Morgunblaðið - 28.03.1971, Page 1

Morgunblaðið - 28.03.1971, Page 1
Sunnudagur 28. marz 1971 Dickens á yngri áruni. EniJyn Williams, í gervi Dic- fccns við upplestur úr verkum hans öld síðar. Árið 1916 var faðir Charles Dickens ráðinn að einni aðai skipasmiðastöð flotans í Chat- ham við mynni Medway i Kent. Framan af bjó fjölskyldan í Ordnance Terrace 2, sem var þokkalegt miðstéttarhiverfi. En árið 1821 fluttist hún í öllu fá- tæklegra húsnæði nær skipa- smíðastöðinni i St. Mary’s Place. Eru þessi búferlaskipti venjulega kennd óforsjálmi íjölskylduföðurins. En hvað sem um það er, þá minntist Charles Dickens verunnar í Chatham ævinlega sem mesta hamingjutíma ævi sínnar. Þarna í Ch atham kom til sögunnar sú persóna, sem í þann tíð fylgdi öll'um miðstétt- arheimilum og var gjarnan kjarni þeirra, en það var barn- fóstran. Þarna komst Dickens fyrst í kynni við barnasögurn- ar, þarna hóf hann heimanám sitt og þarna gekk hann fyrst i skóla. Þarna samdi hann fyrstu leiki sina, bæði með sjálf um sér og i leik við önnur börn, í Chatham fór hann fyrst í leikhúsið, las fyrstu sögum- ar og setti þær á svið í ofur- lit'lu „leik!húsi“. í>að var einnig þarna, sem ungur leikfélagi hans sagði honum frá „hræðilegum bófum, sem nefndust róttækir og höfðu það á stefnuskrá sinni, að rikisarfinn gengi í lífstykki, enginn ætti rétt á neinum laun um og iand- og sjóherinn yrði lagður niður. Þetta var svo hræðilegt, að ég lá lenigi nötr- andi í rúm’i minu, eftir að hafa beðið þess innilega að róttæk- ir yrðu sem fyrst tefonir og hengdir.” Sú róttækni, sem sið ar meir ásótti Dickens sjálf- an varð honum ævinlega til- efni til síendurtekinna slíkra óttakasta. Leikfangaheimurinn, bernsku veröld lifandi hluta og dauðra, varð sterkasti þátturinn í skáld sögum hans er þar að kom. f skáldsögum hans eiga hús, húsgögn og aðrir hvers- dagshlutir sér dularfullt, eigið líf, sem blandast lífi fólks ins, sem lifir í umhverfi þeirra. Og nú var þessi leikfanga- heimur aukinn heimi sagnanna, heimi uppspunninna sagna og goðsagnafoenndra persóna. „Rauðhetta litla var fyrsta ást in mín. Mér fannst, að hefði ég fengið að fovænast Rauðhettu, þá hefði ég orðið alsæll.“ 1 þe®s ari barnasögu sem er honum svo ofarlega i huga, kemur fyr ir amman góða, sem í rauninni er úifurinn; úlfurinn í ömmu- gæru. Hrói höttur, Valentine og Orson, Guli dvergurinn og fleiri barnasögur, skjóta hvað eftir annað upp foollinum í greimum hans og skáldsögum. 1 endurminningunum úr bemskuheimi hans leggur hann höfuðáherziu á Þúsund og eina nótt. Það er sú bók, sem hann nefnir oftast í sög- um sinum og bréfum, að und- anskildu Nýja testamentimu og verkum Shakespeares. í Þúsund og einni nótt kaup- ir Scheherazade sér gálgafrest dag í senn, með sögum sínum; hún skilur við soldáninn óðan af eftirvæntingu í dögun hverri og dregur aftöfouna þannig sifellt á langinn. Sögur Davíðs Copperfields á svefnloft inu, eru sprottnar af ótta hans við að missa vernd og hylli Steerforths, átrúnaðargoðs síns. Þróunarferill listamanns- ins Gharles Diokens hófst á brauðstrits sagnagerð, hafinni af brýnni nauðsyn og endaði í samningu þaulhugsaðra sagna sem áttu sér ýmis föst mark- mið. Ástæðurnar til þess, að hann birti skáldsögur sínar i mánaðar- eða vikublöðum eiga rætur að rekja til ótvíræðrar hagsýni. En ég er þeirrar sfooð unar, að sá frásagnarháttur Schishrazade, sem fyrr er get- ið, og Dickens kynntist í æsku sinni, hljóti samt að hafa haft áhrif á hann í þessa átt frem- ur en ekki; þangað hafi hann upphaflega að einhverju leyti sótt hugmyndina um þetta beina samband við lesendur sina. Prentsmiðjusendiliinn, sem sifellt beið við dyrnar, gegndi hlutverki böðulsins. Það var ekki aðeins Þúsund og ein nótt, sem vakti hjá Dick- I ens þa ðjflpu undrunartllflnn- I ingu, sem fylgdi honum ævi- langt, heldur og öll önnur þau ævintýri er honum voru sögð í bemsku. Plestir góðir sfoáld- sagnahöfundar eiga sér rætur í slíifoum ævintýrum, en enginn jafn djúpar og fastar og Dick- ens. Og upp af þessum rótum óx heill skógur imyndana, hiá- legra, dapurlegra, óttalegra, sem fléttast inn í mál hans og ljá því einkennilega og persónu- lega ljóðrænu og bjóða byrginn öllu þvi ömurlega skrautyrða- safni, sem hann hafði við hönd ina, er hann vildi skrýða mál siitt, rita „fagurt mál“. Þessari fyrrnefndu tilfinn- ingu voru samfara mjög næmt blaðamannsauiga og eyra fyrir hljómum umheimsins. Úr öllu þessu urðu til hinar ferlegu en heillandi verur, er byggja heim Dickens. 1 heimi þessum vitum við aldrei fyrir vist, fyrr en við erum komin vel niður í tungutaki höfundarins, hvort orð hans leiða okfour inn i miðja náhermda orðræðu, sem skyndilega hleypir ham og breytist í torkennilega, skrýdda útgáfu af sjálfri sér, er sögupersóna bregður skapi eða hvort álfheimar eða tröllheimar, sem voru rétt í því að ljúkast upp fyrir okkur verði allt í einu að náfovæm- lega lýstu borgarhverfi i Lund únum. Það var á þessum fyrstu ham ingjuárum Dickens i Ordnance Terrace i Chatham, að Mary Weller, fóstra hans kom til sög- unnar. Það er svo sem ekki að undra þótt fóstra barns, sem sjálft er svo litið vitað um sé talsverðri þofou hulin. Það, sem er öllu fremur ein- kennandi fyrir alla sögu Dick- ens, er það, að þeir atburðir, sem tengdir eru nafni fóstru þessarar eru i ýmsu tilliti svo mótsagnakenndir að haida mætti að þarna hlytu að hafa Framhald á bls. 10. ANGUS WILSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.