Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 Leiðin var löng — en nú er tak- markinu náð — sagði Jörgen Jörgensen, fyrrum kennslumálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið Þegar rifjuð er upp saga handrita- málsins ber einna hœst nafn Jörgen Jörgensens, fyrrum kennslumálaráð- herra. Það var hann, sem lagði fram frumvarpið um afhendingu handrit- anna, sem var samþykkt í fyrsta sinn árið 1961. Jörgen Jörgensen er nú gamall mað ur, verður 83 ára 19. maí næstkom- andi, en hann er enn vel ern. Hann var einn helzti leiðtogi De radikale venstre og átti sæti í Þjóðþinginu á fjórða áratug. Sem dæmi um, hversu mikill áhrifamaður hann var í dönsk- um stjórnmálum má nefna, að hann var ráðherra í rikisstjómum Staunings, Buhls og Scavenius árin 1935—1945, í ríkisstjórn H. C. Hansens 1957 og ríkis stjóm Kampmanns 1960—1961. Jörgen Jörgensen býr í fremur litlu og þægilegu einbýlishúsi við hinn foma konungsbæ Lejre á Sjálandi, skammt frá hinum gamla búgarði sínum, Bispe- gaarden, sem sonur hans hefur nú tekið við. Það var heitan sólskinsdag fyrir skömmu, að blaðamaður Morgunblaðs- ins heimsótti Jörgen Jörgensen og Est- er lconu hans í húsi þeirra við Lejre. Gamli maðurinn stóð í dyrunum til að fagna gestinum og frú Ester bar fram kaffi og kökur. Jörgensen spurði margs um vini sína á Islandi og þróun mála þar og var hann greinilega hrærður yfir því, að blaðamaður hafði komið alla þessa leið til að eiga við hann viðtal. Heimili þeirra hjóna er mjög vistlegt og hlýlegt og þar er margt gamalla og fagurra muna. Það er reisn yfir gamla manninum og það má vel merkja, að þar er maður sem hefur verið áhrifa- rikur um dagana. Þegar við vorum setztir inn í stofu og höfðum komið okkur vel fyrir tók Jörgensen það fram, að minnl hans væri ekki eins gott og fyrrum og hann kvaðst ekki heldur vilja rif ja upp sögu handritamálsins í smáatriðum, þvi hann vildi að kyrrð færðist yfir fomar deil- ur og átök. Þegar Jörgensen var spurður að því hvenær áhugi hans á Islandi hefði vakn að fyrst svaraði hann: — Það var í lýðháskólanum, að áhugi og skilningur á öllu norrænu vaknaði hjá mér. — Fyrirlestrarnir, sem ég heyrði I Vallekilde-iýðháskólanum um norræna hugsun, norrænt þjóðlíf og norrænt menningarlíf greip hug minn fanginn, þetta var grunntónninn alls staðar á hinum fjölmörgu fundum lýðháskóla- manna og á stjórnmálafundum sem ég sótti á unglingsárunum. — Styrjaldir og óeining fortiðarinn- ar hafði orðið hinum norrænu þjóðum dýrkeypt. Nú var kominn sá tími að setja varð á oddinn samvinnu og samn ingsvilja. — Styrjaldir milli norrænna þjóða voru nú orðnar óhugsandi. Á dögum heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar Norðurlöndin urðu að búa við mismun- andi þrengingar og aðstæður í sambúð inni við stórveldin, breyttist afstaða þeirra hvers til annars ekki til hins verra. Þvert á móti. Samstaða okkar varð nánari en nokkru sinni fyrr. — Á meðan lýðræðið var að þróast á Norðurlöndum var það eðlilegt að ihugur okkar beindist til smáþjóðar- ánnar í norðri, þar sem vagga lýðræðis áns stóð. — Fyrst allra Norðurlanda hafði Is- Jand sýnt fyrir þúsund árum, hvemig flýðræði þróast. Það mátti lesa um istjómhætti lýðveldis — þar sem tekið ter tillit til sérhvers einstaklings og thann getur haft áhrif á þróun mála. — Ég skildi hina brennandi ósk ís- denzku þjóðarinnar um að fá til Islands allt, sem í sögulegum skilningi var það ian komið og sem var dýrmætt fyrir Is lenzku þjóðina að hafa I landi sinu. Leiðin v£ir löng, en nú er takmarkinu náð. Handritin fara nú þangað þar sem þau eiga heima og eiga ætið að vera. — Það er að sjálfsögðu mikil gleði fyrir mig, að handritamálið hefur nú leystst endanlega og að þetta mál get- ur aldrei framar orðið deiluefni milli Islands og Danmerkur. — Ég hef aldrei efazt um, að þetta myndi gerast. — Ef það á að vera alvara og ein- hver hugsun í talinu um norræna sam vinnu, um norrænan skHning og sam- stöðu milli þjóða Norðurlanda, þá verð ur það að koma fram í raunverulegum aðgerðum þegar deiluefhi koma upp — þar sem bróðurþelið er grundvöllur raunhæfrar lausnar. — Það er þetta sjónarmið, þessi andi, sem danska ríkisstjórnin og danska Þjóðþingið hafði í huga, þegar ákvörð unin um afhendingu handritanna var tekin. — Skapaði það mikla pólitíska erfið leika að ná árangri í handritamálinu? — Undirbúningur málsins kostaði -■ miklar og langvarandi samningaviðræð ur. Nú hefur niðurstaða fengizt. Það er mjög ánægjulegt. Ég tel ekki ástæðu til að rifja erfiðleikana upp nú, það er engum til góðs. — Hvenær kynntuzt þér fyrst hand- ritamálinu ? — Þegar Hans Hedtoft myndaði rikis stjóm sina á árunum eftir heimsstyrj- öldina þá var handritamálið eitt atriðið í stefnuyfirlýsingu stjómar hans. Hed- toft reyndi að vinna að lausn málsins, en það tókst ekki. — Þegar Erik Eriksen myndaði sina ríkisstjóm gaf hann einnig út yfirlýs- ingu um þau mál, sem stjórn hans ætl- aði að vinna að og meðal þeirra var handritamálið. En ekki náðist þá held ur lausn. — Árið 1957 varð ég svo kennslu- málaráðherra í stjóm H. C. Hansens, en því miður reyndist ekki unnt fyrir þá stjórn að koma málinu heilu í höfn. — Þegar stjóm Kampmanns var mynduð árið 1960 tók ég á ný við emb- ætti kennslumálaráðherra. Stjóm Kampmanns tók málið upp að nýju og var ríkisstjórnin einhuga um það. — Frá upphafi var unnið sleitulaust að þvi að finna lausn, sem bæði Al- þingi og Þjóðþingið gætu verið einhuga um. Það tókst. Ég lagði fram frumvarp ið um afhendingu handritanna árið 1961, eftir að samningar höfðu náðst milli Islendinga og Dana um fyrirkomu lagið. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 110 atkvæðum gegn 39. — Getið þér ekki sagt frá samninga umleitununum, sem fóru fram á bak við tjöldin? — Því miður get ég ekki farið út i þá sálma. Skýrslur mínar og skjöl um viðræðurnar og málatilbúnað verða geymdar í Ríkisskjalasafninu og verða ef til vill birtar opinberlega síðar. — Ég vil að lokum segja, að það gleð I ur mig mjög að hafa verið boðið til 1 Islands í sambandi við afhendingu I handritanna. Ég hlakka til þess að hitta | vini mína á Islandi dagana sem hand- ritahátíðin stendur yfir. Það var orðið áliðið dags, þegar blaðamaður Morgunblaðsins kvaddi hin ágætu hjón, Jörgen Jörgensen og frú Ester. Þau stóðu í dyrunum og veif uðu í kveðjuskytni. Á andlitum þeirra mátti glöggt greina kærleikann og góð- vildina, sem hefur orðið Islendingum svo heilladrjúg við endurheimt þjóðar- dýrgripanna til Islands. Íiiæl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.