Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1971 ‘ ■ -..v■'-H . ............ „Tímamót í sögu íslenzkra mennta“ ~ spjallað við Einar Ólaf Sveinsson „ÞKTTA eru algjör tímamót í sög-u ís- lenzkra mennta“, sagði dr. Linar Ólaf- u r Sveinsson, þegar Morgunblaðið ræddi við hann i tilefni heimkomu hand- ritanna. „Við höfum haft prentaðar bækur, mismunandi vel gerðar, eins og gengur, en nú fáum við frumrit þeirra og fjöldamargt annað, sem varðar sögu þjóðarinnar, en aldrei hefur komið út.“ —• Hvað er þér efst i huga af þessu? — Skinnbækurnar gömlu eru mér ofar lega i huga, þvi fyrir utan þau fræði, sem skinnbækurnar geyma, eru margar þeirra miklar gersemar sakir skreyt- inganna, þö að ekki sé nú talað um efnið. Það er til lögbók, sem Skarðsbók heit- ir — önnur Skarðsbók en sú, sem bank- arnir keyþtu. Þessi lögbök er einhver fegursti hlutur, sem gerður hefur verið á Islandi. Svo fagurt er skrautverkið i henni, að hún er fortakslaust ein mesta gersemi, sem við eigum. Eina bók þykir mér afskaplega vænt um; íslendingabók, þótt húm sé reyndar ekki nema pappirseftirrit. Konungsbók Eddukvæða er mikil gersemi, og er hún þó ekki skrautleg, en hún er skrifuð með einhverri þokkafullri prýði, sem gerir það að verkum, að maður óskar engra skreytinga. Þessi litla bók geym- ir Eddukvæðin — einhver fegurstu kvæði, sem farið hefur verið með & is- lenzku. Ég skal nefna enn til tvær stórar skinnbækur, sem geyma forn lög Is- lendinga. Þessar bækur veita óþrjótandi vitneskju um íslenzkt þjóðlíf, en þær sýna líka, að hér á landi voru í þá dagá miklir lögfræðingar. Efni þessara bóka eru Þjóðveldislögin, og er önnur skrif- uð meðan Þjóðveldið er enn til, en hin rétt á tímamörkunum. Margar þjóðir myndu án efa óska sér að eiga hlið- stæður þessara tveggja lagahandrita. Handrit af Njálssögu koma mér líka i hug. Sum þeirra eru svo góð, að kalla má, að víðast hvar megi skynja, hvern- ig frumtexti þessa mikla listaverks hafi verið i öndverðu, en slíkt er mjög sjald- gæft. Eitt af aðalhandritum hennar er Möðruvallabók, sem er stórt handrit, og geymir hún þorra Islendingasagna í ágætri mynd. Væri skarð fyrir skildi, ef hún væri ekki til. Nú, stórar skinnbækur með konunga- sögum eru til, en þær munu ekki koma hingað, utan ein, sem reyndar er þeirra mest; Flateyjarbók, mjög stórt hand- rit og efnisríkt með fallegri skreytingu; dálitið alþýðlegri — öfugt við lögbók þá, sem ég nefndi áðan, en þar er skreyt- ingin meistaraverk. Og nú held ég, að ég verði að láta staðar numið — ég gæti annars haldið áfram upptalningunni i allan dag. — Eitthvað fáum við nú fleira en handrit? — Jú, viS fáum fleira en handrit með sögum og kvæðum. Við fáum og ó- grynni skjala. Það er orðið allt öðru visi með skjöl nú en áður var. Þá vildi hver halda 1 sitt, en nú er andinn sá, að skjöl eigi að vera, þar sem þau eiga heima og eru notuð. Þes vegna gengur betur að fá nú afhent skjöl en hand- rit. Um verðmæti skjalanna um fjármála- sögu þjóðarinnar, verzlunarsögu, per- sónusögu er óþarft að fjölyrða; það er svo augljóst. Jarðabók Áma og Páls hefur að vísu komið út, enda stórmerk bók, en það eru til fleiri jarðabækur. Og þótt mikið hafi þegar verið afhent af skjöluna, bætist nú ríflega við. Það er ákaflega margt í sögu íslands, sem enn er órannsakað. — Höfum við staðið nógu vel að und- irbúningnum hér heima? — Við höfum gert eins vel og hægt er, og ég held, að þar sé ekki hægt að saka neinn um neitt. Við höfum reist mjög haganlegt húsnæði og fallegt; sniðið nákvæmlega eftir þörfum þeirra, sem að handritunum vinna. Allt hefur verið gert til þess, að handritin megi vera örugglega geymd i þessu húsi. Nú er svo um alla hluti, að framtíðin er okkur hulin. En á venjulegum tim- um eiga handritin að vera örugg í Árnagarði. En það er eitt, sem við erum ekki komnir langt í; við þurfum að hafa mjög gott bókasafn í Árnagarði. Ég á ekki við neitt gífurlega stórt bókasafn, heldur vel valið. Og ég hugsa fyrst og fremst um handbókasafn, sem er á sín- um stað. Nú þegar eigum við góðan kjarna að því — að miklu leyti vegna gjafa, en mörg skörð eru ófyllt. Ætli forlögin okkur að fá mikið af bókum til viðbótar, er auðveldlega hægt að koma þeim fyrir. — Hvað með peningahliðina? — Ég hef aldrei haft áhyggjur af pen- ingahliðinni. Við höfum fengið mjög svo sómasamlegt fé frá ríkhiu og ég efa ekki, að svo verður áfram. Og bak við Alþingi og ríldsstjórn stendur einhuga þjóð. — Nú hafa Danir jafnan verið mjög stoltir af sínum handritaviðgerðum. Hvernig verður þeim málum skipað hjá okkur? — Handritastofnunin hefur fengið úr- vals krafta til starfa að aðalverkefnum sínum. Einnig um handritaviðgerðir er gott útlit. Til er islenzk kona, sem num- piilill: ið hefur handritaviðgerðir í Englandi; hjá miklum meistara þar i landi og hún á lika að vinna fyrir Handritastofnun- ina. Viðgerðarherbergið bíður. — Nú eru íslenzk handrit víðar en í Danmörku. — Handritastofnun Islands hefur sent sérfræðinga sína út um lönd til að skrásetja íslenzk handrit í erlendum söfnum. Þau eru furðu víða til. Síðan ætlum við að fá filmur af þeim eða ljósmyndir, öllum saman, unz við höf- um hér heima safn allra íslenzkra hand- rita eða eftirmynda. •— Er þetta verk langt komið? — Segja má, að lokið sé skráningu íslenzkra handrita í Noregi, í Svíþjóð að miklu leyti, Englandi, Skotlandi og Ir- landi. Næst verður svo að senda til Am- eríku, þar sem nokkuð er til af íslenzk- um handritum og svo ber leitina til Suðurlanda. En þar verður þrautin þyngri. Með nútíma tækni ætti okkur að tak- ast að fá öll handrit heim, þó að ekki verði allt með sama hættí og við nú fáum handrit frá Dönum. Engu að síð- ur' eigum við þá að geta verið giaðir og unað vel okkar hag. — Hver eru merkust handrit íslenzk geymd utan Danmerkur? — Það eru tvær bækur í Wolfenbútt- el í Þýzkalandi — handrit af Islendinga- sögum og rímnahandrit. 1 Bretlandi er eitt og annað af merkilegum handrit- um, en einkum geymir þó Svíþjóð merkilega hluti. 1 konungsbókhlöðunni í Stokkhólmi er prédikanasafn; kallað Stokkhólmshómilíubók, sem geymir einhverja þá fegurstu íslenzku, sem finnst á íslenzkum trúarritum. 1 Upp- sölum er handrit af Snorra-Eddu og í Svíþjóð er einnig það, sem tíl er á skinni af Heiðarvíða-sögu, sem líklega er elzt þeirra Islendingasagna, sem varðveitzt hafa. — Þú nefndir Suðurlönd. Er vitað um einhver íslenzk handrit þar? — Ekki er það nú. En í Páfagarði eru geymd ógrynnin öll af handritum og skjölum. Ekki er nú vitað um nokkurt íslenzkt handrit þar, sem mark er á tak- andi. En án efa eru þar bréf, sem varða ísland. 1 Páfagarð hlýtur íslenzkur handritamaður að eiga erindi. Annar staður syðra, sem við þyrftum að koma við leit á, er Spánn. Þar eru klaustur mörg og geyma ýmislegt og ég held, að enginn viti, hvað þar kann að leynast. Hitt er svo aftur annað mál, að við skulum ekki gera okkur vonir um að finna í Suðurlöndum handrit á íslenzkri tungu. En það er ekki loku fyrir það skotið, að þar geymist á latínu eitt- hvað, sem Island varðar. P, 1111 . i ~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.