Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1971 Fyrsta frumvarp mitt sem ráðherra var um handritin — sagði K.B. Andersen, fyrrum kennslumálaráðherra, í viðtali við Morgunblaðið K. B. Andersen var kennslumála- ráðherra Danmerkur, þegar handrita lögin voru samþykkt í siðara skiptið, árið 1965. Hann á ekki lengur sæti Þjóðþinginu, þvi hann sagði af sér þing mennsku fyrir rúmu ári til að geta tek- ið við framkvæmdastjórastörfum fyrir danska jafnaðarmannaflokkinn. Sem ráðherra hafði Andersen mikil áhrif á endanlega lausn handritamálsins. Morgunblaðið heimsótti K. B. Ander sen i skrifstofu hans i aðalstöðvum jafnaðarmannaflokksins og ræddi við hann um handritamálið og þá einkum um afskipti hans af því. K. B. Ander- sen sagði: — Það má segja, að fyrstu beinu af- skipti mín af handritamálinu hafi byrj- að árið 1961, en ég átti sæti i nefnd Þjóðþingsins sem fjallaði um málið. Þá greiddi ég atkvæði með þeirri lausn, sem þá varð með samþykkt frum- varpsins um afhendingu handritanna. — Eftir samþykkt laganna komu fram óskir um það, að framkvæmd lag- anna yrði frestað þar til nýjar kosn- ingar hefðu farið fram í Danmörku, einkum vegna ákvæðanna um eignar- nám. Kosningarnar fóru svo fram 22. september 1964. — Nokkrum dögum eftir kosningarn ar varð ég kennslumálaráðherra í ríkis stjórn þeirri sem Jens Otto Krag mynd aði. — Fyrsta lagafrumvarpið, sem ég fjallaði um sem ráðherra, var frum- varpið um afhendingu handritanna, sem leggja átti fyrir þingið aftur. — Fljótlega eftir myndim ríkisstjórn arinnar áttum við Krag fund með Stefáni Jóhanni Stefánssyni, þáverandi sendiherra íslands í Kaupmannahöfn. Á þessum fundi skýrði ég frá þvi, að ég væri reiðubúinn með frumvarpið og það yrði lagt fram stráx og þingið kæmi saman eftir kosningarnar. — Það varð svo og frumvarpið um afhendingu handritanna var fyrsta frumvarpið sem ég lagði fram i Þjóð- þinginu sem ráðherra. Þá hófst mikil deila um málið og urðum við að leggja mikla vinnu fram allan veturinn, en á stundum var fjör í hlutunum. — Aðalandstaðan gegn frumvarpinu kom frá vísindamönnunum, en einnig nokkrum stjórnmálamönnum. Helzti andstæðingurinn meðal stjórnmála- manna var Poul Möller, einn helzti leið togi íhaldsmanna. — Ég get sagt frá skemmtilegri sögu í þessu sambandi um ferð dönsku full- trúanna á þing Norðurlandaráðs í Reykjavík árið 1965, þegar deilurnar um handritamálið voru enn í algleym- ingi. .— Ég man það, að v/ð Erik Eriksen, fyrrum forsætisráðherra, og Poul Möll er fengum herbergi á Hótel Sögu, sem er ágætt hótel. Við Erik Eriksen feng- um stór og rúmgóð herbergi, en Poul Möller hafði af einhverjum ástæðum fengið mjög lítið. Poul Möller hafði orð á þessu og kvartaði undan herbergi sínu. Erik Eriksen, sem er mjög spaugsamur maður, sagði þá við Möll- er: „Láttu þér ekki koma til hugar annað, en að íslendingar ætli sér að launa þér lambið gráa með þessu." — Ríkisstjórn Krags stóð einhuga á bak við frumvarpið um afhendingu handritanna. Það gerðu allir sem einn í þingflokki jafnaðarmanna. 1 öðrum flokkum voru skoðanir skiptar. — Ég vil taka það fram, að Erik Eriksen, sem er gamalreyndur ráð- herra, var mér nýgræðingnum í ráð- herraembætti mjög hjálplegur. Sem dæmi um einlægan vilja hans um að fá frumvarpið samþykkt get ég nefnt, að mjög harðar deilur urðu i flokki Erik- sens út af pólitísku máli í Danmörku. Tveir eða þrír úr flokki hans greiddu atkvæði með einu af frumvarpi ríkis- stjórnarinnar og olli það sprengingu I flokknum og varð sambúð rikisstjóm- arinnar og þingflokks Venstre mjög erfið. En þá kom Erik Eriksen til min og sagði, að ég gæti verið alveg róleg- ur hvað viðkæmi handritamálinu. Hann myndi standa fast að baki ríkisstjóm- inni í þvi máli. — Það var mjög mikilvægt að fá handritafrumvarpið samþykkt á þessu þingi og lagði ég mikla áherzlu á það, þvi annars hefði málinu enn verið skot ið á frest — Það rak einnig mjög á eftir okk- ur, að Stefán Jóhann Stefánsson bjó sig undir að láta af embætti sendiherra í Danmörku og hann hafði unnið mjög mikið að lausn málsins um árabil. Það væri því mjög gaman fyrir Stefán Jó- hann að vita um úrslit málsins áður en hann léti af embætti. Og það tókst. Tveimur eða þremur dögum áður en við kvöddum Stefán Jóhann við skips- hlið samþykkti Þjóðþingið endanlega frumvarpið um afhendingu handritanna til íslands. Lögin voru samþykkt með 104 atkvæðum gegn 58, 3 greiddu ekki atkvæði og 14 voru f jarverandi. — Ég vil taka það fram, að margir þeirra, sem greiddu atkvæði gegn frum varpinu voru í sjálfu sér ekki mótfalln ir því að íslendingar fengju handritin. Þeir voru mótfallnir því formi, sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Andstaða þessara manna var af ýmsum ástæðum. — Eftir samþykkt laganna var reynt að safna undirskriftum um áskorun um málið. Sú tilraun tókst ekki og tel ég það mjög gott. Ekki vegna þess, að ég hafi óttazt úrslit þjóðaratkvæða- greiðslu, heldur vegna þess að þá hefði hafizt áróðursbarátta, sem aðeins hefði valdið skaða og leiðindum. — Eftir að tilraunin um þjóðarat- kvæðagreiðsluna fór út um þúfur varð kyrrð um málið í Danmörku. En ég minnist þess, að einmitt þegar ég hélt að málið væri leyst þá varð skyndileg sprenging vegna þess, að blöðin fengu pata af trúnaðarskjali i sambandi við handritamálið og hafði lekið út um það í Reykjavík. — Það vildi svo til, að ég átti einmitt að mæta á fundi þennan dag í nefnd Þjóðþingsins, sem fjallaði um handrita málið. Ég man ekki lengur hvað stóð í þessu skjali, en ég spurði sjálfan mig hvernig ég gæti brugðizt við þessu, því það var rétt að trúnaðarskjalið var til í ráðuneytinu. — Ég greip þá til þess ráðs, að láta Ijósrita skjalið og dreifði þvi svo með al nefndamanna þegar ég kom á fund- inn og sendi einnig eintök til blaðanna. En þá lognaðist málið út af, þvi það var ekkert spennandi lengur við það, þegar skjalið var orðið opinbert og eng in leynd yfir því lengur. — Nú, siðar hófst svo málarekstur- inn út af þvi, hvort handritalögin væru brot á stjórnarskránni. Ég efaðist aldrei um úrslitin, en samt þegar hand- ritadómurinn féll i byrjun vetrar 1966 hafði ég undirbúið tvenns konar yfir- lýsingar, sem ég bar í vasanum. Önn- ur, og sú, sem gefin var út, fjallaði um staðfestingu Hæstaréttar á lögunum, en hin um málið, ef dómurinn gengi á móti okkur. En ég var ekki lengi að fara í vasann og rífa þá yfirlýsingu í tætlur, þegar mér bárust úrslitin. — Afhending handritanna naut stuðn ings manna úr öllum flokkum. Fyrsta ríkisstjórnin, sem tók handritamálið upp, var stjórn Hans Hedtofts. Hér var norrænt málefni á ferðinni og það var ekki rétt, að einu áþreifanlegu hlutim- ir um menningararf Islendinga lægju í Kaupmannahöfn. Handritin komu til Danmerkur vegna ríkjasambandsins og vegna þess að háskóli Islendinga var í Kaupmannahöfn. Réttur Islendinga til handritanna var því óvéfengjanlegur. — Um tíma voru margir sem óttuð- ust, að afhending handritanna hefði al- varlegar afleiðingar á alþjóðavettvangi og hún yrði fordæmi fyrir kröfum um afhendingu hvers konar menningarverð mæta. Þessa ótta varð m.a. vart á hin- um Norðurlöndunum. — En þessi ótti er algerlega ástæðu- laus. Handritamálið er einsdæmi og það er hvergi hliðstæða þess í öðrum nor- rænum löndum. — Ég vil minnast á það í sambandi við lausn málsins, að við lögðum mikla áherzlu á það, að vísindalegar rann- sóknir á handritunum gætu farið fram eftir flutning þeirra til íslands. Enda er ég þess fullviss að svo verði og að Islendingar veiti Dönum sem öðrum að- stöðu til vísindalegra rannsókna í Reykjavík. Auk þess verða tekin ljós- rit af handritunum áður en þau verða flutt til íslands og loks mun unnið að viðgerð þeirra, svo Islendingar fái þau í sem beztu lagi. — Því var haldið fram um tíma, að Islendingar hefðu ekki stundað vís- indalegar rannsóknir á handritunum að neinu ráði í Kaupmannahöfn. Við létum gera könnun á þessu, meðan deil an stóð yfir, og það kom í ljós, að það voru fyrst og fremst Islendingar sem höfðu stundað handritarannsóknirnar. — Ég hef aldrei séð Árnagarð full- gerðan í Reykjavík og það gleður mig að fá tækifæri til þess við afhendingu fyrstu handritanna. Ég er sammála sænskum vísindamanni, sem sagði, að það gleddi hann að fara til Islands til að rannsaka handritin, því þar væru þau í réttu umhverfi og þar ríkti hið rétta andrúmsloft. — Þess má geta, að um langt árabil var búið illa að handritunum hér í Kaupmannahöfn. Þegar Bomholt var Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.