Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 9 urmat á samskiptum Dana og íslendinga er mun auðveldara á hlutlægum grund- velli en áður. Samtengsl hafa styrkzt við það, að nú eru tvö ríki i sam- skiptum; annað konungsríkið, brot af því veldi, sem áður var; hitt lýðveldið, sem reynir eftir megni að standa eigin fótum sem ein Norðurlandaþjóðanna. Og í þeirri viðleitni nýtur það sifellt, beint og óbeint, styrks og fullting- is konungsríkisins,' er með þarf. Sönn og einlæg vinátta ríkir nú milli ríkj- anna tveggja og hefur reyndar gert um mun lengri tima, en mönnum er almennt ljóst, jafnvel um aldir. Og stjórnarat- hafnir fomar eru margar hverjar þess eðlis, að þeim var komið á með valdi gegn hagsmunum innlendra höfðingja, svo sem er Kristján IV og Friðrik III konungar réttu við hlut leiguliða, en þéir voru þá um 80% af bændum lands- ins. Sifellt hættir mönnum til að gleyma hinu stóra í dægurþrasinu og eru því atburðir eins og þessir — og mýmargir aðrir — ekki nefndir enn i söguefni því, sem almennt er kennt. Né heldur er minnzt allra þeirra mætu Dana, er stuðlað hafa að menntun og menningu, framförum og umbótum hérlendis, allt fram á þennan dag. Og eigi er unnt að gera annað og meira en benda á þá "taðrevnd. Þó gnæfir eitt nafn á spjöld um sögunnar, sem vert væri að nefna: Rasmus Christian Rask; hinn mikli jöf ur málvísinda, er Steingrimur Thor- steinsson minntist svo fagurlega 1866; Frá Háskóla- rektor Magnúsi Má Lárussyni Háskóli íslands fagnar sumarkom- unni, sem verður til þess að veita hon- um nýjan þátt og nýja von sextugum. Á þessum degi, er honum, landi og þjóð sýndur einhver sá mesti sómi, sem önn- ur þjóð getur í té látið. Háskóli Islands er eins og háskólinn í Osló afsprengi hins aldna háskóla í Kaupmannahöfn, er stofnað var til 1477. 1 dag minnist Háskóli Islands með þakklæti, hversu veitull Hafnarháskóli var um aldir í garð íslenzkra stúdenta, sem með ýms- um hætti nutu þar forréttinda, umfram aðra þegna konungsveldisins forna. En hinu má heldur ekki gleyma, að marg- ir hinna íslenzku stúdenta reyndust þar afburðanámsmenn í harðri sam- keppni við danska og norska stúdenta, auk þeirra mörgu, er komu úr hertoga- dæmunum fornu, enda þótt háskólinn i Kiel gegndi þar mikilsverðu verkefni. Sá timi er nú runninn upp, að end- Vorrar móður komstu’í faðminn kalda, Kæa- varð henni þín hin göfga sál. Ástverk þín með elsku vill hún gjalda Efldar mentir, göfgað feðra mál; Verndarengils augum líttu björtum Oss, er blessum þína vinar gjöf; Helgust blóm, sem vaxa í vorum hjörtum, Verða’að sveigum handa þinni gröf. Þá skal einum þakkir klökkar inna, Þér, sem veldur nú að finnumst hér: Rask! á heiti þitt ei þarf að minna, Þar sem verk þitt hver einn skarta sér Hér í sal og himni Snælands undir Hljómi fögrum skal það gjalla í kvöld Fannhvit man það foldin allar stundir, Fegra nafn ei prýðir hennar skjöld. Stjórnmálin þurfa nú eigi að varpa skugga og feimnishjúp yfir menningar- og menntunarsamskipti. Herskip hans hátignar Danakonungs hefur flutt heim yfir höfin handrit tvö, Framhald á bls. 10 KX-x**: ■ :' ' > 'Z '' ' | : '■ -i : ’kx-': ■;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.