Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MÍÐVTKUDAGUR 21. APRÍL 1971 * Ogleymanlegt að fylgja Flateyjarbók og Sæmundar Eddu til skips á Hólminum Samtal við Sigurð Bjarnason, sendiherra í Kaupmannahöfn t>AÐ hefur vissulega verið lærdómsríkt og ánægjulegt að fylgjast með síðasta þætti handritamálsins það rúma ár, sem liðið er frá þvi að ég tók við sendi- herrastarfi hér. Eitt fyrsta embættis- verk okkar Ólafar var að vera viðstödd dómsuppkvaðningu í málinu í Eywtri- landsrétti 13. marz í fyrra. Sá dómur gekk eins og kunnugt er danska mennta málaráðuneytinu og okkur Islendingum í vil. Meirihluti réttarins taldi, að ráðu- neytið væri ekki skaðabótaskylt gagn- . vart Árnasafni. Þessum dómi áfrýjaði stjórn stofnunarinnar til Hæstaréttar, sem staðfesti dóm landsréttarins að öðru leyti en því, að bætur skyldu greiddar fyrir hluta Islands af legati Árna Magnússonar samkvæmt lögunum um afhendingu handritanna. En danska stjórnin ákvað strax að sækja um fjár- veitingu til að greiða þessar bætur. Hæstaréttardómurinn var kveðinn upp 18. marz sl. og þar með var endir bund- inn á málaferlin um afhendingu hand- ritanna. Ríkisstjórn Danmerkur hafði unnið algeran sigur í viðureigninni við stjórn Árnasafns. Enda þótt þessi mála- ferli. væru innanrikismál Dana fylgd- umst við Islendingar auðvitað með þeim af miklum áhuga og eftirvænt- ingu. Sigur dönsku stjórnarinnar var jafnframt okkar sigur. Með fullgildingu samningsins frá 1965 um afhendingu handritanna er málið komið heilt í höfn. Bollaleggingar um að stefna þvi fyrir Mannréttindadómstól Evrópuráðsins verða varla teknar alvarlega. Þannig komst Sigurður Bjarnason, fyrrum þingforseti og nú sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn m. a. að orði er Morgunblaðið hitti hann að máli sl. sunnudag og bað hann að segja sitt álit á síðasta stigi handritamálsins. — Finnst þér ekki ánægjulegt að vera sendiherra hér þegar fyrstu handritin fara heim og samningurinn um afhend- ingu handritanna kemur tU. fram- kvæmda ? — Vitanlega þykir mér vænt um að eiga hlut að svo miklum og giftusam- legum atburðum í sambúð Islendinga og Dana. Þó er mér ofar i huga starf fyr- irrennara minna hér að þessu mikla máli, starf íslenzkra og danskra stjórn- málamanna og fjölmargra vina okkar hér i Danmörku. — Við, sem áttum sæti á Alþingi þá áratugi er handritamálið var fyrst og fremst í deiglunni munum einnig minn- ast þess með gleði og þakklæti að hafa átt okkar þátt í að marka stefnuna af Islands hálfu í þessu mikla menningar- máli. — En þess má enginn ganga dulinn, að það eru réttlætistilfinning og víðsýni Dana, sem réðu úrslitum í þessu máli. — Hvernig fannst þér að hlýða á mál- flutninginn í handritamálinu fyrir Hæstarétti? — Það var mjög lærdómsríkt. Færir og mikilhæfir lögfræðingar fluttu málið fyrir báða aðila, Árnasafn og mennta- málaráðuneytið. H. G. Carlsen, málflutn ingsmaður Árnasafns, flutti nærri 7 kist. frumræðu, sem flutt var á tveim- ur dögum. Vitnaði hann mikið í alis konar fræðirit um eignarrétt og eignar- nám. Var ræða hans afar fróðleg frá lögfræðilegu sjónarmiði. Poul Schmidt, kammeradvokat, málflutningsmaður ráðuneytisins, var miklu stuttorðari. Frumræða hans stóð aðeins hálfu þriðju klst. Var ræða hans skýr og gagnorð. — Hver voru fyrstu viðbrögð þín, þegar þú fréttir um dómsúrslitin í Hæstarétti? -— Málflutningurinn stóð í þrjá daga. Hann hófst 10. marz og lauk 12. marz, sem var föstudagur. Gert var ráð fyrir, að dómur yrði kveðinn upp úr 20. marz. En Hæstiréttur lauk meðferð málsins og kvað dóm sinn 18. marz um hádegis- bil. Engir voru viðstaddir dómsupp- kvaðningu nema tveir eða þrir blaða- rnenn. Skrifstofa kammeradvokatsins hringdi samstundis til min og tilkynnnti mér úrslitin. — Auðvitað urðum við í sendi- ráðinu glöð og fegin. Ég sendi utanríkisráðuneytinu tafarlaust skeyti og pantaði hraðsamtöl við Jóhann Haf- stein, forsætisráðherra og Gylfa Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, og skýrði þeim frá úrslitum málsins. — Hvernig var athöfnin í Kristjáns- borg þegar afhendingarsamningurinn var fullgiltur? — Athöfnin var látlaus, en markaðist af einlægum feginleik og gleði, bæði okkar Islendinganna og Dananna. — Hefur sendiráðið orðið vart við við- brögð dansks almennings vegna mála- lokanna? — Já, töluvert. Við höfum fengið bréf, skeyti, jafnvel blómasendingar, með heillaóskum og vinarkveðjum. Þessar kveðjur hafa lýst einlægum hlý- hug I garð Islands og íslenzku þjóðar- innar. — Ég get ekki stillt mig um að segja frá einni þessara kveðja. Sendiráðinu hafði borizt munnlega heillaósk frá gam alli konu, ekkju C. P. O. Christiansens, lýðháskólastjóra Grundtvigsskólans. En hún liggur mikið veik í sjúkrahúsi. Maður hennar var einn af áhrifamestu forystumönnum lýðháskólastjóranna, sem sendu skorinorðar áskoranir til þjóðþings Dana um að afhenda Islend- ingum handritin. — Mér fannst árnaðarósk þessarar veiku konu svo hlý og elskuleg, að við sendum henni blómvönd og einlægar þakkir fyrir stuðning hennar og manns hennar við íslenzka málsstaðinn í hand- ritamálinu. — Nokkrum dögum seinna barst mér bréf írá syni frú Christiansen, J. C3hr. Christiansen, svohljóðandi: „Móðir mín, frú Margrethe Christian- sen, hefur beðið mig að láta í Ijós við yður innilegt þakklæti fyrir hin fögru blóm, sem henni bárust frá yður að sjúkrabeði hennar í Lyngby spítala. Engar kveðjur, sem henni hafa borizt I hinni löngu og þungbæru sjúkralegu hennar, hafa haft eins mikil áhrif á hana og þessi kveðja frá yður. Það eru svo mörg ár liðin síðan barátta hófst fyrir afhendingu handritanna, að móður minni kom það fullkomlega á óvart að munað væri eftir þætti C. P. O. Christiansens og hennar i því máli. Af- staða þeirra til handritamálsins svipti þau jafnvel vinum og veikti aðstöðu þeirra á ýmsa lund. En þau drógu aldrei i efa réttmæti þess að skila Islending- um aftur því, sem þau töldu að tilheyrði Islandi með réttu. Ég hefði getað unnt föður mínum að lifa það, sem nú er að gerast. Ég er þess vegna margfaldlega þakk- látur yður og ríkisstjórn yðar fyrir það, að þér munduð eftir móður minni og senduð ljósgeisla frá hennar kæra og fjarlæga íslandi að sjúkrabeði hennar. Með kærri kveðju, yðar einlægur, Jac. Chr. Christiansen.“ — Þetta bréf er glöggur vottur þess, hve hlýlega margir Danir hugsa til ís- lenzku þjóðarinnar. — Þið hjónin voruð viðstödd þegar danska herskipið lagði úr höfn með Flateyjarbók og Sæmundar-Eddu. Hvaða tilfinningar voru þér þá helzt í brjósti? — Þakklæti og virðing fyrir þeirri staðreynd, að sagan endurtekur sig. Árið 1656 kom Flateyjarbók til Kaup- mannahafnar sem gjöf frá Brynjólfi biskupi Sveinssyni til Friðriks III. kon- ungs Danmerkur og Islands. Árið 1662 fluttist Sæmundar-Edda hingað af sömu ástæðum. Á fjórða hundrað ár hafa þessar gömlu skinnbækur, sem geyma sál og sögu íslands, raunar allra Norð- urlanda, haft viðdvöl hér. Nú eru þær á heimleið. Þegar þetta samtal okkar birtist verða þær komnar heim yfir íslandsála. — Það verður ógleymanlegt að hafa fylgt þessum þjóðardýrgripum okkar til skips á „Hólminum“ í Kaupmanna- höfn og tekið á móti þeim i Reykja- víkurhöfn fimm dögum síðar. — Hvað viltu segja um þitt nýja starf og eins árs dvöl í Danmörku? — Það hefur verið nóg að gera hér þennan tíma. Ýmsir merkir atburðir í sambúð þjóðanna hafa gerzt á þessu tímabili. Fyrst heimsókn forseta Is- lands og frúar hans, sem tókst mjög vel og varð íslandi til sóma. Síðan opnun og rekstur íslandshússins og nú loks endanleg niðurstaða í handritamál- inu. — Þá er það einnig þýðingarmikið, að landanir íslenzkra fiskiskipa hafa stór- aukizt hér á sl. ári, sala á lambakjöti eykst og aðrir viðskiptamöguleikar glæðast. Islenzkir iðnrekendur hafa haldið hér sýningar og ný verzlunar- tengsl skapazt. Á það verður að leggja mikla áherzlu í framtíðinni. Stór is- lenzk listsýning stendur yfir hér. Sam- vinna fslendinga og Dana á sviði ferða- mála eykst. Starfsemi P',lugfélags Is- lands og Loftleiða á stórkostlegan þátt í sterkum og lifandi tengslum milli þjóðanna. Mjög vaxandi áhuga verður hér vart á ferðum til Islands. Gullfoss þekkja allir. — Að lokum vil ég taka fram, að við Ólöf hlökkum til að koma heim og taka þátt í handritahátíðahöldunum. mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.