og eru það allsæmi-
legar hreinsanir í ekki stærri
flokki. Má í því sambandi geta
þess til fróðleiks, að þetta jafn
gilti þvi, að 7—8 þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hefðu sagt
skilið við hann á undanförnum
misserum En sem betur fer er
Magnús (hinn mikli) Kjartans-
son aðalformaður í þeim flokki
sem enginn sannur lýðræðis-
sinni hirðir um, hvort minnkar
að þingmannatölu um 30% á
hverju kjörtímabili. Bezt er fyr-
ir íslenzku þjóðina að f-lokikur-
iinn sé sem allra minnstur —
enda stefnir ai’lt í þá áitt að Magn
ús verði innan tíðar eini fulil-
trúi hans á Alþingi íslendinga
— og ætlar sér augsýnilega að
verða síðasti geirfuglinn.
Ályktanirnar
í Búkarest
í fyrrnefndu greinarkorni í
Þjóðviljanum segir fulltrúi Al-
þýðubandalagsins á æskulýðs-
ráðstfefnu kommúnista I Búikar-
est, að „ályktanirnar í þinglok
(hafi verið) sériega gæfulegar,"
enda var þar engin álylktun sem
fordæmdi innrásina i Tékkósló-
vakíu, því síður að lýst væri yf-
ir stuðningi við það fólk, sem
kúgað er i kommúnistalöndun-
um og þá ekki sízt Sovétríkjun-
urn, svo að ekiki sé minnzit á
Solzhenitsyn og aðra rithöf-
unda þar í landi. Reynt er jafn-
vel að bera blak af kommúnista-
stjórnunum fyrir ritskoðun og
andlega kúgun og sagt „að þess
ar þjóðir hafa aldrei þekkt það
málfrelsi, sem við teljum jafn
sjálfsagt og loftið, sem við önd-
um að okkur,“ eins og komizt er
að orði. En við höfum svo sann-
arlega orðið vitni að þvi í ýms-
um löndum, að sízt af öllu er
sjálfsagt að anda að sér lofti.
Þvert á móti er þar allt loft
mengað eiturgufu —- og það er
slíkt loft, sem rithöfundar í
kommúnistalöndunum eru látnir
anda að sér ásamt öðru fólki,
sem óskar eftir rit- og mál-
frelsi og öðruim sjáMsögðum
mannréttindum. Og varla
getur nokkra atfsökun frá-
lieitari en að eðiilegt
sé að þjóðir, sem hafa búið við
andlega kúgun, geri það enn.
Ekki var rit- eða málfrelsi fyr-
ir að fara í Þýzkalandi nasism-
ans. Nú ríkir fullkomið skoðana
frelsi í Vestur-Þýzkalandi og
þætti öllum einkennilegt, ef svo
væri ekki, einmitt vegna saman-
burðarins við Þýzkaland
Hitlers. Aftur á móti hefur fé-
lagi Ulbricht og kumpánar hans
haldið við þeirri andlegu meng-
un, sem Hitler og nasistaböðl-
ar hans gerðu að eins konar
stefnuskráratriði í Þýzka-
la.ndi öllu meðan þeir voru og
hétu. Þeir einir hafa haldið uppi
þvi merki, sem mesti böðull
mannkynissöguninar reisti.
En þó er frúnni ekki alls
varnað. Hún segir að „fólk er
þar (í Búkarest) áberandi ver
klætt en í borgum Vestur-
Evrópu . . . laun eru mjög lág
. . . fólk virðist þvi hafa harla
lítil peningaráð" o.s.frv. En svo
er enn reynt að bera í bætifláka
fyrir alla þessa miklu fátækt:
það tjóar litið að meta ástandið
eftir okkar högum! „Við verð-
um að gera okkur grein fyrir, að
fyrir nokkrum áratugum var
þessi þjóð á miðaldastigi í öllu
tilliti."
Svo mörg eru þau orð. En
spyrja má; hvað ætli séu mörg
ár síðan ísland var fátækasta
land í heimi? Hverjum dytti í
hug að afsaka fátækt
þjóðar nú með fátæktinini fyrr
á öldium? Ætli t.a.m. Flokknum á
Islandi, sem á svo „margt sam-
eiginlegt" með kommúnista-
ffliokkuai'um í Ausfur-Evrópu
hefði ekki þótt ærin ástæða til
að hefja — ekki aðeins „blóðugt
stríð," eins og talað er um í
fyrmefndri Þjóðviljagrein,
heldur heilagt stríð gegn þeim
stjórnarvöldum, sem svo hefðu
brugðizit hiluitveiki siíinu á ísiandi
á undaniförnum árum?
Páskaferðin: Mallorka
London
Brottför 7. apríl (miðvikudagskvöld fyrir skírdag).
Þér veljið um dvöl á fyrsta flokks hótelum, meðbaði, sundlaug og svölum, eða nýtízku íbúðum
með isskáp og öllum þægindum. (Fullbókað í íbúðir, en nokkur pláss enn laus á hótelum). Skrif-
stofa SUNNU á Mallorka annast fararstjórn og fy rirgreiðslu. Flogið beint til Palma, og dvalið þar
í tvær vikur. Tveir sólarhringar i London á heimleiðinni. Vegna hinna mörgu frdaga tapast að-
eins 9 vinnudagar í 17 daga ferð.
MALLORKA er fjölsóttasta ferðamannaparadís Evrópu. Sólskin og góður hiti, hvítar strendur og
volgur sjór. Þér getið notið hvíldar og ánægju á fyrsta flokks hótelum og notið lífsins á skemmti-
stöðum. Ferðast um fagurt landslag, eða skroppið með skemmtiferðaskipi til Barcelona, stærstu
borgar við Miðjarðarhaf (stundar sigling eða 25 mín. flugferð). Tveir dagar í London á heimleið-
inni ómissandi fyrir þá, sem langar til að sjá skrautið, vaktaskipti hjá lifverði drottningar, eða þá
sem vilja sækja leikhús eða óperu, eða skoða hin viðfrægu vöruhús heimsborgarinnar.
Pantið strax meðan enn er hægt að fá pláss á góðum hótelum í hinni vinsælu páskaferð SUNNU
til Miðjarðarhafsins.
sunnaj ferðaskriistofa bankastræti7 símar 16400 12070