Morgunblaðið - 28.03.1971, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1971
19
— Úr verinu
Framliald af bls. 3.
ÞEGAR VERÐSTÖÐVUNINNI
LÝKUR
Hagstætt ár. Árið 1970 var
hagstætt íslenzkum sjávarút-
vegi. Hann bjó enn að leiðrétt-
ingunni á gengi krónunnar 1968,
aflabrögð voru heldur góð, og
síðast en ekki sízt eftirspum
var góð eftir helztu útflutninga-
vörum landsmanna, og verðlag-
ið fór hækkandi.
Samt var svo komið í haust
leið, að ríkisstjómin sá sig til-
neydda til að koma á allsherj ar-
verðstöðvun, ef allt átti ekki
um koll að keyra með stöðugum
víxlhækkunum.
En hvað tekur við? Verður
stíflan tekin úr 1. september og
þeirri verðbólgu hleypt hömlu-
laust yfir þjóðina, sem hefur
verið að safnazt fyrir í uppi-
stöðulóni verðbólgunnar það
rúmt ár, sem verðstöðvunin hef-
ur þá staðið? Ef svo yrði, myndi
dýrtíðarófreskjan taka stökk,
það sem íþróttamenn myndu
tollia gott stökk, kararaski slá
m«t. Eru þá nokkrar líkur til,
að útflutningsatvinnuvegirnir
gætu keppt við ofurmennið. Frá
því í haust, rétt fyrir áramótin
sííðustu, hefur verðlag á sjávar-
afurðum ekki hækkað, jafnvel
orðið vart nokkurrar lœkkunar
á mjöli og lýsi. Það er ekki
hægt að spá, hvort aðalútflutn-
ingsvörurnar, frosni fiiskurinn
og saltfiskurinn, hafi þá verið
búnir að ná hámarki. Það leiðir
vorið og sumarið í ljós.
Stökkið mikla. Gífurlegt stökk
átti sér stað í kauphækkunum
og fiskverðshækkunum á síð-
astliðnu ári. Er ekki fjarri
sanni, að það hafi verið 25-30%
með öllu og öllu. Hið hagstæða
verðlag útflutningsframleiðsl-
unnar gerði sj ávarútveginum
fært að mæta áfallalaust þess-
um miklu hækkunum. En það
var fleira, sem hjálpaði þar til,
og þá fyrst ogfremst verðstöðv-
unin og niðurgreiðslur ríkis-
sjóðs.
Sagan getur ekki endurtekið
s*g. Það er næstum hægt að
fullyrða, að sagan getur ekki
endurtekið sig, hvað hækkun á
verðlagi útflutningsvaranna
snertir. Og ef svo væri, að litlar
eða engar breytingar ættu sér
stað á erlenda markaðsverðinu,
getur sjávarútvegurinn ekki tek
ið á sig auknar byrðar. Getur
ríkissjóður það? Því verður sú
ríkisstjórn að svara, sem verð-
ur við völd 1. sept. n.k.
Fiskverð og kaupgjaid. Það
hefur undanfarið þótt nokkuð
sjálfsagt, að þetta fylgdist að.
Hvað gerist nú í vor, þegar á að
semja um nýtt fiskverð? Og
hvað verður ofan á í sumar og
haust, þegar farið verður að
ræða kaupgjaldsmálin? Kaup-
hækkanir opinberra starfs-
manna, sem samið var um í
byrjun ársins eru mikið hafðar
á orði. Og sjálfsagt hyggja
launastéttirnar almennt á að
rétta hlut sinn gagnvart þeim
opinberu. En var ekki verið að
leiðrétta margra ára misrétti?
Kaupkröfur og verkföll eru orð-
inn árlegur viðburður í íslenzku
atvinnulífi. Og það er ekkert
spurt um, hvort atvinnuvegirnir
þoli það eða ekki. Því fer sem
fer. Skollaleikur víxlhækkan-
anna saxar niður krónuna, því
að hún er það eina, sem getur
látið undan, þegar útflutnings-
atvinnuvegirnir geta ekki meira.
VERKAFÓLKSSKORTUR
I HIRTSHALS
Hirtshals á Jótlandsskaganum
í Danmörku er gamall kunningi
íslenzku sjóman-nanna, sem
stunda síldveiðar í Norðursjón-
um. Þar leggja nær al'lir ís-
lenzku bátarnir á land þá síld,
sem þeir veiða, rétt einstaka
bátur fer til Þýzkalands, Skot-
lands og Færeyja. Norðmenn úti
loka íslendinga frá löndun á
síld.
Geysimikill útflutningur er á
sumrin frá Hirtshals til Þýzka-
íands, Svíþjóðar og fleiri landa,
og skapar þetta feikna atvinnu
og góða afkomu fyrir síldariðn-
aðinn danska, en síldin er mest
öll flökuð á staðnum í mjög af-
kastamiklum flökunarstöðvum.
Nú kvarta þeir í Hirtshala há-
stöfum undan verkafólksskorti.
Hvað mun seinna, þegar kemur
fram á vorið og sumarið, þegar
fslendingar bætast í hópinn með
si-nn afla, þegar þrjú og fjögur
skip landa daglega. í landlegum
geta 20—30 íslenzk skip legið
þar í höfninni í einu. Þá setja
íslendingar svip sinn á þennan
litla danska fiskibæ.
LANDHELGISGÆZLAN
VH) GRÆNLAND
Grænlendingar kvarta nú und-
an landhelgisgæzlunni hjá Dön-
um eins og fslendingar gerðu á
sinni tíð. Nú ber da-nski skip-
herrann því við, að skerjagarð-
urinn suður af Kap Farvel og
umhverfis Walkendorf-eyjarnar
sé svo illa kortlagður, að ekki
sé unnt að stunda þar landhelg-
isgæzlu. Færeyingar, Vestur-
Þjóðverjar, Bretar og Norð-
menn eru sakaðir um að stunda
þarna óleyfilegar veiðar. Þeir
eru einnig sakaðir um að hafa
falið salt og olíu þarna í skerja-
garðinum til afnota við veið-
arnar.
MENGUN — MENGUN
Eins og eldur í sinu fer þetta
orð um heimsbyggðina og vekur
hvarvetna ugg og skelfingu.
Menn óttast, að fæðan, sem þeir
leggja sér til munns, sé meng-
uð, vatnið, sem þeir drekka og
loftið, sem þeir anda að sér.
Hvenær verður komið það mik-
ið af eiturefnum í sjóinn, að
fiskurinn verði banvænn? Hve-
nær verður búið að dreifa það
miklu DDT-skordýraeitri á jörð-
ina, að vatnið verði lífshættu-
legt. Og hvenær verður loftið
í stórborgunum orðið svo mett-
að eiturlofti frá bílum, að menn
detta dauðir niður á strætunum.
Nýlega gaus upp ótti í Banda-
ríkjunum við kvikasilfursmeng-
un í fiski. Hér var um túnfiak
að ræða. Framleiðendur túnfisks
tóku sig saman og létu fara
fram öfluga rannsókn, og eitr-
unin reyndist ekki eins mikil
og ætlað hafði verið. Þeir hófu
öfluga auglýsingarherferð til
þess að reyna að snúa almenn-
ingsálitinu. Og það tókst að ein-
hverju leyti. En sverðfiskurinn
var skorinn við trog og bannað-
ur til neyzlu í Bandaríkjunum.
En þetta mengunartal og rann
sóknir komu niður á sölu á fiski
í Bandaríkjunum, eða svo er
talið, þótt ekki sé hægt að
sanna slíkt. Fiskneyzla hefur
rninnkað.
En, ef það ætti að geta verið
einhver hætta fólgin í því að
neyta sem svarar 10 kg af fiski
yfir árið eða minna, eins og
Bandaríkj amenn gera, hversu
mikil hætta ætti þá ekki að
geta verið fólgin í því að neyta
150 kg af fiski yfir árið eins og
er eitthvað nálægt því, sem í«-
lendingar gera? Og enginn er
hraustari en íslendingur! Með
öðrum orðum: Enn sem komið
er, er sjálfsagt hægt að fullyrða,
að ísienzkur fiskur sé hollasti
fiskur í heimi.
Til sölu
Volvo F 86 vörubifreið með palli og sturtu.
Bifreiðin er í góðu ásigkomulagi.
1-grTnTnn-gira ■«,ti
mf JLaJLáJL JL JLm JLJL JC *
SUÐURLANDSBRAUT 16 <38 3S200
•URIl
ERU TRAUST
OG GANGVISS
Mcgnús
Guðlaugsson
úrsmiður,
Strandgötu 19,
Hafnarfirði.
Veríð follega
brún
sem fyrst
Notið
SEASKI
SUNTANCfiEAM
John Lindsay hf.,
sími 26400.
77/ sö/u og sýnis
Við Bergstaðastrœti
2 stórar hœðir
mjög bjartar og rúmgóðar. 2. hæð um 160 ferm.: 2—3 stórar
saml. stofur með suðvestur svölum og 2—3 herbergi. 3. hæð
um 130 ferm.: 2 stórar stofur með suðvéstursvölum og glæsi-
legu útsýni og 2—3 herbergi.
Opið kl. 2—4 e.h. í dag sunnudag.
EIGNAMIÐLUNIIM Vonarstræti 12, símar 11928 og 24534.
Auglýsing
Ný Vöruheitastafrófsskrá við tollskrá er komin út og verður
seld hjá ríkisféhirði í Arnarhvoli. Verð kr. 500.
Fjármála ráðuneytið,
26. marz 1971.
Sænskir skartgripir
til fermingargjafa nýkomnir.
G. B. SILFURBÚÐIIVI,
Laugavegi 55.
Sími 11066.
íbúð óskast
Ung hjón með barn óska að taka 2ja til 3ja herbergja íbúð
á leígu. Fyrirframgreiðsla,
Upplýsingar í síma 14139.
Dráttarbíll
Til sölu er Dodge-dráttarbíll, má nota jafnt fyrtr
ýtuvagn og sandvagn,
Uppiýsingar í síma 32756 eftir klukkan 7.00.
Árshátíð
Siglfirðinga-
félagsins
Árshátíð Siglfírðtngafélagsins verður á Hótel Sögu miðviku-
daginn 7. apríl og hefst með borðhaldi klukkan 19.
Fjölbreytt skemmtiatriði.
Miðasala í Tösku- og hanzkabúðinni, Bergstaðastræti 4,
sími 15814.
Skemmtinefndin.
SPEGLAR
f
ÚRVAU
Verzlunin Brynja
Laugavegi 29 — Sími 24320.