Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1971 N:r „Mildasta leiðin var sú eina rétta“ — segir Erik Eriksen fyrrverandi forsætis- ráðherra Dana Erik Eriksen fyrrverandi forsætisráð herra Dana, er flestum íslendingum að góðu kunnur, sem mikill og sannur bar- áttumaður okkar i handritamálinu. Um síðustu helgi hitti fréttamaður Mbl., Eriksen að máli i Óðinsvéum, sem eru um 20 km frá Svendborg, þar sem for- sætisráðherrann fyrrverandi rekur nú stóran búgarð. Þrátt fyrir að Eriksen hafi beðizt undan endurkjöri við síð- ustu kosningar og hætt þingmennsku, er hann önnum kafinn maður og sífellt á þönum, þannig að erfitt getur verið að mæla sér mót við hann, en á endan- um var ákveðið að fréttamaður Mbl. færi með hraðlest frá Kaupmannahöfn til Óðinsvéa og hitti Eriksen á braut- arstöðinni þar kl. 16.23. Þá ætti hann lausan klukkutíma. Þetta fór allt skv. áætlun og viðtalið hófst í veitinga- salnum á Grand Hotel yfir glasi af tunnubjór, sem Eriksen bauð upp á. — Hvenær hófuð þér afskipti af handritamálinu ? — Það þarf að fara langt aftur í tím- ann til að komast að því. Það má segja, að ég hafi haft áhuga á handritamál- inu frá þvi að ég fyrst byrjaði í undir- búningsskóla, því að þá voru okkur sagðar sögur af víkingum og kempum, úr Islendingasögunum. Ég held að ég ýki ekki, er ég segist hafa vaxið úr grasi með Islendingasögunum. Héraðið, sem ég fæddist og ólst upp í, var mikið samnorrænt menningarhérað og börnin voru alin upp í samnorrænum anda og þar á meðal auðvitað vináttu til Islands. — Hvernig háttaði málum, þegar þér voruð forsætisráðherra á árunum 1950 —1953, var handritamálið til umræðu þá? —Já, það var oft á dagskrá, þótt ekki væri það í sjálfu þinginu. Við ræddum málið frá öllum hliðum og má segja, að við höfum verið að undirbúa jarðveginn, en það voru ýmsir erfiðleik ar i veginum, sem þurfti að yfirstíga. — Mynduð þér vilja skýra það nán- ar? — Persónulega efaðist ég aldrei um farsæla lausn málsins, það var aðeins tímaspursmál, hvenær lausnin fengist. Hinn almenni borgari í landinu hefur alltaf verið hlynntur því að Islendingar fengju handritin aftur. Það vissu allir, að þau höfðu verið skrifuð á Islandi og að þar voru hin einu sönnu heimkynni þeirra. Á hinn bóginn voru það svo vis- indamennirnir, sérfræðingarnir, sem máttu ekki heyra á afhendinguna minnzt. Ég skil þessa eldgömlu bókaorma vel, þeir voru búnir að liggja yfir skrudd- unum og grúska í þeim í áratugi og svo átti allt i einu að fara að taka handrit- in af þeim. Þetta viðhorf gerbreyttist, þegar Ijósmyndun handritanna kom til sögunnar, og ljóst var að það var yfir- leitt auðveldara að vinna að rannsókn- arstörfum eftir ljósmyndum. Svo var annað, sem taka varð með í reikninginn fyrir 20 árum og það var sambandið milli Islendinga og Dana. Mörgum Dön- um gramdist það, þegar Islendingar sendu öldruðum konungi skeyti og lýstu því yfir að þeir ætluðu að stofna sjálf- st.ætt riki. Það er rétt að það var gert miklu meira úr þessu, eins og oft vill v;rða, en það særði ýmsa, að íslending- ar gerðu þetta, meðan Danmörk var her n’imið af Þjóðverjum. Þetta og ýmislegt annað, gerði það að verkum, að það var rv uðsynlegt að flýta sér hægt. — Hver var bezta leiðin? — Viðræður og aftur viðræður og undirbúningur. Ég veit ekki hversu oft ég bað Sigurð Bjarnason núverandi sendiherra ykkar i Kaupmannahöfn, að yna að fá Islendinga til að tala ekki svona mikið og hátt um málið. Þá var mildasta leiðin sú eina rétta, eins og oft vill vera. — Hverjir voru beztu samherjar yð- ar? — Það er svo mörg nöfn að nefna, að ég veit ekki hvort það er rétt að byrja, en þó held ég að mér sé óhætt að nefna þá sérstaklega, Jörgen Jörgensen fyrr- verandi kennslumálaráðherra og K.B. Anderson, fyrrverandi kennslumálaráð- herra. Ég vil einnig taka það fram, að þegar Sigurður Nordal var sendiherra þá lagði hann mikið af mörkum, með því að undirbúa jarðveginn á klókan og skynsamlegan hátt, en á þeim tima þarfnaðist jarðvegurinn slíks undirbún ings, því að eins og máltækið segir „ekki tína ávöxtinn, fyrr en hann er full- þroskaður". Það má heldur ekki láta undir höfuð leggjast að nefna lýðhá- skólahreyfinguna, því að hún hefur átt sinn stóra þátt í þessu máli, og þá eink- um hér áður fyrr. Þá var nauðsynlegt að fara að öllu með gát, og taka ekki of sterkt til orða, til að særa ekki and- stæðingana. — Eignuðust þér óvini vegna hand ritamálsins ? — Nei, enga persónulega óvini. Það var að vísu oft tekið hressilega til orða, en ekki svo að það leiddi til fjandskap- ar. — En vini? — Já, ég eignaðist marga góða vini og minningarnar eru margar og dýrmæt ar. Ég minnist þess t.d. einu sinni er ég var á íslandi fyrir nokkrum árum og var á leið frá hótelinu mínu, kom til mín kona og færði mér forkunnarfagr- an blómavasa, með gríðastórum blóm- vendi í. Á vasann voru máluð þessi orð „Guð blessi yður. Með þakklæti fyrir allt sem þér hafið gert fyrir ísland I handritamálinu." Ég eignaðist líka marga góða vini á Islandi meðal stjórn- málamanna úr öllum flokkum og ég minnist hinna mörgu viðræðufunda með mikilli gleði. Hjá þeim nam ég mikil- vægan fróðleik, sem ég gat notað í rök- ræðum við mína eigin landsmenn. — Nú er stundin runnin upp og fyrstu handritin eru á leið til íslands. — Já, og það er mikil gleðistund. Hér er um að ræða atburð, sem vart á sér hliðstæðu í veraldarsögunni. Þessar tvær litlu þjóðir sameinast í vináttu á þessari stundu og láta allar slæmar til- finningar lönd og leið. Málið er komið í örugga höfn og ég held að þeir, sem roru á móti afhendingunni muni sjá það, að Danmörk verður ekki fátækari við að skila handritunum, heldur þvert á móti miklu auðugri, því að hún skap- ar sér svo mikla góðvild með afhend- ingunni. — Hlakkið þér til Islandsferðarinn- ar? — Já, ég hlakka alltaf til að koma til Islands, en nú er það stóra stundin, sem runnin er upp. Á slíkum stundu vill maður verða viðkvæmur og ég sakna þess mest að tveir látnir vinir minir, forsætisráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors, skyldu ekki fá að lifa þessa stund, en ég held ekki að þeir hafi nokkurn tima efazt um farsælar málalyktir. — Eitthvað að lokum? — Ég er stoltur yfir að hafa verið með í handritamálinu. Danir hafa sagt, handritin voru skrifuð á Islandi og þvi eiga þau að fara þangað. Það hefði ef til vill verið skemmtilegra að geta gefið gjöf, án þess að þyrfti að koma til mála- ferla, en nú hefur hæstiréttur kveðið úr um, að handritin skuli heim til Is- lands og þar með er málinu lokið fyrir fullt og allt. : \ < ' ■ Jónas Kristjánsson Framhald af bls. 13 það er mikil skammsýni þegar íslenzk- ir menn yppta öxlum með fyrirlitningu og segja sem svo: Harla lítið varðar mig um þessar gömlu skinnskræður, varla fer ég að grúska i þeim! Þess er raunar ekki að vænta að allir Islend- ingar gerist handritafræðingar. En handritin eru hinir fegurstu gripir að ytri gerð, og vel þess virði að menn ómaki sig upp í Árnagarð og renni til þeirra augum. Þó kunna sumir að segja að slíkt sé hinn mesti hégómi, og litla fegurð sjái þeir í þessum skorpnu skinnblöðum. Þá það, hver hefur sinn smekk. En við slíka forherðingarmenn vil ég segja þetta að skilnaði: Dæmið varlega, útskúfið ekki gömlu handrit- unum. Ef við lesum gamla vísu eða sögubrot, þá hefur það vissulega varð- veitzt I handritum, enda þótt við sjáum það í prentaðri bók, kannski með nú- tíðar stafsetningu. Ef við heyrum ein- hvern fróðleik frá íornum timum, um menn eða atburði, þá eru allar líkur til að þetta sé komið úr handritum eða skjölum sem eru næstum einu heim- ildir okkar um sögu lands og þjóðar. Ef við tökum okkur sjálf penna I hönd, þó ekki sé til annars en skrifa vini okkar sendibréf, þá er orðfæri okkar, þótt óvitandi sé, mótað af þeim bók- menntum sem geymdar eru í gömlu handritunum. Öll nútímamenning ís- lenzku þjóðarinnar á rætur sínar í þeim gömlu skinnbókum sem nú koma heim, eftir langa vist í öðru landi. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.