Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 10
10 \ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRTL 1971 og hann mátti ekki heyra á afhendingu handritanna minnzt. H. C. Hansen, sem þá var forsætisráðherra var málinu mjög hlynntur, en hendur hans voru bundnar eins og okkar. Hann veiktist síðan árið 1959 og þá varð ég forsætisráðherra I forföllum hans, en gat lítið gert, því að kosningar voru framundan. Nú í kosn- ingunum 1960 vildi svo heppilega til að Retsforbundet og Starke þurrkuðust út af þinginu og þar með var sú hindrunin úr sögunni og hægt að hefjast handa. — Var málið erfitt? — Ég átti ekki von á því að málið vekti svo mikinn úlfaþyt, sem raun bar vitni, og þá einkum starfsfólk safna, sem var óskaplega hrætt við það for- dæmi, sem þetta mál gæfi. Það var tal- að um það að á tímum yfirráða Svía í Danmörku, hefðu þeir flutt ýmsa danska dýrgripi til Stokkhólms, og hvort að Danir myndu nú fara að heimta þá til baka. Nú, það voru einnig illar taug- ar i ýmsum vegna sambandsslita Islands við Danmörku á styrjaldarárunum. Ég leit þannig á málið að afhending hand- ritanna væri að vissu leyti viðurkenning á íslandi sem sjálfstæðri þjóð, en höf- uðatriðið í minum augum var að með afhendingu handritanna sýndu Danir bræðraþjóð sinni vinarbragð. Ég minnist þess einnig, að einhvern tíma voru 100 Danir spurðir um það úti á götu hvað handritín væru og aðeins 2—3 vissu eitthvað um þau. Af sama fjölda Islend- inga voru það aftur á möti aðeins 2—3, sem vissu ekkert. Þetta sýnir glöggan mun á þjóðunum og þess vegna var það ekkert áUtamái, að handritin hlytu að fara til ísiands, því að þar voru hin réttu heimkynni þeirra. — Hvernig gekk svo málsmeðferðin I þinginu? — Hún gekk mjög vel, lögin voru samþykkt með 110 atkvæðum gegn 39, sem segÍT sína sögu. Nú, þegar búið var að samþykkja lögin fór svo Paul Möll- er af stað, með þessa þjóðaratkvæða- greiðslutillögu sína. Þá sagði ég við hann, allt í lagi, við skulum leggja málið fyr- ir fólkið í næstu þingkosningum, en ekki beinni þjóðaratkvæðagreiðslu og hann féllst á það. — Voruð þér hræddur við þjóðarat- kvæðagreiðslu ? — Það var ekki rétta orðið, en það er ógerlegt að reyna að imynda sér úrsUtin, en mér fannst ekki ástæða tfl. að hætta á neitt. Það kom svo í ljós i næstu kosningabaráttu, að handrita- máUð kom þar ekkert við sögu að ráði, það var að vísu minnzt á það, en ekk- ert alvarlega. — Ýmsir héldu því fram að hér væri um mikilvægt utanríkismál að ræða og stjórnin hefði ekki farið rétt með það. — Það er rétt að lögin segja fyrir um, að rikisstjórnin geti ekki tekið á- ,Ég og Jörgen Jörgensen ákváðum í bíl á leið frá Þingvöllum að málið yrði að leysa‘ — sagði Viggo Kampmann fyrr- verandi forsætisráð- herra Dana kvarðanir um mikilvæg utanríkismál, nema fá samþykki utanrikismálanefnd- ar þingsins. Við hefðum því átt að leggja máUð fyrir nefndina, en gerðum það ekki. Það skipti í raun og veru engu máli, því að meirihluti nefndarinn- ar var með afhendingunni. Ég segi það við menn núna, að við höfum ekki lagt málið fyrir nefndina, því að það hefði ekki verið utanríkismál, heldur mál tveggja bræðraþjóða. — Hvað teljið þér að haíi skipt mestu máU í sambandi við farsæla lausn máls ins? — Það er mitt álit, að íslendingar standi í stærstri þakkarskuld við Jörg- en Jörgensen, fyrrverandi kennslumála ráðherra. Hann öðrum fremur lagði fram stærsta skerfinn. Það eru auð- vitað margir aðrir, sem unnu af ósér- hlífni að málinu, og Erik Eriksen, fyrr- verandi forsætisráðherra, er þar fram- arlega í flokki. — Hvað með þátt yðar? — Sem stjórnmálamaður vann ég að mörgum málum, en ég held að þáttur minn i handritamálinu gleðji mig mest. Það hlýtur alltaf að vera ánægjulegt fyrir norrænan stjórnmálamanna að miðla vináttu milli Norðurlandaþjóða og þannig lít ég á lausn handritamáls- ins. Að lokum vil ég segja, að ég veit að Jörgen Jörgensen hefur skráð mjög nákvæmlega alla þætti handritamáls- ins og afhent Ríkisskjalasafninu gögn- in. Þegar hann er látinn og skjölin gerð opinber held ég að það verði Ijóst, að það var samvinna okkar, sem leiddi til endanlegrar lausnar handritamáls- ins. ÞEGAR lögin um afhendingu handrit- anna voru samþykkt í danska þjóðþing- inu árið 1961, var Viggo Kampmann for- sætisráðherra og má því segja, að hand- ritamálið hafi verið leitt til lykta í stjóm artið hans, þó að 10 ár hafi liðið unz formleg afhending fór fram. Kampmann er nú hættur þingmennsku, en stjóm- málalega er hann ennþá „aktivur" eins og hann sagði við fréttamenn Mbl. ívið tali á skrifstofu sinni í danska Bókasafns skólanum, þar sem hann er deildarstjóri. — Hver var aðdragandi þess að mál- ið var lagt fyrir og afgreitt af stjórn yðar? —- Það vornm við Jörgen Jörgensen fyrrverandi kennslumálaráðherra, sem tókum ákvörðun um að málið yrði að leysa, eitt sinn er við vorum í heimsókn á Islandi. Ég vax þá f j ármálaráðherra. Við vorum í bíl á leið frá Þingvöllum til Reykjavikur og leið afskaplega veL Þegar við vorum komnir á móts við hús Halldórs Laxness, sögðum við hvor við annan: „Nú er ekkert sem heitir, málið verður að leysa." — Það liðu þó allmörg ár, þar tfl mál- ið var formlega tekið fyrir. — Það leið nokkur tími, en það var líka ýmislegt, sem þurfti að undirbúa. Þá vorum við í stjómarsamvinnu við Retsforbundet, með Starke i fararbroddi, Jochumssonar 1874 með öðrum hætti en hann ætlaði þá: álasi annaria þjóða fyrir. Og hefur sami stórhugur birzt bæði 1928, er mik- ilvæg skjalagögn voru send hingað úr rikisskjalasafninu danska, svo og 1930, er ómetanlegir fomgripir voru sendir heim. En þjóðþingið danska hefur og stað- fest tilverurétt Háskóia íslands með því að ákveða, að Stofnun Árna Magnús- sonar skuli héðan í frá starfa í tveimur deildum og skal flytja til Islands hand- rit þau og skjalagögn, sem Háskóli Is- lands skal varðveita og hafa umsjón með ásamt því fé, sem fylgir þeim. Skal hvoru tveggja mynda Stofnun Áma Magnússonar á tslandi. Er hér lögð mikil skylda á Háskóla Islands og er það einlæg von hans, að hann sé þessu hlutverki vaxinn og verði þessi gjörð, sem er einstæð milli þjóða, til þess að mynda ný og varanleg tengsl við Hafn- arháskóla á jafnréttisgrundvellL Rætast nú orð séra Matthíasar Magnús Már Lárusson Framhald af bls. 9 Velbornu gestir! gullspjöldin helgu sannfróðrar Sðgu sjáið þér geymd. Litil er lands vors lífs-vöku-íþrótt, þó skal hún aldrei alþjóðu gleymd. sem Brynjólfur biskup Sveinsson færði áa hans, Friðriki III, að gjöf fyrir rúm- um þrem öldum; hin fyrstu af mörgum, sem eftir eiga að koma heim; og handrit in eru oss dýrmæt, því að þau hafa miðlað oss þreki og varðveitt tengsl vor við hið liðna; ekki eingðngu vor heldur og frændþjóðanna hinna, sem öflum er kunnugt og almennt viður- kennt. Og opinberir sendimenn og ráð- herrar, núverandi og fyrrverandi, stað festa með komu sinni einlægan hlýhug og mikla dirfsku þjóðþingsins danska með þvi að brjóta meginreglu safna með því að láta af hendi rakna af því, sem mikilvægast er og mun verða í íslenzkri menningu, og hefur þjóðþingið sætt Þökk fyrir heimsókn, hugprúðu vinir, hollvinir Islands, handan um sjá. Hhýtum nú heims-bönd heilagrar elsku; þá sigrar andinn eld, frost og hel! Quod feiix faustumque sit; sé það góðu heilli gjört. Magnús Már Lárusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.