Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 Avarp forsætisráð- herra Jóhanns Hafstein Þegar handritin koma heim í dag, koma mér í hug orð Ara fróða í for- mála hans að íslendingabók: „En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa þat heldr, er sann- ara reynist." Þetta er fagurt upphaf bókmennta vorra. Margur sagnaritari og rithöfundur hefir tileinkað sér anda hinnar fomíslenzku bókmenningar. Rithöfundar hafa hlotið og hljóta að- kast og jafnvel ofsóknir þar, sem frjálsri hugsun er stakkur skorinn. Þeir hljóta einnig lof og stundum oflof. Ef til vill er þeim tómlætið verst. En þá er þess að minnast, að til eru þeir rithöfundar, sem ekki hlutu lárviðar- sveiginn fyrr en löngu eftir aldurtila. Tæpast verða Islendingar sakaðir um að kunna ekki að meta bókina. Sumum finnst þeir ef til vill gerast of tómlátir nú í þeim efnum. En hvað sagði ekki Einar Benediktsson, sá mikli skáld- jöfur: „... Bókadraumnum, böguglaumnum breyt í vöku og starf.“ Skáldið var maður bókarinnar. En hann skildi öðrum fremur, að menning, vísindi og bókmenntir em aflgjafi til fr£tmfara og bættra lífskjara. Nú er dagur bókarinnar á Islandi. Danir færa okkur Flateyjarbók og Sæmundar-Eddu. Þetta eru konungleg ar gjafir, svo sem þær áður vom, þá er þær fluttust í konungsgarð. Þegar islenzku handritin koma heim, munu þau tendra á ný þann gneista menn- ingar og mennta, sem er kveikja þeirra sjálfra. I dag tendra Danir í hugum íslendinga gneista einlægrar vináttu tveggja norrænna þjóða. Heill og heiður Dönum! Ur SÆMUNDAR-EDDU, upphafi HAVAMALA. I öðru erindi segir m.a.: „Gefendr heilir! Gestr er inn kominn . . eins og sjá má á myndinni. Sjá ennfremur for- ystugrein blaðsins i dag. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.