Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 11 KiííSsS ....xil Með lausn handrita- málsins er lokið þætti lífi mínu sagði Bent A. Koch í viðtali við Morgunblaðið Fáir eða engir Danir hafa lagt jafn mikla vinnu af mörkum til að berjast fyrir málstað Islendinga í handritamál- inu og Bent A. Koch, ritstjóri Kriste- ligt Dagblad í Kaupmannahöfn. Þær eru ótaldar greinamar, sem hann hef- ur skriíað um handritamálið, og hann hefur mætt á fundum víða um Dan- mörku til að rökræða um handritamál- ið og skýra málstað Islands. Morgunblaðið hitti Koch að máli í skrifstofu hans að Frederiksborggade 5, þar sem Kristeligt Dagblad er til húsa, og ræddi við hann um baráttuna fyrir lausn handritadeilunnar og þá einkum um hans þátt í henni. Bent A. Koch sagði: — Ég kom til Islands 1 fyrsta sinn I byrjun sjötta áratugarins, þá ung- ur blaðamaður, 23 ára að aldri. Ég hreifst mjög af Islandi og skrifaði marg ar greinar eftir heimkomuna. Handrita- málið hreif einnig huga minn. — Nokkrum árum seinna beitti ég mér fyrir stofnun nefndar einstaklinga sem hét á dönsku: „Udvalg i 1957 ved- rörende de islandske hándskrifter.“ Var ég kosinn formaður nefndarinnar. Hún leit á það sem sitt meginhlutverk að fræða almenning í Danmörku um handritamálið og hafa áhrif á stjóm- málamenn á þann veg, að Islendingar fengju handritin til baka. — Það var engin tilviljun, að ég fékk áhuga á handritamálinu, því ég var góður vinur manna eins og C.P.O. Christiansen og Jörgen Bukdals í Askov, Poul Ingbergs og margra fleiri slíkra manna. Ég deildi skoðun- um með þessum mönnum um, að kóróna sjálfstæðisbaráttu Islendinga ætti að vera endurheimt handritanna, þjóðar- dýrgripanna. Nefndin starfaði mjög á bak við tjöldin til þess að hafa áhrif á danska valdamenn. Ég hafði t.d. nána sam- vinnu við ýmsa danska kennslumála- ráðherra og íslenzka sendiherra í Kaupmannahöfn. Ég tel of snemmt að skýra frá þessu starfi mínu og nefnd- arinnar í smáatriðum, en mjög snemma tókst gott samstarf við H.C. Hansen, fyrrum forsætisráðherra, og Jörgen Jörgensen, kennslumálaráðherra. Þessir tveir menn báðu mig að fara til Islands árið 1957, óopinberlega að sjálfsögðu, og kynna mér afstöðu ís- lenzkra stjómmálamanna. Þegar ég kom heim lagði ég skýrslu mína fyrir H.C. Hansen og Jörgen Jörgensen. Síð- an fór ég sex eða sjö sinnum til Is- lands, m.a. í þágu þessa málefnis. Ýmsir islenzkir stjórnmálamenn í öllum flokkum eru góðir vinir mínir. Vil ég nefna Bjarna Benediktsson, en hið sorg lega fráfall hans hafðí mikil áhrif á mig, Gylfa Þ. Gíslason, sem ég hef haft mikið saman við að sælda. Úr röðum Alþýðubandalagsmanna vil ég t.d. nefna Kristin E. Andrésson. — Ég hugsa með gleði til samstarfs míns við Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrum sendiherra í Kaupmannahöfn, sem einnig varð góður vinur minn. Hann hefur lýst samvinnu okkar í end- urminningum sínum og tel ég því ekki ástæðu til að fara nánar út í það. Ég minnist einnig með áneegju samstarfs við Gunnar Thoroddsen, sendiherra, og nú Sigurð Bjamason, sem gegnir sendi- herrastörfum í Kaupmannahöfn. Þegar hvað mest hreyfing var á handrita- málinu þá kom iðulega fyrir, að við átt um með okkur daglega fundi. Bjömstjerne Björnsson segir í einu kvæða sinna: Hvem tæller vel, sá sejrens dag de tabte slag? Nú er sigurdagur, en maður á ekki að gleyma því, að i Danmörku voru löng og bitur átök um handritamálið. Mér er vel Ijóst, að það voru þrjár hliðar á málinu, lagaleg, vísindaleg og stjórnmálaleg. Það var ljóst, að Islend- ingar höfðu engan lagalegan rétt til handritanna. Hinn siðferðilegi réttur þjóðarinnar var hins vegar miklu ljós- ari. Sú fullyrðing danskra vísinda- manna, að Islendingar hefðu ekki not- afl handritin á vísindalegan hátt, gat augljóslega ekki staðizt. En það hafði mjög mikla þýðingu samt, þegar nefnd mín fékk bandamann í virtri og gáfaðri vísindakonu, dr. fil. Lis Jacobsen. Hún skrifaði grein, þar sem hún tók afstöðu gegn dönsku vísindamönnunum. — Þegar við lítum til baka til bar- áttu þessara ára þá vil ég taka fram, að persónulega hafði ég þá trú, að handritin færu til Islands, en því er ekki að neita að á köflum var útlitið ekki sem bezt. — Þegar það tókst að fá meirihluta í Þjóðþinginu fyrir samþykkt hand- ritalaganna þá lék enginn vafi á því, að úrslitum réðu skoðanir jafnaðar- manna á samskiptum þjóða í milli og þau áhrif, sem lýðháskólahreyfingin hafði haft á hugarfar dönsku þjóðar- innar um margra áratuga skeið. Lýð háskólaihreyfingin studdi sjálfstæðis- baráttu norrænna þjóða, t.d. Noregs, íslands og Færeyja, og það er þessi skoðun um samhug norrænna þjóða, sem einkennt hefur flokk Jörgens Jörgensens, De radikale venstre, og flokk Eriks Eriksens, Venstre. Þess vegna fékkst svo mikill meirihluti fyr- Ir samþykkt handritalaganna I Þjóð- þinginu. Báðir fyrrnefndir stjórnmála- menn hafa haft náið samstarf við lýð- háskólahreyfinguna í Danmörku. — Er nokkur sérstaklega spennandi þáttur úr handritabaráttunni, sem þú minnist öðrum fremur? — Jú, það get ég sagt. Þegar úrslita- viðræðumar fóru fram í Danmörku um lausn málsins kom hingað nefnd frá Islandi og áttu sæti í henni þeir Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, þáverandi fjár- málaráðherra, Stefán Jóhann Stefáns- son, sendiherra, Sigurður Nordal, próf- essor, og Einar Ólafur Sveinsson, próf- essor. — Þessi nefnd kom saman á d’Angleterrehóteli og það var mikið um að vera þann dag. Ég hafði samband við nefndina og Jörgen Jörgensen, kennslumálaráðherra, og Viggo Kamp- mann, forsætisráðherra. Á vissri stundu slitnaði upp úr við- ræðunum. Það var vegna bóka í Kon- ungsbókhlöðu. Ég man, að ég talaði þá við Jörgen Jörgensen og fékk hann til að taka á móti Sigurði Nordal, sem hann þekkti vel frá því hann var sendi herra í Kaupmannahöfn. Þar með kom- ust samningaviðræður á aftur og þá tókst að ná samkomulagi um skiptingu handritanna og á því samkomulagi byggjast lögin um afhendingu handrit anna. Ég vil taka fram, að ég dáist að ís- lenzkum stjórnmálaflokkum og ís- lenzku þjóðinni fyrir þolinmæðina sem hún hefur sýnt. Það hefði getað farið svo, að samkomulagið, sem íslenzka nefndin gerði í Kaupmannahöfn, hefði dregizt inn i kosningabaráttuna á Is- iandi, en það gerðist ekki. íslenzku blöðin sýndu einnig mikla þolinmæði, því þau hefðu getað gagnrýnt harðlega þann drátt sem varð á afhendingu. — Það hefur valdið mér vonbrigðum, að lagaflækjur hafa tafið málið, en ég tel nú, að það hafi orðið til góðs, þvi nú getur enginn með neinum rétti sagt, að ekki hafi verið staðið rétt að mál- inu. — Það hefur verið mér mikil gleði að hafa unnið að farsælli lausn máls- ins, oftast að tjaldabaki. Raunveruleg- ur árangur norræns samstarfs hefur ekki verið svo mikill. En hér höfum við þó eitt dæmi hans. Ég tel Danmörku hafa vaxið af þvi að gefa Islandi þessa gjöf. Ég tel okkur hafa sýnt umheim- inum hvernig við á norðurslóðum get- um leyst vandamál, sem þúsundir manna telja mikið tilfinningamál. Það er von mín, að endurheimt handritanna til Islands verði íslenzku þjóðinni til aukinnar gæfu á þeim tíma, sem hið forna og hið nýja hrærist í þjóðarsál- inni. — Hvað viltu segja um hlut Kristelig Dagblad í baráttunni? — Um dönsku blöðin er það að segja, að það var aðeins eitt blað, Jyllands- posten, sem að segja má að hafi staðið við hlið Kristeligt Dagblad um stuðn- ing við málstað íslendinga af öllu hjarta. Flest blöðin voru volg i afstöðu sinni og sum þau stærstu voru mál- staðnum andsnúin. Ég hafði þá ánægju, að fyrirrenn- ari minn í stöðu aðalritstjóra, Edvard Petersen, studdi málstað Islendinga. 1 bréfi til mín getur Bukdal þess t.d., að hann hafi fyrr á árum skrifað grein um handritamálið, sem hann hafi hvergi fengið birta nema I Kristeligt Dagblad. Ég fylgdi þvi stefnu blaðsins, en þá má geta þess að menn í stjórn blaðsins voru þessu andvígir. Með lausn handritamálsins er lokið þætti í lífi mínu sém hefur aflað mér margra óvina í Danmörku, en aflað mér ennþá fleiri vina á íslandi. En þessi tími hefur verið mér ómetanlegur. Ég hef undir höndum fjölda bréfa og skjala um málið, sem með tíð og tima verða afhent Ríkisskjalasafninu, og þar verða þau að bíða birtingar um árabil. Sem betur fer hef ég enn náið sam- band við Island og Islendinga. Það gladdi mig að geta tekið þátt í störf- Framhald á bls. 15 , * ..J II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.