Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 21. APRlL 1971 15 ■ n Dr. Gylfi Þ. Gíslason stöðu dönsku ráðherranna og kváðust samþykkja að veita handritunum. við- töku sem gjöf. — Síðar eða hinn 8. marz var greinargerð íslenzku ríkis- stjómarirmar send dönsku ríkisstjórn- innL — Upp frá þessu fer skriður að kom ast á málin. Er ekki svo? — Samningu handritaskrárinnar var ekki enn lokið um þetta leytL Henni var þó lokið rétt áður en ég fór á fund mermtamálaráðherra Norðurlanda í Helsingfors, og tók ég skrána með. Af henti ég hana Jörgen Jörgensen, sem sagði mér, að greinargerð íslenzku rík istjómarinnar hefði verið athuguð ræki lega í Kaupmannahöfn og hefði komið í ljós, að danskir sérfræðingar litu allt öðru vísi á málið en fram kæmi í ís- lenzku greinargerðinni. Meginsjónar- mið hennEir var, að afhenda skyldi þau handrit, sem skrifuð væru af íslenzk- um mönnum, með nokkrum undantekn- ingum þó. Jörgen Jörgensen sagði, að unnt væri að koma því fram í Dan- mörku, að íslendingar fengju það, sem skrifað væri af íslendingum um ís- lenzkt efni, þ.e.a.s. fyrst og_ fremst handrit af fslendingasögum. Ég kvað slíka lausn ófullnægjandi og sagðist telja fullvíst, að engin íslenzk rikis- stjóm myndi nokkru sinni fallast á hana. Jörgensen stakk upp á áfram- haldandi viðræðum í Kaupmannahöfn. ★ VILDU FORÐAST UMTAL Að viðræðunum í Kaupmannahöfn loknum sögðust Danir vilja athuga mál ið nánar og stungu upp á nýjum fundi. Ég stakk þá upp á því, að fundurinn yrði haldinn 10. apríl, því að þá átti ég hvort eð er að fara á fund mennta málaráðherra Evrópuráðsins í Hamborg. Það var danska stjórnin, sem óskaði eftir því, að sem minnst bæri á þess- um fundarhöldum og viðræðum. K. B. Andersen, fyrrum menntamálaráðherra, sagði frá því í gamansömum tón í ræðu sinni í veizlu dönsku rikisstjóm- arinnar í Kristjánsborgarhöll um dag- inn, að einu sinni, þegar ég hafði ver- ið í Kaupmannahöfn í öðrum erinda- gjörðum en að ræða handritamálið, hefði hann orðið að senda mér boð um, að við skyldum ekki hittast, þótt við værum nánir persónulegir vinir. Slíkt gæti orðið tilefni blaðaskrifa um hand ritamálið, sem yrðu hvorugum aðilanna til gagns. íslenzka ríkisstjórnin ræddi málið ítarlega og hafði samráð við ráðgjafa- nefndina og serfræðinga. Allir voru sammála um að halda fast við það sjónarmið, að óska eftir afhendingu þeirra handrita, sem skrifuð hefðu ver ið af íslenzkum mönnum, en taka þó til lit til þess sjónarmiðs Dana, að rétt- mætt væri, að' eftir yrði í Danmörku heillegur flokkur íslenzkra handrita sem sýnishom þeirra dýrgripa, er ver- ið hefðu í vörzlu Dana öldum saman, „ef það samrýmdist þeirri ósk íslend inga áð fá til fslands meginhluta is- lenzku handritanna og þar á meðal helztu kjörgripina, svo sem Sæmund- ar Eddu, Flateyjarbók, Möðruvallabók og Grágás“. * NORÐMENN GERA EKKI KRÖFU TIL HANDRITA f DANMÖRKU — Hvenær var svo fundurinn með dönsku ráðherrunum? — Ég flaug til Kaupmannahafnar 9. apríl (1960) og skýrði sendiherra okkar þar, Stefáni Jóhanni Stefánssyrd, þegar um kvöldið frá þessari ákvörðun rík- isstjómarinnar. Óskaði ég jafnframt eftir því, að harm væri með mér á fundinum morguninn eftir. Þar kom í ljós, að danska ríkisstjómin var reiðu- búin til þess að vdkka skilgreiningu sína á þeim handritum, sem afhenda skyldi. Hins vegar virtist það ófrávíjj anlegt sjómarmið dönsku ríkisstjómar innar, að Sæmimdar-Edda og allar Nor egskonungasögur, þar á meðal Flateyj arbók, skyldu vera áfram í Danmörku. Ég ítrekaði á fundinum sjónarmið ís- lenzku ríkisstjórnarinnar. Við lögðum megináherzlu á, að lausn málsina væri ekki hugsanleg án þess, að Konungs- bók Sæmundar-Eddu yrði afhent Is- lendingum, enda drægi enginn I efa, að hún væri rituð af Islendingi á íslandi og ritið í heild hluti íslenzkra bókmennta. Það hefði einnig ávallt verið tekið skýrt fram, að handritamálið yrði ekki leyst, nema Flateyjarbók kæmi og til íslands. Af hálfu dönsku ráðherranna var því haldið fram, að með tilliti til Norðmanna, gætu Danir ekki afhenit ís lenzk handrit Noregskonungasagna. Ég hafði hins vegar rætt það mál sér- staklega við norsku stjórnina og feng ið yfirlýsingu um, að hún myndi ekki byggja neina kröfu um afhendingu norskra handrita eða skjala úr dönsk- um söfnum á því, að Danir afhentu íslendingum íslenzk handrit. Þessum fundi lauk án niðurstöðu, en boðað var til nýs fundar viku síðar, er fundi menntamálaráðherranna í Hamborg væri lokið. ★ LOKS SAMKOMULAG — Hvenær næst svo samkomulag? — Það var fyrir réttum 11 árum. En áður en að því kemur skulum við fyrst ræða um fundinn, sem áður er nefnd ur. Hann var haldinn 17. apríl, og var Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra þá kominn til Kaupmannahafnar, og tókum við ásamt Stefáni Jóhanni Stef ánssyni þátt í þeim fundi. Af Dana hálfu sátu fundinn Viggo Kampmann, forsætisráðherra, Jörgen Jörgensen, menntamálaráðherra og Júlíus Bom- holt, félagsmálaráðherra. Ákveðið var að láta ágreining um Eddukvæðin og Flateyjarbók bíða, en freista þess að ganga úr skugga um hvort íslenzkir og danskir sérfræðingar gætu orðið á einu máli um þá skilgreiningu, sem rætt hafði verið um að leggja til grund vallar afhendingu, og hvort þeir teldu ljóst, hvað afhenda skyldi samkvæmt henni. Eftir fundinn hringdi ég til þeirra prófessoranna Einars Ólafs Sveinssonar og Sigurðar Nordals og bað þá koma til Kauptnannahafnar strax næsta dag til viðræðna við Palle Birkelund, lands bókavörð, og Peter Skautrup, prófeas or, en þeir tveir höfðu verið aðalsér fræðingar Jörgens Jörgensens í málinu. Ræddust þeir við á miðvikudag ásamt Jóni Helgasyni, prófessor, og urðu sam mála. Næstu daga var einkaviðræð- um haldið áifram og síðan haldinn loka fundurinn um máiið föstudaginn 21. apríl. Sátu þann fund sömu aðilar og mánudagsfundinn. Þar varð að lokum samkomulag um, að auk þess sem fs- lendingum skyldu afhent öll handrit, sem skilgreining fræðimanna tæki til, þá skyldu fslendingum og afhent Kon- ungsbók Sæmundar-Eddu og Flateyjar- bók, en önnur handrit Noregskonunga- sagna verða um kyrrt í dönskum söfn um, auk Konungsbókar Snorra-Eddu og eins af 20 Njáluhandritum. — Þar með var málið til lykta leitt? — Já, — ég flaug til Reykjavíkur um kvöldið. Ríkisstjórnin ræddi málið þegar næsta dag og var á einu máli um að telja handritamálinu lokið af fs- lendinga hálfu, ef danska otjómin gæti tryggt slíka lausn í Danmörku. Ráð- gjafanefndin hélt fund næsta dag og var sammála um að mæla með þess- ari lausn málsins. Ég ræddi málið og við formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þá Hermann Jónasson og Einar Olgeirs eon. Hinn 24. apríl var dönsku stjóm- inni tilkynnt, að íslenzka stjórnin væri samþykk þessari lausn og reið-u búin til þess að lýsa yfir, að handrita- málinu væri endanlega lokið af hálfu felendinga, ef þessi lausn næði fram að ganga. 26. apríl sendi danska ríkis stjórnin fmmvarp að samningnum, sem gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisstjóm- in lagði samninginn fyrir utanríkis- málanefnd og tilkynnti síðan dönsku ríkisstjóminni, að hún samþykkti frum varpið, sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason að lokum. Frá því er þetta samkomulag fslend inga og Dana náðist em 11 ár. Saga handritamálsins eftir það er dönsk, þar til skipzt var á staðfestingarskjölum. Er hún öllum kunn af fréttum. En aðal þættir hennar eru samþykkt danska þingsins um afhendingu handritanna — málaferli vegna lögmætis handritalag- anna og skaðabótakröfu vegna missis þeirra í Danmörku. S - I ■ t » Bent A. Koch Framhald af bls. 11 um nefndar, sem safnaði 150 þúsund dönskum krónum til lýðháskóla í Skál holti. Ég heimsæki alltaf Norræna hús- ið þegar ég kem til Reykjavíkur, því ég var formaður nefndarinnar, sem gekk frá tillögunum um byggingu þess. Starfsemi Norræna hússins hefur tekizt mjög vel og hefur orðið til háðungar andstöðu margra Islendinga og annarra manna á Norðurlöndum gegn byggingu þess. — Ég hef einnig samband við fslend- inga á vegum sjóðs þess, sem danska ríkið lagði til 1 milljón krónur, til að auka samskipti landanna. Við úthlutum um 80 þúsund d.kr. á ári i styrki, m.a. til kennara, sem vflja læra dönsku. Nú höfum við í undirbúningi að koma upp mikilli sýningu í Danmörku sem á að sýna fsland nútímans. Þá má geta þess, að í Kaupmaimahöfn starfar Danskt-íslenzkt félag, með nærri 1000 félagsmönnum, og gefur m.a. út ritið Nyt fra Island. Það gleður mig mjög að fara nú til Reykjavlkur tfl að vera viðstaddur há- tíðahöldin við afhendingu fyrstu hand- ritanna. Ég held, að íslendingar hljóti að bera svipaðar tilfinningar í bjósti þann dag og við Danir gerðum árið 1920, þegar við endurheimtum Suður- Jótland frá Þjóðvei'jum. K.B. Andersen Framhald af bls. 6 menntamálaráðherra árið 1956 lét hann málið til sín taka og flytja handritin i öruggari geymslu. Julius Bomholt hafði mikinn áhuga á þvi, að handritamálið leystisit á farsælan hátt fyrir íslend- inga. — Nú þegar fyrstu handritin fara heim til Islands óska ég fslendingum til hamingju. Það gladdi mig mjög, að fá heimboðið frá íslenzku ríkisstjórninni. Ég er þakklátur fyrir að fá að vera við staddur hátíðahöldin á fslandi, þegar þjóðardýrgripirnir koma heim aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.